Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Meðalhæð og -leikreynsla leikmanna NBA-liða LEIK- REYNSLAS! Sæti LID á skrá Meðal- lelkr., ár Leikm, mr >Wirl nýilðar:. 1995-1996 1 Chicago 14 13 12 13 6,57 6,23 6,17 6,00 2W 2 Seattle 3/2 3 4 NewYork San Antonio 4/0 1/1 5 Utah 14 5,93 4/1 6 Houston 13 5,54 5,53 5,40 5,08 3/1 7 8 9 Indiana Charlotte Milwaukee Atlanta 15 15 13 14 2/2 2/1 2/1 10 5,00 2/4 20 Toronto 12 3,75 1/1 21 Oenver 15 14 3,67 3,64 1/3 22 Cleveland 1/3 23 Sacramento 14 3,64 1/3 24 Philadelphia Minnesota 15 13 13 13 3,60 3,23 2,85 2,77 2/3 2b 1/4 26 27 Boston Washington 0/3 0/2 28 29 Dallas LA Clippers 13 13 2,54 2,38 0/2 0/2 HÆÐ X)Wi UO áskrá Lelkm. Meðal- hærrien 213,4 cm I7let) hæð, cm Meðal leikreynsla 4,42 ár Meðalaldur 27,56ár Meðalhæð 201,3 sm Meðalþyngd 101,45 kg He'i'miidír: leikmannaskrár iiðanna íbyrjun leiktímabilsins 1995-96/NBA NEWS Á7W Utah 14 204,5 3 2 Chicago 14 203,9 3 3 Orlando 15 13 203,4 3 4 LA Clippers 202,4 202,2 1 5 Philadelphia 14 1 6 Denver 13 202,1 202,1 201,8 201,8 3 7 Portland 14 13 15 15 1 8 9 Indiana New Jersey Milwaukee 2 1 10 201,8 2 20 Toronto San Antonlo 13 13 13 201,0 200,9 200,7 1 21 2 22 Seattle 0 23 LA Lakers 14 200,4 1 24 Vancouver Cleveland 15 13 200,3 2 25 200,1 199,7 1 26 Atlanta 14 2 27 Boston Sacramento 12 13 199,5 2 28 198,5 2 29 Charlotte 14 197,9 3 B STRAKARNIR í körfuknatt- leiksliði Hauka gera fleira en leika fyrir félagið og það nýjasta hjá þeim er að nú er körfuknattleiks- deildin komin með heimasíðu á Alnetinu. Þar verða Haukar með myndir af öllum leikmönnum, sögu íþróttarinnar í Hafnarfirði og ýmsan annað fróðleik um félagið og heimabæ sinn. ¦ ALLTAF er einhvern fróðleik að finna í leikskrá Hafnarfjarðar- liðsins og fyrir bikarleikinn gegn Þór á sunnudaginn m.a. annars fínna lista yfir leikmenn liðanna og þjálfara þeirra. Samkvæmt leik- skránni er Þorsteinn Aðalsteins- son sáluhjálpari hjá Haukunum. ¦ STÖÐ 2 sendi beint frá undan- úrslitaleikjunum og í Hafnarfirði voru þeir Einar Bollason og Val- týr Björn, en hann gengur um með hækjur þessa dagana. Einar sagði eftir Ieikinn að nú væri hann alvöru „halti Björn" en það viður- nefni hefur Valtýr fengið í grín- þáttum í sjónvarpi. ¦ ALLIR leikmenn Hauka skor- uðu í leiknum, nema Sigurður Jónsson. Hann fékk þó gott tæki- færi er ein mínúta var eftir en þá misnotaði hann tvö vítaskot. FOLK ¦ TVEIR liðsmenn Hauka þekkja mjög vel til á Akranesi. ívar Ás- grímsson var leikmaður og þjálfari IA þegar liðið var á fyrsta ári í úrvalsdeild í hitteðfyrra og hann þjálfaði einnig fyrri hluta síðustu leíktíðar. Reynir Kristjánsson- þjálfari Hauka var liðsstjóri ÍA fyrsta árið þeirra í deildinni. ¦ VÍKINGAR hvöttu sína menn vel í Víkinni á sunnudaginn þó svo það hafi ekki byrjað vel. Þulurinn sagði í upphafi að nú vildi hann heyra í sínum mönnum og þá hljóm- aði um húsið Haukar - Haukar! ¦ BJARNI Frostason markvörð- ur Hauka náði sér ekki á strik á sunnudaginn, en hann gerði þó glæsilegt mark. Brotið var á Ilauk- um fyrir miðju marki er 3 sekúnd- ur voru til leikhlés. Gefið var á Gunnar Gunnarsson sem henti strax út í vinstra hornið þar sem Bjarni hafði gleymst. Hann fór inn úr horninu og skoraði af öryggi. ¦ GUNNAR Andrésson hefur tekið við fyrirliðastöðu hjá TJMFA af Rússanum Alexei Trúfan sem hefur verið fyrirliði Mosfellinga undanfarin tvö ár. ¦ HOWARD Kendall, fyrrum knattspyrnustjóri hjá Everton og Athletic Bilbao, hefur