Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 B 7 Tveir fullir miðaldra karlmenn sátu fyrir framan okkur og virtust hafa farið yfir til Mexíkó að vinna, og voru að snúa aftur með quetzal (mynt Guatemala) og pesos (mynt Mexíkó). En alveg eins og Mexíkan- ar fara yfir til Bandaríkjanna til að vinna sér inn pening og snúa síðan heim gera Guatemalar það sama í Mexíkó. Þessir tveir sofnuðu loksins, og þegar fór að létta til í rútunni þá vaknaði annar þeirra á gólfinu, þar sem stelpan sem studdi við þá, hafði farið út. Glæfraakstur í rútu Skipta varð um rútu í Huehuet- enango. Enginn tími til að fá sér hressingu heldur stokkið beint upp í næstu síldartunnu. Engin sæti að fá og töskunum bara fleygt upp á þak og við gátum bara vonað að þær yrðu þar ennþá þegar við skiptum aftur eftir þijá tíma. Þessi rúta var ennþá fyllri en sú fyrri, og lá fólk upp á henni og hékk utan á henni líka. Rukkarinn sýndi ótrúlega leikni. Hann gekk eftir stólbökunum, hékk utan á gluggunum, allt til að ná inn gjaldinu. Loksins var stoppað í Quetzalten- ango og skipt yfir í þriðju og síðustu rútuna. Minna var af fólki í henni enda orðið áliðið. Og þarna hittum við Silvíu, litla sæta índiánastelpa sem var í svo fallegum litskrúðugum índíánakjól. Þegar ég spurði hana hvort hún væri alltaf í svona fallegum kjól 'svaraði hún: „No, að- eins þegar ég fer á markaðinn að selja.“ Hún var tólf ára ög átti heima í þorpinu Solola, og sagðist fara á markaðinn í Quetzaltenango tvisvar eða þrisvar í viku að selja skartgripi og annað. Hún hafði ekki selt mikið í dag en vonaðist til að morgundagur- inn yrði betri ef hún færi. Silvía sagði síðan bless á índíánamáli sínu „cakc- hiquel" og brosti til okkar. Hálendi Guatemala er ævintýri lík- ast. Þoka setti mjög dulúðlegan blæ á fjallafegurðina en var þó ekki svo þykk að ekki mætti sjá byggð í hlíð- um og dölum. Hrikaiegar fjallshlíðar sem vegurinn er grafinn í, steyptust endalaust niður í dalina og vöktu oft upp í manni lofthræðsluna. Ósjaldan læddist sú hugsun að, að næsta beygja yrði sú síðasta. Aðrir farþeg- ar virtust ekki hafa áhyggjur af þessu, enda vanir umhverfinu og glæfraakstri bílstjóranna. Megin- þorri farþeganna, og reyndar fólksins í fjöllum Guatemala, eru afkomendur Maya-índíánanna og býr oft við mjög kröpp kjör. Leirkofar án rennandi vatns og rafmagns og smá landskiki í kring var algeng sjón. En þó að hart sé í ári eru brosið og elskuleg- heitin aldrei langt undan. Fegurð Atitlan-vatnsins olli eng- um vonbrigðum. Það er staðsett ofan í djúpum dali og umkringt af litlum índíánaþorpum sem hvíla við rætur þriggja eldfjalla. Gist var í Panajac- hel sem er stærsta þorpið, en jafn- framt er búið að breyta því í ferða- mannamiðstöð með margs konar nútímaþægindum. Hin þorpin halda þó ennþá í gamlar hefðir, þó svo að erfítt reynist, vegna ágangs vest- rænna áhrifa. Til dæmis hefur hvert þorp sinn sérstakan lit og stíl í klæðn- aði. í þorpinu Santiago Atitlan er liggur á milli eldfjallanna San Pedro og Atitlan klæðast menn röndóttum hvítum og svörtum buxum á meðan konur klæðast bláleitum kjólum. Er við komum þangað, um miðjan apríl, var verið að skreyta jörðina fyrir framan kirkjuna í tilefni af upprisu Jesú með margvíslegru lituðu efni blönduðu sagi og sandi. Litskrúðuglr útimarkaðir Þorpið Solola, þorpið hennar Silv- íu, sem farið er í gegnum áður en stefnan er tekin niður að vatninu, býr yfir mjög litskrúðugum útimark- aði þar sem fólkið í þorpunum í kring kemur og verslar. Klæðnaður índíán- anna þar er einn sá fallegasti sem á varð litið í þessari ferð, en konumar eru í bláum pilsum og rauðum skyrt- um/mussum. Ekki sáum við Silvíu þennan dag, en lentum í skemmtilegu spjalli við eina índíánastelpu úr þorp- inu sem bar körfu sína með brauðinu í, á höfðinu. Þegar við vildum taka myndir af henni sagðist hún vilja meira en einn quetzal, því