Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Mannréttindi barna •Eiga rétt á kennslu um réttindi sín • Mannréttindi ekki kennd kerfisbundið í skólum • Vantar heildstæða fjölskyldustefnu • Hvað kostar langur vinnudagur MANNRÉTTINDI eru sjálfsögð en samt liggur blóð, sviti og tár á bak við þau. Mannréttindi hafa ekki verið kennd sem slík í íslenska skólakerfinu, en eftir að innlend stjórnvöld undirrituðu Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna hefur spumingin um hvort ekki væri nauðsynlegt að hefja kerfisbundna kennslu í mannréttindum orðið meira áberandi. Kennarar hér á landi fá ekki sér- staka þjálfun til að kenna börnum um réttindi sín, en árið 1992 skuld- bundu íslensk stjómvöld sig til að veita fullorðnum og bömum vit- neskju um ákvarðanir og megin- reglur Barnasáttmálans. I kjölfarið fengu öll skólaskyld börn afhentan bæklinginn Réttindi mín og munu fá í framtíðinni. Það er hins vegar skólayfirvöldum í sjálfsvald sett hvemig kennslunni um Barnasáttmálann er háttað. Setja má spumingamerki um hvort fullorðnir hafi hlotið vitneskju um ákvarðanir og meginreglur sáttmál- ans, en nokkrar auglýsingar vom sýndar í sjónvarpi um hann. Sjálfselska foreldra víkl fyrir helll og hamingju barnanna Á fyrstu síðu í bæklingnum Rétt- indi mín stendur: „Þetta eru rétt- indi þín. Það eru sömu réttindi og annarra bama og unglinga í öllum heiminum. Lestu, lærðu og ræddu um þau í skólanum, í félögum sem þú ert í og í vinahópnum." Bama- sáttmálinn er afar mikilvægur því hann er alþjóðalög barna sem fela í sér full mannréttindi allra bama og unglinga. Öll börn eiga sama rétt til að lifa og alast upp í friði og öryggi og virðingu fyrir hugsun- um sínum og skoðunum. Velferð þeirra á ávallt að sitja í fyrirrúmi. Þess vegna er mikilvægt að þau séu upplýst um sín grundvallarréttindi af fullorðnum. Dæmi um réttindi barna eru eft- irfarandi: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðun sína um öll mál sem snerta þau sjálf. Þegar dómstólar og yfirvöld fjalla um mál sem varða bam ber að hlusta á sjónarmið barnsins og hafa hagsmuni þess að leiðarljósi (12. grein). Öll börn eiga rétt til að vera meðlimir í þeim fé- lögum sem þau kjósa og einnig að mynda félög að eigin ósk (15. grein). Öll börn eiga rétt á vöm gegn óþarfa afskiptum af einkalífi, fjölskyldu, heimili og bréfaskiptum þeirra (16. grein). Þetta þýðir að foreldrar verði ávallt að íhuga vandlega hag barns- ins þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar í fjölskyldumálum og að hagsmunir eða sjálfselska þeirra þurfi á stundum að bíða lægri hlut, því þeim ber að hlusta á sjónarmið barnsins og taka tillit til skoðana þess. Bitnar hlnn langi vinnudagur foreldra á börnunum? íslensk sendinefnd fór til Genf í Sviss í janúar til yfirheyrslu um framkvæmd Bamasáttmálans. Nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna var ánægð með margt, eins og embætti Um- boðsmanns bama, Barnavemdar- stofu og að við værum að kanna vinnu bama, en einnig kom fram gagnrýni. Nefndin gagnrýndi hins vegar að á íslandi væri hvorki heildstæð fjölskyldustefna né stefna gagnvart börnum, og að mannréttinda- kennsla væri ekki nógsamlega inni- falin í námsefni grunnskólans. Og einnig var spurt hvort ekki væri hægt að koma á jafnvægi milli at- vinnulífs og fjölskyldulífs. Eða með öðrum orðum gerð var athugasemd vegna mikillar vinnu foreldra barna á Islandi: Ef báðir foreldrar vinna utan heimilis og karlar að auki lang- an vinnudag, hvernig geta þeir sinnt börnum sínum sómasamlega? Af þessum sökum er ástæða til að spyrja hvort börn á íslandi séu að einhveiju leyti afskipt? Af Norð- urlandaþjóðunum eru hlutfallslega flest börn á íslandi, en áberandi minnstu fé veitt til málaflokka sem heyra undir börn og fjölskyldur, eins og félags- og heilbrigðismála, dagvistar- og barnaverndarmála. Hér hefur til dæmis ekki enn verið byggður barnaspítali þrátt fyrir fögur áform. Með tilliti til þessa og hins langa vinnudags foreldra, gæti hugsast að mesta hættan á mann- réttindabrotum gagnvart börnum á Norðurlöndunum sé á íslandi. Er kominn tími til að miða sjálfræðisaldurlnn við 18 ár? Samtökin Barnaheill héldu fund í október síðastliðnum um stöðu barna og unglinga á íslandi. Á hon- um var