Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 D 5 samband við óperustjórann ytra. Kom hann mér í samband við danskan mann, Björn Monberg að nafni, sem er höfundur þessarar útsetningar. Bjó hann síðan til sérstaka Reykjavíkurútgáfu af Hans og Grétu sem við vonum að eigi eftir að hitta í mark." Rannveig Fríða Bragadóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir, sem fara með hlutverk Hans og Grétu, eru á einu máli um að ópera sé form sem höfði tvímælalaust til barna. Það sé því skemmtileg staðreynd að þessi ástsæla saga skuli vera til í óperuformi. „Ég man ekki eftir að hafa séð Hans og Grétu á leiksviði eða í brúðuleikhúsi, þannig að það er mikill fengur fyrir íslendinga að óperan skuli vera sett upp hér á landi," segir Rannveig. Sveiflukenndari hegðun Hrafnhildur talar í sama anda: „Börn hafa svo óskaplega gaman af söng og þar að auki er mikið líf og fjör í þessari sýningu, þannig að okkur mun örugglega takast að halda þeim við efnið allan tímann." Söngkonurnar hafa þekkt söguna um Hans og Grétu frá blautu barnsbeini, líkt og flestir íslendingar, en Rannveig segir hins vegar að það hafi ekki skipt sköpum þegar þær voru að setja sig í spor persónanna. „Það er út af fyrir sig viss reynsla að leika börn og liggur betur fyrir sumum en öðrum. Börn eru á margan hátt eins og fullorðnir, þótt hegðun þeirra sé miklu sveiflukenndari." Stöllurnar ljúka upp einum munni um að hlutverk söguhetjanna séu krefjandi - bæði með tilliti til söngs og leiks. Eðli málsins samkvæmt reyni reyndar ekki eins mikið á raddirnar í þessari styttu útgáfu. „Þessi hlutverk eru hins vegar öðru fremur leikhlutverk en ekki glanshlutverk fyrir söngvara, þótt það sé óhugsandi að börn eða viðvaningar takist þau á hendur," segir Rannveig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rannveig bregður sér í hlutverk Hans en hún tók á liðnu sumri þátt í uppfærslu óperunnar á hátíð í nágrenni Heidelberg í Þýskalandi. Var sú sýning einkum ætluð fullorðnum og fór fram að kvöldlagi. Valinn maður í hverju rúmi Bergþór Pálsson fer með hlutverk Péturs kústagerðarmanns, föður barnanna í óperunni, og Geirþrúður kona hans er sungin af Signýju Sæmundsdóttur. Þorgeir J. Andrésson bregður sér í gervi nornarinnar, Emilíana Torrini syngur Óla Lokbrá og hlutverk búálfanna eru í höndum Arnars Halldórssonar og Benedikts Ketilssonar. „Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari sýningu," segir Halldór leikstjóri, „enda væri ekki hægt að flytja þessa óperu öðruvísi." Hulda Kristín Magnúsdóttir, sem hannar leikmynd og búninga í sýningunni, kveðst fús hafa valið hina hefðbundnu leið enda sé hún andsnúin myndskreytingum í nútímastíl í ævintýrum á borð við Hans og Grétu. „Ég vildi hafa þetta vingjarnlegt og auðskilið fyrir börnin - leyfa ævintýraheiminum að njóta sín. í augum barnsins er allt ýktara og skýrara og ég reyndi að hafa það að leiðarljósi. Til að mynda er nornin nokkurskonar sambland af norn, töframanni og íslensku grýlunni." Þorgeir Ólason aðstoðaði við gerð leikmyndar, dansar eru eftir David Greenall og lýsingu hannar Halldór E. Laxness. Hans og Gréta verður frumsýnd í íslensku óperunni klukkan 15 í dag. + Farið frjálslega með sannleikann AÐ FORMINU til er þetta spennuleikrit en að efn- inu til fjallar það um það hvað manneskjunni gengur illa að