hún hafði séð að póstkortin af índíánum í Panajachel seldust á fimm quetzal, og þar af leiðandi myndum við græða fjóra. Að vissu leyti hafði hún rétt fyrir sér en við vorum ekkert að fara selja nein póstkort. Okkur þótti athuga- semdin svo góð að við létum hana fá nokkra dollara og pesos sem eru mun hærri gjaldmiðlar en quetzal. En hún kannaðist hvorki við þessa gjaldmiðla né löndin í norðri sem þeir komu frá. Við buðumst til að fara með henni í bankann í Panajac- hel að skipta, en þá brosti hún feimn- islega og sagði það vera óþarft, hún treysti okkur og færi á morgun með móður sinni. Atitlan-vatnið er góður staður til dagsferða í ýmis þorp í fjallendi Guatemala, eins og Chichicasten- ango, en markaðurinn þar hefur það besta að bjóða úr nærliggjandi byggðum. Ef menn þyrstir í meiri einangrun og fornar hefðir Maya- índíánanna og hafa nægan tíma, þá liggja margir vegir af þeim ágæta Pan-American Highway. ■ Stefán Á. Guðmundsson Hálendi Guatemala er ævintýri líkast Þotuliðið sækir í siq veðrið FLUGUMFERÐARSKÝRSLUR sýna, að þotuflug hefur almennt aukist verulega á kostnað annars ferðamáta þegar um er að ræða lengri vegalengdir. Aukningin er áberandi mest í Asíu og þar er hún mest í Suður-Kóreu, þar sem hömlum á ferðum til og frá landinu, var aflétt seint á níunda áratugnum. Flugtaki þotna frá landinu fjölgaði um 318% milli áranna 1983 og 1993 og í Kínavar aukningin 228% á sama tímabili. Á íslandi hefur þotuflugið aukist um 6% á umræddum áratug. Land Fj. farþega (þús.) Breytingar 1983 1993 ámilliára Land Fj. farþega (þús.) Breytingar 1983 1993 ámilliára Bandaríkin - 1.530 6.428 42% Danmörk 78 96 23% Rússland 815 Finnland 69 91 32% Bretland 436 650 49% Belgia 39 88 126% Japan 414 562 36% Grikkland 59 86 46% Þýskaland 459 Argentína 109 82 -25% Frakkland 267 426 60% Suður-Afríka 64 81 27% Ástralía 231 320 39% Tæland 40 76 90% Spánn 194 282 14% Austurríki 38 73 92% Ítalía 161 259 61% írland 26 69 165% Kanada 325 244 -25% Hong Kong 27 68 152% Kína 74 243 228% Chile 19 59 211% Noregur 168 239 42% Iran 31 42 35% Mexico 200 217 9% ísarel 18 42 133% Sviss 111 195 76% Marokkó 9 37 311% Holland 96 190 98% Sam. arabísku Svíþjóð 140 183 31% furstadæmin 9 30 233% Suður-Kórea 40 167 318% ísland 16 17 6% Indland 114 105 -8% Kuwait 15 16 7% Saudi Arabía 101 100 -1% Luxemborg 7 15 114% Upplýsingarnar miðast við heildarfjölda áætlunarflugs, bæði innanlands og utanlands. Sýndar eru hlutfallslegar breytingar á timabilinu frá 1983 til 1993. Heimildrlntemational Civil Aviation Organization; Asiaweek Research. FERÐALÖG Islandsferð í lok íslenskunámskeiðs „ÉG er svo heppin að ég er bog- maður og með ferðatöskuna alltaf tilbúna við hliðina á mér,“ segir Sæunn Jóhannesdóttir en í júní í fyrrasumar gerði hún sér lítið fyr- ir og kom með níu manna hóp Svía í tíu daga ferðalag til ís- lands. Sæunn er búsett í Norrköp- ing í Svíþjóð en þangað flutti hún fyrir tæpum sjö árumm ásamt börnunum sínum fjórum. Ferðafé- lagar hennar vorju greinilega afar ánægðir með ferðina því þegar heim var komið gaf hópurinn, sem kallaði sig Bláa lóns gengið, henni rós dagsins í samnefnd- um dálki í Norrköpings tidningar fyrir skipu- lagningu ferðarinnar og leiðsögnina um ísland, um leið og hann þakkaði fyrir að hafa fengið að sjá og reyna „það falleg- asta og besta“. Sæunn kennir ís- lensku við Folkuniversit- etet í Norrköping. Hún hefur kennt í fjórar ann- ir en í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á nám- skeið sem hún kallar Att bada i Blá Lagunen enda er það eitt af markmið- um námskeiðsins að fara í Bláa lónið í lok annar- íslendinga. Hvorutveggja gekk eft- ir. Þegar við nálguðumst ísland fengum við stórkostlegt útsýni yfir landið. Rúta frá Teiti Jónassyni beið eftir okkur á flugvellinum og við ókum beinustu leið í Bláa lón- ið, með sundfötin í handfarangrin- um. Svíunum fannst að