Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 'í DAGLEGT LIF Dulsálfræði og yfirskilvitleg fyrirbæri MAÐUR starir á glas sem stendur á stofuborði og glasið byrjar að hreyfast eins og af sjálfu sér. Brátt fellur það af borðinu. Konu dreymir að frænka hennar komi til hennar og kveðji. Morgun- inn eftir hringir síminn og konunni er tilkynnt að frænkan hafí látist um nóttina. Eiginmaður sendir konu sinni hugskeyti um að hringja í sig. Hún tekur eins og ósjálfrátt upp símann og hringir. Miðill fellur í trans og segir frá hlutum sem enginn lifandi maður vissi nema sá sem situr fyrir fram- an hann og hlustar orðlaus. ' Á efri hæð í gömlu húsi heyrist í manni á kvöldin ræskja sig, ganga um gólf og slá úr pípu. Aldrei reyn- ist nokkur maður þar þegar að er gáð. Þijár ungar konur sjá hóp manna ganga niður aðalgötuna í þorpinu á leið til hafnar. Þær spyijast fyrir um þá en enginn kannast við að hafa séð mennina eða skip leggja úr höfn. Seinna frétta þær að skip hafi farist með mönnum úr þorpinu fyrir mörgum árum. Ofangreindar sögur eru dæmi um viðfangsefni dulsálfræðinnar, en innan hennar yrði leitað allra leiða til að útskýra lýsingarnar eftir þekktum leiðum. Ef það tekst ekki flokkast þær undir yfirskilvitleg fyrirbæri, sem þarf að skýra sér- staklega. En dulsálfræði fæst við samskipti einstaklinga og umhverf- is sem eiga sér ekki stað gegnum skynfærin fimm eða líkamann. Hugsanaflutningur, forspá og fjarskyggni einstaklinga Dulskynjun er meginrannsóknar- efni dulsálfræðinnar og er stundum kallað sjötta skilningarvitið. Dul- skynjun er venjulega flokkuð í þrennt; fjarskyggni, hugsanaflutn- ing og forspá. 1) Fjarskyggni er að öðlast vitn- eskju um atburð sem er í fjarska. Dæmi: Lítil stúlka er á leiðinni heim úr skólanum og gengur framhjá stofu heimilislæknisins, en allt í einu sér hún móður sína fyrir sér liggjandi á gólfinu heima og virðist látin. Hún stekkur inn til læknisins og segir að hann verði að koma strax vegna þess að mamma henn- ar sé að deyja. Hann fer með stúlk- unni og þau hitta föður hennar í húsgarðinum sem spyr hvort ein- hver sé veikur. Stúlkan svarar strax að mamma hennar sé veik. Þau ijúka öll saman inn í húsið og koma að móðurinni í dái á gólfinu, ná- kvæmlega eins og stúlkan sá fýrir sér. Hún hafði fengið hjartaslag og mátti ekki tæpara standa. 2) Hugsanaflutningur er að senda eða móttaka boð gegnum hugarstarfsemina eina. Dæmi: Vinir gerðu eitt sinn markvissa tilraun í hugsanaflutningi. Annar var á ferðalagi en hinn heima. Á tilteknum tíma dags settu þeir sig í stell- SÝN á mörkum lífs og dauða, málverk eftir H. Bosch. Ekki er óalgengt að fólk á dánarbeði sjái trúarlegar verur eða ættingja rétt fyrir andlát. Flokkast sýnin sem rök fyrir lífi eftir dauðann. tíma, segi sömu setninguna sam- tímis eða sá hringi sem hugs- að er sterkt til. 3) Porspá er þegar einstakling- ur öðlast vitneskju um atburð sem á eftir að gerast. Dæmi: Konu dreymdi að ljósakrónan fyrir ofan rúm barnsins dytti niður og kremdi barnið til dauða. Hún vaknaði, tók barnið upp í rúm til sín og stuttu síðar féll ljósakrónan ofan í tómt rúmið. 1 “ » Fjarskyggn stúlka bjarg- aði lífi móóur ingar og ferðalangurinn sendi dag- bók í huganum um helstu atburði dagsins, hinn tók við og skrifaði síðan niður það sem hann móttók. Þeir höfðu fengið þriðja mann til liðs við sig og fékk hann sent í pósti annarsvegar skýrslu frá mót- takandanum og hinsvegar frá ferðalanginum. Hann bar þetta svo saman og reyndist móttakandinn ná flestu rétt. Það er ekki óalgengt að fólk upplifi það sem kallað er hugsana- flutningur með þvi að tveir eru að raula sama lag í huganum á sama Rannsókn á fjarskyggni með ZENER spllastokk En hvernig eru svona fyrirbæri rannsökuð innan dulsálfræðinnar. Gott dæmi um það er tilraun í fjar- skyggni sem