Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson DRAUMÓRAR í DYFLINNI DRAMA Maður án mikilvægis (Man of no Importance) ■k-kir Leikstjóri Suri Krliisnamma. Handritshöfundur.Barry Devlin Kvikmyndatökusljóri Ashley Rowe. Tónlist Julian Nott. Aðal- leikendur Albert Finney, Tara Fitzgerald, Brenda Fricker, Michael Gambon, David Kelly, Rufus Sewell. Bresk. BBC/Maj- estic Films 1994. Tími 100 mín. Aldurstakmark 12 ára. FYRST af öllu spyr ég háæru- verðuga Eng- landsdrottningu, sem útbýtir fín- um orðum og frægum titlum af miklum móð í óútreiknanleg- ustu menn: Hvenær þóknast hennar náð að aðla Albert Finney, einn mestan núlifandi leikara sem mælir á enskri tungu? Hann er að hefja fimmta áratuginn í fangbrögðum sínum við leiklistargyðjuna og vinnur hér enn einn leiksigurinn og fer svo létt með það að það gæti hvarfiað að einhveijum að hlutverk hans í Man of no Import- ance sé í léttari kantinum. Fjarri því. Vagnstjórinn Alfie er þvert á móti margbrrotin og stórskemmti- legur sérvitringur sem er með leik- húsið á heilanum. Þar sem örlögin skópu honum ekki ævistarf á fjöl- unum býr hann sér til sinn eigin leikhúsheim. Les ljóð fyrir spor- vagnsgesti og setur upp miklar leiksýningar í kirkjunni í hverfinu. Þegar Adele (Tara Fitzgerald), ung og falleg kona, fer að venja komur sínar í vagninn hans Alfie, fær þessi hálfsextugi karl óstjóm- legan innblástur, nú skal setja upp í guðshúsinu Salome Oscars Wilde. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Finney fer fremstur í flokki leik- ara sem unun er á að horfa og skapa ásamt honum trúverðugan hóp draumóramanna sem grípa fegnir tækifærið og reyna að gleyma tilbreytingarsnauðu hvers- dagslífi undir handaijaðri vagn- stjórans leikhússinnaða. Michael Gambon bregst ekki frekar en fyrri daginn og skilar með láði hverfis- slátraranum með þéttum og hóf- stilltum leik. Fitzgerald sýnir það hér (sem og í Sirens) að hún getur leikið, Fricker þarf ekki að sanna neitt. Handritið, sem ekki er ólík- legt að byggt sé á leikriti - án þess það komi fram, er einkar vel skrifað, með safaríkum línum og persónum. Það er gamansamt á yfirborðinu en grunnt á alvörunni undir niðri. Alfie er maður kvalinn á sálinni og Finney gerir honum frábær skil. í GÓÐUM SEL- SKAP í GRAF- HÝSINU HROLLVEKJA Líkpokar (Body Bags) * *Vi Leiksljórar og handritshöfundar John Carpenter og Tobe Hooper. Tónlist Carpenter og Sandy King. Aðalleikendur John Agar, John Carpenter, Robert Carrad- ine, Roger Corman, Wes Craven, Mark Hamill, Debbie Harry, Tobe Hooper, Stacey Keach, Sam Raimi, Twiggy, David Warner. Bandarísk kapalmynd. Showtime 1993. Bergvík 1996. Tími 91 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞEIR eru í ess- inu sínu, hroll- vekjumeistar- arnir John Car- penter og Tobe Hooper, í þessari kapalmynd sem er reyndar þijár, hálftíma langar myndir og segir líkkrufningar- maður söguna. Allt einsog það á að vera. Fyrsta sagan er af bensínaf- greiðsustúlku sem lendir í klóm geðbilaðs manndrápara. Önnur myndin í röðinni segir af uppatötri sem selur sál sína til að stöðva þró- un sívaxandi kollvikjanna, sú þriðja fjallar um glyrnur sem maður fær ígrædd - en koma úr fjöldamorð- ingja. Myndirnar eru á léttu nótunum, gert góðlátlegt grín að bábiljum, uppum og ýmsu öðru sem vel ligg- ur við höggi. Kvikmyndafíklunum mun þó sjálfsagt mest til koma „leikaravalið“, sem er býsna fjöl- skrúðugt og kryddað mörgum dánumanninum úr hrollvekjugeir- anum. LOFTKASTAL- AR HRYNJA DRAMA (Imaginary Crimes) k k k Leikstjóri Anthony Drazan. Handritshöfundur Kristine Johnson. Aðalleikendur Harvey Keitel, Fairuza Balk, Kelly Lynch, Vincent D’Onofrio, Chris Penn, Seymour Cassel, Diane Baker, Annette O’Toole, Samuel Fuller. Bandarísk. Warner Bros 1994. Warner myndir 1996, Tími 100 mín. Öllum leyfð. LEIKARINN Harvey Keitel kemur enn og aftur á óvart, núna í hlutverki sem er gjörólíkt þeim sem maður tengir hann helst við. Að þessu sinni leik- ur hann Ray Weiler, ekkil sem vill reynast dætrum