Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flæðivogir frá Marel fyrir síld loðnu og mjöl MAREL hf. hefur að undanförnu sett upp flæðivogir til innvigtunar á síld, loðnu og fiskimjöli. Einnig er hægt að nota flæðivogir í skel- og rækjuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Með flæðivog af þessu tagi er hægt að koma við nákvæmari vigtun án þess að heft vinnsluflæðið á nokkum hátt. Vogin vigtar samfellt flæði og er ekki um neina uppsöfun í kör eða trog að ræða. Þá skapast með þessu fyrir- komulagi jöfn aðfærsla hráefnis eða afurða, hvort sem er inn á lager, í bræðslu eða pökkun. Henta einnig í skel og rækju „Flæðivogin byggir á sömu tækni og Marel notar í fjölda annarra tækja, flæðilínur og flokkara, sem hafa sannað gildi sitt í mörg hundr- uð matvælafyrirtækjum víða um heim. Vogin er hönnuð til að stand- ast erfitt umhverfi með tilliti til raka, ryks og annarra erfiðra um- hverfisþátta, sem tryggir mikið rekstraröryggi. Afköst eru allt að 100 tonn á klukkustund og ná- kvæmni er meiri en 99% af vegnu magni,“ segir í frétt frá Marel. Reynist vel hjá Borgey Flæðivog af þessu tagi hefur verið sett upp hjá Borgey á Homa- firði. „Eftir að við settum upp Mar- el flæðivog í móttökunni hjá okkur, höfum við betri yfirsýn yfir það magn, sem við eru að vinna. Núna vitum við á hverri mínútu hve niörg kíló eru að fara inn í húsið. í það eina og hálfa ár, sem Marel flæði- vogin hefur verið í notkun hjá okk- ur, hefur hún í alla staði reynzt vel,“ segir Ágúst Sigurðsson, fram- leiðlsustjóri hjá Borgey hf. á Höfn í Hornafirði. „Með notkun á Marel flæðivog fæst námkvæm mynd af framleiðsl- unni á hveijum tíma. til dæmis af innvegnu magni upp úr bát, fram- leiðslu inn á lager eða útskipun á fullunnum afurðum," segir í frétt frá Marel. Grandi býður út þrif í vinnslunni Samið hefur verið við Ræsti- tækni ehf. um þrif hjá Granda hf. í fískvinnslusölum fyrirtækisins í Norðurgarði. Þrifín voru boðin út í bytjun desember á síðasta ári og er þetta talið vera í fyrsta sinn sem fiskvinnslufyrirtæki býður út þrif í vinnslusölum með þessum hætti. Sex aðilar buðu í verkið og reyndist tilboð Ræstitækni hag- stæðast. Samkvæmt samningi við Meiri afli fyrirtækið verður árlegur kostnað-, ur við þrifin um 6 milljónir króna en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 9 milljónum króna. Tilboðin voru opnuð 18. desember en samningur til tveggja ára var undirritaður 8. janúar síðastliðinn. VSÓ Rekstrarráðgjöf hafði um- sjón með útboðinu og áður en þrif- in voru boðið út var samin ítarlég verklýsing. Með útboðinu er ekki aðeins stefnt að því að ná niður kostnaði heldur einnig að stuðla að auknu hreinlæti með skipulögð- um vinnubrögðum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SILDIN unnin hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Rúm 4.000 tonn hafa verið fryst á vertíðinni Vestmannaeyjum - Vinnslustöðin í Eyjum hefur fryst rúmiega 4.000 tonn á síldarvertíðinni sem nú fer að ljúka. Er þetta mesta magn af síld sem Vinnslustöðin hefur fryst á síldarvertíð og að sögn forsvars- manna Vinnslustöðvarinnar er þarna trúlega um íslandsmet að ræða. Vinnslustöðin setur met í síldarfrystingu í tilefni þess að 4.000 tonna markinu var náð síðastliðinn laug- ardag bauð Vinnslustöðin starfs- fólkinu upp á kaffi og ijómatertur enda astæða til að fagna áfangan- um. Á yfirstandandi síldarvertið er búið að frysta um fjórðungi meira en á vertíðinni í fyrra en frysting síldar hefur aukist mikið síðustu árin og ekki eru mörg ár síðan þótti mikið að ná að frysta 500 tonn á vertíðinni í Vinnslustöðinni. 