Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 8
FOLK MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 Morgunblaðið/Ágúst Biöndal SILDARSOLTUN hefur gengið mjög vel hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og búið að salta í fleiri tunnur en nokkru sinni áður. Heimsmet í síldarsöltun hjá SVN í Neskaupstað? BUIÐ er að salta í 40 þúsund tunnur og frysta 1.100 tonn af flökum hjá Síld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað á yfir- standandi síldarvertíð. Þórshamar ög Börkur hafa landað um 14 þúsund tonn- um í Neskaupstað og eru enn að. „Menn hafa verið að fleygja því að það sé heimsmet að salta í yfir 40 þúsund tunnur, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Svanbjörn Stefánsson, framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar hf. Saltað í yfir 40 þúsund tunnur Hann segir að Börkur og Þórshamar hafi landað um 14 þúsund tonnum af síld í Neskaupstað og séu enn að. „Það er búið að vera ágætt fram að helgi, en það fékkst ekkert aðfara- nótt mánudags,“ seg- ir hann. Aðspurður um hve mikil verðmæti sé að ræða segist hann ekki hafa gert það upp fyrir þessa ver- tíð, en verðmætin virðist vera svipuð og á síðustu vertíð: „Það hefur ekki verið verð- lækkun á afurðum. Verðið hefur haldið á milli ára.“ Besta verðið í Japan HVORT söltun í 40.000 tunnur á vertíðinni telst heimsmet hefur ekki fengizt staðfest svo óyggjandi sé, en ekki er vitað til þess að þessi fullyrðing Norðfiðing- anna hafi verið véfengd. borgi best, en hann er afskaplega lítill, vegna þess að Norð- menn hafa undirboð- ið okkur," segir hann. 146 hafaatvinnu af síldinni Svanbjörn segist skjóta á að 120 manns hafi atvinnu af síldarvertíðinni í Neskaupstað. Það skiptist nokkurn veg- inn til helminga á milli frystingar og söltunar. Fyrir utan það standi áhafnir á Þórshamri og Bergi, en það séu 13 manns á hvoru skipi fyrir sig. En er ennþá síld- arvertíð í Neskaup- Góður afli í desember • AFLABRÖGÐ í desember síð- astliðnum voru mjög mismunandi eftir fiskitegundum. Rækjuafli varð 6.362 tonn í desember, sem er mesti rækjuafli í þeim mánuði frá upphafi. Aukning raiðað við desember 1994 er 52%. Þorskafli varð nú 5% meiri en í desember 1994, en síldveiðin var mjög dræm. Nú bárust aðeins 6.742 tonn af síld á land, en 18.510 tonn í fyrra. Loks veiddist mun meira af loðnu nú, eða 13.348 tonn á móti 606 1994. heildaraflinn í desember síð- astliðnum varð alls 60.384 tonn á móti 58.727 1994. Afli af öðrum tegundum var svipaður milli þess- ara mánaða nema í ufsa. Nú veidd- ust aðeins 1.736 tonn á móti 3.031 tonni 1994. 1995 f góðu meðallagi Ef litið er á árið 1995 í heild, telzt vara I góðu meðallagi með um 1.550.000 tonna afla og varð afla- verðmætið um 48,7 miHjarðar króna. í magni talið hefur aflinn aukizt um 2,6% frá árinu 1994, en dregizt saman um tæp 9% frá árinu 1993, sem var metaflaár. Verð- mæti aflans hefur hins vegar staðið í stað milli áranna 1995 og 1994, en Iækkað um 1% frá árinu 1993. Miklll samdráttur í þorskl Þorskafli var í fyrra 5,5% minni en árið áður, en borðið saman við árið 1993 nemur samdráttur í þorskafla hvorki meira né minna en 43%. Afli af ýsu hefur hins vegar aukizt jafnt og þétt síðustu árin. Svanbjörn segir að á síðustu vertíð hafi verið saltað í 38 þúsund tunnur og fryst um þúsund tonn af flökum. Gengur síldarvertíðin framar vonum? „Það er í sjálfu sér engin velgengni," svarar hann. „Þetta byggist fyrst og fremst á að menn nái að afkasta nógu miklu magni." Hann segir að saltsíldin fari mest á markað á Norðurlöndum, en einnig þó nokkuð til Austur-Evrópu. Frysta síld- in fari aðallega á þrjá markaði eða í Frakklandi, Þýskalandi og Japan. „Það má segja að japanski markaðurinn stað þegar runnið er upp nýtt ár? „Það er spurning hvort menn geti ennþá talað um síldar- stemmningu,“ segir Svanbjörn. „Það er reyndar rétt að þegar vertíðin er í fullum gangi er mikill hamagangur. Það þarf að vinna hrá- efnið mjög hratt vegna þess að það hefur ekki langan vinnslutíma. Það er hámark einn og hálfur sólarhring- ur sem þú hefur til að vinna úr því hráefni sem þú ert með í höndun- um.