Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ -í FERÐALÖG FERÐAPISTILL Hlutverk neyt- enda í þróun umhverfisvænnar feróaþjónustu EF skoðaðar eru opinberar áætl- anir og stefnumótanir hinna ýmsu landa í ferðaþjónustu má greini- lega merkja að verndun umhverfis hlýtur sífellt mikilvægari sess. Hugtökin græn ferðaþjónusta, sjálfbær ferðaþjónusta, vistvæn ferðaþjónusta, mjúk ferðaþjónusta og ábyrg ferðaþjónusta eru hugtök sem sett eru til grundvallar áætl- anna. Hér á íslandi er umræðan einn- ig að komast á skrið. Fjórir alþing- ismenn stjómarandstöðu á Alþingi standa að baki tillögu til þings- ályktunar um aukið vægi grænnar ferðamennsku í væntanlegri stefnu í ferðaþjónustu á ís- landi. Innan Ferðamála- samtaka íslands er einnig unnið að verk- efnum á sviði um- hverfismála og grænnar ferðaþjón- ustu. Það er þó ekki öllum ljóst hvað “græn“ ferða- mennska er né á hvern hátt neytendur og ferðaþjónustuaðil- ar komi að því að starfa samkvæmt slíkri hugmynda- fræði. Hugtökin sem um ræðir eru í hugum margra óljós og fljótandi. Upphaf umræðunnar um vemdun umhverfis og ferðaþjónustu má m.a. rekja til þrýstings náttúru- vemdasinna og þrýstihópa um umhverfismál. Neytendur ferða- þjónustu hafa því haft mikil áhrif á umræðuna og athyglisvert að velta því fyrir sér á hvern hátt ferðamenn geti sjálfir stuðlað að umhverfísvænni ferðamennsku. Fyrirsjáanleg vandamál vegna ágangs ferðamanna Neikvæð áhrif ferðaþjónustu á náttúrulegt og manngert umhverfí ferðamannastaða leiddi til aukinn: ar umræðu um umhverfismál. í kjöifar hins svokallaða tímabils “fjöldaferðamennskunnar“ kom í ljós að margir af fjölsóttustu ferða- mannastöðum heims áttu við fyrir- sjáanleg félagsleg, umhverfisieg og menningarleg vandamál að stríða sökum ágangs ferðamanna. Ferðamenn voru því hvattir til að sækja inn á fáfarnari staði svo og að huga meira að umhverfi og menningu þeirra staða, sem sóttir voru heim. Gagnrýnendur hafa haldið því fram að ferðamennska sem þessi sé fyrst og fremst dæmi um nýja sölutækni. Séð hafi verið fram á hnignun pakkaferða og ferðaþjón- ustuaðilar gert sér ljóst að ferða- menn nútímans létu ekki bjóða sér niður- nídda ferðamanna- staði. Viðskipti knýja ferðaþjónustuaðila áfram og að því leyti má styðja við þær hugmyndir gagnrýn- enda að samsetning ferða til “óþekktra" og “fáfarinna" staða sé ný söluvara. Mark- aðsmenn ieita eftir þörfum og óskum við- skiptavina sinna og ef gerð er krafa um fáf- arnari ferðamanna- staði, verður slíkt að söluvöru, hvað sem líður allri umræðu um græn eða umhverfisvæn ferðalög. Um- hverfisvernd er því ekki alltaf efst í huga sölumanna þó slíkt hljómi vel. Hlutverki umhverfissinna er því ekki enn lokið. Það verður enda einungis í samstarfi við neytendur, sem fyrirtæki í ferðaþjónustu, sjá sér hag í að sinna umhverfismálum af fullum hug. Það eru ýmsar leið- ir til umhverfísvænni vinnubragða og með aðstoð ferðamannanna sjálfra geta ferðaþjónustuaðilar betur starfað undir merkjum grænnar og sjálfbærrar ferðaþjón- ustu. Með aukinni menntun, upp- lýsingum og auknum ferðalögum hefur ferðamönnum orðið ljóst hve neikvæð áhrif ferðaþjónustu geta verið mikil. Eftirspurn eftir “græn- Morgunblaðið/RAX ÞAÐ er ekki hægt að segja að landslagið sem hér sést sé grænt. Hins