Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 4

Morgunblaðið - 13.01.1996, Page 4
1 4 D LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 D 5 Ólund, farðu út alla með sút! íslenska óperan frumsýnir í dag ævintýra- óperuna Hans og Grétu eftir þýsku systkinin Engelbert Humperdinck og Adelheid Wette. Orri Páll Ormarsson slóst í för með söguhetjunum ástsælu og aðstandendum sýningarinnar inn í skóginn og í átt að höfuð- vígi nomarinnar, kökuhús'inu alræmda. Farið fijálslega með sannleikann Ólund, farðu út alla með sút! Sultur þótt sverfi hreystin ei hverfi! Bíddu nú bara! Burt skaltu fara! Ólund, Ólund, ófétisnom, ljót ertu í framan, og hausinn með hom. Burt með þig, burt með þig, forynjan fom! ÞANNIG syngur önnur söguhetjan í óperunni Hans og Grétu eftir þýsku systkinin Engelbert Hurrvperdinck og Adel- heid Wette. Operan, sem skrifuð var á ofanverðri 19. öld, er byggð á Grimmsævintýrinu góð kunna og er ein nafn togaðasta ævintýraóp- era sem skrifuð hefur verið fyrr og síðar. Hugmyndin að verkinu var runnin und- an rifjum Wette en hún hafði samið leikrit upp úr ævintýrinu sem ungmennin í ættinni færðu einhverju sinni upp á jólum. Tónlistin var að sjálfsögðu sótt í smiðju bróður hennar, Hum- perdincks. Leiksýningin tókst von- um framar og voru systkinin hvött til að semja heila óperu upp úr leik- ritinu. Hans og Gréta var frumsýnd í Weimar á Þorláksmessu 1893 undir stjóm Richards Strauss. Fór óperan eins og stormsveipur um Þýskaland og litlu síðar vann hún jafnframt hug og hjörtu leikra og lærðra víð- ar um Evrópu og í Ameríku. Wette og Humperdinck þóttu hafa skyggnst á eftirminnilegan hátt inn í hugarheim barna. En eiga Grimmsævintýrin alltaf jafn mikið erindi við íslensk ung- menni? „Hefur nokkur maður nokk- urn tíma efast um það?“ spyr Þor- steinn Gylfason, þýðandi verksins, sem verður fyrir svörum. Bendir hann áteiknimyndir úr smiðju Disn- ey fyrirtækisins máli sínu til stuðn- ings. „Sumar þeirra eru gerðar upp úr þessum gömlu ævintýrum og allar með hliðsjón af þeim.“ Góðir foreldrar Að sögn Þorsteins er óperan trú ævintýrinu en söguþráðurinn er í stórum dráttum sá sami - systkinin, nornin og kökuhúsið eru á sínum stað - þótt höfundarnir breyti sumu, sleppi öðru og bæti við eftir aðstæðum. Veigamesta breytingin er sennilega sú að foreldrar barnanna, Pétur og Geirþrúður, eru látnir vera góðir og umhyggjusamir en í ævintýrinu eru þeir allnokkuð illskeyttir. Þá er Óli nokkur Lokbrá fenginn að láni úr öðrum þýskum þjóðsögum og þjóðvísum. „Eins og gengur eru breytingar óhjákvæmilegar þegar búið er til leikrit upp úr sögu,“ segir Þorsteinn. „Atriðinu með steinvölunum og brauðmolunum er til dæmis sleppt, þar sem það hentar leiksviðinu afar illa. Þessu með foreldrana virðast systkinin hins vegar hafa breytt af ráðnum hug. Þeir eru ekki lengur vondir en ekki heldur lýtalausir, faðirinn er til dæmis nokkuð drykkfelldur. Leikhússjónarmiðin hafa ef til vill ráðið einhveiju þar um en faðir sem kemur kenndur heim er nokkuð góður. á leiksviði." Halldór E. Laxness leikstjóri er þeirrar skoðunar að rangt sé að mýkja Grimms- ævintýrin fyrir börn, eins og brögð hafa verið að í seinni tíð. Börnin skilji alltaf hvað sé á seyði, þótt skilningurinn aukist vissulega með árunum. „Þetta eru innihaldsríkar sögur og ekki hægt að ætlast til þess að börn skilji þær til hlítar við fyrstu kynni.