Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Á handritum og útgefnum verkum sr. Jakobs Jónssonar dr. theol. (1904-1989) verður opnuð í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 10 um morguninn. Sr. Jakob var sóknarprestur í Hallgrímssókn í Reykja- vík frá upphafi safnaðarins árið 1940. Sr. Jakob var orðlagður ræðumaður en jafn- framt prestsstarfi var hann mikilvirkur fé- lagsmálamaður og rithöfundur. Handrita- safn hans, sem varðveitt er í Handritadeild Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu, er gríðar- mikið enda mun hann hafa verið einstaklega hirðusamur um verk sín. Er safnið ómetan- leg heimild um líðandi öld. Áð sögn Kára Bjamasonar, handritavarðar í Þjóðarbók- hlöðu, inniheldur safnið bæði skáldskap af öllu tagi, fræðiverk, ræður og bréf. Sálarástand þjóðar í bréfum til prests „Ég hef enga tölu á þeim handritum sem safnið hefur að geyma en blaðsíðurnar skipta þúsundum. Þama era mörg forvitni- leg verk. Eitt frægasta leikrit sitt, Tyrkja- Guddu, virðist sr. Jakob til dæmis upphaf- lega hafa skrifað sem skáldsögu en handrit að henni er varðveitt í safninu, fullklárað. Þama era líka varðveitt óprentuð fræðirit um norsku kirkjuna á stríðsáranum og kennslubók í kristinfræðum. Bréfasafnið er stórt enda fór sr. Jakob snemma að varðveita bréf sín, þau elstu era frá því hann var 17 ára. í safninu era til dæmis geymd bréf frá sóknarbömum sr. Jakobs og annarra sem leituðu sáluhjálpar hjá honum. Þessi bréf era einstök heimild um raunveralegar aðstæður og vandamál fólks frá löngum prestskap sr. Jakobs; það gæti til að mynda verið athyglisvert að skoða sálarástand þjóðarinnar um og eftir stríðsár- in í gegnum bréfín. í safninu er einnig fjöldi tækifærisræðna sem lýsa hugsun og viðhorf- um sr. Jakobs. Þama era líka geymdar flest- ar ef ekki allar líkræður sem sr. Jakob flutti á löngum ferli sínum og er það vitanlega ómetanleg heimild um ævi manna og störf.“ Afkastamikill Sr. Ragnar Fjalar Lárasson, sem var sam- starfsmaður sr. Jakobs um árabil, segir að hann geti minnst sr. Jakobs með sömu orð- um og hinn helgi Jón Ögmundarson notaði um ísleif Gissurarson biskup að hann hafí Ometanleg* heimild um líðandi öld Sr-. Jakob Jónsson dr. theol. var geysilega afkastamik- ill á ritvellinum en óprentuð verk hans, sem saman- standa bæði af skáldskap, fræðiverkum, ræðum og bréfum, eru nú varðveitt á Handritadeild Þjóðarbók- hlöðunnar. Þröstur Helgason kynnti sér margbreyti- lega flóru skrifa hans sem sýnd verða í Hallgríms- kirkju næstu tvær vikur. Morgunblaðið/Þorkell KÁRI Bjarnason, handritavörður, Þór Jakobsson, sonur sr. Jakobs, og sr. Ragnar Fjalar Lárusson. verið allra manna vænstur, manna snjallast- ur og best að sér um alla hluti. „Dr. Jakob var óvenjulegur maður. Hann hefði getað gegnt flestum trúnaðarstörfum með prýði, svo ríkir vora hæfíleikar hans sem náðu til allra átta.