Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMÁL i AMERÍSKI draumurinn. RAPPAÐ á nýársnótt. Nýársfagnaður í New York JAFNT stórir sem smáir söfnuðust saman við Time Square í New York til að fagna nýju ári. BORGIN iðar af lífi, gular leigubif- reiðar og langir eðalvagnar þjóta um göturnar, prúðbúið fólk, ferða- fólk, allskonar fólk. Við erum stödd á Manhattan í New York, „The big apple.“ Mesta ferðamannahelgi ársins er í algleymingi. Aldrei er meira líf og fjör í heimsborginni en ein- mitt í kringum áramót. Þangað flykkist fólk alls staðar að úr heim- inum, til að skemmta sér, beija ljósadýrðina augum og taka þátt í nýársfagnaði af ýmsu tagi. Klukkan er einungis fimm að morgni, gamlársdagur. Fólk er þegar farið að safnast saman við hið rómaða Time Square, allir vilja tryggja sér pláss. Margir eru með nesti af ýmsu tagi, aðallega drykkjarföng. Fólk er komið til að upplifa ævintýrið þó ekki væri nema einu sinni. , Eftir því sem líður á þennan síðasta dag ársins verður and- TINNI hefur um árabil verið nokkurs konar sendiherra belgisku þjóðarinnar, enda án efa einn best þekkti Belginn. Ár teikni- myndanna í Belgíu BELGÍA er óumdeilanlegur höfuð- staður teiknimyndanna, en Belgar státa til dæmis af teiknimynda- fígúrum á borð við Lukku Láka, Strumpana og Tinna, sem Belgar telja nokkurs konar sendiherra sinn. Þetta ár, 1996, ætlar belgíska þjóðin að helga teiknimyndafigúr- unum sínum. Um allt land eru á dagskrá yfir 100 uppákomur, sýn- ingar, hátíðir, ráðstefnur, svo eitt- hvað sé nefnt, allt til heiðurs teikni- myndunum. Fjallað verður um vín í teiknimyndum, teiknimyndahetjur, vísindasögur, hlut kvenna, teikni- myndir á alnetinu o.s.frv. Þá verða helstu borgir Belgíu skreyttar risa- stórum teiknimyndafígúrum. Hátíðin hófst 7. janúar í Centre Belge de la Bande Dessinée í Bruss- el, en það er helsta teiknimyndasafn belgísku þjóðarinnar. ■ ÞAÐ kemur óneitanlega tölu- x vert á óvart að heyra að Heat- hrow flugvöllurinn í London státar af besta veitingastöðunum í samanburði við helstu flugvelli á meginlandi Evrópu. Þetta er niðurstaða nokkurra sælkera sem voru fengnir til þess að bera saman veitingar á fjórum af stærstu flug- völlum Evrópu; Heat- hrow í London, Schip- hol í Amsterdam, Char- les de Gaulle í París og flugvellinum í Frank- furt í Þýskalandi. Samkvæmt því sem fram kemur í dagblað- inu Daily Telegraph ráðlögðu sælkerarnir fólki að gleyma því sem það hafði heyrt um franskt eldhús, þýskar pylsur og hollenskt kaffi. Hefðbundinn enskur matur, fískur og franskar, fékk bestu einkunnina og veit- ingastaðirnir á He- athrow fengu hæstu einkunn fyrir góðan mat og vingjamlega þjónustu. í Daily Te- legraph segir að þar fái menn betra kaffi, betri kartöfluflögur og jafn- vel betri brauðhorn en hjá samkeppnisaðilun- um á meginlandinu. Niðurstöðumar stungu í stúf við það sem álitsgjafar höfðu gefið sér fyrirfram, nefnilega að megin- landsbúar, sérstaklega Frakkar, væru sér á báti varðandi matargerð. Sælker- arnir vora hins vegar ósparir á gagnrýnina. í Daily Telegraph er haft eftir þeim að maturinn á Char- les de Gaulle flugvelli henti aðeins fólki með ónýtt bragðskyn og mat- urinn í Schiphol væri ekki fyrir menn. Frankfurt flugvöllur kom Sælkerarnir sem framkvæmdu könnunina hafa undanfarin fjögur ár haft með höndum gæðaeftirlit með veitingasölu á Heathrow flug- velli. í ljósi góðrar reynslu af störf- Veitingastaðir á fjórum helstu flugvöllum í Evrópu LONDON er vinsæll viðkomustaður margra ferðalanga. Heathrow flugvöllur í London er stór og fer mikill fjöldi farþega þar um á degi hverjum. Fólki ætti að vera óhætt að fá sér að borða á leið sinni um völlinn miðað við umsögnina sem veitingasalarnir þar fá. Heathrow í London skarar f ram úr betur út, fékk góða einkunn fyrir hina þekktu þýsku hagkvæmni sem skilaði sér í veitingasölunni. um þeirra þar báðu bresk flugvall- aryfirvöld þá um að kanna stöðu mála hjá helstu samkeppnisaðilun- um; í París, Amsterdam og Frank- furt. Ákveðnir liðir, matur, drykkir, þjónusta og svo framvegis, fengu einkunn í könnuninni og síðan var meðaleinkunn reiknuð út. Schiphol kom verst út með meðaleinkunn- ina 1 en miðað var við hæstu einkunn 10. Umsagnirnar voru slæmar: pylsa sem bragðast eins og gam- alt leður, kleinuhringur sem var eins og bragð- laust hrúgald og kaffið þótti viðbjóðslegt! Charles de Gaulle fékk 2 í meðaleinkunn og þá umsögn að veit- ingamar væra í algerri þversögn við þá stað- reynd að frönsk matar- gerðarlist stæði mjög framarlega. Flugvöll- urinn í Frankfurt fékk fjóra í meðaleinkunn, en maturinn þótti samt langt frá því að vera góður. Heathrow fékk 7 í meðaleinkunn í sæl- keraeinkunnagjöfinni. Hæstu einkunnina fengu tvær mest keyptu tegundimar; kaffi og franskar kartöflur. Kaffíð fékk 9,0 og kart- öflumar 9,5. „Það er ánægjulegt að sjá að einhveijir nenna að leggja sig fram við matseld á venjulegum einföldum mat,“ sagði meðal annars í umsögn- inni. Þrátt fyrir góðan mat vakti aðalathygli sælkeranna hve þjónustan var lipur hjá veitingafólkinu á Heathrow og viðmótið vingjarnlegt. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.