“ Halldór og Þorsteinn taka skýrt fram að óperan höfði til allra aldurshópa - ekki einvörðungu barna. Nefna þeir tónlistina sérstaklega í því samhengi. „Þetta er mjög sérkennileg tónlist,“ segir Þorsteinn, „vegna þess að hún hljómar eins og röð af góðum barnalögum. Það er ekki fyrr en maður fer að skoða nóturnar að maður sér að þetta er þrælslungin tónsmíð.“ í anda Wagners Garðar Cortes, sem stjórnar Hljómsveit íslensku óperunnar í sýningunni, tekur í sama streng: „Þetta er innblásin ópera, samin í anda Wagners og þótt melódíurnar séu einfaldar og skemmtilegar er tónlistin í heild síður en svo einföld. Hinn leikræni þáttur sögunnar kemur jafnframt mjög vel í gegn.“ Tónskáldið Engelbert Humper- dinck fæddist árið 1854 í Þýskalandi. Ungur að árum kynntist hann Richard Wagner og lagði honum meðal annars lið við að færa upp Parsifal í Bayreuth. Síðar gat Humperdinck sér gott orð sem hljómsveitarstjóri, kennari og gagnrýnandi. Óperan um Hans og Grétu er langþekktasta verk hans en að auki liggja eftir Humperdinck HANS (Rannveig Fríða Bragadóttir) og Gréta (Hrafnhildur Björnsdóttir) í klóm nornarinnar (Þorgeir J. Andrésson). Morgunblaðið/Halldór EÐLI foreldranna, Péturs (Bergþór Pálsson) og Gfeirþruðar (Signý Sæmundsdóttir), er annað í óperunni en í ævintýrinu - þeir eru góðir. fleiri óperur og tónlist af öðrum toga. Tónskáldið lést árið 1921. Óll lögin í Hans og Grétu eru eftir Humperdinck, þótt margir telji að þar séu þjóðlög á ferð. Reyndar hafa sum þeirra orðið að þjóðlögum í Þýskalandi og víðar. Má þar nefna lagið Það búa litlir dvergar eða í skógi lítill stúfur, eins og það nefnist í óperunni. Kveðskapur Wette er hins vegar að sumu leyti sóttur í þjóðvísur, svo sem upphafslag óperunnar Heyrið næða storminn um stráin mjó og Nagar, nagar músin, sem nornin syngur inni í kökuhúsinu. Þær hendingar eru sóttar í söguna eins og hún er í Grimmsævintýrum. Stytt útgáfa íslenska óperan flytur Hans og Grétu í styttri útgáfu, með sex söngvurum og jafnmörgum hljóðfæraleikurum. Að sögn Þorsteins er hópatriðum og stærri tónverkum einkum varpað fyrir róða. Fyrir vikið sé sýningin hraðari og líkari ævintýrinu en hin upprunalega útgáfa óperunnar. Garðar segir að styttingin stafi einfaldlega af því að Islenska óperan hafi ekki burði til að setja verkið upp í upprunalegri mynd enda sé það samið fyrir 60-70 manna hljómsveit. „Fyrir mörgum árum sá ég stytta útgáfu af Hans og Grétu í Stokkhólmsóperunni og þegar sú hugmynd kviknaði að óperan yrði færð upp hér hafði ég ÓLI Lokbrá (Emilíana Torrini) er fenginn að láni úr öðrum þýskum þjóðsögum og þjóðvísum. samband við óperustjórann ytra. Kom hann mér í samband við danskan mann, Björn Monberg að nafni, sem er höfundur þessarar útsetningar. Bjó hann síðan til sérstaka Reykjavíkurútgáfu af Hans og Grétu sem við vonum að eigi eftir að hitta í mark.