Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 4
1 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Ekkert fær stöðvað hraðlest KA-manna (A-hraðlestin heldur áfram siglingu sinni á toppi 1. deildar karla >g virðist fátt geta stöðvað hana eins og mál standa. Á iaugardag nn komu KA-menn suður yfir heiðar og lögðu UMFA að velli í I/losfellsbæ með fjögurra marka mun, 26:22, í lengst af fjörugum >g skemmtilegum leik, þar sem heimamönnum tókst að halda í rið norðlensku hraðlestina ífjörutíu mínútur. í öðrum leikjum telgarinnar kom mest á óvart hve auðveldlega Vfkingar sigruðu ið Hauka og að Valsmenn skoruðu hvorki meira né minna en 38 nörk er þeir gjörsigruðu Stjörnuna. Fyrri hálfleikurinn í leik Aftureld- ingar og KA var hraður og íkemmtilegur en um leið var tals- vert um mistök á ■ báða bóga. Heima- Senediktsson menn voru betri °g ikrifar nýttu sér veikleika gestanna og náðu Tjótlega forystu í leiknum og héldu íenni til leikhlés en þá stóðu leikar 11:10. Bergsveinn Bergsveinson 'arði vel í marki UMFA í fyrri hálf- eik, alls tíu skot og góð barátta var vörninni. Hins vegar tóku þrjú íraðaupphlaup UMFA um miðjan yrri hálfleik mjög snöggan endi með inákvæmum sendingum og það átti iftir að reynast dýrt. Mikið ákveðnara og stemmnings- neira KA lið kom til leiks í síðari íálfleik. Hver sókn UMFA á fætur mnarri strandaði á hávöxnum varn- irmönnum KA sem snéru vöm í lókn með hraðaupphlaupum og upp ir miðjum hálfleiknum náðu þeir veggja marka forystu 17:19 og þá 'ar ekki til baka snúið. Gunnar tndrésson sem lék mjög vel í liði JMFA mátti sín lítils gegn margn- im með litlum stuðningi félaga sinni lem voru ráðþrota. Lið UMFA gerði alltof mikið af nistökum í ieiknum til að verð- ikulda sigur. KA liðið var reyndar i svipuðu róli í fyrri hálfleik, en ókst að fækka sínum mistökum í n'ðari hálfleik og það reið bagga- nuninn. Gunnar Andrésson var iesti maður UMFA ásamt Berg- veini markverði. Róbert var góður fyrri hálfleik en fékk sig lítið ireyft í síðari hlutnaum. „Boltinn larf að rúlla betur hjá okkur í sókn- nni, það er atriði sem auðvelt á að rera að laga og í raun furðulegt ið skuli ekki vera komið í lag hjá ikkur þegar langt er liðið á mótið. Tg tel að við höfum átt möguleika ram í síðari hálfleik en þá vantaði ikkur neista," sagði Gunnar Andr- :sson fyrirliði UMFA. „Þetta var sætur sigur. Eftir að lafa verið lengi í gang náðum við ikkur á strik í síðari hálfleik og tókst ið bæta vörnina og loka fyrir send- ngar á Róbert. Gunnar var eini naðurinn sem okkur stóð ógn af. >að var þreyta í hópnum eftir Vals- eikinn en okkur tókst að hrista hana ir okkur,“ sagði Alfreð Gíslason. luðmundur Arnar markvörður varði vel, en annars var það sterk vörn sem skóp sigurinn. Stjarnan fékk á sig 38 mörk! Það var ekki handknattleikur í háum gæðaflokki sem boðið var upp á að Hlíðarenda, þegar meistarar Vals unnu Sigmundur Ó. ótrúlega auðveldan Steinarsson sigur, 38:26, á skrifar Stjörnunni. Það er umhugsunarefni fyr- ir íslenskan handknattleik, þegar eitt af toppliðum 1. deildar fær á sig 38 mörk í leik. Varnarleikur