vegar flokkast það undir „græna ferðamennsku" að ferðast um á hjóli líkt og þessi hópur gerir. um“ ferðalögum er því að aukast, en betur má ef duga skal. Neytend- ur eru í bestri hugsanlegri aðstöðu til að hafa áhrif á framboð ferða- þjónustuaðila. Adgerðir á svlðl umhverfismála Meðal þeirra aðferða, sem neyt- endur geta beitt er að spyija ferða- þjónustuaðila eftirfarandi spurn- inga: Hver er umhverfísstefna fyrir- tækisins og starfsaðferðir á þeim áfangastað, sem þú hyggst ferðast til? Fer fram endurnýting á pappír og öðrum úrgangsefnum hjá fyrirtækinu? Tekur fyrirtækið þátt í að styðja við þátttöku heima- manna í ferðaþjónustu á svæð- inu? Tekur fyrirtækið þátt í kostn- aði vegna hreinsunar umhverfis eða annarra verkefna á sviði umhverfismála á viðkomandi áfangastað? Veit viðkomandi ferðaþjón- ustuaðila hve margir ferða- menn dvelja á tilteknum ferða- mannastað yfir háannatíma? Fara hagsmunir ferðaþjónustu og verndum náttúrulegs-, efna- hagslegs- og menningarlegs umhverfis saman á áfanga- staðnum? Ef ekki, hyggst fyrir- tækið stuðla að því að slíkt gæti orðið? Tekur fyrirtækið á einhvem hátt þátt í því að uppfræða og mennta leiðsögumenn og starfsmenn fyrirtæksins á þann veg að þeir áfangastaðir, sem ferðamenn eru sendir til, verði ekki fyrir skaða? Á hvern hátt leitast fyrirtækið við að jafna álagi á ferða- mannastöðum og stuðla að því að hagnaður af þjónustu við ferðamenn sitji sem mest eftir heima í héraði? Gefur ferðaskipuleggjandinn ferðamönnum ráðleggingar um á hvern hátt þeir geti stuðlað að jákvæðum áhrifum heim- sókna sinna á ferðamannastað? Hvemig tekur ferðaskipuleggj- andinn ábendingum ferða- manna um á hvern hátt við- komandi fyrirtæki gæti breytt viðskiptaháttum til þess vegar að draga úr neikvæðum áhrif- um ferðaþjónustu? Svör við spurningum sem þess- um, gefa neytendum góða hug- mynd um aðgerðir viðkomandi fyr- irtækis á sviði umhverfismála. Með spurningum sem þessum sýnir neytandinn fram á aukna ábyrgð og að hann ætlist til þess að ferða- skipuleggjandinn sýni fram á slíkt hið sama. Þannig munu auknar kröfur ferðamanna um þátttöku og aðgerðir í verndun náttúrulegs umhverfis, menningar og samfé- laga krefjast þess að fyrirtækin sýni hug sinn í verki. Á sama hátt verða stjómvöld og yfirvöld ferða- mála fyrir þrýstingi frá neytendum og stefnur og áætlanir verða meira en orðin tóm. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Höfundur er ferðamálafræðingur E2UI | UMHELGINA Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 28. janúar verð- ur gengið um Esjuhlíðar. Ekið að Mógilsá og genginn hringur eftir göngustígum í Esjuhlíðum. Á leið- inni er ýmislegt að sjá, m.a. stað- inn þar sem kalknámið var í Esj- unni í landi Mógilsár, en það komst verulega á rekspöl 1877 og var stundað í nokkur ár. Kalkið var flutt sjóleiðis til Reykjavíkur og vandaður brennsluofn reistur fyrir neðan Arnarhól. Dregur Kalkofns- vegur nafn sitt af ofninum. Brott er kl. 11 frá Umferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6 og komið til baka milli klukkan þrjú og fjögur um eftirmiðdaginn. Skíðagönguferðir Ferðafélags íslands verða að bíða betri tíma vegna snjóleysis. Útlvlst SUNNUDAGINN 28. janúar verð- ur farið í dagsgöngu umhverfis Kjalarnes. Ferðin er með