“ Hann segir að enn hafi þó ekki komið fyrir að menn hafi fallið á tíma. Gísli Gísla í rækjuna • GÍSLI Gíslason hóf nýlega störf hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna sem tækni- maður í rækju. Hann er fæddur 1964 oglauk stúdentsprófi frá Flens- borgarskóla, en að því loknu var hann eitt ár við verknám í fisk- eldi. Gísli stundaði síðan nám við sjávarútvegsháskólann í Tromsö og lauk þaðan burt- fararprófi 1990. Á árunum 1990 til 1995 starfaði Gísli sem útibússtjóri hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum. Sambýl- iskona hans er Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir og eiga þau eitt barn. Hörður selur fisk í Grimsby • HÖRÐUR Bragason hefur tekið við stjórnartaumunum í fyrirtækinu Anglo-Iceland Seafood Ltd. í Grimsby í Englandi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 5 ár undir stjórn Breta og unn- ið að sölu fisk- afurða fyrir G. Ingason á Bretlandseyj- um. Nú verða umsvif fyrirtæk- isins aukin og nýtt hlutafé er komið inn í reksturinn. Anglo- Iceland mun því selja fisk og fiskafurðir fyrir þau íslenzk fyrirtæki, sem þess óska inn á Bretlandseyjar og nærliggj- andi markaði, svo sem Frakk- land, Holland og Belgíu. Til þessa hefur fyrirtækið einbeitt sér að sölu frystra afurða, en ferskar afurðir eru einnig inn í myndinni, þegar fram líða stundir. Einng mun Anglo-Ice- land selja afurðir brezks fyrir- tækis til Frakklands. Hörður hefur undanfarin þijú ár starf- að við sölu fiskafurða hjá G. Ingasyni, en hann flyzt nú utan til Grimsby. Nýir menn tilSÍF • JÓHANN Sigurðsson hóf störf hjá SÍF í október í haust sem eftirlitsmaður og mun hann fyrst í stað sjá um svæðið frá Sauðárkróki austur að Vopnafirði. Jóhann er ættaður frá Grenivík en fluttist til Hríseyjar árið 1959. Hann byrjaði á sjó það sama ár og stundaði sjómennsku til ársins 1978. Hann starfaði síðan sem verkstjóri hjá saltfiskvinnslu KEA í Hrís- ey í fjögur ár og var verkstjóri hjá Borg hf. í Hrísey frá 1982 til 1993. Leiðin lá aftur á sjó- inn, fyrst á rækju en í sumar fór hann tvo túra í Smuguna, á Svalbak EA þar sem fiskur- inn var saltaður um borð. „Mér líst mjög vel á þetta nýja starf. Það hentar mér vel því ég hef haft mjög mikinn áhuga á salt- fiskverkun. Starfíð er mjög fjöl- breytt og ég kynnist mörgu nýju fólki." Jóhann segir að áhugamálin hafi oftast orðið að víkja fyrir vinnunni en hon- um finnist þó best að slappa af heima á kvöldin eftir langan vinnudag. Sveinn Einarsson kom til starfa hjá SÍF í apríl síðastliðn- um. Hann sér um móttöku og afskipanir á fiski á Keilu- granda. „Mikilvægt er að salt- fiskurinn haldi gæðunum eftir að búið er að pakka og það er okkar hlutverk að sjá um að svo sé meðan hann er í geymslu hér. Fiskurinn stoppar stutt við núna, aðeins rétt á milli ferða hjá útflutningsskipum," segir Sveinn. Sveinn er fæddur og uppalinn á Hofsósi í Skaga- firði. Hann var þar til sjós og vann einnig í fiski í landi. Árið 1984 varð hann verkstjóri í saltfiskverkun Hraðfrystihúss Hofsóss og síðustu 4 árin var hann verkstjóri hjáSigvalda Þorleifssyni hf. í Ólafsfirði. Eins og sönnum Skagfirðingi sæmir er hestamennska eitt helsta áhugamál Sveins. Hann á 3 hesta fyrir norðan og stefnir að því að koma með þá suður svo hann geti sinnt þessu áhugamáli sínu hér. Jóhann Sigurðsson Sveinn Einarsson Steiktur karfi með gráðosti vínberjum og valhnetum ÞAÐ eru væntanlega margir, sem taka uppskriftum að fiskréttum fegins hendi eftir kjötneyzluna yfír jól og nnnaM áramót. Hafsteinn Sigurðsson, yfírmat- LitL-rnriÞlif reiðslumaður á Glóðinni í Kefíavik kynnir lesendum hér gómsætan karfarétt. Karfinn hefur lengst af notið fremur takmarkaðra vinsælda sem mat- fískur hér á landi en er eftirsóttur víða um heim. Neyzla á karfanum hefur reyndar farið vaxandi hér allra síð- ustu árin fyrir tilstilli matreiðslumanna viða um land, sem hafa verið iðnir við að koma honum á framfæri. I réttinn, sem er fyrir fjóra, þarf: 1 kg beinlaus karfaflök olíu til steikingar 15 til 20 vínber, skorin í tvennt og kjarninn hreinsaður úr þeim 100 gr gráðost 60 gr valhnetur 3 dl ijóma 1 lítinn og fíntskorinn lauk Salt og pipar Karfaflökin eru þerruð og þeim velt upp úr hveiti. Þau eru síðan steikt á hvorri hlið í tvær til þrjár mínútur og krydduð tneð salti og pipar. Flökin eru síðan tekin af pönnunni og sett til hliðar. Fint skorinn laukurinn er settur á pönnuna ásamt valhentunum og látinn taka svolítinn lit. Þá er rjómanum hellt út á pönnuna og gráð- osturinn mulinn út S. Sósan er látin malla þar til ostur- inn er bráðinn og bragðbætt með salti og pipar. Loks eru karfaflökin sett út í smá stund og rétturinn síðan borinn fram. Gott er að hafa kartöflur eða hrísgtjón með karfanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.