Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 C 5 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Bjami lurösson á línunni, Magnús A. Magnússon og Magnús Sigurösson AMERISKI FOTBOLTINN Snertimark í lokin kom Pitts- burgh í úrslttin Pittsburgh Steelers og Dallas Cow- boys leika til úrslita í NFL-deild- inni í ameríska fótboltanum í Tempe, Arizona, 28. janúar. Steelers tryggði sér sigur gegn Indianapolis Colts með snertimarki 94 sekúndum fyrir leikslok og í hinum undanúrslitaleiknum um helgina sigraði Dallas Green Bay. Neil O’Donnell átti 37 stiku send- ingu á Ernie Mills tæplega tveimur mínútum fyrir leikslok. „Eg sagði Ernie að hlaupa sig frían því ég kæmi boltanum til hans,“ sagði O’Donnell. „Hann gerði vel að ná boltanum og þar með var úrslitaleikurinn í aug- sýn.“ Bam Norris var hetja Steelers skömmu síðar, komst með boltann síð- ustu stikuna við endamarkið. „Ég ætl- aði ekki að láta þá stoppa mig,“ sagði Norris. „Þeir tóku á móti mér og höfðu mig í sekúndu en ég gafst ekki upp. Eg var ákveðinn í að komast alla leið - allt tímabilið var á línunni." Steelers vann 20:16 og leikur í fimmta sinn til úrslita í NFL-deildinni en Pittsburgh sneri vörn í sókn og var nálægt því að gera snertimark - Jim Harbaugh sendi á Aaron Bailey þar sem hann var fyrir aftan endalínu en markið var ekki dæmt. „Boltinn fór fyrst í jörð- ina,“ sagði Cornell Lake hjá Pitts- burgh. „Hann greip ekki boltann og þetta var réttur dómur.“ „Við vorum nálægt því,“ sagði Harbaugh, „og strákarnir léku vel.“ Pittsburgh hefur fjórum sinnum leik- ið til úrslita og ávallt sigrað, síðast Los Angeles Rams 31:19 1979. „Þetta er það ánægjulegasta hjá mér sem þjálf- ari,“ sagði Bill Cowher, þjálfari Steel- ers. „Við mætum í úrslitaleikinn og eins og ávallt á tímabilinu gefum við ekkert eftir í 60 mínútur." „Við vorum einni mínútu og 34 sek- úndum frá úrslitaleiknum," sagði Ted Marchibroda, þjálfari Colts, „og getum borið höfuðið hátt.“ Dallas á fomum slóöum Dallas vann Green Bay Packers 38:27. „Þeir veittu okkur keppni en við gengum frá þeim í seinni hálfleik," sagði Emmitt Smith sem gerði þrjú snertimörk og átti stóran þátt í að Dallas leikur til úrslita í þriðja sinn á síðustu fjórum árum en lið félagsins hefur sjö sinnum spilað úrslitaleikinn. Troy Aikman, leikstjórnandi Dallas, átti frábæran leik og m.a. gerði Micha- el Irvin tvö snertimörk eftir sendingar hans. „Það voru ekki aðeins leikmenn- irnir sem fóru á kostum því áhorfend- urnir voru frábærir og andrúmsloftið var rafmagnað," sagði Irvin. „Ég hef aldrei verið í þeim stóra,“ sagði Barry Switzer, sem tók við þjálfun Dallas í fyrra. „Þeir segja að það sé mjög gam- an og ég hlakka mikið til.“ Green Bay kom á óvart á tímabilinu og Mike Holmgren, þjálfari liðsins, var ánægður. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins á tímabilinu. Ég held að við höfum farið fram úr björtustu vonum en það er erfitt að kyngja þessu.“ Brett Favre, leikstjórnandi Green Bay, lék vel, átti m.a. þrjár sendingar sem gáfu snertimark, en missti þoltann tvisvar í hendur mótheijanna. „Ég byij- aði kaldur og mistök mín kostuðu okk- ur 14 stig.“ KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins Haukar á fullri ferð ÞAÐ verða Haukar og Akurnes- ingar sem leika til úrsiita í bik- arkeppni karla í Laugardalshöll sunnudaginn 28. janúar. Hauk- ar sigurðu Þórsarar nokkuð örugglega, 93:80, í Hafnarfirði og á Akranesi lögðu heima- menn KR-inga, 81:70. Þetta verður ífyrsta sinn sem Akur- nesingar leika til úrslita í bikar- keppninni í körfuknattleik en Haukar hafa leikið þrívegis, og sigrað tvisvar. Leikur Hauka og Þórs var þokka- lega skemmtilegur í fyrri hálf- leik en í þeim síðari náðu Haukar undirtökunum og Skúli Unnar héldu þeim. Það var Sveinsson samt ekki laust við skrifar að færi um stuðn- ingsmenn Hafnar- fjarðarliðsins þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður því Jón Arn- ar fékk sína 4. villu og mínútu síð- ar meiddist Williford. En hann kom aftur inná skömmu síðar og Jón Arnar lék með ijórar villur þar til rúm mínúta var eftir. Til viðbótar þessu lék Sigfús ekki með, en hann fékk fingur í auga í síðasta leik og gat því ekki verið með um helgina. Þór byijaði heldur betur en jafn- ræði var þó með liðunum fram í miðjan háifleikinn er Haukar gera 17 