“ Rannveig Fríða Bragadóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir, sem fara með hlutverk Hans og Grétu, eru á einu máli um að ópera sé form sem höfði tvímælalaust til barna. Það sé því skemmtileg staðreynd að þessi ástsæla saga skuli vera til í óperuformi. „Ég man ekki eftir að hafa séð Hans og Grétu á leiksviði eða í brúðuleikhúsi, þannig að það er mikill fengur fyrir íslendinga að óperan skuli vera sett upp hér á landi,“ segir Rannveig. Sveiflukenndari hegðun Hrafnhildur talar í sama anda: „Börn hafa svo óskaplega gaman af söng og þar að auki er mikið líf og ijör í þessari sýningu, þannig að okkur mun örugglega takast að halda þeim við efnið allan timann." Söngkonurnar hafa þekkt söguna um Hans og Grétu frá blautu barnsbeini, líkt og flestir íslendingar, en Rannveig segir hins vegar að það hafi ekki skipt sköpum þegar þær voru að setja sig í spor persónanna. „Það er út af fyrir sig viss reynsla að leika börn og liggur betur fyrir sumum en öðrum. Börn eru á margan hátt eins og fullorðnir, þótt hegðun þeirra sé miklu sveiflukenndari." Stöllurnar ljúka upp einum munni um að hlutverk söguhetjanna séu krefjandi - bæði með tilliti til söngs og leiks. Eðli málsins samkvæmt reyni reyndar ékki eins mikið á raddirnar í þessari stýttu útgáfu. „Þessi hlutverk eru hins vegar öðru fremur leikhlutverk en ekki glanshlutverk fyrir söngvara, þótt það sé óhugsandi að börn eða viðvaningar takist þau á hendur," segir Rannveig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rannveig bregður sér í hlutverk Hans en hún tók á liðnu sumri þátt í uppfærslu óperunnar á hátíð í nágrenni Heidelberg í Þýskalandi. Var sú sýning einkum ætluð fullorðnum og fór fram að kvöldlagi. Valinn maður í hverju rúmi Bergþór Pálsson fer með hlutverk Péturs kústagerðarmanns, föður barnanna í óperunni, og Geirþrúður kona hans er sungin af Signýju Sæmundsdóttur. Þorgeir J. Andrésson bregður sér í gervi nornarinnar, Emilíana Torrini syngur Óla Lokbrá og hlutverk búálfanna eru í höndum Arnars Halldórssonar og Benedikts Ketilssonar. „Það er valinn maður í hveiju rúmi í þessari sýningu," segir Halldór leikstjóri, „enda væri ekki hægt að flytja þessa óperu öðruvísi.“ Hulda Kristín Magnúsdóttir, sem hannar leikmynd og búninga í sýningunni, kveðst fús hafa valið hina hefðbundnu leið enda sé hún andsnúin myndskreytingum í nútímastíl í ævintýrum á borð við Hans og Grétu. „Ég vildi hafa þetta vingjarnlegt og auðskilið fyrir börnin - leyfa ævintýraheiminum að njóta sín. í augum barnsins er allt ýktara og skýrara og ég reyndi að hafa það að leiðarljósi. Til að mynda er nornin nokkurskonar sambland af norn, töframanni og íslensku grýlunni." Þorgeir Olason aðstoðaði við gerð leikmyndar, dansar eru eftir David Greenall og lýsingu hannar Halldór E. Laxness. Hans og Gréta verður frumsýnd í íslensku óperunni klukkan 15 í dag. AÐ FORMINU til er þetta spennuleikrit en að efn- inu til fjallar það um það hvað manneskjunni gengur illa að horfast í augu við sannleikann, hvað leið lyginnar liggur oft miklu beinna við en veg- ur sannleikans," segir Hallmar Sig- urðsson, leikstjóri breska leikritsins Leigjandans eftir Simon Burke sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Verkið segir frá ungri konu sem hefur lent í sollinum í London. Hún ákveður