“ Sr. Ragnar Fjalar segir að sér komi kannski ekki svo mjög á óvart hversu mikið safnið er því að dr. Jakob hafí verið mjög vinnusamur og afkastamikill. „í prestsstörf- um sínum var hann í miklum samskiptum við söfnuðinn og allan almenning reyndar, bæði í gegnum fjölmiðla og með heimsókn- um bæði á sjúkrahús og í fangelsi en þá vora ekki til neinir sérstakir sjúkrahús- eða fangaprestar." Bréfaöldin Þór Jakobsson, sonur sr. Jakobs, segir að ákveðið hafí verið að halda sýninguna þegar faðir sinn hafí átt níræðisafmæli fyr- ir tveimur áram. „Ætlunin er að gefa fólki innsýn í verk sr. Jakobs_ og hugðarefni sem vora af mörgum toga. Ég býst við að bæði þeir sem þekktu hann og svo yngri kynslóð- ir sem þekkja ekki þennan tíma, þessa bréfa- öld, muni hafa gagn og gaman af að skoða þessi handrit. Á sýningunni verða svo einn- ig sýnd útgefín verk hans sem era fjölmörg og margbreytileg.“ Kári tekur undir það að sýningin ætti að verða forvitnileg fyrir bæði unga og aldna. „Ég held það megi til dæmis fullyrða að þetta sé með síðustu bréfasöfnum sem við komum til með að fá inn á handritadeildina; menn skrifa ekki lengur bréf heldur hringja eða senda tölvupóst." Sýningin er á vegum Hallgrímskirkju og listvinafélags hennar í samvinnu við Hand- ritadeild Þjóðarbókhlöðu en hún er 150 ára um þessar mundir. Við opnunina á morgun mun sr. Kari Sigurbjömsson tala um ævi og starf sr. Jakobs, Þór Jónsson fréttamað- ur les úr bemskuminningum sr. Jakobs og Kári Bjamason greinir frá handritasafni hans. Að því búnu opnar sr. Ragnar Fjalar sýninguna sem mun standa í tvær vikur. í guðsþjónustunni sem hefst kl. 11 mun sr. Ragnar Fjalar í predikun minnast forvera síns en Hörður Áskelsson organisti og kórfé- lagar Mótettukórs munu meðal annars leika og syngja sálm eftir sr. Jakob. Gamla testamentið TÓNLIST Sígildir diskar BACH J.S. Bach: Das Wohltemperierte Clavier, bók I. Andras Schiff, píanó. Decca 414 388-2. Upptaka: DDD, London, 9/1984. Lengd (2 diskar): 1.50:12. Verð: 3.899 kr. KONTRAPUNKTUR ’96 er far- inn af stað. Óskasjónvarp hins hlustandi manns. Og ef áhorfs- áhyggjur stöðvarstjóra snerast meira um gæði en magn, meira um raunveralega athygli en veggfóð- ursát, þá er ekki að efa, að þættim- ir fengu bezta útsendingartíma sem völ er á, þó að kl. 22.30 á sunnu- dagskvöldum sé að vísu ekki jafn- mikill skammarkrókstími og sá er hafður var í öndverðu. Getur verið, að dómgreind klassíkunnenda sé eitur í beinum auglýsenda? Spyr sá er ekki veit. Svo mikið er víst, að sölumenn sígildrar tónlistar hoppa og dansa og klappa höndum smám annan hvem síðvetur, þegar þungaviktar- þekkjarar Norðurlanda á gömlum meisturam og nýjum spreyta sig á fágætisdæmum Sixtens Nords- tröms, því þá er eins öraggt og amen í predikunarlok, að herskarar forvitinna flykkjast í búðir að hafa uppi á áleitnum tónverkum frá kvöldinu áður. En þó fylgir veg- semdinni sá vandi að eiga á lager fleira en sinfóníur Beethovens og Elvíra Madigan, því sjónvarpsþætt- imir eiga sér til ágætis að fara oft- ar en ekki út fyrir troðnar slóðir stríðsfákanna. Fyrir hálfum mánuði var hér fjallað um Nýja testamenti hljóm- borðsbókmennta, píanósónötur Be- ethovens. Nú er komið að hinu Gamla: Veltempraða hljómborði Bachs. Nafngiftirnar era rannar frá elj- ara. Wagners, hljómsveitarstjóran- um Hans von Búlow, og hvað varð- ar bækumar tvær frá 1722 og 1744 sem hvor geymir 24 prelúdíur og fúgur í jafnmörgum tóntegundum, þá lýsir auknefnið vel þeirri virðingu sem bálkamir nutu í augum