Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8
SKIÐI Kristinn Björnsson sigraði á móti íSt. Michael í Austurríki Besti árangurínn í svigi frá upphafi Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, sigraði á al- þjóðlegu svigmóti í St. Michael í Austurríki á laugardaginn. „Þetta er allt á uppleið. Arangurinn í svig- inu er sá besti svigi til þessa og ég get ekki annað en verið ánægð- ur. Eg var í fímmta sæti eftir fyrri umferð en náði mér vel á strik í síðari umferðinni og fékk langb- esta tímann. Ég var tæplega hálfri sekúndu á undan Tékka sem var í öðru sæti. Þetta er fyrsta mótið í svigi eftir áramót þar sem ég stend niður báðar umferðir. Yfir- leitt hefur gengið vel í fyrri um- ferð og síðan hef ég keyrt út úr í síðari," sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. Hann hlaut 17,06 (fis) stig fyrir sigurinn, en það jafngildir 13,39 stigum áður en Alþjóða skíðasam- bandið núll-stillti heimslistann á dögunum. Samkvæmt nýja listan- um hækka allir keppendur í stigum sem hér segir: brun: 1,50, svig: 3,67 og stórsvig: 3,84 stig. Krist- inn var í 93. sæti á síðasta heims- lista í svigi sem kom út um áramót- in. Árangur hans á laugardaginn ætti að koma honum undir 90 á listanum. Haukur Arnórsson úr Ármanni og Arnór Gunnarsson frá ísafírði kepptu einnig í sviginu í St. Mich- ael. Haukur hafnaði í 15. sæti og ' var um þremur sekúndum á eftir Kristni og fékk fyrir það 35,88 (fis) stig. Arnór hætti keppni. Kristinn keppti í risasvigi í Aust- urríki á sunnudag og hafnaði í sjö- unda sæti. Hann vissi ekki hvað hann fékk mörg stig út úr því móti þegar við ræddum við hann í gær, en'bjóst við að það hafi KRISTINN BJörnsson frá Ólafsflrði hefur verlö aö bœta sig verulega í svlgl í vetur og er nú á meðal 90 bestu svlgmanna helms. verið í kringum 20 stig, en þar á hann best 11,42 stig. „Ég er mjög sáttur við frammi- stöðuna að undanförnu. Það eru nokkur mót þar til kemur að heims- meistaramótinu á Spáni og von- andi næ ég að bæta mig enn meira. Ég veit að ég á miklu meira inni," sagði Kristinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Daníel íverðlaunasætum DANÍEL Jakobsson, skíðagöngumaður, keppti á þremur mól.um í J&mtland í Svíþjóð um helginn og komst á verðlaunapall i þeún ií llutn. Hann varð þriðji í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð á iaugardag, 56 sekúndum á ef tir sigurvegaranum PerOve Bergzuist. Fredrik Malmgren varð aunar. Á sunnudag var síðan keppt í 7,5 kn» göngu með hefðbundinni aðferð og þar var Daníel í fyrsta sæti, 6 sekúndum á undan Per Ove, sem varð anua r. Síðar u m daginn fór siðari hluti gðngunnar fram og var það 7,5 kra með frjálsri aðferð. Daniel var nteð forystuna lengst af en Per Ove skaust framúr á síðústu metrunum. KNATTSPYRNA INNANHUSS KARFA/NBA Jordan sýndi hver er kóngurinn MICHAEL Jordan sýndi nýlið- anum Jerry Stackhouse hjá Philadelphia 76ers hver er kóngurinn, þegar hann tók hann íkennslustund um helgina. Fyr- irieikinn sagði Stackhouse, sem hefur leikið mjög vel og hefur oft verið líkt við Jordan þegar hann hóf að leika í NBA- deildinni, að hann gæti vel ráðið við Jordan maður gegn manni. Jordan var óviðráðanlegur — skoraði 48 stig og tók tíu f rá- köst þegar Chicago Bulls vann örugglega 120:93. Þetta var í 