að forða sér úr borginni og stekkur upp í næstu lest sem ber hana inn í lítinn bæ. Þar reyn- ir hún að öðiast fótfestu; leigir sér fremur óvistlegt herbergi hjá manni sem virðist vera traustur og ábyrgðarfullur, virðist hafa fullt vald á orðum sínum, gjörðum og kringumstæðum. Þau ná í fyrstu ekki mjög vel saman en hægt og hægt laðast þau hvort að öðru. Það kemur hins vegar babb í bátinn þegar fyrrverandi sambýlismaður konunnar hefur upp á henni og vill snúa henni til fyrra lífernis. Hefst þá spennandi atburðarás þar sem persónurnar eru smátt og smátt afhjúpaðar. „Þeir sem í fyrstu virðast vera flekklausir reynast ekki vera það,“ segir Hallmar, „ekkert er eins og sýnist, það er engu að treysta. Þannig er þetta leikrit eins og lífið sjálft. Mér sýnist að höfundinum hafi ekki verið efst í huga að skrifa spennuverk heldur hafi hann fyrst og fremst ætlað að velta fyrir sér þessari tilhneigingu mannsins til að fara fijálslega með sannleikann. Að því leyti eru allir í verkinu sjálf- um sér verstir en maður stendur líka uppi með þá spurningu hvort öllum séu gefnir sömu möguleikar af samfélaginu. Ef einhveija niður- stöðu er að finna í verkinu væri hún einna helst sú að efast um að hver sé sinnar gæfu smiður, að líf- ið bjóði öllum jafna möguleika," segir Hallmar og spyr: „Hefur manneskjan eitthvert val, er ekki nokkuð til í því að sumir séu jafn- ari en aðrir?“ Allir ljúga Tinna Gunnlaugsdóttir leikur ungu konunna, Lois. „Þetta er kona sem hefur gengið í gegnum ýmis- legt misjafnt og vill reyna að byija nýtt líf,“ segir Tinna. „Til þess beitir hún ýmsum brögð- um; smá lygi hér og þar, hlutunum hagrætt til að virka traust- vekjandi. En þrátt fyrir góð- an ásetning LOIS Ieigir ser fremur ovistlegt her bergi þjá manni sem virðist vera traust | ur og ábyrgðarfullur. Þau ná í 1 fyrstu ekki mjög vel saman en hægt og hægt laðast þau ,Æ M hvort að öðru. Örn Árna- Jsm J ' ' son leikur leigusalann, 4 f/ ' v Weis-spm situr hér Æ .4; I ÆmfrH Leigjandinn heitir nýlegt leikrit eftir ungan breskan höfund að nafni Simon Burke, sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins í kvöld. Þröstur Helgason hitti leikstjóra og leikara að máli, sem sögðu verkið fjalla um lygina í lífinu. leikara í hlutverk og ert þá þegar búinn að marka ákveðna stefnu, það er margt í handriti sem er ekki fyrirskrifað og fleira sem þarf að taka afstöðu til. Og í hverri ákvörðun felst túlkun þín sem hlýt- ur að vera persónuleg. Ég held að eina leiðin til að bregðast trúnaði við höfund sé að taka verk hans ekki alvarlega, taka það ekki inn á sig og forðast að taka persónulega afstöðu. Ef mað- ur leggur upp með það að sjá fyrir sér hvernig höfundurinn ímyndaði sér sýninguna, þá er maður að svíkjast um. Það eina sem maður getur í raun gert er að reyna að skynja áherslur höfundar og ætlun, maður verður að reyna að finna lífsanda hans á bak við verkið og tileinka sér hann. Síðan verður maður að endursegja verkið á sinn hátt. Sem betur fer eru leikhúslista- menn svo margir og margvíslegir að þeir geta komið á óvart með túlkun sinni þó svo að hún eigi sér rætur í mikilli ást á höfundinum eins og þeir skynja hann. Og ég held að