Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 2
2 D LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
TEIMNIS
Reuter
ANDRE Agassi var níðurlútur eftir tapið gegn Chang.
Agassi réð
ekki viðChang
MICHAEL Chang frá Bandaríkj-
unum mætir Þjóðverjanum
Boris Becker í úrslitum einliða-
leiks karla á Opna ástralska
meistaramótinu ítennis á
morgun. Chang gerði sér lítið
fyrir og sigraði landa sinn
Andre Agassi í undanúrslitum
í gær og Becker burstaði Ástr-
alann Mark Woodforde.
Chang, sem er í fimmta sæti á
heimslistanum, gæti bundið
enda á sjö ára bið sína eftir sigri á
slemmumóti og það væri kærkomið,
bæði fyrir hann og stuðningsmenn
hans. Chang, sem var aðeins tán-
ingur þegar hann sigraði á Opna
franska árið 1989, var í miklum
ham í gær og vann Agassi, sem er
í fyrsta sæti á heimslistanum, 6-1,
6-4 og 7-6, og tók viðureign þeirra
aðeins rúmar tvær klukkustundir.
„Það lítur út fyrir að Asíubúum
hafi fjölgað mjög hér í Melboume,
þeir virðast allavega margir þegar
þeir koma að fylgjast með mér og
fyrir það er ég þakklátur," sagði
Chang eftir sigurinn en hann er af
kínverskum ættum. Árangur Chang
á mótinu er frábær, hann hefur
ekki tapað setti enn sem komið er
og hann vonast til að besta ár hans
sem tennisleikari sé rétt að hefjast.
„Þetta er búinn að vera frábær
tími hér og vonandi verð ég enn
betri á sunnudaginn. Ég hlakka til
að mæta Becker og það verður for-
vitnilegt að vita hvað Drottinn get-
ur gert fyrir mig,“ segir Chang en
hann er mjög trúaður og fjölskylda
hans biður reglulega fyrir honum,
meira að segja á áhorfendapöllun-
um gegn Agassi í gær.
Agassi sagði um Chang fyrir leik-
inn í gær að trúlega væri enginn
eins óútreiknanlegur, sérstaklega
þegar menn teldu sig hafa skorað,
þá næði hann að svara. í gær náði
Agassi mörgum góðum höggum út
við hliðarlínu og flestir hefðu horft
á eftir boltanum, en Chang er
snöggur og gefst aldrei upp og
náði fjölmörgum „öruggum“ boltum
frá Agassi.
Chang, sem er ekki nema 173
sentimetrar á hæð, leikur með dálít-
ið lengri spaða en gengur og ger-
ist. Prince, framleiðandi spaðanna,
lét rannsaka allar hreyfingar hans
í 16 mánuði áður en sérstakur spaði
var smíðaður, 2,5 sentimetrum
lengri en aðrir spaðar. Þetta nýtti
hann sér í uppgjöfum í gær og fékk
13 ása með því að senda boltann
yfir netið á rúmlega 190 km hraða.
Mótherji Changs á morgun verð-
ur Boris Becker sem vann heima-
manninn Woodforde, 6-4, 6-2 og
6-0, í gær. Þrátt fyrir mikinn stuðn-
ing heimamanna við Woodforde tók
það Becker aðeins 98 mínútur að
ljúka leiknum. Becker sagði í upp-
hafi móts að Chang væri einn þeirra
sem gætu farið alla leið. „Hann er
greinilega í mjög góðri æfingu,
hættulega góðri,“ sagði Becker eft-
ir leikinn í gær.
Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Oddur,
Urriðavatnsdölum, Garðabæ,
óska eftir að ráða golfkennara fyrir sumarið 1996.
Umsóknir, með upplýsingum um viðkomandi, óskast
sendar í pósthólf 411,121 Reykjavík, sem fyrst.
Golfklúbburinn Oddur
getur enn bætt við nýjum felögum.
Upplýsingar í síma 562 6066.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bjami Magnússon, leikmaður ÍA, nær
þeim einstaka áfanga í bikarúr-
slitaleiknum að hafa bæði leikið til úr-
slita í körfu- og handknattleik, lék með
Selfyssingum árið 1993 gegn Val. Ekki
er vitað til að slíkt hafí gerst, a.m.k.
ekki í seinni tíð.
Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði verður heiðursgestur í
HÖllinni ásamt Gísla Gíslasyni bæjar-
stjóra á Akranesi. í Garðinum verður
EÍlert Eiríksson bæjarstjóri í Reykja-
nessbæ meðal áhorfenda enda mikill
áhugamaður um körfuknattleik.
Keflavíkurstúikur leika nú til úrslita
í níunda sinn, en þær komust fyrst
í úrslit árið 1987 og hafa verið í úrslitum
allar götur síðan, nema árið 1991. Njarð-
víkurstúlkur hafa hins vegar einu sinni
leikið til úrslita, töpuðu fyrir KR árið
1983.
Að venju verður mikið um dýrðir í
Höllinni, en búist er við miklum
flölda áhorfenda. Litadýrðin verður mik-
il því stuðning8menn Hauka verða rauð-
ir og Skagamenn gulir og glaðir og
munu félagar í stuðningsmannafélagi ÍA
ætla að Ijölmenna.
Peynslan er mikilvæg í stórleikjum
I»og þar hafa Haukar vinninginn hjá
körlunum og Keflavíkurstúlkur í kvenna-
flokki. Þrlr leikmenn Hauka hafa tekið
þátt í bikarúrslitaleik, bærðurnir Pétur
og Jón Arnar Ingvarssynir og ívar Ás-
grímsson.
