Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 D 7- MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Kaupmannahöfn - menningarhöfuðborg Evrópu árið!996 MYNDLIST Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Galleri Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Hafnarborg Kaffe Fassett sýnir til 19. febr. Galleri Geysir Steinn sýnir til 28. jan. Galleri Fold Ólafur Már Guðmundsson sýnir til 28. jan. Gallerí Stöðlakot Nína Gautadóttir sýnir til 21. jan. Galleri Greip Samsýning 20 myndlistarmanna til 28. jan. Galleri Ingólfsstræti 8 Ingólfur Arnarsson sýnir til 4. febr. Galleri Úmbra Sýning á nótnahandritum Áskels Mássonar til 31. jan. Nýlistasafnið Ásta Ólafsd., Guðmundur Thor- oddsen og J6n Sigurpálsson sýna til 28. jan. Gestur í setustofu er Nina Ivanova. Galleri Birgir Gunnar M. Andrésson sýnir til 15. jan. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson stendur í allan vetur. Listhús 39 Fríða S. Kristinsdóttir sýnir til 22. jan. Listasafn Kópavogs Ingiberg Magnússon sýnir til 21. jan. Mokka Komar og Melamid sýna Eftirsótt- asta málverk bandarísku þjóðar- innar til 11. febr. Raðhús Reykjavíkur Örn Þorsteinsson sýnir högg- myndir til 21. jan. Myndás Sýning á 18 bestu ljósmyndum úr íslandskeppni Agfa og Mynd- áss. Út janúar. TONLIST Sunnudagur 14. janúar Harmonikutónleikar í Ráðhúsinu kt. 15; Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur og Léttsveit Harmon- ikufélags Reykjavíkur. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 20. jan., sun., lau. Kardemommubærinn sun. 14. jan., lau. Don Juan lau. 14. jan., fim. Glerbrot fös. 19. jan. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 14. jan., sun., fim., fös. Leigjandinn frums. lau. 14. jan., fim., fös. Borgarleikhúsið íslenska mafían lau 13. jan., sun., fim. Iina Langsokkur sun. 14. jan. BarPar fös. 19. jan., lau. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 13. jan., lau. Við borgum ekki, við borgum ekki fós. 19. jan. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Girnd lau. 13. jan., fös., lau. ísleiLska óperan Madama Butterfly fös. 19. jan. Hans og Gréta frums. lau. 13. jan., lau. Lundúna-leikhópurinn Margrét mikla lau. 13. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör fös. 19. jan., iau. Loftkastalirm Rocky Horror fös. 19. jan. KVIKMYNDIR MÍR „Tónskáldið Glinka" sun. 14. jan. kl. 16. LISTAKLUBBUR Leikhúskjaliarinn Dagskrá um Don Juan og sýningu Þjóðleikhússins mánudagskvöld 15. jan. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-5691181. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MENNINGARHÖFUÐBORGIN evrópska í ár, Kaupmannahöfn, opnaði á fimmtudagskvöld form- lega dagskrá ársins. Var það gert með kvöldverðarboði fyrir 1.400 manns. Um helgina eru svo ýmsir dagskrárliðir fyrir 200 erlenda gesti, sem hingað er boðið í tilefni opnunarinnar. Eftir hatrammar deilur undanfarin ár er ekki annað að sjá en að borgarbúar séu farnir að trúa á framkvæmdina og taki henni vel. Veislan með dansi á eftir var haldin í ráðhúsinu við samnefnt torg í hjarta borgarinnar. Aðeins tvisvar í sögu ráðhússins hefur jafn fjölmennt boð verið haldið þar og I fyrsta skipti var það í tilefni af vígslu hússins 1905. Margrét Menningarárið hafið af krafti Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins mættu og aðrir fyrirmenn, en auk þess var boðið fjölda lista- manna og fjölmiðlafólks. Matseðill- inn var settur saman af færustu kokkum landsins og eldað úr vist- vænu dönsku hráefni. Undir borð- um skemmtu kunnir listamenn eins og djassleikarinn Niels Henning Örsted-Pedersen og fleiri. Það hefur ekki svo lítið gengið á við undirbúning ársins. í fyrstu mættu skipuleggjendum ekkert nema efasemda- og tortryggnis- raddir, en þær hafa nú að mestu þagnað. Síðasta gusan gengur þó yfír þessa dagana, því í tilefni árs- ins var Ráðhústorgið gert upp. Hluti af því verki var að byggja svart hús, þar sem upplýsinga- skrifstofa menningarársins verður. Síðan á að nota húsið sem upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn. Hús- ið hefur verið stórlega gagnrýnfc fyrir að vera alltof stórt og klossað og borgarfulltrúar, sem studdu