Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 12
12 D FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vaxandi áhugi á fasteignum í Flórída Fasteignakaup íslendinga í sólarlandinu Flórída eru orðin umtalsverð, enda verð þar ótrúlega hagstætt á íslenzkan mælikvarða. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um fast- eignakaup í Flórída í viðtali við þau Sigríði Guðmundsdóttur, fasteignasala þar og Stef- án Kjæmested, verkefnisstjóra hjá bygg- ingafyrirtækinu NEXT þar í landi. ASTEIGNAKAUP íslendinga erlendis hafa vaxið til muna, eftir að gjaldeyrisregl- ur voru rýmkaðar svo fyrir þremur árum, að allar hömlur á slíkum kaupum urðu að kalla úr sögunni. Þessi áhugi er ekki að ástæðu- lausu. íslendingar ferðast ólíkt meira en áður var, enda flug- samgöngur við útlönd örar og tíðar. Áhugi fólks er greinilega mestur á sólarlöndum eins og Flórída og Spáni. Erfítt er hins vegar að gera _sér grein fyrir fasteignakaupum Islendinga erlendis, enda eru þau einkamál hvers og eins. Þau eru þegar um- talsverð í Flórída og eiga vafalítið eftir að aukast enn á næstu árum. — Á íslenzkan mælikvarða er verð á fasteignum í Flórída ótrúlega hagstætt, segir Sigríður Guð- mundsdóttir, en hún er löggiltur fasteignasali í Flórída og búsett í næsta nágrenni við borgina Orlando í Mið- Flórída. — Þar má t. d. fá fullbúna íbúð fyr- ir um 2,5 millj. kr., sem ætti að vera viðráðan- legt fyrir marga. Enn viðráðanlegri verða slík kaup, ef t. d. tvær fjölskyldur kaupa íbúð sam- an. Þetta getur hentað mörgum vel, því að auðvelt er að deila afnot- Sigríður Guðmundsdóttur. ÞETTA einbýlishús stendur á golfvelli í Orlando og kostar um 110.000 dollara eða um 7,2 millj. kr. Það er rúml. 150 ferm. og í þvi eru m. a. stofa, þijú svefnherbergi og tvö baðherbergi. um húsnæðisins sín á milli, en á Flórída er sól og sumar í 12 mán- uði á ári. — Á Flórída eru samt auðvitað í boði allar tegundir af fasteignum á mismunandi verðum eftir stærð, gæðum og staðsetningu, segir Sig- ríður ennfremur. — Þar má t. d. fá nýtt einbýlishús fyrir um 5,5 millj. kr. Algengt verð er hins vegar um 100.000 dollarar eða um 6,5 millj. kr. Þar er um að ræða nýtt einbýlis- hús með þremur svefnherbergjum, - þar af einu mjög stóru með lúxus- baði og fataherbergi - stofu, sjón- varpsherbergi, öðru baðherbergi, eldhúsi með öllum heimilistækjum, þvottaherbergi og bílskúr fyrir tvo bfla. Húsið er fullfrágengið að utan og innan, en einnig fylgir því frá- genginn garður. Útborgun í þessu húsi er ca. 2,3 millj. kr. og auðvelt að fá hagstæð lán til 15-30 ára. Sextíu eignir í Mið-Flórída Á undanfömum árum hefur Sig- ríður seit íslendingum mörg hús og íbúðir í Mið-Flórída. — Þessar eignir eru nú orðnar um sextíu, en fasteign- ir hér í eigu íslendinga kunna auðvit- að að vera enn fleiri, því að einhveij- ir kunna að hafa keypt með aðstoð annarra fasteignasala, segir hún. — Flestar eru þessar eignir í hverfínu Ventura í Orlando, sem er lokað svæði og með gæzlu. Þangað komast því engir óboðnir gestir inn. Þetta er að sjálfsögðu mikill kostur, einkum ef eigendumir nota húsið einungis tímabundið og húsið stendur autt, á meðan þeir em íjarverandi. í Ventura er stór golfvöllur og golfklúbbur fyrir íbúana. Þar er einnig stór og faileg sundlaug. Hús og íbúðir