Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 C 7 Helga Guðrún Johnson, Jón Ár- sæll Þórðarson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Hlrst. en að því búnu tekur við ísland í dag í einni samfellu til klukkan 19.30 og skömmu fyrir hálfátta verða sagðar íþróttafréttir og tíð- indi af veðri. Aðalfréttatími Stövar 2 hefst eftir sem áður klukkan 19.30 en stendur nú til klukkan átta og lengist því um það sem nemur þeim hluta íslands í dag sem verið hefur fyrir klukkan átta. Ekki verður hróflað við hádegis- fréttatíma Bylgjunnar þrátt fyrir að Stöð 2 sendi út fréttir á sama tíma. Hins vegar bætist við einn fréttatími á Bylgjunni þar sem sjónvarpsfréttirnar klukkan sex verða einnig sendar út á Bylgj- unni. Bylgjufréttir klukkan fjögur verða áfram á sínum stað, óstyttar. Nýir llðsmenn fréttastofunnar Ljóst er að með þessum breyt- ingum hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar fært út kvíarnar daga en nú verður stundin á milli klukkan eitt og tvö eftir hádegið einnig helguð litla fólkinu. Sýndar verða talsettar teiknimyndir úr ýmsum áttum, bæði nýir og endur- sýndir þættir. Það verður síðan fastur liður að sýna kvikmynd klukkan tvö og um hálffjögur er röðin komin að endursýndum þáttum. Þeir sem hafa misst af einstökum þáttum eiga því þess kost að sjá þá um miðjan daginn. Af þáttum sem sýndir verða um miðjan daginn fyrsta kastið má nefna Ellen og kvikmyndaþáttinn Taka 2. Fréttaþátturinn 19>20 Hlutur fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í þeim breytingum sem eiga sér stað er mikill. Hér að framan var getið þriggja nýrra fréttatíma yfir daginn en stærsta verkefni fréttastofunnar er þó nýi fréttaþátturinn 19>20 sem kem- ur í stað 19:19. Þar er um að ræða róttækustu breytinguna sem gerð hefur verið á aðalfréttatíma Stöðvar 2 í rösk- lega átta ár. Heiti þáttarins 19>20 vísar til upphafs og'loka hans. Útsendingin liefst klukkan sjö og henni lýkur klukkan átta. Klukkan sjö er byrjað á stuttum fréttatíma og yfirliti helstu frétta Sjónvarp frá ládegl og fltiri fiéttatimar Edda, Elín og Sigmundur verða væntanlega oftar á skjánum eftirleiðis því fréttatímum Stöðvar 2 hefur verlð fjölgað um þrjá. svo um munar og það hlýtur að kalla á aukinn mannskap. Island * í dag fær góða andlitslyftingu þegar Þorsteinn Joð Vilhjálmsson gengur til liðs við Jón Ársæl Þórð- arson og Helgu Guðrúnu Johnson. Þorsteinn hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu undanfarið. Bylgj- an fær einnig nýjan mann í sínar raðir en þar er um að ræða Bene- dikt Sigurðsson sem kemur af fréttastofu Ríkisútvarpsins. Einn- ig hefur Friðrik Guðmundsson verið ráðinn sérstakur upptöku- stjóri íslands í dag en Friðrik hef- ur um langt árabil starfað sem klippari og tökumaður á Stöð 2. Nú þegar þessar breytingar hafa gengið í garð sendir Stöð 2 út dagskrá í allt að 13 klst. alla virka daga en á laugardögum stendur útsendingin yfir í 18-20 klst. og vantar þá lítið upp á að tala megi um viðstöðulausa út- sendingu allan sólarhringinn. | EÐ ÞESSUM breyt- ingum er stigið enn eitt skrefið í átt til þess sem gerist í sjónvarpsmálum annarra þjóða. í þeim löndum sem við miðum okk- ur gjarnan við er víðast hvar sjón- varpað allan sólarhringinn og þar er hægt að velja milli ótal stöðva. Ekki eru nema rétt tæp tíu ár síð- an stillimyndin var við völd öll fimmtudagskvöld og þá þótti líka rétt að hvíla þjóðina á sjónvarpi í einn mánuð á ári. Margt hefur breyst á síðustu árum og er þess vænst að fjölmargir taki þeim breytingum sem nú verða á dag- skrá Stöðvar 2 feginshendi. Hádegisfréttir og íþróttapakki Útsendingin hefst með hádegis- fréttum klukkan tólf. Þar verður farið yfir helstu viðburði innan- lands og utan, og verður íþróttun- um gert nokkuð hátt undir höfði. Sýnt verður frá leikjum sem fram fóru kvöldið áður hér heima og að utan verða til dæmis birtar myndir frá síðustu viðureignum risanna í NBA-deildinni í körfu- bolta. Auk hádegisfrétta eru einnig sendir út stuttir fréttatímar klukk- an fjögur og sex þar sem stiklað er á stóru og flutt ágrip af helstu fréttum dagsins. Að sögn Sig- mundar Ernis Rúnarssonar, vara- fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, gætu fréttatímarnir hæg- lega orðið fleiri þegar fram líða stundir. Barnaefni, bíómyndir og þættir Stöð 2 hefur um langt skeið sýnt barnaefni síðdegis alla virka Frá og með deginum í dag hefjast útsending- ar Stöðvar 2 klukkan 12.00 á hádegi alla virka daga. Boðið verður upp á bíómyndir og framhaldsþætti eftir hádegið og~ nýjustu fréttir ættu ekki að fara fram hjá neinum því fréttatímum Stöðvar 2 hefur verið fjölg- að um þrjá. Fréttir eru nú sendar út klukk- an 12.00,16.00 og 18.00 en klukkan 19.0 0 hefst þátturinn 19>20 með íslandi í dag og ítarlegum fréttum. Stöö 2 hefur um langt skeið sýnt barnaefni síðdegis alla vlrka daga en nú verður stundin á milli klukkan eitt og tvö eftir hádeg- ið einnlg helguð litla fólkinu. Sýndar verða talsettar teiknimyndir úr ýmsum áttum, bæði nýir og endursýndir þættir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.