einmitt þetta hafi gerst í Don Juan-sýningunni. Ég efast ekki eitt andartak um að þeir sem að henni stóðu hafi verið mjög trú- ir Moliére eins og þeir skynjuðu Moliére. Það er iðulega þannig með mikla listamenn að þegar þeir eru persónulegir í túlkun sinni verður hún mjög afgerandi; fyrir vikið verða sumir áhorfendur sammála en aðrir ósammála og það er bara eðlilegt." Morgunblaðið/Þorkell LOIS hefur villst út af vegi dyggðarinnar en ætlar að taka sig á og byija nýtt líf í litlum bæ. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, Pollock, eltir hana hins vegar uppi og vill snúa henni til fyrra lífernis. Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Loisar og Pálmi Gestsson í hlutverki Pollocks. son. tekst henni ekki að losa sig við gamla ósiði. Hennar fyrra líf eltir hana uppi í bókstaflegri merkingu og á endanum er kannski besta lausnin að hverfa aftur til fyrra lí- fernis." Tinna segir að það hafi ekki ver- ið svo erfitt að setja sig í spor þess- arar konu sem hefur villst af vegi dyggðarinnar. „í raun stendur þessi kona ekki svo fjarri okkur. Við þekkjum hana og aðstæður hennar.“ Örn Árnason leikur leigusalann, Weis, í verkinu. „Það er svolítið gaman að skoða það í þessu verki,“ segir Örn, „að allir finna hjá sér einhveija þörf til að Ijúga, hver einasta persóna. Weis lýgur til um sjálfan sig því hann skammast sín fyr- ) ir að vera sá sem hann er. Hann virðist í fyrstu vera stór og sterkur en gr í raun ákaflega brot- ' hættur. Hann er svolítið einfaldur, finnst hann vera búinn að missa Sýnt í London í tvö ár Höfundur verksins, Simon Burke, er Englendingur og fæddur í Newcastle 1961. Hann hefur get- ið sér gott orð sem höfundur að sjónvarpsþáttum, meðal þeirra eru Chancer, The Guilty og Faith en allir hafa þeir unnið til alþjóðlegra verðlauna. Leigjandinn var fyrsta leikrit hans. Það var frumsýnt í Manchester árið 1992 en sýningin var fljótlegá tekin upp í London þar sem hún var á fjölunum í tæp tvö ár. Auk Tinnu og Arnar koma fjórir leikarar fram í sýningunni; Randver Þorláksson leikur samstarfsmann Weis og vin, Pálmi Gestsson leikur fyrrum sambýlismann Loisar en smærri hlutverk eru á höndum Stefáns Jónssonar og Önnu Kristín- ar Arngrímsdóttur. Hljóðmynd ger- ir Georg Magnússon en leikmynd og búninga gerir Vignir Jóhanns- son. Þýðandi verks- ins er Hallgrím- H. Helga- af lestinni og er orðinn hálf örvænt- ingarfullur." Eðlilegt að menn séu ósammála Nokkuð hefur verið rætt um mismunandi túlkanir á klassiskum verkum í framhaldi af sýningu Þjóðleikhússins á Don Juan í leik- stjórn Litháans Rimasar Tuminas. Ég spyr Hallmar hvort leikstjóri nálgist nýtt verk á borð við Leigj- andann á einhvern annan hátt en klassískt verk. „Nei, það held ég að leikstjórar geri yfirleitt ekki því að í eðli sinu er þetta sami hluturinn. í fyrsta lagi held ég að það sé ekkert _ til sem heitir hefðbundin Æ/Œ túlkun. í hvert skipti sem JH maður breytir skrifuðum texta í lifandi leikhús H þarf maður að velja á ^^H milli margra ólíkra kosta JB! í mörgum ólíkum vanda- H málum sem koma upp. SKí Og með því að velja tekur 1 maður afstöðu; þú velur HH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.