Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VONIR standa til þess að Rómaróperan sé á leið upp úr öldudaln- um eins og uppfærslan á II matrímonio segreto er talin dæmi um. Rómaróperan vaknar til lífsins ÓPERUHÚS ^ Rómaborgar hefur glatt hjörtu ítala en einnig verið þeim afar þungbært á undanförnum árum. Á efnisskránni hafa verið margar perlur tónlistarinnar og ber þar líklega hæst tónleika tenóranna Pavarottis, Domingos og Carreras árið 1990 sem haldnir voru í Cara- calla og reyndust einn ábatasamasti listviðburður sögunnar. Hins vegar má tína til langa sögu mistaka stjórnenda hússins og endalausra framkvæmda sem hafa leitt til þess að orðspor hússins hefur versnað mjög og Róm telst nú svarti sauður- inn í óperuheiminum, að því er segir í The European. - Saga og orðspor hússins náði lík- lega botninum á tveggja ára stjórn- artíma Gian Paolo Cresci 1991- 1993 en þá jókst 10 milljarða líra halli í 45 milljarða líra. Óstjórn Cresci hafði framleitt sjónvarps- efni áður en hann tók við starfmu og byrjaði á því að lýsa yfir vankunn- áttu sinni í tónlist, nema hvað hann kannaðist við „Nessun dorma". Þeg- ar 45 milljarða líra tap blasti við, yppti hann öxlum og sagði það vera andvirði nýs skriðdreka. Ætlun Crescis var að „færa óper- una nær almenningi". Til þess að svo hefði mátt verða, hefði þurft að lækka miðaverð ennþá meira. Þess í stað fóru fjármunir óperuhússins í að koma til móts við launakröfur starfsmannanna, fokdýrar uppsetn- ingar, einkennisbúninga fyrir dyra- verði og til að greiða laun fimm fastráðinna lækna við húsið. ítalski tónlistargagnrýnandinn Sandro Cappelletto sendi nýverið frá sér bók þar sem hann rekur óstjórn- ina árin tvö sem Cresci réð ríkjum í óperuhúsinu í Róm. Cappelletto segir ekki um árás á Cresci að- ræða.„Hann átti einfaldlega vini á hæstu stöðum og treysti þeirri sögu- legu staðreynd að eyði menn um efni fram, komi ríkið að endingu til aðstoðar. Sem það að sjálfsögðu gerði." Hreinsad til Sá sem fenginn var til að taka til hendinni eftir Cresci heitir Gi- orgio Vidusso. Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá stjórnvöldum um að halda útgjöldum í skefjum, hefur Vidusso tekist að setja saman skyn- samlega efnisskrá fyrir árið sem er nýhafið. Fyrsta verkið verður „Iris" eftir Mascagni, sem er sjaldan sett upp núorðið en það var frumflutt í sama óperuhúsi og nú hýsir Rómar- óperuna árið 1899. Aðalhlutverkið verður í höndum Danielu Dessi og stjórnandi er Gianluigi Gelmetti. í kjölfarið fylgja sýningar á „Tur- andot" og „II matrimonio segreto" eftir Cimarosa, en sú uppfærsla hlaut mikið lof í San Carlo í Napólí á síðastá leikári. Forvitnilegust þyk- ir þó mörgum ný uppfærsla Peter Haíl á „Fidelio" eftir Beethoven en hún er sett upp í samvinnu við Co- vent Garden og verður frumflutt í apríl. í maí lýkur' leikárinu svo með uppfærslu i. „Svefngenglum" Bell- inis, sem á að gerast á Englandi á 18. ðld og er ekki laust við að kvik- myndaleikstjórinn Pupi Avati, sem setur verkið upp, leiti í smiðju hryll- ingsbókmenntanna. Velunnarar Rómaróperunnar vona þó að nafn verksins verði ekki að áhrínsorðum heldur þvert á móti, uppfærslan verði dæmi um að listamenn óper- unnar séu að vakna að nýju. Konaí karla- skoðun ÞRÁTT fyrir að Giorgia Fioro sé aðeins 28 ára gömul hefiir hún líklega séð meira til karlmanna en flestar konur geta gert sér vonir um á ævinni. Frá árinu 1990 hefur þessi ítalski Ijósmynd- ari beint Hasselblad-vél nær ein- göngu að karlmönnum sem lifa og hrærast í lokuðu samfé- lagi. Hún hefur eytt mánuðum við slíkar að- stæður; hefur fylgt á hæla frönsku útlend- ingahersveitar- Gioreia Fioro . ° ,- ínnar í frum- skógum við miðbaug, vaðið for- ina eins og hermennirnir á Ig- man-fjalli í Bosníu og dvalið um lengri