í hverfinu em á mismun- andi verðum eftir stærð og stað- setningu. íbúðirnar em frá 80 ferm. upp í 170 ferm. og verðið frá 50.000 dolluram upp í 110.000 dollara. Einbýlishúsin era yfírleitt á tveimur hæðum og 150-200 ferm. að stærð fyrir utan bílskúr. Verðið er 115.000-145.000 dollurar, en dýr- ustu eignirnar era á.nær 200.000 dollara, en þá er um að ræða 270-300 ferm. einbýlishús með sundlaug og bílskúr fyrir þijá bfla. Ventura er all stórt hverfí, en hús og íbúðir þar era um 2000 og íbúar nú um 7000. Þetta er því eins og mjög myndarlegur kaupstaður á íslandi. íslendingamir eru samt eðli málsins samkvæmt ekki nema lítill hluti af þessari byggð. Sumir Islendingamir þar hafa talsvert samband sín á milli. Aðrir eru meira út af fyrir sig. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa i lokuðu hverfi, en ávinningurinn felst í því öryggi og þeirri öryggistil- finningu, sem af því hlýzt. I þessu hverfí og mörgum öðram era öryggi- skerfin tengd við hlið og lögreglu og gæzlumenn aka einnig um. Böm- in í hverfínu kynnast hvert öðra, en hverfíð er það öraggt, að bömin geta leikið sér fyrir utan húsin og svo hittast þau í sundlauginni. En Ventura er ekki eina vernd- aða hverfið hér, þar sem íslending- ar hafa keypt fasteignir. Hin era Heathrow norður af Orlando og Kissemi Bay fyrir sunnan Orlando. Ég hef einnig selt íslendingum margar eignir út við ströndina, einkum í kringum St. Petersburg á vesturströndinni og við New Smyma og Melbourne, sem era á austurströndinni, íbúðir til útleigu — Nokkrir íslendingar hafa einn- ig keypt hér íbúðir í íbúðahótelum, Strangar bygginga- reglur í Flórída BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ NEXT, sem Stefán Kjærnested starfar hjá, byggir hús á mörgum stöðum í Flórída. Þetta hverfí, sem nefnist Boynton Estates, er í smíðum fyrir norðan Fort Lauderdale. Húsin kosta 7,5 - 10 milij. kr. og eru frá 182 ferm. til 320 ferm. með bílskúr. BYGGINGAREGLUR eru nú mjög strangar í Bandarflqun- um og sérstaklega í Flórída eftir mikinn skaða, sem hlauzt í fellibyl 1992, segir Stefán Kjæmested, 24 ára gamall íslendingur, sem nú er verkefnisstjóri hjá byggingafyrir- tækinu NEXT í Flórída. Eftir það voru byggingarreglum- ar hertar n\jög og settir svokallaðar fellibyljastaðlar, sem við byggjum eftir. Gluggarnir þurfa t. d. að þola 200 km vind, húsin eru styrkt með jámi og n\jög strangar kröfur gerðar um allar festingar. Stefán er búsettur í Miami, en kom hingað heim í jólaleyfi. Hann útskrifaðist í fjármála- fræði frá Boston Col- lege í maí á nýliðnu ári og byijaði að starfa hjá NEXT í september. — Þetta bygginga- fyrirtæki byggir aðal- lega fyrir norðan Miami, segir Stefán. — En við byggjum einnig á ýmsum öðrum stöð- um í Flórida t. d. í grennd við borgina Tampa á vesturströnd- inni og í grennd við Palm Beach á austurströndinni. Hverfið, sem ég vinn við, nefnist Villas at Wyndham Court og er í aðeins hálftíma akstursQarlægð frá flugvellinum í Fort Lauderdale á austurströndinni, en þangað er beint flug frá íslandi með Flugleið- um. Það tekur aðeins 20 mínútur að aka frá þessu hverfí út á strönd- ina og nefna má, að einn nýjasti og bezti golfvöllurinn í Flórída er í aðeins 1,5 km fjarlægð, en þar hef- ur verið ákveðið að halda hið árlega Honda Classic golfmót