I Irslitaliðin í karlafiokki hafa mæst
tvisvar í deildarkeppninni í vetur
og unnu Haukar báða leikina, fyrst
91:68 og síðan 78:89. Keflavíkurstúlkur
hafa einu sinni mætt stöllum sínum og
nágrönnum úr Njarðvfk og lauk þeirri
viðureign með 69:56 sigri Keflvíkinga.
Rútuferðir vérða frá Akranesi á
sunnudaginn og segjast forráða-
menn ÍA búast við miklu fjölmenni.
Sömu sögu er að
segja úr herbúðum
Hauka, þeir búast
við fjölda Hafnfirð-
inga. Sætaferðir
verða á kvennaleik-
inn í dag kl. 15,
bæði úr Keflavík og
Njarðvík.
Stærsti leikmað-
ur úrslitaleiks
karla verður mið-
heijinn Milton Bell
hjá Skaganum, en
hann er 204 senti-
metrar á hæð og
er stigahæsti mað-
ur úrvalsdeildar-
innar. Stærsti leik-
maður Hauka er
hins vegar Bergur
Eðvarðsson, en
hann er sléttir 2
metrar.
Ljósasýning mik-
il verður í Laug-
ardalshöllinni áður
en úrslitaleikurinn
hefst, en ætlunin
er að kynna liðin
með svipuðum
hætti og gert er í
NBA-deildinni í
Bandaríkjunum.
Þetta var oft gert á
leikjum deildarinn-
ar í fyrra og mælt-
ist vel fyrir.
Fyrsta sinn í áratug sem Suðui
Þeir eiga
við eigun
„Gerum okkar besta til að breyta þess
ÞAÐ verður nýtt nafn skráð á
hinn stóra og glæsilega bikar
sem keppt er um í bikarkeppni
Körfuknattleikssambandsins.
Eftir að nýr bikar var tekinn í
notkun hafa Haukar ekki orðið
bikarmeistarar og Skagamenn
mæta f fyrsta úrsiitaleik sinn á
sunnudaginn, en leikur liðanna
hefst kl. 16.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
Það búast sjálfsagt flestir við því
að Haukar sigri ÍA á sunnu-
daginn. „Það segja allir að þeir eigi
að vinna og við eig-
um að tapa, og sam-
kvæmt stöðu lið-
anna í deildinni er
þetta rétt. En við
ætlum að gera okkar besta til að
breyta þessari skoðun fólks,“ sagði
S. Elvar Þórólfsson, fyrirliði Skaga-
manna, á blaðamannafundi í vik-
unni. Hann bætti því við að lið ÍA
væri reynslulítið þegar kæmi í
svona stórleiki og líklegst færu
flestir strákarnir beint í miðasöluna
því þeir væru vanir því á slíkum
stórviðburðum. Þegar hann var
spurður hverjir væru helstu kostir
Haukanna sagði hann: „Þeir eru svo
ansi margir! Það er ekki nóg að
taka einhvern einn vel því það eru
alltaf einhveijir til að taka við. Við
erum því minnimáttar í þessum efn-
um, en þetta er bikarleikur og allt
getur gerst,“ sagði Elvar.
Jón Arnar Ingvarsson, fyrirliði
Hauka, sagði Hafnarfjarðarliðið
hafa undirbúið sig vel og mikill
spenningur væri fyrir leiknum í
Hafnarfirði. „Fyrri leikir liðanna
spiluðust áfailaíaust, eins og við
vildum. En bikar er alltaf bikar og
þetta verður erfiður Ieikur. Það er
orðið langt síðan Haukar hafa feng-
ið einhvern bikar og því kominn
tími til að ná í einn siíkan," sagði
Jón Arnar.
Þjálfarar liðanna, Reynir Krist-
jánsson hjá Haukum og Hreinn
Þorkelsson hjá ÍA, voru sammála
um að Skagamenn hefðu allt að
vinna og engu að tapa því þrýsting-
urinn væri á Haukum. „í bikarúr-
slitaleik ræðst mikið á dagsforminu,
staðan í deildinni hefur ekkert með
úrslit leiksins að gera. Við erum
með reynslumikið lið og strákarnir
munu alls ekki vanmeta Skaga-
Iðulega kvarta menn yfír dómurum í
íþróttum en þeir sem fá það erfíða
hlutverk að dæma karlaleikinn eru Helgi
Bragason og Kristján Möller en Jón
Otti ólafsson og Einar Einarsson dæma
kvennaleikinn. KR-ingar sjá um ritara-
borðið í karlaleiknum.
Þeir
berjastum
bikarinn
Vancou
yron Scott skoraði átta af sext-
' án stigum sínum í framleng-
Takist Keflavík að sigra Njarðvík
verður það sjöundi bikartitill stúlkn-
anna, en Keflavík hefur níu sinnum ver-
ið í úrslitum síðasta áratuginn og Anna
María Sveinsdóttir og Björg Hafsteins-
dóttir hafa leikið alla leikina. Liðið hefur
sigrað í 12 bikarleikjum í röð.
ÞESSIR kappar ætla sér allir
blkarinn á morgun, en að-
efns tveir þeirra munu fá að
hampa honum í leikslok. Frá
vinstri: Sigurður Elvar Þór-
ólfsson fyrirliði ÍA, Milton
Bell ÍA, Jason Williford leik-
maður Hauka og Jón Arnar
Ingvarsson, fyrirliði Hauka.
ingm og Bryant Reevers — „Stóri
sveitastrákurinn“ — skoraði 25 stig
fyrir Vancouver Grizzlies, sem
fagnaði sigri í Kanadabaráttunni,
gegn Toronto Raptors 106:101 í
NBA-deildinni. Greg Anthony skor-
aði 22 stig og átti níu stoðsending-
ar og Blue Edwards skoraði 17 stig
fyrir Vancouver. Damon Stoudam-