Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ um búðum í Hljómskálagarðinum þar sem sýningar verða í leikhús- tjaldi 11.-16. júní. Jafnframt reka listamennirnir sirkusskóla fyrir börn og unglinga í tjaldinu á daginn í samstarfi við íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur. íslenska óperan ræðst í það stór- virki að frumflytja nýja íslenska óperu, Galdra-Loft eftir Jón Ás- geirsson, sem semur bæði tónlist og texta byggðan á samnefndu leik- riti Jóhanns Sigurjónssonar. Óperan verður frumflutt 1. júní undir stjórn Garðars Cortes og í leikstjórn Hall- dórs E. Laxness. íslenski dansflokkurinn frumsýn- ir í Borgarleikhúsinu 9. júní Fé- hirzlu vors herra eftir Nönnu Ólafs- dóttur dansskáld og Sigurjón Jó- hannsson leikmyndahönnuð. Þetta nýja dans-leikhúsverk er byggt á sögunni um Guðmund biskup góða. I hvítu myrkri er nýtt leikrit eft- ir Karl Ágúst Úlfsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 6. júní í leik- stjórn Hallmars Sigurðssonar. í Borgarleikhúsinu verður frum- sýnt barnabrúðuleikhús eftir Ásu Hlín Svavarsdóttur, Helgu Arnalds og Gunnar Gunnarsson. Kammersveit Reykjavíkur mun halda tónleika í Langholtskirkju undir stjórn Bretans Stephens As- bury. Tónleikar í Loftkastalanum í Loftkastalanum við Seljaveg verður röð af tónleikum og leiksýn- ingum á meðan Listahátíð varir. Sigurður Flosason mun fara fyrir hópi alþjóðlegra djassleikara sem frumflytur verk eftir Sigurð 7. júní. Hvunndagsleikhúsið frumsýndi á síðasta ári „tilraunasýninguna" Trójudætur Evripídesar í leikstjórn Ingu Bjarnason, við frumsamda tónlist Leifs Þórarinssonar og kóreógrafíu Láru Stefánsdóttur. Fyrir Listahátíð mun leikhúsið nú færa sýninguna nær óperuforminu. Ærslaleikurinn Jötunninn eftir Evripídes bætist við sýninguna og verður hann útfærður sem eins konar „rokksöngleikur". Á fimmta tug leikara, söngvara og hljóðfæra- leikara frumsýna 8. júní. Edda Erlendsdóttir, Oliver Man- ovry og félagar munu leiða okkur á tangókvöldi undir heitinu Le grand tango ásamt dönsurum. Af öðrum tónleikum má nefna Camerarctica hópinn, Zilia píanó- Galina Gorchaková, Dmitri Hvorostovsky, András Schiff, sópran bariton píanóleikari Höller, Dan Wolgers, Ir- ene & Christine Hoch- enbíichler, en það er Sig- urður Guðmundsson sem er umsjónarmaður þeirrar sýningar. Á Mokka: And- res Serrano. 'í Listasafni ASÍ: Svavar Guðnason. í Galleríinu Annarri hæð: Carl André. í Listasafni Sigurjóns: Páll á Húsa- felli. í Gallerí Stöðlakotí: Benedikt Gunnarsson. Á Sólon íslandus: Hreinn Friðfinnsson. í Norræna húsinu í samvinnu við FÍM: Karl Kvaran. í Gall- erí Tryggvagötu á vegum Félagsins íslensk grafík: Rachel Whiteread. I Gall- erí Úmbru: Robert Shay. í Ingólfsstræti 8: Ragna Róbertsdóttir. í Perlunni: Osvaldo Romberg og á Þjóðminjasafninu: Silfur úr Þjóðminjasafni íslands. Stofnun Sigurðar Nordals og Landsbókasafn standa fyrir mál- þingi um enska skáldið William Morris og sýningu á handritum hans. Mótettukór Hallgrímskirkju mun frumflytja nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson við messu á sjó- mannadaginn 2. júní. Að venju mun Klúbbur Listahá- tíðar verða rekinn á meðan hátíðin stendur. Að þessu sinni verður hann í Loftkastalanum við Seljaveg. Auk þess að vera samkomustaður hátíð- arinnar með veitingasölu verður fjölbreytt dagskrá' í Loftkastalan- um. EVGENI Kissin, píanóleikari kvartettinn, hljómsveit Egils Ólafs- sonar og Björns Thoroddsens o.fl. Þá flytja nokkur