Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8
KARFA / NBA wtémt fH*rgunIribifeife Kristinn Björnsson sigraði á móti í St. Michael í Austurríki Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, sigraði á al- þjóðlegu svigmóti í St. Michael í Austurríki á laugardaginn. „Þetta er allt á uppleið. Arangurinn í svig- inu er sá besti svigi til þessa og ég get ekki annað en verið ánægð- ur. Ég var í fimmta sæti eftir fyrri umferð en náði mér vel á strik í síðari umferðinni og fékk langb- esta tímann. Ég var tæplega hálfri sekúndu á undan Tékka sem var í öðru sæti. Þetta er fyrsta mótið í svigi eftir áramót þar sem ég . stend niður báðar umferðir. Yfir- leitt hefur gengið vel í fyrri um- ferð og síðan hef ég keyrt út úr í síðari,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið. Hann hlaut 17,06 (fís) stig fyrir sigurinn, en það jafngildir 13,39 stigum áður en Alþjóða skíðasam- bandið núll-stillti heimslistann á dögunum. Samkvæmt nýja listan- um hækka allir keppendur í stigum sem hér segir: brun: 1,50, svig: 3,67 og stórsvig: 3,84 stig. Krist- inn var í 93. sæti á síðasta heims- listaj svigi sem kom út um áramót- in. Árangur hans á laugardaginn ætti að koma honum undir 90 á listanum. Haukur Arnórsson úr Ánnanni og Amór Gunnarsson frá Isafírði kepptu einnig í sviginu í St. Mich- ael. Haukur hafnaði í 15. sæti og ' var um þremur sekúndum á eftir Kristni og fékk fyrir það 35,88 (fís) stig. Arnór hætti keppni. Kristinn keppti í risasvigi í Aust- urríki á sunnudag og hafnaði í sjö- unda sæti. Hann vissi ekki hvað hann fékk mörg stig út úr því móti þegar við ræddum við hann í gær, en bjóst við að það hafí KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði hefur verið að bæta sig verulega f svigi í vetur og er nú á meðal 90 bestu svigmanna heims. verið í kringum 20 stig, en þar á hann best 11,42 stig. „Ég er mjög sáttur við frammi- stöðuna að undanförnu. Það eru nokkur mót þar til kemur að heims- meistaramótinu á Spáni og von- andi næ ég að bæta mig enn meira. Ég veit að ég á miklu meira inni,“ sagði Kristinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Daníel í verðlaunasætum DANÍEL Jakobsson, skiðagöngumaður, keppti á þremur mótum f JSmtland í Svfþjóð um helgina og komst á verðlaunapall í þeim öllum. Hann varð þriðji í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð á laugardag, 50 sekúndum á eftir sigurvegaranum Per Ove Bergzuist. Fredrik Malmgren varð annar. Á sunnudag var síðan keppt í 7,5 km göngu með hefðbundinni aðferð og þar var Daníel í fyrsta sæti, 6 sekúndum á undan Per Ove, sem varð annar. Síðar um daginn fór síðari hluti göngunnar fram og var það 7,5 km með frjálsri aðferð. Daniel var með forystuna iengstaf en Per Ove skaust framúr á siðústu metrunum. SKIÐi Besti árangurinn í svigi frá upphafi Jordan sýndi hver er kóngurinn MICHAEL Jordan sýndi nýlið- anum Jerry Stackhouse hjá Philadelphia 76ers hver er kóngurinn, þegar hann tók hann íkennslustund um helgina. Fyr- ir leikinn sagði Stackhouse, sem hefur leikið mjög vel og hefur oft verið líkt við Jordan þegar hann hóf að ieika í NBA- deildinni, að hann gæti vel ráðið við Jordan maður gegn manni. Jordan var óviðráðanlegur — skoraði 48 stig og tók tíu frá- köst þegar Chicago Bulls vann örugglega 120:93. Þetta var í 165. skipti sem kappinn skorar yfir 40 stig íleik á keppnisferli sínum í NBA-deildinni. Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Stackhouse á margt eftir ólært. Hann var taugaspenntur í leiknum, ég sagði honum að slaka á,“ sagði Jordan, sem hvíldi síðustu tíu mín. leiksins. Phil Jackson, þjálfari Chicago, sagði: „Jordan hefði getað skorað áttatíu stig, ef ég hefði leyft honum það.“ Chieago er óstöðvandi, hefur unn- ið þijátíu leiki og stefnir á nýtt NBA-met, að vinna 69 af 82 leikj- um. Lið með tvo bestu sóknarleik- mennina, Jordan og Scottie Pippen, sem skoraði 20 stig og besta frákast- arann og varnarmanninn, Dennis Rodman, sem tók sextán fráköst, er illviðráðanlegt. „Jerry var tekinn í kennslustund og það er ljóst að menn verða að leggja mjög hart að sér, ef þeir ætla sér að ráða við leikmann eins og Jordan,“ sagði John Lucas, þjálf- ari Philadelphia. Þegar Dennis Rodman yfírgaf San Antonio Spurs, var sagt að liðið myndi sakna hans mikið. Svo er ekki, þvi að David Robinson hefur farið á kostum með liðinu og skor- aði 27 stig þegar það lagði Orlando Magic 106:105, Vinny Del Negro lék einnig vel og skoraði 30 stig. An- fernee „Penny“ Hardaway skoraði 35 stig og Dennis Scott 27 stig fyr- ir Magic, sem lék án Shaquille O’Ne- al og Horace Grant. Clyde Drexler skoraði 32 stig og Hakeem Olajuwon 29 og tók 17 frá- köst þegar Houston Rockets lagði Los Angeles Clippers 115:104. Dan Majerle skoraði 20 stig þegar Cleveland Cavaliers vann gamla liðið hans, Phoenix Suns, 89-74 í Phoen- ix. Þetta er minnsta skor Suns í NBA-leik í fimmtán ár, eða síðan lðið tapaði fyrir Kansas City Kings, 105:68, 8. mars 1981. KNATTSPYRNA INNANHUSS KR-ingar og Blika- stúlkur meistarar Breiðablik varð íslandsmeistari kvenna í innanhússknatt- spyrnu og KR-ingar í karlaflokki, er mótið fór fram um helgina. Þetta er þriðja árið í röð sem KR-ingar verða íslandsmeistarar og þeir urðu einnig Reykjavíkurmeistarar á dög- unum. KR-ingar sigruðu lið Vals í úr- slitaleiknum á sunnudagskvöld í Laugardalshöll, 4:3. Kristján Finn- bogason, fyrirliði og markvörður KR-inga, kom þeim á bragðið í úr- slitaleiknum með þrumuskoti utan af velli — einu af mörgum slíkum sem hann skoraði úr á mótinu. Sig- urbjörn Hreiðarsson náði að jafna fyrir Valsmenn en Þormóður Égils- son kom KR aftur yfir. Heimir Porca, sem skipti í Val úr KR í vetur, jafnaði gegn gömlu félögun- um en Einar Þór Daníelsson og Þormóður komu vesturbæjarliðinu í 4:2 áður en Porca minnkaði mun- inn úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum. KR-ingar höfðu sigrað FH í und- anúrslitum, 3:1, og Valsmenn þá lagt lið Breiðabliks að velli, 1:0. Kristbjörg Ingadóttir kom Vals- stúlkum yfir í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki en Rögnu Lóu Stefáns- dóttur, sem nýgengin er í Val úr Stjörnunni, var síðan vikið af velli og Blikastúlkur nýttu sér vel þær fjórar mínútur sem þær voru fleiri. Asthildur Helgadóttir jafnaði og Margrét Ólafsdóttir gerði annað og þriðja mark liðsins áður en Soffía Ámundadóttir svaraði fyrir Val. ■ Úrslit / C6 Glaðir fyrirliðar KRiSTJÁN Flnnbogason fyrirliði KR og Slgrún Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks, með sigurlaunln eftir ísiandsmótið. ENGLAND: X X2 1X2 111 1X21 ITALIA: 1 X X X11 111 X 1 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.