tíma með rússneskum glæpamönnum í fangabúðum. Á síðasta ári vann Fioro til Ernst Haas-verðlaunanna sem færðu henni um 650.000 krónur ísl. í aðra hönd og ljósmyndabúnað að verðmæti 520.000 krónur. Fioro beindi sjónum sinum fyrst að karl mönnum fyrir al- vöru er hún vann um átta mán- aða skeið að myndröð um hnefa- leikakappa í New York. Nú, finun árum síðar, vinnur hún að umfangsmikilli myndröð sem kallast Karlar og ætlunin er að Ijúki árið 2000. A meðal þess sem þar verður sýnt eru myndir úr daglegu lífi námaverkamanna í Úkraínu og svipmyndir úr kyrr- látu samfélagi ítalskra munka Verkefnið er geysilega víð- femt og tímafrekt enda nálgast Fioro viðfangsefni sitt af natni mannfræðingsins og vísinda- mannsins. „Það þýðir ekkert ann- að en að gefa sig alla í verkefn- ið. Ég vinn að minnsta kosti sex mánuði að hverju verkefni," segir hún í samtali við The European. Ernst Haas-verðlaunin hlaut Fioro fyrir myndraðir um lífið í frönsku útlendingahersveitinni og Nakhíjmovskaja-)). jálf unar- búðunum fyrir rússneska sjóliða, en til þess að búa sig undir það verkefni lærði hún rússnesku. Fioro segist heillast af samfélðg- RÚSSNESKIR sjóliðar og Iiðsmenn frönsku útlendinga- hersveitarinnar, séðir með augum Giorgiu Fioro. um sem þessu vegna þess að þau séu á útleið. „Þeim er haldið sam- an af stofnanareglum, venjum og slætti hversdagslíf isins." Myndir hennar af útlendinga- hersveitinni eru kyrrlátar og kraftmiklar, ýmist teknar þegar mikið gengur á eða ljósmyiidar- inn beinir sjónum sinum að ein- stökum hermðnnum, við skyldu- störf eða í frítíma. Myndirnar eru ógnvænlegur vitnisburður um hættur og erfiðleika sem hermennskunni fylgja en eru einnig til marks um stolt þeirra manna sem hafa kosið að ganga til liðs við sveitina. Sjálf segist Fioro hafa haft siðareglur her- mannana að leiðarljósi, reglur sem þeir byggi allt á. Fyrir þeim sé hvert verkefni heilagt og þeir muni allt til þess vinna að Ijúka því. Nú þegar æ minni fjármunum er varið í Ijósinyndaverkefni á borð við þau sem Fioro hefur unnið að, virðist hin gríðarstóra myndröð hennar fjarlægur daumur. Ólikt flestum ljósiny ncl- urum reiðir hún sig nær ein- göngu á styrki og því koma verð- launin sér ákaflega vel í næsta verkefni, sem er að fylgjast með spænskum nautabönum. N£ja testamentið TONIIST Sígildir diskar BEETHOVEN Ludwig van Beethoven: Píanósónöt- ur nr. 1-32. „Kjöifurstasónötur WoO 47 nr. 1-3. Sónatínur nr. 37- 38 An- hang 5 nr. 1-2. Sónata nr. 38 WoO 51 (brot). Jenö Jandó, píanó. Naxos 8.550045, -054, -150, -151, -161, -162, -166, -167, -234 & -255. Upptaka: DDD, Budapest, 4/1987-2/1989. Heildarlengd (lOdiskar): 10.48:44. Verð: 6.900 kr. HVERJUM kemur það við, til hvers sígild tónlist er notuð í heimahúsum? Engum. Tími stali- setningar og duftskriðs vanefna- ára þessa lýðveldis er liðinn. Eða þykir lengur feimnismál, þó að heilög Sesselja sé látin auka nytina úr kúm? Sé notuð sem bakgrunnur á góðra vina fundi? Nú, eða sem svefnmeðal? Ég held ekki — og bendi hér með hollustufíklum á pottþétt svar við svefnpilluáti: píanósónötur Mozarts — í meðförum æðardún- fingraðasta slaghörpuleikara ver- aldar, Mitsuko Fuchida! Værðar- fyllrí nætursvefn fæst ekki keypt- ur úr plötubúðum í dag, og er þar talað af persónulegri reynslu. I þessu felst auðvitað enginn áfellisdómur. Sónötur Mozarts þarf ekki að verja; þær standa fyllilega undir nafngiftmni sígild tónlist. Sömuleiðis feist engin van- þóknun í því að ljóstra upp, að öðru máli gegnir um píanósónötur Beethovens, skoðaðar frá hinum óneitanlega þrönga sjóndeildar- hring svefnmeðalsins. Þar segir áðurnefnd persónuleg reynsla nefnilega annað. Þær eru hörmulegar. Hvort aðrir hafi reynt hið sama, veit ég ekki. En það er ágizkun undirritaðs, að ein ástæðan