þetta tvennt, útsýnið og baðferðin, gerðu ferðina þess vjrði að fara hana,“ segir Sæunn. Rútan frá Teiti fylgdi þeim síðan alla ferðina og segir Sæunn það hafa verið ómetanlegt fyrir ferða- FOLKUNIVERSITETET í Norrköping þar sem Sæunn kennir Svíum íslensku. ínnar. „Ég var mjög heppin með nem- endur á námskeiðinu,“ segir Sæ- unn. „Þeir voru flestir á svipuðum aldri, milli fimmtugs og sextugs. Sumir þeirra höfðu lesið íslend- ingasögurnar og margir höfðu mikinn áhuga á íslenska hestinum. Tveir komu alla leið frá Linköping til að vera með og ein konan ók hálftima aðra leiðina frá bæ sem heitir Ljusfall til að sækja nám- skeiðið. Allir voru svo skemmtileg- ir og jákvæðir." Og þó íslenskan sé erfíð voru margir farnir að skilja svolítið í málinu. „Þeir vissu hvár staðir eins og Hrútafjörður og Hvalíjörður eru en nú skilja þeir hvað orðin þýða. Áður botnuðu þeir ekkert í nöfnunum." Sundföt í handfarangrinum í byrjun júní hélt hópurinn síðan af stað til fyrirheitna landsins. „Við vorum syo heppin með veður alla ferðina. Ég lofaði nemendum mínum þegar við hittumst í fyrsta skipti að við fengjum gott veður og að þeir fengju að hitta marga langana að geta ráðið sjálfir að öllu leyti hvar var staldrað og hversu lengi. Hópurinn gisti fyrstu næturnar á farfuglaheimilinu í Reykjavík. Þar geta gestir keypt strætis- vagna- og sundkort fyrir 600 ís- lenskar krónur og farið að vild í strætó og í sund. „Ég sagði þeim að byija hvern dag á því að fara í sund í Laugardalslauginni og það fannst þeim alveg yndislegt. Við fórum síðan í sund alls staðar þar sem við gátum.“ Uppfylltar óskir Síðan var haldið af stað á vit ævintýranna. Fyrst var farið aust- ur fyrir fjall með viðkomu á Sand- skeiði, þar sem morgunverðurinn var snæddur undir berum himni. Komið var við hjá Kjörís í Hvera- gerði, farið í Skálholt og að Gull- foss og Geysi. Á heimleiðinni var kvöldverðurinn snæddur í Hús- stjórnarskólanum að Laugarvatni þar sem ein af drottningum ís- lenskra fjalla, sjálf Hekla, blasti við. Kvöldinu var eytt á Þingvöllum þar sem „við fengum ósk okkar uppfyllta í Peningagjánni“, eins og Sæunn orðar það. Þá lá leiðin norður yfir heiðar og fyrst til Skagafjarðar, meðal annars á fund við þarfasta þjón- inn. Síðan fóru ferðalangarnir til Akureyrar þar sem þeir gistu á farfuglaheimilinu á Lónsá. „Áin sem rennur um hlaðið var í leysing- um svo árniðurinn var óvenju mik- ill en notalegur,“ segir Sæunn og auðheyrt er að það féll Svíunum vel í geð. Mývatnssveitin heillaði líka og í Dimmuborgum eyddu þeir heilum þremur stundum í miklum hita og náttúrufegurð. Flest var gestunum framandi og „þeim fannst þeir vera á ann- arri plánetu“. Á bakaleiðinni var, stansað í Borgarfirðin- um þar sem óvænt skemmtun beið þeirra. Gist var á, Bifröst en þar voru einnig íslensk- ar konur í orlofsdvöl. Þær skipulögðu hátíða- höld vegna sjómanna- dagsins sem þá var og buðu þær Svíunum að taka þátt í gleðinni. „Þeir skildu ekki mikið en þeir skildu að það var gaman,“ segir Sæunn sem vonar að jafnvel takist til með næstu ferð sem fyrirhuguð er í sumar. Flatkökur og flelra íslenskt En Sæunn lætur ekki þar við sitja. Hún hefur haldið þijár ís- landskynningar í tengslum við ís- lenskunámskeiðin og hafa þær all- ar tekist afar vel og vakið mikinn áhuga Svía á landinu. Hún segist hafa boðið flatkökur með hangi- áleggi en hvort tveggja fékk hún sent að heiman. Flatkökurnar fékk hún gefins hjá flatkökugerð í Kópavogi en Kópavogur og Nor- rköping eru einmitt vinabæir. Sér til halds og trausts hefur hún haft íslenska vinkonu sína, Hafdísi Lút- hersdóttur, sem skartar sínu feg- ursta í upphlut með pijónaða hyrnu yfir axlir. Og hún hefur orðið sér úti um myndbandsspólu með heim- ildarmynd af frú Vigdísi Finnboga- dóttur, sem hún sýnir nemendum sínum við mikla hrifningu. ■ t mhg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.