nýstár- legu sniði þar sem göngufólk getur bæði komið í ferðina á eigin bílum og með rútu sem fer frá BSÍ kl. 10.30. Gangan hefst við Hofsvík kl. 11 og er genginn hringur á nesinu að Brautarholtsborg og komið aftur að upphafsstað kl. 15. Létt og skemmtileg gönguferð við allra hæfi. Fararstjóri er Helga Jörgensen og verð í ferðina er 900/1.000 kr. Þeir sem koma á eigin bílum greiða 300 kr. Föstudagskvöld kl. 20 verður lagt af stað í þorrablótsferð Úti- vistar og er förinni heitið í Hval- fjörð. Gist verður í húsnæði Nor- ræna menntasetursins og slegið upp þorraveislu á laugardags- kvöldi. Tvær gönguferðir eru í boði á laugardag: ferð í kringum Eyrarvatn í Svínadal og strand- ganga hjá Saurbæ. Farið verður í sund eftir gönguna. Komið verður til baka á sunnudag. Fararstjóri er Lovísa Christiansen og verð er 5.900/6.500 kr. ■ jt I í Til Kína í maí SVOKALLAÐUR Kínaklúbbur Unnar verður á ferð 7.-28. maí nk. Fjögur ár eru síðan Unnur Guðjónsdóttir fór fyrst með hóp ferðamann til Kína. Ferðin í maí nk. verður sú níunda. Flogið verður til Peking í gegn- um Kaupmannahöfn og meðan dvalið er í borginni verður gist á • Hótel Gloria Plaza á Torgi hins himneska friðar. Dagskrá ferðar- innar er fjölbreytt og í verðinu, sem er 265 þúsund krónur á manninn miðað við tveggja f manna hótelherbergi, eru taldar i með allar ferðir, kynnisferðir, $ aðgöngumiðar að söfnum, I skemmtunum, görðum, fæði að | undanskiidum 4 máltíðum og M drykkjarföng. Ennfremur allir V skattar og gjöld, vegabréfaáritun | og staðarieiðsögumenn. Farar- V stjóri verður sem fyrr Unnur Guð- J; jónsdóttir. ■ Ferðamenn í f|árhúshlöðu á Narfastöðum I® Morgunblaðið/Atli Vigfússon INGI Tryggvason, ferðaþjónustubóndi, við framkvæmdir í fjárhúshlöðunni. Morgunblaðið. Laxamýri. Á FERÐAÞJÓNUSTUBÆNUM Narfastöðum í Reykjadal er nú verið að breyta fjárhúshlöðunni í gistirými fyrir ferðamenn. Ætlunin er að bæta fjórt- án herbergjum við þau sem fyrir eru og verða nýju herbergin öll með baði og snyrtingu. Ingi Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Narfa- stöðum, segir að búast megi við mikilli þörf fyrir gististaði á næstu árum þar sem erlendum ferða- mönnum eigi eftir að fjölga. Þá segir hann að lyá sér sé þegar fullbókað í júlí næsta sumar og búið sé að neita á annað þúsund gistinóttum. Með því að taka hlöðuna á Narfastöðum í notkun verða nokkrar breytingar í fjárhúsunum sem lengi hafa þjónað ferðamönnum. Eldhús verður fært til og dagsstofa stækkuðá kostnað þriggja herbergja. Þá er búið að innrétta tvö stór herbergi í haughús- inu og eru þar möguleikar á að stækkun þegar fram líða tímar. Einnig hefur eldra íbúðarhúsið verið gert upp og lagað að þörfum ferðaþjónustunn- ar. Nýr ferða- mólafulltrúi fyrir Egilsstaöi og Héraö Morgunblaðid. Egilsstödum. KARL INGÓLFSSON hefur verið ráðinn ferðamálafulltrúi fyrir Ferðamálafélagið Forskot sem starfar fyrir sveitarfélög á Héraði og Borgarfjörð eystra. Karl er þrítugur Akureyringur og er menntaður jarð- fræðingur frá Há- skóla íslands. Hann hefur und- anfarin ár starfað sem leiðsögumað- ur. Karl tekur við starfi ferðamála- fulltrúa af Ingi- björgu Ingadóttur sem gegnt hefur því síðan í apríl 1994. Hann kemur til vinnu í febr- úar. ■ Karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.