180 manns í síldinni 150 til 180 manns hafa unnið við síldarfrystinguna í vetur en síld- arvinnslan hefur verið uppistaðan í vinnslu Vinnslustöðvarinnar síðan í haust. Þegar 4.000 tonna markinu var náð var verið að vinna afla úr Kap VE og átti Vinnslustöðin þá eftir að fá einn farm frá ísleifi VE en hann landaði afla sínum í Eyjum á mánudaginn. Þar með var kvóti þeirra báta sem Vinnslustöðin hefur á sínum snærum búinn og síldarver- tíðinni í Vinnslustöðinni er því lokið að þessu sinni en framundan er loðnuvertíð sem menn gera sér von- ir um að verði góð fyrir frystinguna því markaður er góður fyrir frysta loðnu um þessar mundir. BOTNFISKAFLI Þetta fiskveiðiár er nánast sá sami og á sama tíma í fyrra. Frá byijun september til áramóta hafa aflazt 137.687 tonn af botnfiski, er er örlítið meira en árið áður. Þorskafli er þó nokkru meiri, eða 55.325 tonn nú á móti 51.064 fiskveiðiárið í fyrra. Heild- arafli er einni meiri nú og munar þar mest um meiri loðnuveiði nú. & Tsurumi SLÓGDÆLUR Vönduð kapalþétting Yfírhitavörn |*~ Níðsterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 x 220 vólt Tvöföld þótt ing með síli- koni á snertrflötum Öflugt og vel opiödælu- hjól með karbíthnífum Borgarplast selur 3.000 smábátaker vestur til Kanada SAMNINGUR hefur verið gerður milli Mótunar Ltd., Kanada og Borgarplasts hf. um sölu á allt að 3.000 smábátakerum til nota í Mótunarbáta í Kanada, Karab- íska hafinu, Afríku og víðar. Ker- in afgreiðast á árunum 1996 og 1997. Verðmæti samningsins er um 30 millj. kr. Fyrsta sendingin fer í 3ju viku. Mikið og vaxandi þróunarstarf fer fram hjá Borgarplasti og var varið í þann málaflokk um 1-0% af veltu fyrirtækisins 1995 og hefur sú tala farið vaxandi und- anfarin ár. Ný yfirmaður, Guðjón Grímur Kárason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn til forstöðu í vöruþró- unardeild fyrirtækisins. Hann hóf störf 15. des. sl. Einnig hefur farið fram mikil vinna við innra skipulag og hag- ræðingu hjá fyrirtækinu. Öll framleiðsla fyrirtækisins fer fram samkvæmt gæðavottuðum staðli ISO 9001, en fyrirtækið öðlaðist vottun árið 1993. Nú er svo komið að allar vörur fyrirtækisins eru fáanlegar endur- vinnanlegar. Flesta vöruflokka hefur áður verið hægt að fá endur- vinnanlega en á síðasta ári bætt- ust fiskikerin í hópinn. Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu framleiðslunnar en mestur vöxtur hefur orðið í fram- löiðslu fískikera en þar jókst fram- leiðslan um 51%. Afkoman á síðasta ári var vel viðunandi og jókst veltan um 16-18% og varð rúmar 270 millj. kr. Varð bæði auknmg á _ sölu innanlands og í útflutningi. Áætl- uð velta næsta árs er kr. 350 millj. króna. Unnið er á þriskiptum vöktum fimm daga vikunnar og hefur svo verið síðan á árinu 1994 og á sérstökum álagstímum hefur verið unnið um helgar einnig. Sala á nýju ári hefur farið mjög vel af stað og verkefnastaðan góð. Meira er um fyrirspurnir og pantanir erlendis frá en áður. • SAMNINGURINN undirritaður. Reginn Grímsson, eigandi Mótunar, Gabríela Reginsdóttir og Elías Bjarnason frá Borgar- plasti við undirritum samningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.