góðskáld og hljóðfæraleikarar dagskrána Ljóð og djass og skáldakvöld verður með úrvali ljóða úr Ljóðasamkeppni Listahátíðar, en þau ljóð verða jafn- framt gefin út á bók. Myndlist Af myndlistarsýningum verður af nægu að taka og eru þessar sýn- ingar þegar ákveðnar: Listasafn íslands: Sýning á verk- um Austurríkismannanna __ Egon Schiele og Arnulf Rainers. A Kjar- valsstöðum: Náttúrusýn í íslenskri myndiist. Á Nýlistasafninu: Carsten Hrópandinn í eyðimörkinni Eða eyðimörkin í hrópandanum Kaupmannahðfn. Morgunblaðið. FYRSTA sýningin á vegum menningarársins í Kaup- mannahöfn var frumsýnd á fimmtudagskvöldið í Kanon- hallen á Austurbrú. Um var að ræða Universal Copyrights 1 and 9, fjögurra tíma langan gjörning í uppsetningu Ant- werpenbúans og menningars- endiherrans Jan Fabre. Það var engin tilvdjun að fyrstu gestirnir komu frá Antwerpen, þar sem Antwerpen var evr- ópska menningarhöfuðborgin á undan Kaupmannahöfn. Fabre hefur um árabil sett upp gjöminga og hverslags önnur sviðsverk og getið sér gott orð og frægð fyrir. Eftir að hafa séð þessa sýningu var erfitt að skilja í hverju frægð hans liggur, því sýningin virtist marklaus og stef nulaus. En leikararnir stóðu sig með ágætum, þó þeir hefðu úr litlu að moða. Fabre lærði gluggaútstill- ingar, áður en hann fór í lista- skóla. Árið 1982 safnaði hann saman rusli og leikurum af götunni og setti upp átta tíma sýningu. Ef marka má umsagn- ir gagnrýnenda var einna eft- irminnilegasti hluti sýningar- innar jógúrtflóð á sviðinu og fyllti salinn af jógúrtilmi, auk þess sem leikararnir sleiktu það upp af miklum krafti. Síð- an hefur hann fengist við dans- smíðar fyrir klassíska ballett- dansara og sett á svið nútíma- óperur. Sýningin Universal Copyrights 1 and 9 er fyrsta sýningin, sem hann setur upp eftir að vera orðinn heiðurs- listamaður í heimalandinu. Sýningin hefst á að tíu leik- arar sitja í hálfhring á sviðinu, íklæddir mismunandi trúða- og sirkusbúningum. Þeir reykja og andrúmsloftið er ekki hið glaða andrúmsloft trúðanna, heldur dauflegt og jafnvel ógn- andi. Á næstu fjórum tímum, reyndar með 20 mínútna hléi, ganga þeir hver á annan, að mestu orðalaust, utan ein- stakra gusa af „fökki og shitti,, og textabrota á flæmsku, frönsku og ensku. Þetta er kannski áhrifamikið á þýsku menningarsvæði, en á því nor- ræna er þetta hálf máttlaus uppákoma. Tónlistin í sýning- unni kemur að mestu af hvíta albúmi Bítlanna. Eftir því sem líður á sýning- una tapa leikararnir gervinu meir og meir og nálgast sitt eigið útlit. Það gæti kannski verið áhrifamikið, en það mátti heyra á mörgum leikhúsgest- um að umbreytingin mætti gerast á skemmri tíma. Beina- grindur leika nokkuð stórt hlutverk í sýningunni, þegar líður á. Það er snjöll hugmynd að festa þær á svartklædda leikara og láta þá hreyfa sig í strópljósi, en beinagrindurnar sitja einhvern veginn vitlaust á þeim og það dregur úr áhrifamættinum, auk þess sem Ijósunuin er beitt á mjög ómarkvissan hátt. Ef þessi fyrsta sýning mark- ar stefnu menningarársins eru mörg löng og leiðinleg kvöld í vændum. En dagskráin gefur sem betur fer fyrirheit um margt fjarska gott, enda er stefnt hingað helstu listakröft- um Evrópu, að ógleymdu fram- lagi Dananna sjálfra. ¦ Menningarárið hafið/D7 Ásta, Guðmund- ur og Jón í Ný- listasafninu ÁSTA Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Nýlistasafninu í dag kl. 16. Jón Sigurpálsson og Guðmundur Thoroddsen sýna veggmyndir í neðri sölum