máls- metandi tónlistarmanna þegar á 19. öld. Þó að verkin hafi fyrst birzt á prenti 1801, dreifðust þau snemma meðal píanista í mörgum afritum. Hafi megintilgangur Bachs verið uppeldislegur (og ekki síður gagn- vart tónsmiðum en hljómborðsleik- uram), þá var tilganginum óneit- anlega náð, því ekkert annað verk í tónsögunni hefur haft jafnvíðtæk áhrif á fremstu kompónista Vestur- landa. Mozart, Beethoven, Chopin, Mendelssohn, Schumann, Brahms, Bartók, Hindemith, Sjostakovitsj... allir dáðu þeir prelúdíumar og fúg- umar 48, og nær áhangendalistinn fram á okkar dag. Enda engin furða; fjölbreytni og tónsmíðatækni verkanna virðist vart af þessum heimi. Hvort sem yfírbragðið er glaðbeitt eða dapurt, er raddfléttusnilldin engu lík; fúgu- rithátturinn náði hér hámarki sem enn stendur óhaggað, ekki sízt af því að Bach kunni að fela listina með listinni. Efnið leikur í höndum hans. Ekkert er þvingað, og útkom- an nærri því annarlega tímalaus. Veltempraða hljómborðið fæst leikið ýmist á sembal eða píanó, og hefur seinna hljóðfærið vinninginn í huga undirritaðs af mörgum ástæðum. Þó að slagharpa Cristo- foris hafí verið skammt á veg kom- in á efri áram Bachs, bendir flest til að Se- bastian hefði kosið hið fullkomnara hljóðfæri vorra tíma (uppáhald hans var klavíkordið) - hreint burtséð frá því, að sembalhljómurinn endist flestum nútíma- hlustendum skemur en blæbrigðaríkur tónn- inn úr gæðaflygli. Bók H er jafnan auðfáanleg á geisla- diskum í hérlendum plötubúðum. Öðra máli gegnir um píanóútgáfu bókar I, sem hefur af einhverjum torskýranlegum ástæð- um reynzt frekar „erfið“, eins og fombóksalar segja. Áðeins þijá túlk- endur hefur borið fyrir augu undir- ritaðs: Keith Jarrett, Tatjönu heitna Nikolajevnu og Andras Schiff, og tvö síðamefndu fyrir eyra. Eftir stóð Schiff. Miðað við sterk- an persónuleika Tatjönu virtist ung- verjinn ungi í fyrstu nánast „skap- laus“ með hlédrægum og fáguðum leik sínum. En eftir smá tíma varð maður þakklátur fyrir að píanistinn skyldi setja sjálfíð í bakgrann. At- riði eins og tvípunktun D-dúr fúg- unnar (sem tónsagnfræðingar full- yrða að fyrir sé hefð, þó að hljómi raddfærslulega illa í mínum eyr- um), fullmikið örlæti á staccato og aðhaldssemi á sveiflu vegast fylli- lega upp af kosmískri yfírvegun, sem bera flest merki mikils hlustun- arslitþols. Schiff getur verið léttur og feykjandi eins og í 7. fúgunni, en líka komið áheyrandanum fífu- mjúkt upp á astralplanið eins og í hinni dýrðlegu nr. 8 (dís-moll), þar sem himinhvolfín syngja öldum alda í sköraðum tíma. Deccaupptakan er mjög góð, hæfilega miðlæg og skýr. Plötubæklingsgreinin eftir Eric Wen er skrifuð af óvenjumikilli þekkingu, lipurð og innsæi. Sem sagt gott. En aldrei tekst manni að skilja hvers vegna skífuforleggj- arar neita sífellt kaupendum þessa stórbrotna verks um þann sjálf- sagða möguleika að geta valið til- tekna fúgu beint, án þess fyrst að þurfa að hraðspóla gegnum prelúdíuna... PETRI Moonchild’s Dream. Ný verk eftir Thomas Koppel, Holmboe, Ku- lesha, Lund Christians- en og Arnold. Michala Petri, blokkflauta. Enska kammerh(jóm- sveitin u. slj. Okkus Kamus. RCA Victor RedSeal 09026 62543 2. Upptaka: DDD, London 