Stjörnunnar var af- spyrnu slakur og sóknarleikurinn á sömu nótunum, mikið var um mistök og ótrúlegt hvað Stjörnumenn léku óagaðan leik. Það var ekki fyrr en eftir sjö mín., þegar staðan var 5:1 fyrir Val, að Stjörnumenn skoruðu utan af velli. Þegar staðan var 9:3 fyrir Valsmenn, hafði Guðmundur Hrafnkelsson varið átta skot, þar af sex langskot. Staðan var 17:12 í leikhléi og í seinni hálfleik gáfust leikmenn Stjörnunnar hreinlega upp — Valsmenn skoruðu þá hvert mark- ið á fætur öðru úr hraðaupphlaupi eftir mistök Stjörnumanna. í fyrri hálfleik skoruðu Valsmenn þijú mörk eftir hraðaupphlaup, en sjö í seinni hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í markinu, varði nítján skot. Valsmenn þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum, þeir gátu gengið í gegn- um vörn Stjörnunnar og skorað nán- ast þegar þeir viidu. Sigfús Sigurðs- son fékk að leika lausum hala á lín- unni — skoraði átta mörk. Dagur Sigurðsson var iðinn við að koma knettinum til hans. Leikmenn Stjömunnar vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Það á þó ekki að koma þeim upp með það, því að það eitt af fá á sig 38 mörk í sextíu mín. leik, er nokkuð sem á að hamra á þeim. Það er engin afsökun fyrir Stjörnuna þó Dmitri Filippov sé meiddur og hafi ekki getið leikið á fullu er hann kom inná í stöðunni 9:3. Það er eitthvað að hjá Stjörnunni, þegar leikmenn með mikla reynslu eins og Sigurður Bjarnason og Magnús Sigurðsson skora undir fimm mörkum í leik. Það er eitthvað að, þegar fyrrum hornamaður landsliðsins, Konráð Olavson skorar ekki nema eitt mark úr horni í leik. Það er eitthvað að hjá leikmönnum sem láta vetja frá sér 15 langskot í leik, fyrir utan langskot sem höfnuðu fyrir utan rammann — níu rötuðu þó rétta leið. Stjörnumenn geta gert miklu betur en þeir gerðu að Hlíðarenda á sunnu- dagskvöld, þar sem þeir urðu sér til skammar — sofnuðu á verðinum. Víkingar í miklu stuði Víkingar komu mjög á óvart á sunnudaginn með því að leggja Hauka 30:26. Og þó; Víkingar hafa nefnilega leikið af SkúliUnnar skynsemi í allan vet- Sveinsson nr °g nu þegar flesrir skrifar leikmenn liðsins eru vel heilir og geta æft af fullum krafti eru þeir sýnd veiði en ekki gefin. „Sigurinn í bikarkeppn- inni í Eyjum gaf okkur sjálfstraust og ég hef engar áhyggjur af fram- haldinu ef við leikum svona,“ sagði Ámi Friðleifsson leikmaður Víkings. Víkingur náði fljótt forystu, breytti stöðunni úr 7:7 í 12:7 og hélt þeirri forystu til loka en mestur varð munurinn níu mörk, 28:19 er átta mínútur voru til leiksloka. Haukarnir gáfust þó ekki upp og tókst að bjarga andlitinu er þeir gerðu 7 mörk gegn einu á lokakaf- lanum. Ekki gott til afspurnar að tapa stórt fyrir Víkingum. Guðmundur Pálsson var í miklum ham hjá Víkingum og lék stórvel eins og Reynir Reynisson markvörð- ur sem lokaði markinu hreinlega fyrri hluta síðari hálfleiks en þá skoruðu Víkingar 10 mörk úr fyrstu 11 sóknum sínum og í heildina var sóknarnýting liðsins 60%. Hjörtur Örn Arnarson átti góða spretti en annars var það fyrst og fremst liðs- heildin sem