Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 12
IÞRDniR
pl®rgiw»Maliil<
TENNIS
Wilander og Novacek sakaðir um neyslu fíkniefna
Kæra alþjóða
sambandið
TVEIR frægir tenniskappar eru
grunaðir um að hafa neytt ólög-
legs fíkniefnis, að því er fram
kom í enska blaðinu News of the
World um helgina. Þetta eru
Svíinn Mats Wilander og Tékkinn
Karel Novacek. Brian Tobin, for-
seti Alþjóðatennissambandsins,
neitaði að segja af eða á um
grunsemdir þessar á blaða-
mannafundi við lok Opna ástr-
alska meistaramótsins á sunnu-
daginn, en hvorki Wilander né
Novacek voru meðal keppenda
þar. Þeir voni raunar báðir skráð-
ir en hættu við og sögðust vera
meiddir, en bresk blöð segja þá
hafa flogið til Lundúna til að
ræða við lögfræðinga sína.
Brian Tobin sagði þó: „Við
tókum rúmlega þúsund handa-
hófskennd sýni á síðasta ári og
ef engin hefðu verið jákvæð þá
væru lögfræðingar örugglega
ekki að tala við einhverja, eða
hvað?“
„Við segjum ekkert um ein-
stakar prufur sem voru teknar
og það er ekki að vænta neinnar
yfirlýsingar frá okkur nema það
þurfi að grípa til einhverrar refs-
ingar gegn einhverjum," sagði
Tobin en samkvæmt breskum
fjölmiðlum eiga þeir félagar að
hafa neytt kókaíns, en efnið er
á bannlista alþjóða ólympíu-
nefndarinnar.
Bill Ryan, umboðsmaður Mats
Wilanders, sagði á mánudag við
sænska fjölmiðla að tenniskapp-
inn væri saklaus af ásökununum
og hefði ákveðið að kæra Alþjóða
tennissambandið fyrir samnings-
brot. „Mats hefur ekki fengið
leyfi til að sjá 'niðurstöður úr
lyíjaprófinu eða annað því tengt.
Þetta eru aðeins þeirra orð. Hann
hefur verið ranglega ásakaður,"
sagði Ryan. Lögfræðingar þeirra
segjast hafa niðurstöður úr lyga-
prófi sem sanni að þeir eru sak-
lausir.
AMERISKI FOTBOLTINN
Steinarfrá í
þrjá mánuði
STEINAR Guðgeirsson, fyrir-
liði Framliðsins í knattspyrnu,
verður frá æfingum í minnst
þijá mánuði. Steinar ristar-
brotnaði á æfingu á sunnu-
daginn og er kominn í gifs,
sem hann verður að vera með
í sex til sjö vikur.
Kristinn dæm-
ir í Örebro
KRISTINN Albertsson, körfu-
knattleiksdómari úr Breiða-
bliki, mun dæma leik Svía og
Belga í undanúrslitum Evr-
ópumóts landsliða, en liðin
mætast í Örebro 28. febrúar.
Þess má geta að þetta er sjö-
undi leikur Kristins í vetur á
vegum Alþjóðakörfuknatt-
leikssambandsins (FIBA)
þannig að hann virðist vera
kominn hátt á hæfnislista
þeirra. FIBA hefur einnig út-
nefnt Kristin sem dómara fyr-
ir hönd íslands í riðli Evrópu-
keppni landsliða sem fram fer
hér á landi í maí.
Aronfer
til Noregs
Dallas
meistari
Dallas Cowboys fagnaði sigri í
úrslitaleik NHL-deildarinnar
í ameríska fótboltanum í fyrrinótt
og var þetta í þriðja sinn á fjórum
árum sem liðið verður meistari og
í fimmta sinn í sögunni. Að þessu
sinni mátti Pittsburgh Steelers
sætta sig við að tapa 27:17 en lið
úr Landsdeildinni hefur haft betur
í úrslitaleiknum undanfarin 12 ár.
Staðan í hálfleik var 13:7.
„Við vildum sigra, fyrst og fremst
fyrir Barry Switzer, sem er frábær
þjálfari en vanmetinn hjá mörgum,“
sagði varnarmaðurinn Larry Brown,
sem komst inn í tvær sendingar
mótheijanna og snertimörk Dallas
fylgdu í kjölfarið. Fyrir vikið var
hann kjörinn besti maður úrslita-
leiksins en þetta er í annað sinn sem
vamarmaður verður fyrir valinu og
í fyrsta sinn á liðnum 10 ámm. „Ef
til vill verður þetta til þess að fólk
sýnir honum tilhlýðilega virðingu,"
bætti Brown við.
Switzer hefur verið þjálfari Dall-
as í tvö ár - tók við af hinum vin-
sæla Jimmy Johnson sem stýrði lið-
inu til meistaratitils tvö ár í röð
en var látinn fara vegna deilu við
eigandann - og honum hefur nán-
ast verið kennt um allt sem ekki
hefur gengið upp. Sett hefur verið
út á þjálfunina, leikskipulagið og
fleira en hann hefur haldið sínu
striki. Eftir verðlaunaafhendingu
snéri hann sér að Jerry Jones, eig-
anda félagsins og öskraði: „Erum
við byijaðir að skemmta okkur?
Við gerðum það á okkar hátt, væni.
