Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Myndbrot úr heimsókn GREINARHÖFUNDUR meðal flamingóanna. Þeim er nóg að fá klapp í lófa eftir að hafa sýnt listir sínar, fá ekki mat í verðlaun. Hilton opnar í Beirút eftir 24 úr Nú er verið að undirbúa opnun Hil- ton hótelsins í Beirút sem byggt var fyrir 22 árum. Nokkrum dögum áður en fyrstu gestimir voru væntanlegir eftir að byggingin var tilbúin árið 1974, neyddist hótelið til að loka, áður en það í raun opnaði, og hefur verið lokað síðan. Nú er sem sagt verið að undirbúa opnun með pompi og prakt í júní 1998, 24 árum eftir áætlun. Hilton hótelið með sínum 485 her- bergjum er vel staðsett í miðri Beir- útborg, þaðan er göngufæri í helstu fjármála- og verslanahverfí. Nú er unnið að endurbyggingu og endur- bótum. Á hótelinu verða fimm veit- ingastaðir, fjórir barir, ballsalur fyrir 900 manns og úrval fundarsala. Það má segja sem svo að gisting á hótel- inu geti orðið biðarinnar virði. Þá hefur Hilton kynnt áætlun um opnun fyrsta hótels keðjunnar í Jórd- aníu, 250 herbergja byggingu sem áætlað er að opni í Amman á næsta ári. ■ FYRSTA Legoland utan Dan- merkur opnar í Windsor í Bret- landi 29. mars nk. Legoland opnar í Bretlandi FYRSTA Legolandið utan Danmerk- ur á að 'opna í Windsor í Bretlandi 29. mars nk. og eru breskar ferða- skrifstofur að undirbúa sérstakar pakkaferðir í tengslum við skemmti- garðinn. Bæklingar með upplýsingum um hið breska Legoland, hafa verið send- ir víða og að sögn markaðsfulltrúa garðsins hafa viðtökur með miklum ágætum. Aðstandendur Legolands fara fram á að hópar bóki komu sína fyrir- fram. Þá eru einstaklingar hvattir til að bóka fyrirfram og er hvatning- in er í formi afsláttar, einu pundi á miða sem kostar 15 pund fyrir full- orðna og 12 pund fyrir böm þriggja til fimmtán ára. Helsta aðdráttarafl garðsins virð- ist fyrirfram helst liggja i þvi að þar verður boðið upp á heilsdags- skemmtidagskrá fyrir fjölskyldur og gerir hönnun garðsins að verkum að böm geta tekið þátt í flestu því sem þar fer fram. Garðinum er skipt í 5 svæði, eitt verður Miniland þar sem ákveðnir staðir evrópskra borga og bæja em endurbyggðir með 25 metra háum Legokubbum. ■ Nýjung hjó dönsku bílu- leigunni ICR DANSKA bílaleigan ICR, Intemat- ional Car Rental ApS, sem m.a. er með umboðsmann hér á landi, hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða ferðafólki til leigu bfl og hjólhýsi og sumarbústaði auk bílanna. ICR sérhæfir sig i þjónustu við útlendinga, það er aðra en þá sem búa í Danmörku. I fréttatilkynningu segir að þannig geti fyrirtækið keypt nýja bíla til Danmerkur án skatta og tolla og haldið verði niðri. Með bíl og hjólhýsi frá ICR má ferðast um alla Evrópu og gista þar sem hentar hveiju sinni. Útleiga sum- arhúsa er algeng í Danmörku þar sem fjölmargir leigja sumarhús sín í gegn- um sérstök þjónustufyrirtæki. Með samningi við nokkur slík fyrirtæki býður ICR 11-12 þúsund sumarhús um alla Danmörku. ■ BAHAMAEYJAR, framandi og fjarlægar. Þangað hef- ur risafugl borið fjölda íslendinga. Hvað voru þeir að vilja þangað? Kólumbus kom þar við á leið sinni til vestur- heims. En flestir íslendinganna staðnæmast á New Providence-eyj- unni og dvelja rétt utan við höfuð- borgina Nassau. Á Cable Beach eru hótel í röðum meðfram hvítri sandströndinrii. Þar kom síma- strengurinn fyrst í land fyrir rúm- - um hundrað árum. Nú sést enginn strengur aðeins fólk sem nýtur sólarinnar, baðar sig í heitum sjón- um, þeysist um á sjósleðum, skoðar neðansjávarlífið með þar til gerð- um gleraugum eða svífur jafnvel yfir ströndinni í fallhlíf sem dregin er af