safnsins og Asta Olafs- dóttir sýnir þrívíð verk og málverk í efri sölunum. Gestur í setustofu safnsins er Nina Ivanova frá Rússlandi. Tómas R. Einarsson og Óskar Guðjónsson verða með tónlistar- flutning á opnun. Sýningar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudag- inn 28. janúar. UR SYNINGU Jan Fabre. KVTKMYNDIR Háskólabíó AMERÍSKI FORSETINN (The American President) • •«/2 f Æikst jóri Rob Reiner. Handritshöf- undur Aaron Sorkin. Kvikmynda- tökustjóri John Seale. AðaUeikendur Michael Douglas, Annette Bening, Martin Sheen, Richard Dreyfuss, Michael J. Fox, David Paymer, Anna Deaver Smith, Samantha Mathis, John Mahoney. Bandarisk. Univers- al/Castle Rock 1995. ÞAÐ er komið að kosningaári í Bandaríkjunum og sitjandi forseti, ekkillinn Andrew Shepherd (Mich- ael Douglas), getur horft bjartsýnn fram á veginn. Fylgið vel yfir 60% í skoðanakönnunum, ráðgjafar og Kvennamál í Hvíta húsinu hverskonar aðstoðarmannahjörð lít- ur ekki upp frá vinnunni, áróðurs- maskínan malar nótt sem nýtan dag. Robert Rumson (Richard Dreyfuss), helsti andstæðingur hans í komandi kosningum, virðist ekki eiga minnstu möguleika. Þá dregur ti) tíðinda við Pennsylvania Avenue. Til sögunnar kemur Sidney Wade (Annette Ben- ing), kvenskörungur mikill og mál- svari hinna öfíugu umhverfis- verndarsinna. Shepherd verður óvart vitni að því er hún gagnrýnir hann heldur ósparlega, verður það til þess að hann fær áhuga á mann- eskjunni og fyrr en varir blómstrar ástin í Hvíta húsinu. Þjóðin stendur á öndinni og ráðgjafaskarinn verður ekkert yfír sig hrifinn af þróun mála því samband forsetans og tals- manns þrýstihóps á sínar óheppi- legu pólitísku hliðar. Ástamálin verða vatn á millu Ramsons og fylg- ið hrynur af Shepherd. Nú eru góð ráð dýr. Þeir eru harðir á því kumpánarn- ir Reiner og handritshöfundurinn Aarons Sorkins (A Few Good Merí), að Bandaríkjaforsetar geti orðið ástfangnir líka. Draga oft upp spaugilegar kringumstæður sem sýna að þetta valdamesta embætti veraldar er fjári erfiður rammi í kringum rómantík og eðlilegt til- hugalíf. Þá fá áhorfendur að kíkja innfyrir dyr í Hvíta húsinu, kynnast voldugu umhverfínu og rafmögn- uðu andrúmsloftinu, sem er ekki síður forvitnilegt, Á meðan á þessu stendur gengur allt að óskum, myndin flott fyrir auga og eyra, gamansemin í fyrirrúmi. Síðan hall- ar undan fæti og Ameríski forsetinn fer að taka sig heldur alvarlega. Andrés sauðahirðir er vitaskuld hinn hvítpússaði fulltrúi demókrata, vammlaust og glæsilegt valmenni fram í fingurgóma. Rumson (meira að segja nafnið er óaðlaðandi) á hinn bóginnl lævís skrattakolíur, óvandur að meðölum. Útlitið, sem sjálfsagt á að vera innrætinu skárra, minnir mest á Gestapofor- ingja í meðförum Dreyfusar og förðunarmeistaranna. Enda mál- svari repúblíkana. Allt að hætti Hollywood, og kemur ekki á óvart. Hitt er verra að myndin tekur nýja stefnu, fær ábúðarmikinn prédikun- artón þegar Shepherd fer að taka tii sinna ráða og snúa vörn í sókn - allt á kostnað skemmtunarinnar. Ekki er við leikarana að sakast, Douglas fer myndarlega með sitt, augun trilla í Bening, hún er svo afskaplega ástfangin, og aukahlut- verkin í góðum höndum hárrétt valinna manngerða. Útlitið gæti ekk] verið betra, sviðsmyndin líkleg til Óskarsverðlauna, öll tæknivinna framúrskarandi. AHt er þetta und- arlega léttvægt fundið, þegar upp er staðið eru það umbúðirnar einar sem sitja eftir. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.