sínum vel. Hann er hins- vegar óforbetranlegur draumóra- maður og smákrimmi sem misferst allt sem hann tekur sér fyrir hehd- ur. Myndin er sögð í afturhvörfum, eldri systirin er að rifja upp trega- blandin viðskiptin við föður sinn sem allt vildi fyrir þær systurnar gera en kunni til þess hæpin ráð. Þetta er mynd sem kemur virkilega á óvart. Þriggja klúta mynd með Harvey Keitel, hveijum hefði dott- ið það í hug? Keitel fer mjög létt með að skipta um gír og myndin í heild öll hin athyglisverðasta og kemur óvenju mikið við áhorfand- ann. Hún fpr fyrir ofan garð og neðan hjá kvikmyndahúsgestum, nú er tækifæri til að upplifa hana á myndbandinu. EITT SINN ÞJÓFUR... SPENNA Koss dauðans (Kiss ofDeath) k kk Leikstjóri I og handritshöfund- ur Barbet Schroeder. Kvik- myndatökustjóri Lucino Tovoli. Aðalleikendur David Caruso, Nicolas Cage, Samuel L. Jack- son, Michael Rappaport, Ving Rhames, Stanley Tucci. Banda- rísk. 20th Century Fox 1995. Sam myndbönd 1996.97 mín. Aldurstakmark 16 ára. Ameríski forsetinn * k'A Ekki óskemmtileg glansmynd af ásta- málum æðsta manns Bandaríkjanna. Áhugaverðust fyrir að fá að hnýsast innfyrir skörina í Hvíta húsinu.ep Carrington kkk Vel skrifað og leikið drama um marg- flókið ástarsamband breskra lista- manna. Hann hommi, hún gagnkyn- hneigð. Stórleikarinn Jonathan Pryce stelur senunni í besta hlutverki hans til þessa. Kemur Óskar í heimsókn? Gullauga *** Enn er Bond tekinn til við að skemmta heimsbyggðinni með ævintýrum sín- um. Sú nýja bregst ekki og Brosnan á eftir að sóma sér vel í hlutverkinu. Prestur * * *'A Minnisstæð, óvenjuleg og opinská gæðamynd um hinar ómanneskjulegri kvaðir kirkjunnar og breyskleika mannsins. LAUGARÁSBIÓ Dauðasyndirnar sjö * * *'A Hörkuspennandi, afburða vel leikin og gerð spennumynd um lögreglumenn (Pitt og Freeman) á slóð fjöldamorð- ingja í niðurdröbbuðu borgarumhverfi sem er sannkallað svartnættishelvíti. Persónur flestar lítið skárri. Óþægileg en snjöll. Agnes *** Vandvirknisleg, vel leikin, að nafninu til um síðustu aftökuna á Islandi. Stíl- fært drama og frjálslega farið með ENDURGERÐ frægrar glæpa- myndar hefur tekist með miklum ágætum enda valdir menn í hveiju rúmi. Söguhetjan er Kilmartin (David Car- uso), fyrrum tugthúslimur sem vill bæta ráð sitt og sjá sér og fjöl- skyldunni far- borða með heiðarlegum hætti. Það er ekki auðvelt fyrir menn með grugguga fortíð. Gamlir vinir, og saksóknari New York-borgar (Tucci í miklum ham) gera hosur sínar grænar fyrir honum og eng- um að treysta. Óvenjulega vel gerð mynd í alla staði og hörkuspennandi. Sögu- fléttan er sterk og snúin og endar myndin - eftir mikið havarí - eink- ar ásættanlega. Sýnin inní undir- heima New York er bæði kaldrana- leg og trúverðug. Leikhópurinn kynngimagnaður með Cage og Caruso í fararbroddi, undir stjórn hæfileikamannsins Barbet Schro- eder. staðreyndir, raunsæið látið víkja fýrir reyfaranum. „Mortal Kombat" *'A Tölvuleikjamynd sem byggir mjög á „Enter the Dragon". Vondur leikur og sálarlaust hasarævintýri en brell- urnar eru margar góðar. REGNBOGHMIM Svaðilför á Djöflatind * * Meinlaus og atkvæðalítil gamanmynd sem nær til yngstu barnanna á heimil- inu. Stern sómir sér vel í sauðshlut- verki sendils sem lendir í hremmingum á fjöllum uppi. Borg hinna týndu barna * * Útlitið er efst á blaði og skrautlegt safn persóna en sagan er veik í nýj- ustu mynd höfunda „Delicatessen". Níu mánuðir * * Lítt merkileg gamanmynd með Hugh Grant í hlutverki uppateturs sem hræðist mjög bameignir. Meira væmin en fyndin. Krakkar ***'A Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal ungl- inga á glapstigum í New York. Sú sýn er framandi veröld fullorðinna og ógn- arlegþ Frelsishetjan * * *'/i Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Sjónvarp Hafnarfjarðar FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 18.30 Markaðshomið. Heimsókn í hafnfirsk fyrirtæki. 19.00 Hlé. 22.30 Dagskrá dagsins endursýnd. 