bygginguna, segjast hafa verið blekktir til að trúa að húsið yrði mun fyrirferðarminna. Dagskrá ársins er fjarska fjöl- breytt og fjárstuðningur atvinnu- lífsins hefur farið fram úr björt- ustu vonum. Að sögn Trevor Davi- es framkvæmdastjóra menningar- ársins hefur leiðarljósið í skipu- lagningunni verið að árið yrði menningarlífinu lyftistöng á næstu árum. Ekki ætti að tjalda aðeins- til eins árs. Morgunblaðið/Sverrir Afmælishátíð í Borgarleikhúsinu LEIKFÉLAG Reykjavíkur átti 99 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag en þá voru jafnframt liðín tíu ár frá því Davíð Oddsson þáverandi borg- arstjóri lagði hornstein að Borgar- leikhúsinu. Var þessara tímamóta minnst með samkomu í forsal Borg- arleikhússins þennan dag og var undirbúningur aldarafmælishátíðar kynntur við sama tækifæri. Meðal viðstaddra voru Kjartan Ragnarsson leikstjóri, Guðrún Ágústsdóttir for- seti borgarstjórnar, Viðar Eggerts- son verðandi leikhússtjóri LR og Sig- urður Hróarsson núverandi leikhús- stjóri leikfélagsins. FRÁ jólagöngu Brunnsins í Öskjuhlíð. Starfsemi Brunnsins BRUNNURINN sem síðastliðið haust flutti inn í nýtt húsnæði í Hólmgarði 34 hefur tekið á móti rúmlega fimm hundruð nemendum á síðustu önn. Nemendur voru á öllum aldri frá 2-70 ára. Starfsemi Brunnsins byggist á lengri og skemmri námskeiðum í listsköpun af ýmsu tagi. í haust voru nýjungar Brunnsins meðal annars námskeið í tónlistaruppeldi fyrir 2-3 ára börn og foreldra, leirnámskeið fyrir fullorðna, að- staða fyrir þá sem unnið hafa með leir en vantar aðstöðu fyrir áfram- haldandi sjálfstæða vinnu, nám- skeið með blönduðu formi í tónlíst og myndlist fyrir 4-5 ára börn, ásamt öllu' því sem áður hefur ver- ið boðið upp á í starfsemi Brunns- ins. Þessa dagana er verið að innrita á námskeið Brunnsins á vorönn. Starfsemin hefst á ný 20. janúar. DAGSKRÁ um Don Juan verður í Listaklúbbnum á mánudagskvöld. Listaklúbbur Leikhúskjallarans DON Juan verður tekinn til um- fjöllunar í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans næstkómandi mánu- dagskvöld kl. 20.30. Pjallað verð- ur um uppsetningu litháíska leik- stjórans Rimasar Tuminas á leik- riti Moliére og hún skoðuð frá ólíkum sjónarhólum. Nokkrir af aðstandendum sýningarinnar munu silja fyrir svörum um ýmis- legt er varðar sýninguna og vinnslu hennar. Elísabet Jökulsdóttir, Guð- mundur Andri Thorsson, Edda Heiðrún Backman, Arnór Benðn- ýsson og Silja Aðalsteinsdóttir, munu flytja stutt erindi. Jóhann Dagskrá umDon Juan Sigurðarson og Sigurður Sigur- jónsson frytja kafla úr verkinu og gestum gefst kostur á að virða fyrir sér búninga Vytautasar Narbutas og njóta tónlistar Faustasar Lotenas bæði úr Máv- inuin og Don Juan. Umsjón með dagskránni hefur Ásdís Þórhallsdóttir, en hún hef- ur unnið sem aðstoðarleikstjóri Rimasar í báðum þessum sýning- um. I kynningu segir: „Listafólk talar oft um hversu mikið skorti á faglega umfjöllun um starf þess. Með dagskránni á mánu- dagskvöldið er reynt að koma til móts við þessar óskir. Hér verður aðaláherslan á hina umdeildu sýningu Þjóðleikhússins á Don Juan og fjallað um hana jafnt af leikum sem lærðum." Vorönn Söngsmiðj- unnar SÖNGSMIÐJAN hefur vorönn sína 15. janúar næstkomandi. Kennd er raddbeiting, öndun o.fl. sem við- kemur söngkennslu, tónfræði/tón- heyrn, leikrænni tjáningu og ýmis- legt fleira. í kynningu segir: „Áhersla er lögð á að vinna með uppbyggjandi og skemmtilegt söngefni. Börnin munu læra og syngja ýmsa leikhús- tónlist s.s. úr Dýrunum í Hálsa- skógi, Ronju r'æningjadóttur, Kardi- mommubænum o.fl. Unglingar munu vinna að þemaverkefni á móti eiturlyfjum." ----------» ? ? Deleríum Búbónis í Mosfellsbæ LEIKFÉLAG Mosfellssveitar í Mos- fellsbæ frumsýndi á dögunum leik- ritið Deleríum Búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árna- syni. Leikrit þetta var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1958-60, alls 160 sinnum. Á frumsýningu voru þrír af leik- urunum sem léku í uppfærslunni í Iðnó viðstaddir og einnig báðir höf- undar verksins. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð og verður leikritið sýnt um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.