horfast í augu við sannleikann, hvað leið lyginnar liggur oft miklu beinna við en veg- ur sannleikans," segir Hallmar Sig- urðsson, leikstjóri breska leikritsins Leigjandans eftir Simon Burke sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Verkið segir frá ungri konu sem hefur lent í sollinum í London. Hún ákveður að forða sér úr borginni og stekkur upp í næstu lest sem ber hana inn í lítinn bæ. Þar reyn- ir hún að öðlast fótfestu; leigir sér fremur óvistlegt herbergi hjá manni sem virðist vera traustur og ábyrgðarfullur, virðist hafa fullt vald á orðum sínum, gjörðum og kringumstæðum. Þau ná í fyrstu ekki mjög vel saman en hægt og hægt laðast þau hvort að öðru. Það kemur hins vegar babb í bátinn þegar fyrrverandi sambýlismaður konunnar hefur upp á henni og vill snúa henni til fyrra lífernis. Hefst þá spennandi atburðarás þar sem persónurnar eru smátt og smátt afhjúpaðar. „Þeir sem í fyrstu virðast vera flekklausir reynast ekki vera það," segir Hallmar, „ekkert er eins og sýnist, það er engu að treysta. Þannig er þetta leikrit eins og lífið sjálft. Mér sýnist að höfundinum hafi ekki verið efst í huga að skrifa spennuverk heldur hafi hann fyrst og fremst ætlað að velta fyrir sér þessari tilhneigingu mannsins til að fara frjálslega með sannleikann. Að því leyti eru allir í verkinu sjálf- um sér verstir en maður stendur líka uppi með þá spurningu hvort öllum séu gefnir sömu möguleikar af samfélaginu. Ef einhverja niður- stöðu er að finna í verkinu væri hún einna helst sú að efast um að hver sé sinnar gæfu smiður, að líf- ið bjóði öllum jafna möguleika," segir Hallmar og spyr: „Hefur manneskjan eitthvert val, er ekki nokkuð til í því að sumir séu jafn- ari en aðrir?" Allir ljúga Tinna Gunnlaugsdóttir leikur ungú konunna, Lois. „Þetta er kona sem hefur gengið í gegnum ýmis- legt misjafnt og vill reyna að byrja nýtt líf," segir Tinna. „Til þess beitir hún ýmsum brögð- um; smá lygi hér og þar, hlutunum hagrætt til að virka traust- vekjandi. 'En þrátt fyrir góð- an ásetning Leigjandinn heitir nýlegt leikrít eftir ungan breskan höfund að nafni Simon Burke, sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins í kvöld. Þröstur Helgason hitti leikstjóra og leikara að máli, sem sögðu verkið fjalla um lygina í lífínu. 3!fe l ¦-' 1 L A ' Morgunblaðið/Þorkell LOIS hefur villst út af vegi dyggðarinnar en ætlar að taka sig á og byrja nýtt líf í litlum bæ. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, Pollock, eltir hana hins vegar uppi og vill snúa henni til fyrra lífernis. Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Loisar og Pálmi Gestsson í hlutverki Pollocks. tekst henni ekki að losa sig við gamla ósiði. Hennar fyrra líf eltir hana uppi í bókstaflegri merkingu og á endanum er kannski besta lausnin að hverfa aftur til fyrra lí- fernis." Tinna segir að það hafi ekki ver- ið svo erfitt að setjja sig í spor þess- arar konu .sem hefur villst af vegi dyggðarinnar. „í raun stendur þessi kona ekki svo fjarri okkur. Við þekkjum hana og aðstæður hennar." Örn Árnason leikur leigusalann, Weis, í verkinu. „Það er svolítið gamán að skoða það í þessu verki," segir Örn, „að allir finna hjá sér einhverja þörf til að h'úga, hver einasta persóna. Weis lýgur til um sjálfan sig því hann skammast sín fyr- fir að vera sá sem hann er. Hann