23.00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 18.30 Hafnarfjörður í helgarbyijun. Viðburð- um komandi helgar í menningu og félags lífi gerð skil. 19.00 Hlé. 22.30 Dagskrá dagsins endursýnd. 23.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 17.00 Syrpa vikunnar. 17.30 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 18.30 íþróttir og tómstundir. 19.00 Hlé. 22.30 Dagskrá dagsins endursýnd. 23.00 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 18.30 „Miðvikudagsumræðan“, málefni líðandi stundar. 19.00 Hlé. 22.30 Miðvikudagsumræðan endursýnd. 23.00 Dagskrárlok. SAGABÍÓ Frelsum Willy 2 * * Framhaldið bætir engu við og er tals- vert síðra fyrri myndinni en ágætis þtjúbíó engu að síður. STJÖRNUBÍÓ Peningalestin *'A Útslitin afþreyingaruppskrift er bak- hjarl þunnildislegrar hasarmyndar um grínaktuga félaga sem ræna peninga- flutningavagni í iðrum New York. Og komast upp með það! Sannir vinir * * * Hljóðlát, undur vel gerð mynd um mannleg samskipti. Þijár írskar sveitastúlkur kynnast ástinni, von- brigðunum og mannlegum gildum. Minnie Driver er senuþjófurinn í góð- um leikhóp og Pat O’Connor (Caí) leik- stýrir af leikni sem hann hefur ekki sýnt lengi. Desperado **'A Rodriguez og Banderas í blóðugri og rokkaðri, latínskri sveiflu. Tár úr steini * * *'/i Tár úr steini byggist á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Góðkunningjar lögreglunnar *** Snjall leikur hjá ungum og eftirtektar- verðum kvikmyndargerðarmönnum að spumingunni um hver sé vondi kall- inn. Langsótt en lífleg söguflétta og leikhópurinn gæti ekki verið betur saman settur, mannaður hæfileika- mannskap af gráa svæði vinsældalist- ans. Pocahontas **'A Ekki jafngóð fyrirrennurum sínum frá Disney; Konungi Ijónanna og Alladin. Engu að síður vel gerð stóriðnaðar- framleiðsla fyrir fjölskylduna. Ace Ventura - Náttúran kallar * * Jim Carrey fettir sig og brettir í kapp við apaketti í Afríku. Hefur betur og aldrei verið vinsælli. Assassins *'A Stallone og Banderas takast á í ein- hveiju vitlausasta einvígi kvikmynd- anna. Segir nokkuð um stöðu Stallon- es að myndin er þrátt fyrir allt með því skárra sem hann hefur gert að undanfömu. BÍÓHÖLLIN Peningalestin *'A Klisjukennd og þreytuleg hasarmynd um bíræfið lestarrán þar sem gamlir hasarmyndafélagar, Snipes og Harrel- son, geta litlu bjargað. Kroppaskipti * Óspennandi og ófyndin gamanmynd um vísindamann sem breytir sér i konu. Aukaleikararnir standa sig skást. Pocahontas (sjá Bióborgina) Gullauga *** Njósnari hennar hátignar hefur snúið aftur eftir sex ára hlé og er í fínu formi. Klassísk Bond-mynd með öllum helstu og bestu einkennum mynda- flokksins. Pierce Brosnan lítur sann- færandi út í hlutverki dínósársins, sem tekur engum breytingum í síbreytileg- um heimi. gmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Dangerous Minds *+'A Michelle Pfeiffer leikur nýjan kennara í skóla í fátækrahverfi með ljóðabæk- ir að vopni. Gömul hugmynd vel út- færð. Ace Ventura... Sjá Bíóborgina. HÁSKÓLABÍÓ Til Wong Foo, takk fyrir allt, Julie Newmar * * Dragdrottningagrín með Wesley Snip- es og Patrick Swayze í aðalhlutverk- unum. Þeir standa sig vel en sagan gæti aðeins hafa orðið til í Hollywood. „Virtuosity" ** Þokkaleg spennumynd um morðingja skapaðan fyrir sýndarveruleika sem sleppur útí raunveruleikann. Denzel Washington er eini maðurinn sem getur stoppað hann. George Kuffs er lífsglaður og áhyggjulaus náungi sem þarf að taka á honum stóra sínum. Kuffs og Sak- leysi McEwans 20.55 ►Gamanmynd George Kuffs er lífsglaður og áhyggjulaus náungi. Hann erfir heilt lögreglu- lið og þá taka málin spaugilega og óvænta stefnu. Nú þarf George að taka á honum stóra sínum en það er dálítið erfitt að vera í löggæslu þegar maður hefur ekki einu sinni hleypt af baunabyssu áður. Kvikmyndahandbók Maltins gefur myndinni eina og hálfa stjörnu en með aðalhlutverk fara Christian Slater, Bruce Boxleitner og Milla Jovovich. Leikstjórí er Bruce Evans. Myndin er bönnuð börnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.