Morgunblaðið - 30.01.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKIMATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 B 5
IMorðanmenn öriítið
sterkari á Selfossi
Hefði viljað
hafa þenn-
an leik í
Höllinni
Duranona gerði átta af síðustu níu mörkum KAgegn Selfyssingum
ALFREÐ Gísiason, þjálfari KA,
var að vonum kampakátur eftir
sigurinn, en átti hann von á
svona erfiðum leik? „Ég óttaðist
að þetta yrði svona
erfitt og það er slæmt
að annað liðið hafi
þurft að detta út úr
keppninni. Ég hefði
viljað hafa þennan
leik í Laugardalshöll-
inni því þetta var
ekta bikarleikur. Sel-
fyssingar léku mjög
vel og hefðu átt skilið
að komast í úrslit,"
sagði Alfreð.
Nú var ef til vill
ekki mjög mikil ógn-
un í leik Erlings á
hægri vængnum.
Varstu ekkert að
hugsa um að leyfa
Heiðmari að spreyta
sig?
„Jú, ég var að
hugsa um það um
tíma, en hætti við
það. Erlingur er mjög
traustur leikmaður
sem gerir ekki mikið
af mistökum og
reynsla hans vegur
þungt í svona leikj-
um. Heiðmar er ung-
ur og hans tími kem-
ur,“ sagði þjálfarinn
hress í bragði.
Nú erþað bara
bikarlnn
„Ég átti von á hör-
kuleik, en ég held
samt að ég hafí ekki
búist við að hann yrði
svona erfíður," sagði
Patrekur Jóhann-
esson og bætti svo
við: „Og þó. Maður
þekkir Valda [Vaidimar Gríms-
son þjálfara Selfoss] og veit að
hann kann þetta allt. Það var
rosa spenna i restina og þá átti
Julian [Duranona] frábæran leik.
Ég er auðvitað himinlifandi að
vera komin aftur í úrslit og nú
er það bara bikarinn, það er ekki
spuming."
Undir lokin virtist þú viija taka
boltann af Duranona í einu víta-
kastinu, vildir þú taka vítið: „Ég
vil alltaf taka vítín," sagði Pat-
rekur. Hann bætti því við að sér
hefði ekki fundist dómaramir
góðir. „Það var of mikið ósam-
ræmi hjá þeim. Stundum dæmdu
þeir á peysutog, svo slepptu þeir
því aiveg í langan tíma, og þann-
ig var um fleira hjá þeim. Þetta
bitnaði jafnt á liðunum, en mér
finnst að þeir megi taka sig á —
aiveg eins og við.“
Ánœgöur og um letð
svekktur
Valdimar Grímsson, þjálfari
Selfyssinga, var skiljanlega ekki
eins kátur og Alfreð þjálfari KA.
„Ég er ánægður með leikinn hjá
mínum mönnum, þó svo við höf-
um tapað. En auðvitað er ég jafn-
framt vonsvikinn. Þessi leikur
sýnir mér að við eram að gera
rétta hluti og ég kvíði ekki fram-
haldinu ef við höldum áfram að
leika svona. Það lögðu allir sig
fram, en því miður gekk það
ekki alveg upp.
Annars er ég svekktur að
svartur maður skuli koma hingað
til lands og blekkja dómarana
hvað eftir annað. Þetta gerðist
til dæmis í tvígang undir lok
leiksins núna. Hann er ekki heil-
agur og dómarar verða að dæma
á hann líka. Annars dæmdu þeir
nijög vel fram að þessum atvik-
um,“ sagði Valdimar.
Skúti Unnar
Sveinsson
skrifar
JULIAN Duranona fór á kostum
í síðari hálfleik gegn Selfyss-
ingum á laugardaginn og
tryggði bikarmeisturum KA
sæti í bikarúrslitaleiknum í
Laugardalshöll um aðra helgi.
Duranona gerði tíu mörk í síð-
ari hálfleik þegar hann var
hreint óstöðvandi og hvert þru-
muskotið af öðru söng í netinu.
Hinum megin var Einar Gunnar
Sigurðsson t essinu sínu og
sýndi að hann er mikil skytta
þegar sá gállinn er á honum.