virðist í fyrstu kvera stór og sterkur en ¦b'i' í raun ákaflega brot- jhættur, Hann er svolítið | éinfaldur, fmnst hann vera búinn að missa Ji af lestinni og er orðinn hálf örvænt- ingarfullur." Eðlilegt að menn séu ósammála Nokkuð hefur verið rætt um mismunandi túlkanir á klassískum verkum í framhaldi af sýningu Þjóðleikhússins á Don Juan í leik- stjórn Litháans Rimasar Tuminas. Ég spyr Hallmar hvort leikstjóri nálgist nýtt verk á borð við Leigj- andann á einhvern annan hátt en klassískt verk. „Nei, það held ég að leikstjórar geri yfirleitt ekki því að í eðli sínu er þetta sami hluturinn. í fyrsta lagi held ég að það sé ekkert til sem heitir hefðbundin túlkun. I hvert skipti sem maður breytir skrifuðum texta í lifandi leikhús þarf maður að velja á milli margra ólíkra kosta í mörgum ólíkum vanda- málum sem koma upp. Og með því að velja tekur maður afstöðu; þú velur leikara í hlutverk og ert þá þegar búinn að marka ákveðna stefnu, það er margt í handriti sem er ekki fyrirskrifað og fleira sem þarf að taka afstöðu til. Og í hverri ákvörðun felst túlkun þín sem hlýt- ur að vera persónuleg. Ég held að eina leiðin til að bregðast trúnaði við höfund sé að taka verk hans ekki alvarlega, taka það ekki inn á sig og forðast að taka persónulega afstöðu. Ef mað- ur leggur upp með það að sjá fyrir sér hvernig höfundurinn ímyndaði sér sýninguna, þá er maður að svíkjast um. Það eina sem maður getur í raun gert er að reyna að skynja.áherslur höfundar og ætlun, maður verður að reyna að finna lífsanda hans á bak við verkið og tileinka sér hann. Síðan verður maður að endursegja verkið á sinn hátt. Sem betur fer eru leikhúslista- menn svo margir og margvíslegir að þeir geta komið á óvart með túlkun sinni þó svo að hún eigi sér rætur í mikilli ást á höfundinum eins og þeir skynja hann. Og ég held að einmitt þetta hafi gerst í Don Juan-sýningunni. Ég efast ekki eitt andartak um að þeir sem að henni stóðu hafi verið mjög trú- ir Moliére eins og þeir skynjuðu Moliére. Það er iðulega þannig með mikla listamenn að þegar þeir eru persónulegir í túlkun sinni verður hún mjög afgerandi; fyrir vikið verða sumir áhorfendur sammála en aðrir ósammála og það er bara eðlilegt." Sýnt í London í tvð ár Höfundur verksins, Simon Burke, er Englendingur og fæddur í Newcastle 1961. Hann hefur get- ið sér gott orð sem höfundur að sjónvarpsþáttum, meðal þeirra eru Chancer, The Guilty og Faith en allir hafa þeir unnið til alþjóðlegra verðlauna. Leigjandinn var fyrsta leikrit hans. Það var frumsýnt í ManchesterNárið 1992 en sýningin var fljótlegá tekin upp í London þar sem hún var á fjölunum í tæp tvö ár. Auk Tinnu og Arnar koma fjórir leikarar fram í sýningunni; Randver Þorláksson leikur samstarfsmann Weis og vin, Pálmi Gestsson leikur fyrrum sambýlismann Loisar en smærri hlutverk eru á höndum Stefáns Jónssonar og Önnu Kristín- ar Arngrímsdóttur. Hljóðmynd ger- ir Georg Magnússon en leikmynd og búninga gerir Vignir Jóhanns- son. Þýðandi verks- ins er Hallgrím- ^ur H. Helga- son. LOIS leigir sér fremur óvistlegt her- bergi hjá manni sem virðist vera traust- ur og ábyrgðarfullur. Þau ná í fyrstu ekki mjög vel saman en hægt og hægt laðast þau hvort að öðru. Örn Árna- son leikur leigusalann, Weis, sem situr hér að tali við Lois. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.