stig gegn tveimur stigum Þórs, staðan orðin 41:27, en síðustu tvær mínútumar léku gestimir af krafti og gerðu 16 stig gegn fjórum stigum Hauka og staðan því 45:43 í leik- hléi. Þetta virtist henta Haukum vel, en þeim er illa við að vera með of mikla forystu í leikhléi. „Við gerð- um þetta samt alls ekki viljandi, þetta var bara klúður hjá okkur,“ sagði Jón Arnar eftir leikinn. I seinni hálfleik komust gestirnir yfir á upphafsmínútunni en eftir það voru Haukar með undirtökin og náðu mest 20 stiga forystu. Haukar eru með betra lið og sigur þeirra var sanngjarn. Trúlega er þetta bara munurinn á liðunum, en samt geta Þórsarar leikið betur, að minnsta kosti lykilmenn í liðinu. Haukar áttu alls ekki neinn stjörnuleik og Þórsarar léku illa. Þeir þurftu að ná toppleik til að eiga möguleika gegn hinu magnaða liði Hauka, en sá leikur kom ekki á sunnudaginn. Kristinn Friðriks- son, besta skytta Þórs, náði sér alls ekki á strik enda var hann lengstum í góðri gæslu hins ótrúlega baráttuj- axls, Péturs Ingvarssonar. Sam- heijar Kristins gerðu heldur ekki mikið í að reyna að hjálpa honum í sókninni og það var sárasjaldan að hann náði fríu skoti. Fred Will- iams lék ágætlega hjá Þór svo og Konráð Óskarsson en það dugði hreinlega ekki. Pétur var sterkur hjá Haukum, gerði 11 stig í hvorum hálfleik og var grimmur í fráköstunum og landsliðsþjálfarinn hlýtur að hafa not fyrir annan eins baráttujaxl í sínum hópi. Williford átti fínan síð- ari háleik og hann var sterkur í fráköstunum. Jón Arnar lék einnig vel og Bergur byijaði mjög vel. Styrkur Hauka er breiddin og bar- áttan. Óskar Pétursson lék sinn fyrsta leik í vetur, kom inná er 2,28 mínútur voru eftir og skoraði strax. Gott fyrir Hauka að fá hann í hóp- inn á ný. Morgunblaðið/Bjarni PÉTUR Ingvarsson, bestl maður Hauka, skelllr sér hér fram- hjá Þórsaranum Kristnl Friðrikssyni. Skagamenn í fyrsta sinn í úrslitaleikinn Besti leikur þeirra í veturtryggði sigur gegn KR-ingum Þorkelsson, Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi Þetta var örugglega besti leikur okkar í vetur,“ sagði Hreinn þjálfari Skagamanna, kampakátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ með 81:70 sigri á KR í undanúrslitaleik. „Það var feikna barátta í vörninni, alveg frá fyrstu mínútu og þar var grunnur- inn lagður. KR-ingar voru misbeitt- ir; á þeim köflum þegar við slökuð- um á komust þeir nær okkur, en svo tókum við bara aftur í og strák- arnir kláruðu þetta með stæl,“ bætti Hreinn við. Einhver taugaspenningur var í byijun leiks hjá báðum liðum. KR náði forystunni en heimamenn jöfn- uðu jafnharðan. Liðin skiptust á um að hafa foyrstuna í fyrri hálfleik og skömmu fyrir leikhlé höfðu Skagamenn forystu, 37:33, en Ólaf- ur Jón hitti úr þriggja stiga skoti um leið og flautan gall þannig að munurinn var aðeins eitt stig í leik- hléi. Gestirnir hafa slakað of mikið á í hléinu því heimamenn gerðu 8 fyrstu stigin í þeim síðari. En Bow var ekki á þeim buxunum að hleypa Skagamönnum of langt framúr KR og hélt Vesturbæjarliðinu inni í leiknum með mjög góðum leik. Vendipunktur leiksins var um miðj- an síðari hálfleik er staðan var 47:44, en þá gerðu Skagamenn 11 stig gegn 2 stigum KR. KR minnk- aði muninn í sjö stig en Skagavélin komst í réttan gír á ný og ÍA komst í 65:54. Þetta reyndist of mikill munur fyrir gestina sem náðu þó að minnka forystuna í þijú stig, 70:67, en nær komust þeir ekki þrátt fyrir örvæntingarfullar til- raunir. Skagamenn léku frábærlega sem liðsheild. Allir leikmen hreinlega- blómstruðu. Milton Bell var sem fyrr potturinn og pannan í leik ÍA, gerði 29 stig, tók 11 fráköst, varði 3 skot, átti 4 stoðsendingar og „stal“ boltanum sex sinnum. Har- aldur var með 11 stig og 14 frá- köst og Bjarni var frábær með 21 stig. Ungur strákur, Sigurður Jök ull, átti góðan leik bæði í vörn oj sókn. Hjá KR var Bow allt í öllu með 34 stig og Hermann var einnig dijúgur. Aðrir leikmenn náðu séi ekki á strik. Benedikt Guðmunds- son, þjálfari KR, var skiljanlega ekki sáttur við leik sinna manna í leikslok. „Skagamenn spiluðu mjög vel, örugglega besti leikur þeirra ) vetur. Þetta rúllaði ekki hjá okkur boltinn var að hristast upp úr körf unni en Skagamenn hittu aftur ; móti mjög vel. ÍA var betra liðið dag,“ sagði Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.