hraðbát. Öldurnar leika blíð- lega við hvítan og fíngerðan sandinn á ströndinni og það skijáf- ar í laufum pálmatijánna sem bærast í heitri golunni. Það er margt að sjá og skoða á þessum framandi eyjum. íslendinganna saknað íbúar Bahama tóku vel á móti íslendingum sem komu, sáu og sigr- uðu. Þeir höfðu mikið að gera. Sum- ir lærðu að kafa, aðrir létu sér nægja kafbát, undraheimur kóral- eyjarinnar vakti furðu margra en þar má skoða sjávardýralífið úr neðansjávarherbergi og garðurinn við Atlantis-hótelið var líka heill- andi. Ríkur Ameríkumaður hefur skapað þar ævintýraheim. í mann- gerðum hellum eru gluggar inn í undirdjúp og hið heillandi neðan- sjávarlíf sem þar er. Þá er hægt að fara um gegnsæ bogagöng á botni einnar tjamarinnar og skoða hákarlana neðan frá. Leigubílar, límosínur, strætó, hjól og tveir jafnfljótir. Ys og þys. „Ég sakna þeirra þegar þeir fara,“ segir kona sem vinnur á hót- elinu. „Þeir eru svo hlýlegir og líkir okkur.“ „Þeir kunna að skemmta sér,“ segir einn þjónninn. „En það gerum við líka, já og þeir eyða miklu,“ bætir hann við. „En hvers vegna kaupa þeir svona mikið af úrum,“ segir kona í skartgripaversl- un. „Ég hef selt íslendingum 30 úr á einni viku.“ Elskulegt fólk og bæjarferð Það er ekki aðeins sólin sem ylj- ar, það gerir fólkið líka. Stoltir af- komendur hertekinna þræla, bjóða okkur hvitingjana hjartanlega vel- komna til sólskinseyjarinnar sinnar. „Góðan daginn, hvemig hefur þú það í dag,“ segir kona sem ég hitti á förnum vegi og síðan maður og annar. „Já, góðan daginn, ég hef það gött, en þú,“ svara ég eftir að mér hefur vafist tunga um tönn nokkmm sinnum. Eftir nokkra daga verð ég þó fyrri til. „Góðan daginn, hvemig hefur þú það í dag, herra minn.“ Strætó stoppar rétt fyrir framan mig, flautar og bíður. Eg var ekki að bíða eftir strætó, ég var á leið niður í bæ, gangandi í þykkri og rakri hlýjunni. Það er dumbungur og dálítill úði í loftinu en droparnir em blíðir og volgir, ekki kaldir og hryssingslegir eins og rigningin heimá. Það er gott að vera úti en strætóbílstjórinn flautar óþolinmóður. Ég tek ósjálfrátt til fótanna og treð mér inn í fullan vagninn. Mín bíður hringferð um fjölbreytt hverfí Nassauborgar. Stórir garðar og glæsivillur blasa fyrst við, brátt þéttist byggðin, húsin verða minni og garðarnir sömuieiðis og að lokum, kofar og gluggalaus hús sem halla sér hvert upp að öðra. Skeggjaður maður sit- ur umkomulaus á tröppum, skammt frá era nokkrir öldungar að spila á spil. Amerísk hjón gefa sig á tal við strætóbílstjórann. Hann á bílinn og beitir öllum brögðum til að fá sem flesta farþega. „Hver borgar náunganum sem smalar í bílinn fyrir þig niðri í miðbæ," er spurt. „Ég gauka stundum að honum seðl- um fyrir vikið,“ segir bílstjórinn, og síðan við mig: „Hér átt þú að fara út.“ Steinunn Harðardóttir JOHN dýratemjari og flinku flamingóarnir í dýragarðinum. Flamingóar og bóasnákur Ég er komin í dýragarðinn sem er sambland af lystigarði og dýra- garði. Hér er einstök litadýrð, gróð- ur og dýr hvaðanæva að úr heimin- um. Ég ráfa frá einu búrinu að öðru. Páfagaukar, eðlur, snákar, ljón, tígrisdýr og flamingófuglar. Þjóðarfuglar eyjaskeggja. Það er komið að sýningunni. Á miðju svæð- inu er lítið hringleikahús. Þangað koma §órar amerískar stúlkur, fjöl- skylda með tvö böm og ég. Á Ba- hamaeyjum er sérstök tegund flam- ingófugla. Þeir era einstaklega sterkbleikir og svartir undir vængj- unum. Voru í útrýmingarhættu fyr- ir nokkrum árum, aðeins 5.000. Þá vora heimkynni þeirra á eyjunni Inaqua friðuð og nú eru þeir að ná fyrri fjölda, orðnir 70.000 en voru mest 100.000. Ung stúlka fræðir