Morgunblaðið - 30.01.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 30.01.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Verður Duranona íslendingur? Alfarið matsatriði alþingismanna hverju sinni, segir embættismaður Julian Duranona, Kúbumaðurinn í liði KA, lýsti í samtali, sem birt- ist í Morgunblaðinu á sunnudaginn, yfír áhuga á því að gerast íslenskur ríkisborgari. Sagði hann að þar sem hann gæti ekki leikið fyrir Kúbu lengur væri það hans stærsta von að fá að leika fyrir fsland. „Ég er ekkert í mínu heimalandi; fyrir utan fjölskyldu mína finnst fólki þar ég ekki vera til. Ég þarf að geta orðið eitthvað aftur og því þá ekki íslend- ingur?“ sagði hann. Duranona yfir- gaf Kúbu í óþökk yfirvalda og því GLIMA Orri 35. skjaldarhafi Armanns ORRI Bjömsson, glímukappi úr KR, sýndi hve öflugur glímumaður hann er þegar hann yarð sigurvegari í 84. Skjaldarglímu Ármanns á sunnudag- inn, en alls hafa þijátíu og fimm glímumenn unnið skjöldinn. Orri sigraði með yfirburðum, vann allar fimm glímur sínar, og var tveimur vinningum hærri en Skjaldarhafinn 1995, Ingibergur Sigurðsson úr Ár- manni. Orri glímdi af miklum léttleika og lagði alla andstæðinga sína á góðum glímubrögðum. Ingibergur, sem fékk þijá vinninga eins og félagi hans Ólafur Sigurðsson, tryggði sér annað sætið eftir úrslitaglímu við Ólaf. Helgi Bjarnason, KR, sem hefur verið frá vegna meiðsla, glímdi og sýndi gamla takta í handvömum og hælkrókamir voru vel útfærðir hjá honum. Helgi fékk tvo vinninga eins og Jón Birgir Valsson, KR, sem var langt frá sínu besta. Þórður Hjalta- son varð sjötti, veitti andstæðingum sínum harða keppni, en náði ekki að fagna sigri í neinni glímu. GOLF Sigurjón lék vel í Orlando SIGURJÓN Arnarson, kylfíngur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék vel á móti í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum um helgina. Hann keppti á laugardaginn í móti á Missi- on Inn vellinum í Orlando, sem er par 72 og SSS 73. Siguijón lék á 70 höggum, eða tveimur undir pari vallarins og lenti í 12. sæti af 110 keppendum, en sigurvegarinn lék á 66 höggum. KNATTSPYRNA Dýrkeypt vítaspyrna hjá Q.P.R. CHELSEA, sem sló Newcastle út í 3. umferð ensku bikarkeppninnar, komst í 16-liða úrslit keppninnar í gær með því að sigra Q.P.R. á úti- velli, 2:1. Chelsea komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Gavin Pe- acock og Paul Furlong. Nigel Quas- hie minnkaði muninn fyrir Q.P.R. á 67. mínútu og gaf liðinu von. Tveim- ur mínútum síðar fékk Q.P.R. dæmda vítaspyrnu er Kevin Hitchcock, markvörður Chelsea, braut á fram- heijanum Mark Hateley. Bradley Allan tók vítaspyrnuna en skot hans fór langt framhjá markinu og þar með varð draumur Q.P.R. um að komast áfram að engu. ekki afturkvæmt þangað. Meginreglan varðandi umsókn um íslenskan ríkisborgararétt er að við- komandi hafi búið hér á landi í sjö ár. Um er að ræða fimm ár sé um- sækjandi í sambúð með Islendingi og þijú ár sé hann giftur íslendingi. Embættismaður í stjórnarráðinu sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagði hins vegar að þetta væri aðeins meg- inregla. „Þetta er matsatriði hjá al- þingismönnum hveiju sinni og ekkert sem segir að þeir megi ekki víkja frá þessari meginreglu eins og þeir vilja.“ Vitað er að forráðamenn KA hafa sýnt áhuga á því að Duranona fái íslenskan ríkisborgararétt. „Ég held við hljótum að athuga mjög gaum- gæfílega hvaða möguleiki er í stöð- unni,“ sagði Örn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Handknattleikssam- bands íslands í gær. „Það er engin spuming að þetta er leikmaður sem myndi styrkja íslenska landsliðið gríðarlega." Öm sagði einungis óformlega hafa verið rætt um málið hjá HSÍ „en hitt er annað mál að við höfum lengi velt þeim mögyjeika fyrir okkur að Duranona leiki með okkur en höfum hingað til nánast talið þetta útilokað dæmi. En það er ljóst að þessi leik- maður