KA sigraði með einu marki,
32:31, og það var í rauninni
synd að þetta skyldi ekki vera
úrslitaleikurinn í Höllinni því
hann hafði allt sem góður og
skemmtilegur bikarúrslitaleik-
ur þarf að hafa. KA mætir liði
Víkinga í úrslitum, en Víkingar
unnu Fram íhinum undanúr-
slitaleiknum.
Sjálfsagt hafa flestir búist við
tiltölulega auðveldum sigri
KA, en annað kom á daginn og enn
einu sinni sannaðist
það að bikarleikir
eru allt annað en
deildarleikir. Dags-
formið ræður hveiju
sinni og menn leggja sig alla fram
og rúmlega það, því það gefst ekki
annað tækifæri. Selfyssingar veittu
KA-mönnum svo sannarlega góða
og mikla keppni og létu norðan-
menn svo sannarlega hafa fyrir
hlutunum.
Heimamenn byijuðu með miklum
látum, bæði í vörn og flatri vörn
sem var mjög hreyfanleg og steig
vel út á móti öllum gulklæddum sem
komu nærri vítateignum hjá þeim.
Sóknarleikur KA var hins vegar
stirðbusalegur og virtist sem menn
þar á bæ væru taugatrekktir, en
það jafnaði sig fljótt og eftir að
Selfoss hafði gert tvö fyrstu mörkin
komu fímm í röð frá KA. Kraftur-
FOLX
■ SELFYSSJNGAR eru öðlingar
heim að sækja og það fengu fylgis-
menn KA að kynnast á laugardag-
inn. Áður en leikurinn hófst bað
kynnir leiksins heimamenn um að
bjóða áhorfendur frá Akureyri vel-
komna með því að klappa fyrir
þeim. Það var gert af krafti og
mættu fleiri félög taka þannig á
móti stuðningsmönnum mótheija
sinna.
■ SÓKNARNÝTING var góð,
bæði hjá Selfyssingum og KA.
Heimamenn fóru 53 sinnum í sókn
og skoruðu 31 mark, 58,5% nýting
en KA gerði 32 mörk í 52 sóknum
og var því með 61,5% nýtingu.
■ KA skoraði ekki úr fyrstu fjórum
sóknum sínum en síðan komu sjö
sóknir í röð sem brugðust ekki.
■ EINAR Gunnar Sigurðsson
fékk slæmt högg á hægri augabrún
frá Erlingi Kristjánssyni er fímm
sekúndur voru til leikhlés. Hann
varð að fara út af en mætti klár í
slaginn strax í síðari hálfleik.
■ SUMIR leikmenn Selfoss voru
ekki sáttir við dómarana og einn
hafði á orði að liðið hefði ekki sigrað
í leik þar sem þeir Guðjón og Há-
kon liefðu dæmt síðustu þijú árin
og spurðu hvort það væri tilviljun.
inn hjá Selfyssingum var slíkur í
byijun að menn óttuðust að þeim
entist ekki kraftur út leikinn, en
sá ótti var ástæðulaus.
Þrátt fyrir barning í vörn heima-
manna náði Hallgrímur ekki að
snerta boltann þær 16 mínútur sem
hann lék og Gísli Felix varði þijú
skot fram að hléi. Hinum megin var
Guðmundur Amar helmingi betri
og varði 7 skot fyrir hlé. Vörn KA
hefur oft leikið betur og Selfyssing-
ar fundu oft glufur á henni, sérstak-
lega Einar Gunnar sem átti stórleik
að þessu sinni og sýndi að það eru
enn til góðar íslenskar skyttur.
Selfyssingar börðust eins og ljón
og tókst að komast marki yfír,
11:10, og síðan á lokasekúndunni
þegar brotið var á Einari Gunnari.
Fimm sekúndur voru eftir. Gefið
var á Valdimar sem sendi laglega
á Björgvin sem skoraði glæsilega
úr horninu.