dr. Joseph Banks Rhine við Duke-háskólann í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum var upp- hafsmaður að. Útbúinn er spila- stokkur með „Zener“-táknum sem eru hringur, bylgja, femingur, stjarna og kross, en fimm af hverri tegund em í einum spilastokki. Tveir menn setjast sitthvoru megin við hátt spjald og annar tekur eitt spil í einu úr stokkuðum bunka og hinn segir eða skrifar sjálfur niður ág- iskun sína. Þessi tilraun hefur margoft verið reynd og í einni frægri sem Rhine og Gaither Pratt gerðu giskaði Pratt að meðaltali á 7,1 rétt spil í hveijum stokk, sem þætti afar góð niðurstaða í hvaða vísindagrein sem er. Tvennskonardraugagangur Firðhræringar og reimleikar eða draugagangur er eitt af fjölmörg- um viðfangsefnum dulsálfræðinn- ar. Reimleikar eru bundnir við staði, til dæmis hús eða tiltekin herbergi, en firðhræringar við per- sónur á þann hátt að ekkert gerist nema ákveðin persóna sé til stað- Mannshugurinn og meint áhrif á efnið MYNDIR úr tölvuprófinu. Er hægt að hafa áhrif á til- viijunarkennt val tölvunar með huganum? LOFTUR Reimar Gissurason er annar tveggja dulsálfræð- inga á íslandi. Hann er doktor frá Edinborgarháskóla 1989 og vann þar við rannsóknir á ímyndun, fjarskyggni, hugs- anaflutningi, forspá, hugmegin og viljastyrk. Hann segir að rannsóknir í dulsálfræði beinist fyrst og fremst að dulskynjun og hug- megin, en hið síðar- nefnda merkir áhrif einstaklinga á umhverfi sitt án þess að beita líkam- iegu afli. Hugurinn virðist með öðrum orðum verka beint og milliliðalaust á efnið. Ef maður ímyndar sér sterkt að eitthvað gerist mun það gerast Stundum er sagt ef að fólk ímyndi sér sterkt í huganum og sjái sjálft sig búið að vinna ákveðið afrek eða öðlast eitthvað og þá muni það gerast. En er þetta rétt? Loftur Reimar ákvað að gera tilraun til að kanna málið, sem fólst í því að athuga hvort, Loftur Reimar Gissurarson tilviljun réð eða ekki. Hann fékk fólk til að vera með í tveimur tilraunum og skipti í 3 hópa. Tölvupróf var útbúið til að mæla hugmegin með því að hafa áhrif á tilviljun- arval tölvu. Tilviljari er notað- ur, en það er tæki sem fram- kallar runu af slembi- eða til- viljunartölum sem dreifa sér tilviljana- kennt. Tölvuprófið var þannig að þegar ýtt var, en ýta mátti 40 sinnum, á takka á hnappaborðinu valdi tölvan eitt af fjórum boxum sem birtust á skjánum. Eitt boxið var merkt með ör og verkefnið var að reyna að beita hug- anum til að láta tölvuna velja merkta boxið. Ef tölvan valdi það birtist blá stjarna á skjánum. Ef niðurstaðan væri að tölvan veldi oftast boxið, sem örin vísaði á, væri tilgátan um áhrif hugans á efni studd. í fyrsta tilraunahópnum hjá Lofti Reimari átti fólk að sjá fyrir sér í huganum að tölvan veldi boxið með örinni með því að ímynda sér bláu stjörnuna. I öðrum hópnum átti það að ímynda sér að orkuflæði streymdi út um þriðja augað (ennið) til að stjórna vali tölv- unnar. Þriðji hópurinn var sam- anburðarhópur og máttu með- limir hans beita hvaða hugræn- um ráðum sem var til að hafa áhrif á tölvuna. Þess ber að geta að tilvi(jari er fullkomið tæki sem ætti að skipta valinu jafnt á milli boxa þegar upp er staðið; hvert box ætti að veljast tiu sinnum. Trúin á árangur virðist auka líkurnar á honum verulega Tilgátan var ekki studd í mælingum Lofts Reimars en þegar gögnin voru skoðuð nán- ar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Hver einstaklingur tók próf- ið fjórum sinnum og gekk þeim sem trúðu að hugurinn gæti haft áhrif á val tölvunnar alltaf betur og betur. Þeim sem ekki trúðu gekk ávallt verr og verr. Marktækur munur reyndist á þessum tveimur hópum. Önnur niðurstaða sem leynd- ist í gögnum var að fólki í sam- anburðarhópnum gekk best í prófinu. En það mátti velja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.