Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANÍMA JMmgmilAifeife 1996 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16.JANUAR BLAÐ C Selfyssingar fá KA í heimsókn í undanúrslitum BIKARMEIST ARAR KA drógust á útivöll gegn Setfossi í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ en dregið var á laugardaginn. í liinuin leiknum í karlaflokki mætast Framarar og Víkingar á heimavelli Fram. f kvennaflokki fær ÍBV lið S1 jörnunnar i heimsókn og bikarmeistarar Fram fara upp í Árbæ og mæta Fylki. „Þetta var erfiðasti kosturinn af þeim sem eftir voru en það verður að taka honum," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, við Morgunblaðið. „Eg hafði líka vonast eftir heima- leik en því miður gekk það ekki heldur eftir. Maður fær ekki alltaf allt. Við munum gefa allt í leikinn og reyna að klára hann að ððrum kosti eigum við ekki skilið að leika til úrslita." Vala bætti eigið Nordur- landamet innanhúss Svíar bjóða henni gull og græna skóga ef hún gerist sænskur ríkisborgari Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, setti Norðurlandamet innanhúss í stangarstökki kvenna á MAI-leikunum í Malmö í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún stökk 3,82 metra og bætti eigið Norðurlandamet um 6 sentímetra. „Ég bjóst alls ekki við að stökkva svona hátt núna _og þetta er því mjög óvænt ánægja. Ég stökk með styttri atrennu en ég er vön vegna þess að stöngin sem ég notaði var of mjúk og þess vegna varð ég undrandi á árangrinum," sagði Vala við Morgunblaðið í gær. Vala, sem er 17 ára og hefur ver- ið búsett í Malmö í þrjú ár, á einnig Norðurlandametið utanhúss, sem er 3,81 metrar og er í 19. sæti á heims- listanum í greininni. Þess má geta að hún er yngst kvenna sem stokkið hafa yfir 3,80 metra. Hún hefur einn- ig stundað sjöþraut en sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera að hugsa um að snúa sér alfarið að stönginni þar sem möguleikar hennar væru mestir. „Ég tel mig eiga mestu möguleikana í stangarstökki. Næsta markmið hjá mér er að komast yfír Örebro án Arnórs og Sigurðar úr leik ÖREBRO yar slegið út úr ann- arri umferð sænsku bikarkeppn- innar í knattspyrnu um helgina. Það var Sirius, sem er fra Stokk- hólmi ogleikur í 1. deildinni, sem sigraði Orebro 2:1 en með Sirius leikur einn íslendingur, Einar Brekkan. Arnör Guðjohnsen var ekki með Orebro vegna meiðsla og ekki hefur verið gengið frá félagaskiptum Sigurðar úr í A en hann áréttaði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri á leið til Svíþjóðar eins og áður hefði komið fram. fjóra metra og það ætti ekki að vera fjarlægur draumur." Sænska frjálsíþróttasambandið hefur lagt hart að Völu um að ger- ast sænskur ríkisborgari og boðið henni nánast gull og græna skóga geri hún það. Hún hefur verið beðin um að keppa fyrir hönd Svíþjóðar á Evrópumótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg í mars. Svíar segjast vilja fá hana með í sænska ólympíul- iðið sem fer til Atlanta því þar verð- ur stangarstökk kvenna sýningar- grein. Vala segir að þetta boð Svía setji hana í óþægilega aðstöðu. „Þetta boð setur mig í dálítið erfiða aðstöðu. Svíar bjóða mér ýmislegt, en ég vil í lengstu lög halda í ís- lenska ríkisborgararéttinn og komast hjá því að skipta. Frjálsíþróttasam- bandið [FRÍl segir að ég sé komin á styrk hjá Olympíusamhjálpinni, en meira veit ég ekki. Þegar ég hef spurt er fátt um svör hjá FRÍ og ég hef enn ekki fengið neinn styrk í hendurnar. Ég er mjög vonsvikin yfir því hvernig á þessum málum er haldið heima á Islandi." Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson VALA Fiosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR. Valur Fannar stóð sig vel með varaliði Arsenal VALUR Fannar Gísiason lék með varaliði Arsenal gegn Swindon um helgina og fékk góða dóma en Arsenal vann 1:0. „Þetta gekk sæmilega, einkum í fyrrí hálfleik, en ég áttí að gera eitt mark," sagði miðjumaðurinn við Morgunblaðið. Stefán bróðir hans lék með piltaliði félags- ins í Cambridge og gerði eitt mark í 4:3 tapi. Bræðurnir hafa verið við æfingar hjá Arsenal í r úma viku og er gert ráð fyrir að þeir komi heim á sunnudag. Samkvæmt hcimildum Morgunblaðsins eru forráða- menn Arsenal ánægðir með strákana en Valur Fannar sagði að ekki hefði verið rætt við þá um að þeir yrðu lengur. „Þeir hafa ekki sagt neitt við okkur en það gæti alveg farið svo að þeir vildu hafa okkur í viku í viðbót. Það stendur til að við spilum með 18 ára liðinu á laugar- dag en svo er verið að reyna að koma á leik í vikunni." Bræðurnir eru frá Eski- firði og leikur Stefán með Austra en Valur Fannar er samningsbundinn Fram. KNATTSPYRNA ísland með í umsókn um mótshald HM 2006 Knattspyrnusamböndin í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð komu sér saman um á liðnu ári að kanna möguleika á að sækja um að halda Heims- meistarakeppnina í knattspyrnu 2006. Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusambands Is- lands, tilkynnti þeim skriflega að ísland vildi vera með og var vel tekið í það en hann hittir starfs- bræður sína í Helsinki nk. mánu- dag til að ræða málið enn frekar. I fyrrnefndu bréfi Eggerts kom fram að þátttaka íslands myndi styrkja umsóknina ef af yrði og benti hann á að þing Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem ávallt er haldið í tengslum við keppnina, gæti farið fram hér á landi. „Norðurlöndin eru að íhuga að sækja um keppnina af fullri al- vöru og því sagði ég þeim að þátt- taka íslands myndi styrkja um- sóknina," sagði Eggert við Morg- unblaðið. „Hugmyndinni var vel tekið og í framhaldi buðu þeir mér á fund í Helsinki." Eggert sagði að samkvæmt lögum FIFA gæti heimsmeistara- keppnin ekki farið fram í fleiri en einu landi en tillaga um breyt- ingu á lögunum yrði væntanlega lögð fyrir næsta FIFA-þing. „Til- laga um sameiginlega umsókn var rædd á síðasta Norðurlandaþingi og þó við uppfyllum ekki skilyrði varðandi velli fannst mér sjálfsagt að eiga hlut að máli. Það eru hátt í 200 þjóðir innan FIFA og fjórir til 10 manns mæta frá hverri þjóð á FIFA-þingið auk fréttamanna og fleiri. Það yrði sterkt fyrir ferðamannaþáttinn að halda svona þing en auðvitað er þetta allt á byrjunarstigi og ekkert hef- ur verið ákveðið í þessu efni." SKIÐI: BESTIARANGUR KRISTIIMS BJORNSSOIMAR í SVIGI / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.