fyrir því að Beethoven virðist stugga meira við hlustandanurn í svefnrof- unum en meistari Mozart sé sú, að tónhugsun hans er þrungnari. Ef styrkur stefjaúrvinnslu Mozarts er falinn bak við tælandi fyrirhafnar- leysið, brýzt hann fram hjá Beethov- en af rökföstu afli, líkt og óstöðv- andi hraunkvika, sem hlustandinn fær ekki rönd við reist. Þar fer fíl- efld en hnitmiðuð frumorka, sem höfðar jafnt til hjartans og hugans, á lágum nótum jafnt og háum. Eins og píanóunnendur vita, ágerist þessi náttúra Beethovens eftir því sem lengra á sköpunarfer- il hans líður. Andstætt við Moz- art, sem lagði hlutfallslega litla . rækt við greinina, eru hinar 35 píanósónötur Beethovens (svo maður telji „Kjörfurstasónöturn- ar" þrjár frá Bonnárunum með) þroskadagbók hans frá unglings- árum fast að ævilokum; frá dygg- um arftaka Vínarheiðlistar yfir í boðbera framtíðar. Og eitt enn, sem allt fram á þennan dag hefur haft sérstakt lag á að kippa áheyr- andanum upp úr sessunni: hrynj- andin. Beethoven er án efa einn meitlaðasti og frumlegasti hryn- hugsuður 19. aldar, en það er hlið á honum, sem tónvísindamenn virðast enn hafa vanrækt að kanna. í þessu ljósi er jafnskrytið og það er gremjulegt, hversu lítið er um heildarútgáfur á þessu „Nýja testamenti hljómborðsins" eins og það hefur verið kallað (Veltempr- aða hljómborð Bachs I/II er hið Gamla), þar sem verkum er raðað í tilurðarröð. Naxosútgáfan sem hér um ræðir er engin undantekn- ing. Sá sem lesa vill þroskadagbók Beethovens spjalda á milli (í það fer hálfur sólarhringur), verður að skipta um disk meira eða minna í sífellu. Það er engu líkara en að húsbændur forlagsins hafi fyrst viljað fikra sig áfram eftir undir- tektum markaðarins með nokkrum þekkt- ustu sónötunum (Pat- hétique, Appassíónötu og Tunglskinssónöt- unni), en ákveðið síðan að klára alla ópusana, án þess þó að missa sjónar af því, að hver stakur diskur þyrfti helzt að geyma a.m.k. einn vinsældarkjör- grip, svo allt seldist nú jafnt. En burtséð frá því eru vandfundin betri kaup fyrir þann sem hyggst höndla testa- mentið í heild en þessir 10 Naxos- diskar, og eru verðsjónarmið þar ekki ein til umhugsunar, því spila- mennska ungverska píanistans Jenö Jandó heldur háum staðli út í gegn. Hinn létti og skýri ásláttur hans, ásamt tærri upptöku og létt- róma hljóðfæri (sennilega Bösend- orfer eða álíka) fer nokkurs konar bil beggja milli stórrómantískrar túlkunar eins og hjá Kempf og Arrau og þess er „upphafshyggju- flytjendur" væru líklegir til að kjósa. Þannig heyrast t.d. fimm- hljómagrip vinstri handar á neðsta tónsviði, sem hugsuð voru fyrir sláttþýðari hljóðfæri en okkar tíma, skýrar en hjá nafntoguðustu merkisberum flygilsins um miðbik Jenö Jandó þessarar aldar. Og hvað varðar fingra- leikni og tærleika á hröðum köflum tekur Jandó mörgum þeirra fram. Vankantar ung- verska snillingsins eru ekki margir. Helzt fellur í eyrun ákveðin kviksilfruð „óþreyja" endrum og eins, eink- um í hægum köflum, þar sem hlustandinn saknar meiri þyngdar og yfírvegaðra rúbat- ós - sumir mundu kannski segja rnein rómantíkur - oft og einatt þar sem höfuðKempf-ur genginna áratuga drógu hvað fegurst seiminn. Kannski er það jafnvægi náttúr- unnar. Þegar Jandó nær sama höfga með fjölgandi árum og fækk- andi hærum, gæti hann á hinn bóginn verið farinn að missa eitt- hvað af þeirri spræku, merlandi fimi, sem skín svo dátt í dag. Sjaldan verður á allt kosið. Hitt er ljóst, að Naxosdiskarnir tíu eru meðal girnilegri tilboða á einhverju merkasta stórvirki píanóbók- mennta sem hljómplötubúðir bjóða í dag. Túlkun Jandós er ekki bara heiðarleg og yfirlætislaus; hún státar af frábærri tækni - og nægri dýpt og tilfinningu til að endast flestum. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.