9/1995. Lengd: 77:49. Verð: 1.899 kr. BLOKKFLAUTAN er blönduð sæla á mörgum heimilum, þar sem litlar og misleiknar hendur feta fyrstu sporin á tónmenntabraút- inni, því sem byrjandahljóðfæri á hún fáa jafningja. Hitt vita svo þeir er reynt hafa, að um leið og leikurinn berst út fyrir heimatón- tegund og krossum og b-um fer að fjölga, umbreytist bamaglingrið í megnasta vandræðagrip, enda am- boðið steingervingur aftan úr mið- öldum sem aldrei hefur notið góðs af klappahönnun 19. aldar, líkt og þverflauta frænka, sem ýtti blokk- flautunni til hliðar þegar á 18. öld. Hver veit nema Böhm hefði ráðizt í að draga úr gaffalgripamartröðum blokkflautuleikara með snjöllu klappakerfí, hefði blístran ekki ver- ið fallin gjörsamlega í gleymsku og dá 1830. En svo varð ekki, og enn í dag sést það m.a. af því, að úrvalsblokk- flautuleikarar heims era teljandi á fingram annarar handar. Sem al- hliðaspilari stendur sú danska Mic- hala Petri þeirra fremst, jafnvíg á barokk og framúrstefnu okkar tíma, enda hefur hún lagt sig fram um að skapa blokkflautunni nú- tímasess, þó svo að meginverkefni hljóðfærisins séu frá endurreisnar- og barokktíma. Á héramræddum diski era fímm nýir konsertar fyrir blokkflautu og hljómsveit, sérstak- lega samdir fyrir Michölu, og era hljómsveit og stjómandi ekki af verri endanum, þó að verkin láti eins og gefur að skilja misvel í eyr- um. Að mínu viti stendur konsert Vagns Holmboes upp úr. Hinn bráð- um tíræði jöfur danskra sinfónista er enn ótrúlega sprækur og hugvits- samur, og getur á rólegum augna- blikum minnt agnarögn á Jón Nor- dal með teskeið af Bartók. Titilverk- ið „Moonchild’s Dream“ eftir Thom- as Koppel (son Hermans D.), stofn- anda Savage Rose, mundi líklega höfða meira til ungra nýaldarsinna; það hljómar í eyram undirritaðs helzt sem mínimalismaskotin lyftu- músík. Hitt er yfírleitt hið ljúfasta áheymar, og er athyglivert, að eini veralega „krassandi" þátturinn í allri nútímamúsíksúpunni er Passacaglía, upphafsþáttur í verki Kanadamannsins Garys Kuleshas. Dansasvítan eftir Ásger Lund Christiansen er indæl, og konsert hins brezka Malcolms Ámolds hefur alhliða tilhöfðun; ýmist fjörag, íhugul, fyndin eða ljóðræn. Yfír þessu misleita blómabeði flögra blokkflautur Michölu Petris áreynslulaust sem fíðrildi, þó að ekki sé allt sem sýnist. Af tilviljun rakst undirr. í fyrrasumar á kvennablaðsviðtal, þar sem hljóð- færaleikarinn kvaðst hafa verið svo langt leidd eftir meðgöngu og bamsburð, að hún hefði alvarlega hugleitt að gefa blásturinn upp á bátinn og fá sér annað starf; illa gengi að komast í æfíngu, og krílið þyrfti jú að fá að borða... Þetta var einmitt þegar um- rædddur diskur stóð fyrir dyram. En tónlistarkonan hefur greinilega tekið sér tak, því leikur hennar í konsertunum fímm er hvorki meira né minna en frábær. Strengimir í Ensku kammersveitinni era á heimsmælikvarða, og upptakan gælir við safaríkan hljóm þeirra, svo unun er að. Smekkur hins almenna tónlistarannanda hefur sjaldnast haft forgang, þegar nútímaverk era annars vegar, en hér má þó heyra nokkrar hlustvænar undantekning- ar frá reglunni. Ríkarður Ö. Pálsson J. S. Bach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.