Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Ólund, farðuútalla með sút! íslenska óperan frumsýnir í dag ævintýra- óperuna Hans og Grétu efbir þýsku systkinin Engelbert Humperdinck og Adelheid Wette. Orri Páll Ormarsson slóst í för með söguhetjunum ástsælu og aðstandendum sýningarinnar inn í skóginn og í átt að höfuð- vígi nornarinnar, kökuhúsinu alræmda. Ólund, farðu út alla með sút! Sultur þótt sverfi hreystin ei hverfi! Bíddu nú bara! Burt skaltu fara! Ólund, Ólund, ófétisnorn, ljót ertu í framan, og hausinn með horn. Burt með þig, burt rneð þig, forynjan fom! ÞANNIG syngur önnur söguhetjan í óperunni Hans og Grétu eftir þýsku systkinin Engelbert Humperdinck og Adel- heid Wette. Operan, sem skrifuð var á ofanverðri 19. öld, er byggð á Grimmsævintýrinu góð kunna og er ein nafn togaðasta ævintýraóp- era sem skrifuð hefur verið fyrr og síðar. Hugmyndin að verkinu var runnin und- an rifjum Wette en hún hafði samið leikrit upp úr ævintýrinu sem ungmennin í ættinni færðu einhverju sinni upp á jólum. Tónlistin var að sjálfsögðu sótt í smiðju bróður hennar, Hum- perdincks. Leiksýningin tókst von- um framar og voru systkinin hvött til að semja heila óperu upp úr leik- ritinu. Hans og Gréta var frumsýnd í Weimar á Þorláksmessu 1893 undir stjórn Richards Strauss. Fór óperan eins og stormsveipur um Þýskaland og litlu síðar vann hún jafnframt hug og hjörtu Ieikra og lærðra víð- ar um Evrópu og í Ameríku. Wette og Humperdinck þóttu hafa skyggnst á eftirminnilegan hátt inn í hugarheim barna. En eiga Grimmsævintýrin alltaf jafn mikið erindi við íslensk ung- menni? „Hefur nokkur maður nokk- urn tíma efast um það?" spyr Þor- steinn Gylfason, þýðandi verksins, sem verður fyrir svörum. Bendir hann á teiknimyndir úr smiðju Disn- ey fyrirtækisins máli sínu til stuðn- ings. „Sumar þeirra eru gerðar upp úr þessum gömlu ævintýrum og allar með hliðsjón af þeim." Góðir foreldrar Að sögn Þorsteins er óperan trú ævintýrinu en söguþráðurinn er í stórum dráttum sá sami - systkinin, nornin og kökuhúsið eru á sínum stað - þótt höfundarnir breyti sumu, sleppi öðru og bæti við eftir aðstæðum. Veigamesta breytingin er sennilega sú að foreldrar barnanna, Pétur og Geirþrúður, eru látnir vera góðir og umhyggjusamir en í ævintýrinu eru þeir allnokkuð illskeyttir. Þá er ÓIi nokkur Lokbrá fenginn að láni úr öðrum þýskum þjóðsögum og þjóðvísum. „Eins og gengur eru breytingar óhjákvæmilegar þegar búið er til leikrit upp úr sögu," segir Þorsteinn. „Atriðinu með steinvölunum og brauðmolunum er til dæmis sleppt, þar sem það hentar leiksviðinu afar illa. Þessu með foreldrana virðast systkinin hins vegar hafa breytt af ráðnum hug. Þeir eru ekki lengur vondir en ekki heldur lýtalausir, faðirinn er til dæmis nokkuð drykkfelldur. Leikhússjónarmiðin hafa ef til vill ráðið einhverju þar um en faðir sem kemur kenndur heim er nokkuð góður. á leiksviði." Halldór E. Laxness leikstjóri er þeirrar skoðunar að rangt sé að mýkja Grimms- ævintýrin fyrir börn, eins og brögð hafa verið að í seinni tíð. Börnin skilji alltaf hvað sé á seyði, þótt skilningurinn aukist vissulega með árunum. „Þetta eru innihaldsríkar sögur og ekki hægt að ætlast til þess að börn skilji þær til hlítar við fyrstu kynni." Halldór og Þorsteinn taka skýrt fram að óperan höfði til allra aldurshópa - ekki einvörðungu barna. Nefna þeir tónlistina sérstaklega í því samhengi. „Þetta er mjög sérkennileg tónlist," segir Þorsteinn, „vegna þess að hún hljómar eins og röð af góðum barnalögum. Það er ekki fyrr en maður fer að skoða nóturnar að maður sér að þetta er þrælslungin tónsmíð." I anda Wagners Garðar Cortes, sem stjórnar Hljómsveit íslensku óperunnar í sýningunni, tekur í sama streng: „Þetta er innblásin ópera, samin í anda Wagners og þótt melódíurnar séu einfaldar og skemmtilegar er tónlistin í heild síður en svo einföld. Hinn leikræni þáttur sögunnar kemur jafnframt mjög vel í gegn." Tónskáldið Engelbert Humper- dinck fæddist árið 1854 í Þýskalandi. Ungur að árum kynntist hann Richard Wagner og lagði honum meðal annars lið við að færa upp Parsifal í Bayreuth. Síðar gat Humperdinck sér gott orð sem hljómsveitarstjóri, kennari og gagnrýnandi. Óperan um Hans og Grétu er langþekktasta verk hans en að auki liggja eftir Humperdinck HANS (Rannveig Fríða Bragadóttir) og Gréta (Hrafnhildur Björnsdóttir) í klóm nornarinnar (Þorgeir J. Andrésson). Morgunblaðið/Halldór EÐLI foreldranna, Péturs (Bergþór Pálsson) og Geirþrúðar (Signý Sæmundsdóttir), er annað í óperunni en í ævintýrinu - þeir eru góðir. fleiri óperur og tónlist af öðrum toga. Tónskáldið lést árið 1921. Óll lögin í Hans og Grétu eru eftir Humperdinck, þótt margir telji að þar séu þjóðlög á ferð. Reyndar hafa sum þeirra orðið að þjóðlögum í Þýskalandi og víðar. Má þar nefna lagið Það búa litlir dvergar eða í skógi lítill stúfur, eins og það nefnist í óperunni. Kveðskapur Wette er hins vegar að sumu leyti sóttur í þjóðvísur, svo sem upphafslag óperunnar Heyrið næða storminn um stráin mjó og Nagar, nagar músin, sem nornin syngur inni í kökuhúsinu. Þær hendingar eru sóttar í söguna eins og hún er í Grimmsævintýrum. Stytt útgáfa íslenska óperan flytur Hans og Grétu í styttri útgáfu, með sex söngvurum og jafnmörgum hljóðfæraleikurum. Að sögn Þorsteins er hópatriðum og stærri tónverkum einkum varpað fyrir róða. Fyrir vikið sé sýningin hraðari og h'kari ævintýrinu en hin upprunalega útgáfa óperunnar. Garðar segir að styttingin stafi einfaldlega af því að Islenska óperan hafi ekki burði til að setja verkið upp í upprunalegri mynd enda sé það samið fyrir 60-70 manna hljómsveit. „Fyrir mörgum árum sá ég stytta útgáfu af Hans og Grétu í Stokkhólmsóperunni og þegar sú hugmynd kviknaði að óperan yrði færð upp hér hafði ég ÓLI Lokbrá (Emilíana Torrini) er fenginn að láni úr öðrum þýskum þjóðsögum og þjóðvísum. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.