var sterk hjá Víkingum sem börðust gríðarlega vel í 3-2-1 vörn sinni og léku af skynsemi í sókninni. Halldór Ingólfsson var bestur Hauka í sókninni og Gunnar Gunn- arsson lék einnig vel þar auk þess sem Aron Kristjánsson átti góðan endasprett en hann hefði mátt koma fyrr, svona fyrir Hafnfirðingana. Munurinn lá í líkamsstyrknum Eg er mjög ósáttur við tapið enda er þetta mikil sveifla frá átta marka sigri okkar á þeim í Eyjum,“ alsteinsson þjálfari Stefánsson Eyjamanna eftir skrifar 27:23 tap fyrir IR í Breiðholti á sunnu- dagskvöldið. „Við söknuðum Rúss- ans sérstaklega í vörninni og ef við eigum að vinna leik, verður Sigmar Þröstur áð eiga góðan leik. Annars lá mestur munur á liðunum í að INGI Rafn Jónsson sækir að markl Stjörnunnar, Sigfús Sig þeir hafa mun meiri líkamsstyrk," bætti Þorbergur við. Loks er leikurinn hófst 15 mínút- um of seint, fór hann rólega af stað en fljótlega fór að bera á óþarfa hörku og það bætti ekki úr skák' að margir leikmenn ofléku þegar brotið var á þeim, enda fékk fyrirliði ÍR fljótlega gult spjald fyrir slíkan of- leik. Varnarmenn tóku hraustlega á og það tók gestina úr Eyjum rúmar 11 mínútur að finna leiðina framhjá 5-1 vörn ÍR og í markið. „Þetta var rökrétt framhald af vinnu okkar um jólin og ég er viss um að við erum á réttri Ieið,“ sagði Eyjólfur Bragason þjálfari ÍR. Fyrir hlé varði Magnús Sigmunds- son mjög vel og Einar Einarsson var sem klettur í vörninni. Ungur strákur úr 3. flokk, Ragnar Örn Óskarsson, lét að sér kveða eftir hlé þegar hann lét skotin vaða óhræddur í gegnum vörn IBV en hann gerði alls 5 mörk. Jóhann Öm Ásgeirsson nýtti sín færi í hominu. Amar Pétursson ogSvavar Vignisson vora bestu menn ÍBV. Barátta á Selfossi Selfoss sigraði Gróttu á sunnu- dagskvöld 26:22 í frekar dauf- gerðum leik í bytjun en seinni hluti síðari hálfleiks var þó hressilegri. Jafnt var á tölum í síðari hálfleik og Selfyssingar náðu með harðfylgi BUBUI&nM að komast yfir undir Sigurður lok leiksins og halda Jónsson Gróttumönnum niðri skrifar með mikilli baráttu frá Selfossi og gógrj markvörslu. „Þetta hafðist," sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Selfyssinga, um leið og hann gekk af leikvelli og það gætti feginleika í röddinni. Selfyssingar voru skárri aðiiinn í upphafi og ómarkvissar sóknir Gróttu báru lítinn árangur. í síðari hálfleik skipti Grótta um gír, jafnaði stöðuna og náði góðu taki á Selfyssingum, komst yfir 17:20 og virtist hafa góða möguleika á sigri en þá hrökk Hallgrímur í stuð í marki Selfyssinga, varði hvert skotið af öðra og sóknirnar enduðu með mörkum. Síðustu 8 mínúturnar sigldu Selfyssingar fram úr og sýndu góða baráttu. Þeir Siguijón Bjarna- son, Erlingur Richardsson og Einar Gunnar Sigurðsson vora atkvæða- mestir í lokin og áttu góðan leik. Varnarieikurinn gleymdist Leikmenn FH og KR létu það vera að eyða mikilli orku í varn- Svíar sigrudu á heimsbikarmótinu SVÍAR sigruðu á heimsbikarmótinu íhandknattleik, sem lauk í Stokkhólmi á sunnudag — sigruðu Rússa 23:21 í nokkuð köflóttum úrslitaleik, þar sem Sviar höfðu allan timann