nú verið nefndur sem arftaki Terry Ven- ables, sem þjálfari enska landsliðs- ins. Kendall er nú knattspyrnu- stjóri hjá Sheffield Utd. ¦ FIMMTÁN mínútna bið varð á að leikurinn ÍR og ÍBV hæfist í Seljaskóla á sunnudaginn því Eyjamenn mættu aðeins með hvítu aðalbúningana_ sína og þar sem aðalbúningur ÍR er einnig hvítur, urðu ÍR-ingar að senda eftir rauðu varabúningunum sínum og lána gestunum. Aðkomulið á alltaf að leika í varabúningum ef þörf kref- ur. ¦ ZOLTAN Belanyi, Eyjamað- urinn knái, kom haltrandi inn á í nokkrar mínútur gegn ÍR á sunnu- daginn. Hann gerði þó ekki miklar rósir enda meiddur og varla leik- hæfur. ÞJALFUN Æfingin skapar meistar- ann. Þetta eru orð að sönnu, því að til að verða góð- ur íþróttamaður þurfa menn að leggja hart að sér við æfing- ar og grunnþjálfun þarf að vera mjög góð. Þolinmæði hefur .. .: . mikið að segja í upp- byggingu íþrótta- manna. Besta dæmið um það hvað uppskera markvissrar unglinga- þjálfunar getur verið góð, er hollenska knattspyrnuliðið Ajax. Þar hef- ur unglingastarfið aigjöran forgang og mikilvægasti mað- ur féiagskis er sá sem sér um og skipuleggur unglmgaþjálf- unina. Hann leggur aðaláhersl- una á tækni, leikni, hraða og rétt hugarfar, Hjá Ajax er lögð áhersla á að unglingarnir nái tökum á því sem þeir eru að fást við, þannig að þeir nái að þroskast sem góðir íþrótta- menn. Sigrar eru ekki aðaimál- ið hjá yngri liðunum. And- rúmsloftið er annað hér á landi, þar sem þjálfarar, forráða- menn og foreldrar hrópa frá hliðarlínunni — heimta sigur og aftur sigur. Pressan sem er lögð á ungu kynslóðina er geysileg og oft má sjá hóp ungra drengja og stulkna ganga grátandi af velli, eftir tapleik. Andrúmsloftið og pressan er oft óþolandi á leikj- um — verra en í 1. deild. Börn og óþroskaðir unglingar þola oft iUa þrýstinginn frá hliðar- línunni. Það hefur oft verið rætt og ritað um, að kröfurnar um sig- ur sé of miklar f unglingastarf- inu, þar sem leikurinn snýst of mikið um sigra, en ekki hvernig er hægt að Iaða það besta fram hjá ungu kynslóð- inni. Kröfur og þrýstingur um árangur verða að vera í hófi. Að sjálfeögðu verða menn að hafa metnað til að ná árangrí Kröfumar um sigur eru of miklar í unglingastarfinu — sá rnetnaður kemur með aldrinum og þegar unglingar eru búnir að finna út hvaða íþrótt hentar þeim best. Ekki er hægt að loka augun- um fyrir því að oft hefur ungl- ingaþjálfun ekki verið nægi- lega markviss. Heldur ekki þjáífun eldri flokka. Það kom í h'ós í heimsmeistarakeppninní í handknattleik á íslandi — ís- lenska landsliðið var þá gre'mi- lega ekki tilbúið, hvorki líkam- lega né andlega, til að takast á við hið erfiða verkefni. Lik- amlegur og andlegur styrkur hefur mikið að segja hjá íþróttamönnum. Sjálfsagi skiptir miklu máli. Ef menn ætla að ná árangri verða þeir að leggja hart að sér — fyrir utan hefðbundnar æfingar, verða menn að æfa sig sjálfir til að styrkja og bæta. Ef menn gera mistök eða eru veikir fyrir í ýmsum þáttum, verða þeir að vinna á þeim veikleika með stöðugum æfingum, þjálfa sig upp þannig að þeir geri ekki sömu mistök- in aftur og aftur. Sigraundur Ó. Steinarsson Hvers vegna hefur GUÐMUNDUR ARNAR JÓNSSON verið að leika svona vel? Mörgum finnst ég of þungur GUÐMUNDUR Arnar Jónsson er tæplega þrítugur Reykvíkingur sem flutti norður til Akureyrar íhaust ásamt fjölskyldu sinni og tók stöðu Sigmars Þrastar Óskarssonar í markinu hjá 1. deildarliði KA i