næstu fímm árin. Fjórar tegundir af raðhúsum í þessu hverfi eru eingöngu rað- hús af fjórum tegundum. Þau eru á einni eða tveimur hæðum og talsvert í þau lagt. Það minnsta er með tveimur svefn- herbergjum, fataher- bergi, tveimur bað- hergjum, borðstofu, stofu og eldhúsi og einföldum bílskúr. Sjálf íbúðin er 112 ferm. að stærð og alls 134 ferm. með bílskúr. Svo eru þama önnur hús enn stærri, þau stærstu 234 ferm. með bílskúr. Ódýrustu hús- in í þessu hverfi kosta 106.000 dollara eða um 6,9 millj. kr. og þau dýrustu um 130.000 dollara eða um 8,5 millj. kr. — Þessi hús eru mjög fallega hönnuð og líta út að utan eins og spænsk hús, segir Stefán ennfrem- ur. — Grunnurinn er steyptur en veggimir hlaðnir og þökin klædd keramikflísum og bæði falleg og traustbyggð. Húsum okkar fylgir fleira en venja er um ný hús hér heima. Þau era með teppi í stof- unni, flísar eru í baðherbergjum, öll eldhúsinnrétting er komin og einnig eldavél, vifta og ísskápur. Húsunum fylgir einnig fullgerður garður. Það eina sem kaupandinn þarf að gera er að koma húsgögnum sínum fyrir og setja upp myndir og annað þess háttar. Byggingatíminn er 6-12 mánuð- ir, frá því að kaupandinn undirritar kaupsamning, en við erum ekki með mikið af húsum á lager. Þetta eru ekki Qöldaframleidd hús, að því er snertir innréttingar. Sumt er eins í öllum húsunum, en kaupendumir hafa einnig vaí um margt. Þeir velja t. d. litinn á húsið. Með litlum viðbótarkostnaði geta þeir einnig valið á milli gólfefna, eldhúsinnrétt- inga, blöndunartaekja, ísskápa o. fl. Þetta væri auðvitað ekki hægt að bjóða upp á, ef við byggðum húsin alfarið fyrir eigin reikning, áður en þau eru seld. Lokað hlið Hverfið verður með lokuðu hliði, sem íbúamir opna með fjarstýringu. Alls verða um 170 raðhús í hverf- inu, en auk þess verður þar sund- laug og leikvöllur. Fólk gatur líka komið upp sundlaug eða potti í garðinum hjá sér, en gera má ráð fyrir að það kosti um 10.000 doll- ara eða liðlega 650.000 kr., serri fólk verður að borga sjálft. Sameiginlegur kostnaður fyrir hvert hús verður um 100 dollarar eða rúml. 6.500 kr. á mánuði. í þessu gjaldi er innifalið viðhald á götum hverfisins, þökum húsanna og málning þegar þarf, ennfremur öll garðhirða, bæði fyrir sameigin- leg svæði og eigin garð, en hver kaupandi á sína lóð, sem raðhúsið stendur á og einnig hverfið með öllum hinum. Eftirlitsmenn frá bæjarfélaginu koma og taka út og votta hvert einasta framkvæmdastig. Þegar grunnurinn er steyptur koma eftir- litsmennimir og skoða hann og sama máli gegnir um veggina og svo koll af kolli. Það má ekki byija á næsta stigi fyrr en búið er að fá vottorð um, að það síðasta fullnægi settum kröfum. Þetta eru mun strangari reglur en áður tíðkuðust og húsin því mun betri en eldri hús og um leið betri kaup í þeim. Tíu ára húsatrygging Sjálfir berum við ábyrgð á húsinu í eitt ár að því er snertir smíði þess. Framleiðendur á einstökum efnis- þáttum eins og málningu og flísum bera einnig sína ábyrgð á þeim. Mestu máli skiptir samt tíu ára bein ábyrgð stórs hústryggingafé- lags, sem við erum aðilar að eins og flest önnur helztu byggingafyrir- tækin í Flórída. Ef fram kæmu skemmdir líkt og alkalískemmdimar hér heima, Stefán Kjærnested.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.