bet- ur. Þeir máttu þó þakka fyrir sigur gegn hinu unga liði Rússa, en bæði markvörðurinn Lavrov og stórskyttan Koudinov voru fjarverandi. ats Olsson, markvörður Svía, var maður úrslita- leiksins, varði alls um 20 skot frá Rússunum. Stað- an í leikhléi var 13:9 Svíum í hag. Erik Hajas gerði flest mörk Svía, 6, Wislander gerði 5 og Olsson 3. Hjá Rússum gerði línumaðurínn Torgovanov 5 mörk, Koulitsjenko 4, Koktjarov og Lavrov 3 hvor. Sænska liðið var byggt upp af GrétarÞór Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð sömu leikmönnum og undanfarin ár, flestir eru fæddir 1964, en rússneska liðið var að þessu sinni að mestu skipað leikmönnum sem fæddir eru 1975. í undanúrslitum á laugardag unnu Rússar Frakka, 34:27, og Svíar mörðu Egypta, 20:19, í sögulegum leik þar sem Svíar höfðu yfir, 19:14, er 10 mínútur voru eftir, en fímm mín. fyrir leikslok höfðu Egyptar jafnað, 19:19. Með seiglu innbyrtu Svíamir sigur með marki Magnus Andersson úr vítakasti rétt fyrir Ieikslok. í leik um þriðja sætið unnu Frakkar Egypta örugglega, 30:21, eftir að staðan var 15:10 í hálf- leik. Þjóðveijar unnu svo Sviss- lendinga, 22:21, í leik um fimmta sætið og Tékkar sigruðu Króata í leik um það sjöunda, 25:19. Silfurl- ið Króata frá HM á íslandi tapaði öllum leikjum sínum í keppninni og kom það nokkuð á óvart. Toppliðin í mótinu, þar sem átta efstu þjóðir frá HM á íslandi börðust, léku flest án nokkurra lykilmanna. Rússar án tveggja máttarstólpa eins og áður kom fram og þess má geta að alls vantaði í lið þeirra 11 leikmenn frá HM á íslandi í vor. Þeir virð- ast vera að byggja upp nýtt stórl- ið! Svía vantaði markvörðinn Thomas Svensson og Magnus Andersson lék ekki alla leikina. Loks léku heimsmeistarar Frakka án margra sinna þekktustu leik- manna, m.a. Frederick Volle og Jackson Richardsson. Úrvalslið keppninnar Mats Olsson, markvörður Svía, var valinn markvörður keppninnar og þar með í lið hennar. Aðrir leikmenn í úrvalsliðinu eru Step- han Stoecklin og Stephan Joulin frá Frakklandi, Oleg Koulesjov og Dmitri Torgovanov frá Rúss- landi, Eric Hajas frá Svíþjóð og Ahmed El-Attar frá Egyptalandi. ívar Benediktsson skrifar arleik er félögin mættust á sunnu- dagskvöldið. Sókn- arleikurinn réði lög- um og lofum og alls voru gerð 66 mörk og hefðu hæglega geta orðið fleiri ef markverðir beggja liða hefðu ekki varið bærilega í síð- ari hálfleik. Eftir brokkgengan fyrri hálfleik tókst FH-ingum að hrista neðsta lið deildarinnar af sér í þeim síðari og sigra 36:30. Það var ljóst í upphafi að hvorugt liðið myndi leggja áherslu á varnar- leik að þessu sinni. Skipti engu máli hvernig leikið var, allt lak í gegnum hriplekar varnir beggja liða. FH-ingar höfðu frumkvæðið framan af en KR skoraði síðustu fimm mörk hálfleiksins og var yfir 15:13 í hálf- leik. FH-ingar snéru við blaðinu í síð- ari hálfleik og náðu aðeins meiri yfirvegun í sóknarleik sínum og komast yfir 18:16 og síðar með því að gera fjögur mörk í röð að ná 28:22 forskoti, eftir það var engin spurning um úrslit leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.