Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 I ÞAÐ ER líka hægt að rífast um spýtu. Leikfanga laus leikskóli EINN góðan veðurdag fyrr í vetur hjálpuðu fimm og sex ára böm í leik- skóla í borginni Solothurn í Sviss fóstrunni sinni að pakka öllum leik- föngum á deildinni niður í kassa. Leikföngin voru „að fara í þriggja mánaða frí“. Leikfangaleysið á deild- inni er liður í átaki hins opinbera gegn almennri ánetjan barnanna. Sumir sálfræðingar áiíta að það sé"gott fyrir börn að læra snemma að neita sér um hlutina. Alveg eins og það er gott fyrir böm að læra umferðarreglurnar þá á það að vera gott fyrir þau að átta sig á því snemma áð þau geta ekki bara grip- ið næstu dúkku eða kubbakassa ef þeim leiðist. Þau verða að læra að lifa með ieiðanum eða vinna úr hon- um án tilbúinna, aðkeyptra hluta. Þannig eiga þau að vera betur undir það búin að neita sér um hættulega hluti og efni seinna á ævinni þegar vandamálin verða alvarlegri en leiði í leikskólanum. Færra tll að rífast um Þýskur leikskóli í úthverfi Munc- hen reið á vaðið fyrir fjórum árum og lokaði öll leikföng niðri í kössum í þijá mánuði. Reynslan þótti svo góð að nú er þetta fastur liður í leikskó- lanum og æ fleiri taka þetta upp. Það er ekki sannað að leikfangaleys- ið forði börnunum frá eiturlyflafíkn, áfengissýki eða hver veit hverju á fullorðinsárum en Elisabeth Seifert, sem hefur yfirumsjón með átakinu í Þýskalandi, segir að reynslan af því að losa börnin við leikföng í vissan tíma á ári sé mjög góð. ímyndunar- aflið eykst, þau leika sér meira hvert við annað, nýir krakkar eiga auðveld- ara með að blandast í hópinn og strákar og stelpur leika sér meira saman. Börnin rífast minna af því VIÐ sam- kvæmislok sækja karlar hatta sína, hjálpa konum sínum í kápurn- ar og kveðja húsráð- >ndur hjartanlega. LAUF og tijákvistir geta verið ágætis dót. F yrirgefið þér að ég tók ekki af mér hanzkann KURTEISI er nærgætin fram- 35 koma. Hún er siðakunnátta og menntun. Kurteis maður er heflaður í háttemi og hæversk- ur- Kurteisi er kostur, dóna- 21 skapur er hinsvegar mannlegur F ókostur. Dóna skortir skilning á gagnsemi fágaðrar fram- Skomu og hugulsemi. Hann skeytir oft ekki um tilfinningar annarra og líðan. Dónum má skipa í þijá flokka, 1) menn sem ekki hafa hlotið upp- eldi og menntun í siðum; 2) menn sem ekki bera virðingu fyrir öðrum, skilninginn vantar þrátt fyrir utan- bókarlærdóm; 3) menn sem traðka á náunganum, skeytingarlausir um allt og alla nema sjálfan sig. Orðið kurt er fornfranska orðið cortois og vísar til siðakunnáttu konungshirðarinnar. Orðið dóni er aftur á móti stytting á mannsnafn- inu Corydón sem má finna í einu hjarðljóði Virgils. Latínuskólapiltar á 17. öld notuðu það yfir durta og fruntalega menn. Hér verður fjallað um mannasiði og gildi þeirra. Snýtið yður ekki hrottalega Árið 1920 kom út bókin Manna- siðir eftir Jón Jacobson sem var nýlunda hér á landi. í henni fjallar Jón um allt milli himins og jarðar, eins og meðferð vasaklúta: „Vasaklútar séu af meðal- stærð, úr góðu lérefti (hörlérefti) eða smágervu líni (Batist) með ísaum- uðu einföldu en smekk- legu fangamarki í einu horninu." Og jafnvel um litun hárs: „Áð lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt. Grá hár sóma sér jafn-vel sem hver annar lit- ur.