165. skipti sem kappinn skorar yf ir 40 stig í leik á keppnisf erli sínum íNBA-deildinni. Stackhouse á margt eftir ólært. Hann var taugaspenntur í leiknum, ég sagði honum.að slaka á," sagði Jordan, sem hvíldi síðustu tíu mín. leiksins. Phil Jackson, þjálfari Chicago, sagði: „Jordan hefði getað skorað áttatíu stig, ef ég hefði leyft honum það." Chicago er óstöðvandi, hefur unn- ið þrjátíu leiki og stefnir á nýtt NBA-met, að vinna 69 af 82 leikj- um. Lið með tvo bestu sóknarleik- mennina, Jordan og Scottie Pippen, sem skoraði 20 stig og besta frákast- arann og varnarmanninn, Dennis Rodman, sem tók sextán fráköst, er illviðráðanlegt. „Jerry var tekinn í kennslustund og það er ljóst að menn verða að Ieggja mjög hart að sér, ef þeir ætla sér að ráða við leikmann eins og Jordan," sagði John Lucas, þjálf- ari Philadelphia. Þegar Dennis Rodman yfirgaf San Antonio Spurs, var sagt að liðið myndi sakna hans mikið. Svo er ekki, því að David Robinson hefur farið á kostum með liðinu og skor- aði 27 stig þegar það lagði Orlando Magic 106:105, Vinny Del Negro lék einnig vel og skoraði 30 stig. An- fernee „Penny" Hardaway skoraði 35 stig og Dennis Scott 27 stig fyr- ir Magic, sem lék án Shaquille O'Ne- al og Horace Grant. Clyde Drexler skoraði 32 stig og Hakeem Olajuwon 29 og tók 17 frá- köst þegar Houston Rockets lagði Los Angeles Clippers 115:104. Dan Majerle skoraði 20 stig þegar Cleveland Cavaliers vann gamla liðið hans, Phoenix Suns, 89-74 í Phoen- Þetta er minnsta skor Suns í Frá Gunnarí Valgeírssyni í Bandarikjunum IX. NBA-leik í fimmtán ár, eða síðan lðið tapaði fyrir Kansas City Kings, 105:68, 8. mars 1981. KR-ingar og Blika- stúlkur meistarar Breiðablik varð íslandsmeistari kvenna í innanhússknatt- spyrnu og KR-ingar í karlaflokki, er mótið fór fram um helgina. Þetta er þriðja árið í röð sem KR-ingar verða íslandsmeistarar og þeir urðu einnig Reykjavíkurmeistarar á dög- unum. KR-ingar sigruðu lið Vals í úr- slitaleiknum á sunnudagskvöld í Laugardalshöll, 4:3. Kristján Finn- bogason, fyrirliði og markvörður KR-inga, kom þeim á bragðið í úr- slitaleiknum með þrumuskoti utan af velli — einu af mörgum slíkum sem hann skoraði úr á mótinu. Sig- urbjörn Hreiðarsson náði að jafna fyrir Valsmenn en Þormóður Egils- son kom KR aftur yfir. Heimir Porca, sem skipti í Val úr KR í vetur, jafnaði gegn gömlu félögun- um en Einar Þór Daníeisson og Þormóður komu vesturbæjarliðinu í 4:2 áður en Porca minnkaði mun- inn úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum. KR-ingar höfðu sigrað FH í und- anúrslitum, 3:1, og Valsmenn þá lagt lið Breiðabliks að velli, 1:0. Kristbjörg Ingadóttir kom Vals- stúlkum yfir í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki en Rögnu Lóu Stefáns- dóttur, sem nýgengin er í Val úr Stjörnunni, var síðan vikið af velli og Blikastúlkur nýttu sér vel þær fjórar mínútur sem þær voru fleiri. Asthildur_ Helgadóttir jafnaði og Margrét Ólafsdóttir gerði annað og þriðja mark liðsins áður en Soffía Ámundadóttir svaraði fyrir Val. Gladir fyrirliðar Ursllt / C6 KRISTJÁN Flnnbogason fyrirllði KR og Slgrún Óttarsdóttir fyririiði Brelðabllks, með sigurlaunin eftlr íslandsmótið. ENGLAND: XX2 1X2 111 1X21 iTAUA: 1XX X11 111 X 1 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.