handbolta. Guðmundur Arnar hóf sinn feril hjá Þrótti en færði sig svo yfir í markið hjá Fram. Frá Fram fór hann til Fjölnis og þaðan til ÍH í Hafnarfirði. Guðmundur Arnar ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir dvölina hjá ÍH en þá hafði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, samband við hann og fékk hann til að ganga til liðs við KA. Kristján Kristjánsson skrifar Guðmundur Arnar er ánægður á Akureyri. „Ég sé ekki "eft- ir því að fara norður og maður á eftir að minnast dvalarinnar á Ak- ureyri lengi. Enda er þetta alveg ný lífsreynsla fyrir mig," segir hann. Guðmundur er giftur Gerði Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Dóttirin Arna Rán er þriggja ára og sonurinn Jón Gunnar nfu mánaða. Guðmundur Arnar átti mjög góðan leik gegn Val í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í síð- ustu viku og var maðurmn á bak við sigur sinna manna. I leiknum gegn Aftureldingu á laugardag hélt hann uppteknum hætti og lék skínandi vel í markinu. Hann er stór og stæðilegur, 191 sentímetr- ar á hæð, en vildi hins vegar ekki gefa upp þyngdina. „Mörgum finnst ég helst til þungur og sjálf- sagt er eitthvað til í því." Hann lék á sínum tíma með 21 árs landsliðinu í handbolta og hefur tvisvar tekið þátt í heimsmeistara- keppni með því liði. Annað árið var hann með Guðmundi Hrafn- kelssyni í liðinu og hitt árið með Bergsveini Bergsveinssyni. Þeir eru í dag landsliðsmarkverðir sem kunnugt er. Hver er nú helsti munurinn á að spila með KA og öðrum liðum semþú heíur leikið með? „Áhugi fyrir handbolta á Akur- eyri er hreint ótrúlegur og miklu meiri en ég hef nokkurn tíma kynnst áður. Stemmningin í KA- húsinu er ólýsanleg og lætin og hrópin í yfirfullu KA-heimilinu eru svo mikil að maður heyrir varla í sjálfum sér. Það þekkist heldur ekki annars staðar að 300 manns kaupi sig inn á æfíngaleik í hand- Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Arnar Jónsson við KA-heimillð í gær þar sem Inga nuddarl hafðl verið að mýkja hann upp eftir erfiða leiki- bolta eins og gerðist hér í haust." Þessi mikii áhugi hlýtur að hafa góð áhrif og hjálpa liðinu mikið í heimaleikjunum." „Auðvitað hjálpar þetta manni mikið og ég mundi ekki vilja standa mig illa fyrir framan allan þennan mannskap. Ég hef að vísu átt nokkuð misjafna leiki hér fyrir norðan en það hefur gengið vel í síðustu leikjum og ég er ákveðinn í að reyna að breyta þessu. Þetta er fyrst og fremst sálfræðin og eitthvað sem maður verður að eiga við sjálfan sig." KA situr í efsta sæti 1. deildar þessa stundina. Áttu von á að liðið nái að halda því sæti út mótið? ,,Við eigum mjög erfiða leiki fyrir höndum, gegn FH, Haukum og ÍR en ef við komust vel frá þessum leikjum, sem allir eru nú í janúar, er stórt skref stigið. KA-liðið er samstilltur hópur og meðan við höldum áfram að hafa gaman að því sem við erum að gera, eigum við mikla möguleika á að ná langt." KA á einnig góða möguleika í bikarkeppninni en Hðið dróst gegn Selfossi í fjögurra liða úrslitum og verður leikið á Selfossi. Hvernig líst þér á þann leik? „Þetta var náttúrlega sísti kost- urinn en ef við ætlum að verða bikarmeistarar þurfa allir leikir að vinnast. Við erum búnir að vinna þá í deildinni á Selfossi en það var mjög erfiður leikur. Þótt bikarleikir spilist alltaf öðruvísi ætlum við engu að síður að endur- taka þann leik og fara alla leið í úrslit."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.