“ Margar góðar ráðleggingar má finna í bókinni Mannasiðir. Varist skelli- hlátur; kastið yður ekki aft- ur á bak með galopinn hlæj- andi munninn og sláið ekki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt ef unnt er því að þá afsk- ræmist andlitið, hafíð munninn lokaðan þegar þér eruð ekki að nota hann. Notið vasa- klútinn gætilega og snýtið yður ekki svo hrottalega að við kveði Þórdunur. Sleikið ekki af matforki né hníf að lokn- um málsverði." Kurteisi er dyggð vegna þess DAGLEGT LÍF að hún stuðlar að vellíðan en stendur gegn yfirgangi og að valda öðrum óþægindum. Hins vegar eru tilteknir siðir og venj- ur ákvörðunarefni sem hver kyn- slóð kemur sér ósjálfrátt saman um. Það er ekki rangt í sjálfu sér að ropa í fjölmenni en getur engu að síður talist ósiður. Ef til vill er slíkur ropi hvimleiður kvilli. í Mannasiðum stendur: „Ropar eru viðbjóðslegir, og engin vöm í máli, að ekki sé hægt „að gera við þeim.“ Það er ógeðs- legur ávani, sem hægt er að venja sig af, og aldrei þarf að verða nokkrum tamur.“ Einnig stendur „Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnurn sér eftir máltíð.“ „Ýmsir eru fleiri kækir og ávani, og sumir þeirra mjög ógeðslegir, svo sem að tyggja matinn „smjatt- andi“, í stað þess að tyggja með lokuðum munni." Sennilega er vænlegast að læra mannasiðina sem barn, því oft er erfítt að kenna gömlum hundi að sitja eins og sagt er. Jón Jacobson skrifar í bók sína um börn: „Börn skulu vera hógvær og kyrrlát og ekki blanda sér í samtal fullorð- inna, nema á þau sé yrt.“ Ekki er mælt með því að börn- um sé haldið algerlega frá full- orðnum en best að sýna þau í höfi vegna þess að ýmsum leið- börn. Ókurteisi að spyrja konur um aldur - konur verða 39 ára Árið 1945 kom út önnur bók handa Islendingum um mannas- iði, Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt. Í bókinni er fjallað um fjölbreytilegt efni eins og borðs- iði, yndisþokka, gláp, gort og bréfaskriftir. Rannveig skrifar: „Á Norðurlöndum taka karlmenn djúpt ofan hattinn fyrir konum og lyfta hattinum fyrir öðrum karl- mönnum... Vel uppalinn maður blístrar ekki eða kallar á konu á götunni. Kona snýr sér ekki við ef hún heyrir einhvem blístra." Rannveig mælir með að „þegar kona mætir karlmanni á al- mannafæri, á hún að heilsa fyrst... það er hún, sem á að sýna, hvort hún vill heilsa eða ekki. Rannveig Schmidt segir það að þau þurfa hvert á öðru að halda í leikjum og hafa ekki leik- föng til að rífast um. Stundin sem leikföngin eru lokuð niðri í Sviss var mjög vel und- irbúin. Skýrslur voru skrifaðar, foreldrum var boðið á fund og börnunum var sagt að leikföng- in væru bara að fara í frí o g kæmu örugglega aftur. Það þótti mikilvægt að þau tækju sjálf þátt í að pakka þeim niður. Börnin höfðu gaman af því og virtust ekki sakna leikfanganna neitt sérstaklega. Það var verst með litina en þeim var leyfí að klína mold og vatni á rúður leik- skólans í staðinn fyrir að teikna á blað með tússpenna. Duglegrl aö dunda sér Leikskólinn sem byijaði á þessu í Múnchen er í góðu úthverfi þar sem menntað og vel upplýst fólk er í meirihluta. Leikskólinn í Solothurn er hins vegar í blokkahverfi þar sem stór hluti íbúanna er útlendingar. Foreldrunum þar þótti einna verst að þetta tiltæki leikskólans vakti Á NORÐURLÖNDUM hefur tíðkast að karlmenn taki djúpt ofan hattinn fyrir konum en lyfti honum fyrir öðrum körlum. DÓNAR hafa ekki hlotið uppeldi og menntun í siðum, og skortir skilning á fágaðri framkomu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.