Við gerðum það. Við gerðum það.“
Michael Irvin sagði að þetta
væri sætasti sigurinn vegna þess
sem á undan hefði gengið og aðrir
tóku í sama streng „Þetta var ekki
besti leikur sem við höfum sýnt en
vörnin stóð fyrir sínu og gerði það
sem skiþti máli,“ sagði Troy Aik-
man, leikstjórnandi Dallas.
Switzer sagði að álaginu væri
ekki aflétt þrátt fyrir að meistara-
titillinn væri í höfn. „Álagið er
ávallt til staðar og gagnrýnin er
alltaf fyrir hendi. En við lentum
þar sem við vildum. Leiðin var ekki
eins og til stóð og það voru hindran-
ir en við komumst alla leið.“
Reuter
ÞRÍR þekktir hjá Dallas fagna snertimarkl Emmitt Smiths (nr. 22) í fjórða leikhluta. Lelkstjórn-
andinn Troy Aikmann er í miðjunni og sóknarmaðurinn Michael Irvln til vinstri.
ARON Kristjánsson úr Hauk-
um fer með íslenska landslið-
inu í handknattleik til Noregs
árla í dag vegna Lottó-keppn-
innar sem hefst á morgun og
lýkur um helgina. Þorbjörn
Jensson, landsliðsþjálfari,
valdi Aron í staðinn fyrir Ein-
ar Gunnar Sigurðsson, sem
sá sér ekki fært að fara. Jason
Ólafsson féll einnig úr hópn-
um en Brixen, sem hann leik-
ur með á Ítalíu, tilkynnti HSÍ
í kjölfar jafnteflisleiks um
helgina að það mætti ekki við
því að missa hann.
Bryan Rob-
son sektaður
BRYAN Robson, knattspymu-
stjóri Middlesbrough, var
sektaður um 75 þús. ísl. kr. í
gær fyrir að þrasa í dómara
í leik íiðsins gegn Blackburn
16. desember. Tveir leikmenn
liðsins - Neil Cox og Nigel
Pearson fengu 50 þús. kr.
sekt fyrir þras við sama dóm-
ara, Paul Danson, þegar
Middlesbrough tapaði 1:0.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Fjögur íslandsmet í Svíþjóö
Vala bætti Norðurlandametið enn einu sinni: fóryfirfjóra metra
VALA Flosadóttir úr ÍR bætti íslands- og Norðurlandamet
sitt f stangarstökki innanhúss enn um helgina er hún fór
yfir 4 metra á móti í Svíþjóð. Þá setti Geirlaug Geirlaugs-
dóttir úr ÍR tvö íslandsmet og Jón Arnar Magnússon úr
Tindastóli eitt.
Geirlaug bætti fyrst íslands-
metið í 60 metra hlaupi á
laugardag í Gautaborg er hún
hljóp á 7,55 sek. í undanúrslitum.
Þar með náði hún jafnframt lág-
marki fyrir Evrópumeistaramótið
innanhúss í þeirri grein, en mótið
fer fram í Stokkhólmi í byijun
mars. í úrslitahlaupinu á mótinu
á laugardag varð Geirlaug í þriðja
sæti á 7,58 sek. Gamla metið átti
hún sjálf, 7,63 sek. frá því í fyrra.
Á sunnudag bætti Geirlaug svo
níu ára gamalt met Svanhildar
Kristjónsdóttur í 200 m hlaupi.
Hljóp á 24,85 sek. og sigraði á
mótinu en gamla metið var 24,97
sek.
Vala Flosadóttir, hin 17 ára,
stórefnilega stúlka sem búsett er
í Svíþjóð, fór í fyrsta sinn yfir
3,90 metra um fyrri helgi og bætti
sig enn á laugardaginn er hún
sveif yfir 4 metra á móti í Malmö.
Þess má geta að heimsmetið í
greininni var bætt bæði innan- og
utanhúss um helgina eins og
greint er frá hér til hliðar. Vala
keppti aftur á sunnudag en fór
þá yfir 3,60.
Jón Arnar Magnússon varð í
þriðja sæti í 60 m grindahlaupi á
mótinu í Gautaborg. Þar hljóp
hann á 7,99 sek. sem er íslands-
met, en hann átti sjálfur gamla
metið sem var 8,17 sek. Þá varð
hann í 2. sæti í 60 m hlaupi á
6,82 sek. íslandsmet Einars Þórs
Einarssonar í þeirri grein er 6,80
sek. þannig að Jón Arnar er ekki
langt frá því. Þess má geta að
Jóhannes Már Marteinsson úr ÍR
varð þriðji í því hlaupi. í undanúr-
slitunum hljóp hann á 6,93 en á
6,97 í úrslitahlaupinu. Lágmarkið
fyrir Evrópumótið í mars er 6,90
sek.
Fimm náð EM-lágmarki
Fimm íslendingar hafa nú náð
lágmörkum fyrir Evrópumeistara-
mótið; Geirlaug var sú fímmta til
að ná því en áður höfðu Jón Arn-
ar, Vala, Guðrún Arnardóttir og
Pétur Guðmundsson unnið sér
þátttökurétt. Keppendur frá ís-
landi verða þó varla nema þrír því
Pétur og Guðrún, sem búsett eru
í Bandaríkjunum, verða ekki með.
Hann hyggst ekki keppa á innan-
hússmótum í vetur og Guðrún tek-
ur þátt í stórmóti vestanhafs helg-
ina sem EM verður svo og helgina
á undan.
ENGLAND: 2X1 X 2 X 22X 122X
ITALIA: X 1 2 X11 11X 111X