Einar Gunnar var klár í slaginn
eftir hlé og gaf tóninn með dúndur-
marki eftir 20 sekúndur. Sveiflurn-
ar urðu nokkrar. Selfoss komst í
19:16 en KA jafnaði þegar 8 mínút-
ur voru liðnar af síðari hálfleik,
mest fyrir góð mörk frá Patreki,
annarri íslenskri stórskyttu. Síðan
var allt í járnum og staðan var jöfn
23:23 um miðjan hálfleikinn. Þá
breyttu heimamenn um vörn, sendu
tvo fram á völlinn til að trufla sókn-
arleik KA. Þetta hleypti fjöri í leik-
inn, eins og það væri ekki nóg fyr-
ir, og Duranona skaust inn á línuna
nokkra stund og þegar hann kom
út aftur var hann gjörsamlega
óstöðvandi. Hann gerði átta af síð-
ustu níu mörkum KA. Skemmtileg-
ust voru mörkin sem komu eftir
aukaköst. Þá var gefíð á hann,
hann tók eitt skref og BÚMM!
Þegar 3,32 mínútur voru eftir
var Hjörtur Levi rekinn af velli fyr-
ir brot og fékk að sjá rautt þar sem
dómararnir töldu brotið alvarlegt.
Staðan var 29:29 en næstu þijú
mörk gerði Duranona og þar með
voru úrslitin ráðin, en Selfyssingar
löguðu stöðuna örlítið fyrir leikslok
með tveimur mörkum. Rétt er að
geta markvörslu Guðmundar Arn-
ars á þessum kafla. Hann varði vel
úr hominu er staðan var 29:30 og
síðan langskot þegar staðan var
29:31. Mikilvæg augnablik.
Tvö umdeild atvik urðu á loka-
mínútunum. Fyrst náði Einar Gunn-
ar knettinum er KA var í sókn.
Duranona togaði í hann og náði
boltanum aftur en dæmt var á Ein-
ar Gunnar. Skömmu síðar fór Dur-
anona í gegnum vörn heimamanna
og Valdimar var til vamar. Vítak-
ast var mjög strangur dómur. En
fyrir utan þetta og örfá önnur at-
riði vom dómararnir frábærir.
Selfyssingar léku trúlega sinn
besta leik í vetur að þessu sinni og
Valdimar er greinilega á réttri leið
með liðið. Markverðirnir náðu sér
ekki á strik að þessu sinni. Einar
Gunnar var í gríðarlegu stuði og
Valdimar var sterkur og lunkinn.
Þeir Siguijón og Björgvin vora einn-
ig nokkuð frískir og Hjörtur Levi
átti ágætan leik.
KA er með sterkt og heilsteypt
lið. Duranona fór á kostum og var
stórkostlegur á lokakaflanum,
skemmtilegur leikmaður sem hefur
mjög góð áhrif á félaga sína. Pat-
rekur var sterkur og Jóhann var
góður í hægra horninu. Erlingur
var traustur en það er ekki veruleg
ógnun í leik hans og það kom á
óvart að hinn ungi og efnilegi
Heiðmar Felixson fékk ekki tæki-
færi til að reyna sig í stöðu hans.
KÚBUMAÐURINN Jullan Duranona var gjörsamlega óstöðvandl er KA sigraði Selfyssinga í
undanúrslltum bikarkeppninnar. Hór er hann á góðri leið með að komast framhjá Finni Jóhanns-
syni og virðist tilbúlnn að nota vlnstri höndina til að skjóta. Önnur skytta, Elnar Gunnar Sig-
urðsson, var í aðalhlutverki hjá Selfyssingum, gerði 10 mörk en Duranona 13.
Duranona óstödvandi
KA náði að snúa dæminu við
KA og Selfoss mættust fyrir þrem-
ur árum í undanúrslitum bikar-
keppninnar og var þá leikið í
KA-húsinu á Akureyri. Selfyssing-
ar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu
26:25 í miklum baráttuleik þar
sem Sigurjón Bjarnason var lielja
Selfyssinga, gerði sitt eina mark
fjórum sekúndum fyrir leikslok
og tryggði liði sínu sæti í úrslitum.
Þar tapaði Selfoss 24:20 fyrir
Valsmönnum. KA-menn sneru
dæminu við á laugardaginn er lið-
in léku á ný í undanúrslitum, að
þessu sinni á Selfossi. Það virðist
því happadrýgra fyrir þessi lið að
Ieika á útivelli ef þau mætast í
undanúrslituin bikarsins.