okkur um þetta í hátalara áður en ■■§■ HVERNIG Wm. 1 VAR FLUGIÐ Veöurvonska í Bandaríkjunum ÉG hafði að þessu sinni vit á að skrá mig inn símleiðis kvöldið fyrir brottför og var því lítil bið á vellinum. Mér var afhent þar plagg þar sem var greint frá því að flug þennan dag til Amsterdam og London hefði verið sameinað - og var það sagt vegna veðurvonsku í Bandaríkjunum, hvemig sem það kom nú heim og saman. Þetta þýddi að brottför var kl. 9 að morgni í stað hálfníu. Notuð var leiguvél sem Flugleiðir hafa haft síðustu mánuði og eftir nokkra bið úti á braut var keyrt aftur upp að rana; flugstjórinn sagði eitt- hvað lítilsháttar vesen sem þyrfti að kíkja á. Svo seinkun var um hálftími og ég velti fyrir mér hvort farþegum, sqm ætluðu að ná tengiflugi, væri ekkert órótt. Ég velti einnig fyrir mér af hveiju var ekki mögulegt að skrá mig alla leið til Kairó í Keflavík, það hafði ekki vafist fyrir KLM þegar ég fór frá Kairó fyrir jólin. Flugliðar sögðu mér að þetta hlyti að vera brandari, allt svoleiðis væri minnsta mál. Það var sem sagt ekki brandari. Hálftíma eftir flugtak var ágæt- is morgunverður, eggjakaka, pylsa, volgt brauð og kaffi og ekki undan neinu að kvarta þar. Við lentum í London kl. 12.40 og var nú klukkustundar bið og farþegum leyft að fara inn í bið- sal. Þar var allt þakið skiltum um að reykingar væru bannaðar svo ég fór í rannsóknarleiðangur til að finna stað fyrir reykingasukk- ara. Þegar haldið var af stað til Amsterdam höfðu bæst við far- þegar sem voru á leið til Banda- ríkjanna og flugstjóri kynnti ferð- ina sem flug til Islands með við- komu í Amsterdam. Flugið tók um 45 mínútur og farþegar á Saga farrými fengu kaffi og með því en við á Y mátt- um fá djús eða áfenga drykki. Ég vældi mér út kaffi hjá viðfeldinni flugfreyju. Þegar lent var í Amsterdam um hálffjögur hafði flugið frá íslandi sem sagt tekið um sex klukku- tíma. Eiginlega alveg fáránlegt og farþegar orðnir býsna fýldir og lái þeim hver sem vill. íslenskir far- þegar frá Amsterdam virtust ekki hafa fengið skýringu á töf en þeir höfðu átt að halda heimleiðis um 2-3 klst. fyrr. Ég hafði pantað mér hvfldarher- bergi á flugvelli því KLM vélin mín til Kairó var á áætlun kl. 19.20. Nú voru ekki nema ijórir tímar í brottför, herbergið auðvit- að löngu komið í hendumar á öðr- um og einskær velvilji starfs- manna réð því að ég þurfti ekki að borga fyrir það. KLM-vélin, sem var Airbus, fór í loftið stundvíslega 19.20 og vélin var nánast full. Strax eftir flugtak var dreift heyrnartólum og mat- seðlum. Drykkir bomir fram fljótt og snöfurlega og síðan gat maður fylgst með fréttum og flugliðar voru kátir og vinsamlegir eins og oftast hjá KLM. Ég valdi mér kalkún með hrís- gijónum, það bragðaðist ágæt- lega, og laxaforréttur var einnig í plús. Eftirréttur, búðingur með makkarónum, var í góðu meðal- lagi. Síðan var kaffí og koníak eða líkjör eins og hver vildi alla ferð- ina, 4 klst. og 20 mín. Sessunautur minn, ensk stúlka um hálffertugt, sagðist vera að fara á eigin spýtur til Egyptalands og ætlaði að skoða Kairó næstu tíu daga. Hún hafði áður farið í hópferð til Lúxor og þá hafði vakn- að áhugi hennar að vitja Kairó. Eftir tvo glös af koníaki var ég orðin svo syfjuð að ég ákvað að leggja mig og missa þar með af Apollo 13 sem átti að vera bíó- mynd flugsins. Við lentum með sóma og sann á Kairóvelli og tíma- munur er tveir klukkutímar. Það gekk ágætlega að komast í gegn, farangur skilaði sér fljótt og vel og notalegt að sjá kunn- ingja sem mættir voru tií að taka á móti mér og gott að vera komin. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.