myndi hafa gríðarlega þýð- ingu fyrir okkur, til dæmis í riðla- keppninni fyrir heimsmeistaramótið í Japan 1997, sern fram fer í haust. Við hjá HSÍ gerum okkur von um að KA-menn skoði þetta mál í fullri alvöru og ef við getum aðstoðað þá á einhvern hátt munum við án nokk- urs vafa gera það,“ sagði Örn. SKAUTAR / EM I LISTHLAUPI Heimsmet í 5 km hlaupi EÞÍÓPÍUMAÐURINN HaUe Gebreselassie setti heimsmet í 5.000 m hlaupi innanhúss á móti í Sindelfinger í Þýska- landi á laugardaginn. Gebre- selassie, sem er 22 ára og á heimsmetið í 5.000 og 10.000 m hlaupi utanhúss, hljóp á 13.10,98 mín. og bætti met Tansaníumannsins Suleiman Nyambui verulega, hann hljóp á 13.20,4 mín. í New York 6. febrúar 1981. . Tvíbætti heimsmetið EMMA George frá Ástralíu, fyrrum spretthlaupari, tví- bætti heimsmet sitt í stangar- stökki utanhúss á móti í Perth í Ástralíu á sunnudaginn. Met George, 21 árs, var 4,28 m - sett í desember. Hún stökk fyrst 4.30 m og síðan 4.41 m og átti gíðan gott stökk, rétt felldi 4.50 m. Stangarstökk kvenna verður ekki sýningargrein á ÓL í Atl- anta, eins og haldið var. Heimsmet innanhúss í Landau KÍNVERSKA stúlkan Sun Caiyun setti heimsmet í stang- arstökki innanhúss, er hún stökk 4,21 m á móti Landau í Þýskalandi á sunnudaginn. Hún bætti met tékknesku stúlkunnar Daniela Bartova, sem stökk 4,20 í Prag í sl. viku. Bubka á ferðinni ST AN G ARSTÖKKV ARINN sterki Sergei Bubka sagði á sunnudaginn að hann hefði hug á því að taka þátt i keppni tvö ár í viðbót og er hann byij- aður að búa sig undir Ólympíu- leikana í Atlanta af fullum krafti. Bubka, sem er 32 ára, hefur sett 35 heimsmet innan- og utanhúss; heimsmet hans er 6,16 m. Hann varð sigurveg- ari á móti í Donetsk í Úkraínu á sunnudaginn, stökk 5,90 m. Slutskaya var frábær Im Reuter Sextán ára meistari IRINA Slutskaya, sextán ára stúlka frá Rússlandi, var frábær i frjálsu æfingunum í listhlaupi á Evrópumelstaramótinu. Hún þótti sýna ótrúlegt öryggi og sigur hennar var sögulegur því þrátt fyrir glæsilegan árangur á mörgum sviðum haffll stúlka frá Rússlandl, efla Sovétríkjunum sálugu áflur, aldrei náð afl sigra í elnstaklingskeppni á stórmóti í listhlaupi. Irina Slutskaya, sextán ára stúlka frá Rússlandi, varð Evrópu- meistari kvenna í listhlaupi á skaut- um í Búlgaríu um helgina. Hin franska Surya Bonaly hafði sigrað á þessum vettvangi síðustu fimm árin en varð nú að lúta í lægra haldi. Rússar höfðu yfirburði á mótinu og það þótti því rúsínan í pylsuend- anum fyrir þá að Slutskaya skyldi ná að sigra á síðasta keppnisdegi því kona frá Rússlandi (og áður Sovetríkjunum) hafði aldrei sigrað í einstaklingskeppni í listhlaupi á stórmóti áður. Bonaly var í efsta sæti eftir skylduæfingarnar á föstudaginn en aldrei var spurning hvernig færi á laugardag, svo vel skautaði Slutskaya. Hún sagði á eftir að miklu máli hafði skipt að hún ýtti frá sér öllum hugsunum um mögu- legan sigur. „Ég vildi bara skauta eins vel og ég gæti. Ég hugsaði ekkert um að verða meistari. Ég hugsaði ekki um Surya. Það skipti ekki máli hver var helsti andstæð- ingur minn því allt valt á því hvern- ig mér sjálfri tækist upp.“ Bonaly spreytti sig í frj álsu æf- ingum á undan rússnesku stúlkunni og strax þótti ljóst að hún ætti ekki möguleika. Hún datt snemma í æfingunum og varð að gera sér annað sætið að góðu. Bonaly stefndi að því að verða þriðji keppandinn í sögu Evrópukeppninnar til að fagna sigri sex ár í röð en þó þyk- ir hún ekki í sama gæðaflokki og hin norska Sonia Henie var á sínum tíma eða Katarina Witt frá Þýska- landi, en báðir urðu þær Evrópu- meistarar sex ár í röð. Rússar unnu alls þrenn gullverð- laun á mótinu, tvenn silfurverðlaun og tvö brons. Úkraínumaðurinn Viacheslav Zagorodniuk fagnaði sigri í listhlaupi karla og þótti þar lang bestur, bæði í skylduæfingum og þeim fijálsu en Rússar urðu þar í öðru og þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.