ýmislegt gagnrýnt eins og kynning Barnasáttmálans, þ.e. að þegnar landsins séu ekki nógu með- vitaðir um þau viðhorf til réttinda barna sem boðuð eru í sáttmálan- um, að Islendingar veiji hlutfalls- lega minnst Norðurlandanna til fé- Morgunblaðið/Kristinn EKKERT barn má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri hegningu. Ráðuneytin vinni saman að mannréttindamálum HRÓLFUR Kjartans- son deildarstjóri fór fyrir hönd mennta- málaráðuneytis til Genfar ásamt fulltrú- um frá dómsmáia-, heilbrigðismála- og félagsmálaráðuneyti, til að svara spurning- um nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd sátt- málans um mannrétt- indi barna. Hrólfur segir að í aðalnámskrá grunn- skóla standi að mannréttindakennsla eigi að fara fram, markmið hennar eru einnig tiltekin. Hins vegar hafi þessi kennsla löngum staðið utan skólastarfsins nema sem þáttur innan ýmissa námsgreina eins og samfélagsfræði, trúarbragðafræði, íslensku og bókmennta. „Það er ekki kerfisbundin mann- réttindafræðsla i skólunum og hún er ekki heldur kerfis- bundið kennd í ein- staka námsgreinum," segir Hrólfur Kjart- ansson. „En ýmislegt hefur breyst á síðustu árum og pressan á mannréttindakennslu aukist." Mannréttinda- kennsla í grunnskól- um er ekki mikil. Hún er tilviljunarkennd og ber helst á henni vegna sérstakra til- efna eins og sam- þykkt íslands á Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, en undirritun fól í sér kynningarskyldu stjórnvalda á honum „víða og viðeigandi“. Hrólfur segir að í yfirheyrslunni í Genf hafi minnst verið spurt um menntunarmál, meira mæddi á fulltrúum dóms- og heilbrigðis- málaráðuneyta, vegna vinnu barna, fangelsa og skilgreiningar á orðinu barn, vegna þess að börn verða sjálfráða á íslandi 16 ára. Hann segir að nefndin hafi sýnt jákvæð viðbrögð við kynningu stjórnvalda á sáttmálanum, en spurt var hvort það hafi ekki skert rétt nemenda að samkvæmt grunnskólafrumvarpinu 1995 eiga þeir ekki lengur áheyrnarfulltrúa á kennarafundum. Svarið var að ákvæðið um áheyrnarfulltrúa hafi verið óvirkt og í nýju lögunum er heimild fyrir nemendaráð, foreldraráð og kenn- araráð sem skólastjóri skal kalla saman að minnsta kosti þrisvar á ári. Hrólfur segir að nefndin í Genf hafi bent á að samræma þyrfti belur aðgerðir ráðuneyta á ís- landi. Hann er sammála því og segir að kynningin á Barnasátt- málanum sé dæmi um góða sam- ræmingu milli ráðuneyta. ■ Hrólfur Kjartansson ■ Morgunblaðið/Þorkell BARN á rétt á leik, hvíld og frístundum og til menningar- legra og listrænna starfa sem samrýmast aldri þess. lags- og heilbrigðisþjónustu, að op- inbera fjölskyldustefnu vanti, að samdráttur í efnahags- og atvinnu- lífi bitni verst á barnafjölskyldum og að ekki sé brugðist við fíkniefna- vanda æskunnar. Á íslandi er sjálfræðisaldur barna 16 ár og vakti það furðu í Genf, því foreldrum ber samt að sjá fyrir þeim til 18 ára aldurs og í Barnasáttmálanum hljóðar fyrsta greins svo: „Börn eru allt fólk í heiminum yngra en 18 ára.“ Taldi nefndin að þetta gæti skapað vandamál bæði innan fjölskyldunn- ar og félags-, heilbrigðis- og dóms- mála. Vegna þessa er ástæða til að spyija: Hvað mælir á móti því að sjálfræðisaldurinn verði hækkað- ur í 18 ára aldurinn? 16 ára sjálf- ræðisaldurinn er hefð hér, en félag- ar í Barnaheillum telja tíma til að breyta honum í 18 ár, annað sé úr takt við hinn félagslega veruleika. Mannréttindi fatlaðra í 23. grein Barnasáttmálans stendur: „Fötluð börn eiga rétt á fullgildu og mannsæmandi lífi og rétt á sérstakri umönnun, menntun, hjúkrun og heilsugæslu.“ Benda má á að heyrnarlaus börn með tákn- mál að móðurmáli eiga sama rétt og önnur böm og að forsvarsmenn þeirra voru óánægðir með fullyrð- ingu í skýrslu íslenskra stjórnvalda um að engir minnihlutahópar væru á landinu varðandi tungumál. Við þetta má bæta, að íslenska sendinefndin sagði í Genf að nefnd hefði verið sett á laggirnar til að skapa heildstæða stefnu fyrir inn- flytjendabörn. Meginatriðið er að enginn hópur barna gleymist í kerf- inu. Spurningar vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna Skólaskyld böm eiga allan rétt á upplýsingu um réttindi sín og í 29. grein Barnasáttmálans stendur að skólamenntun eigi að stefna að því að kenna nemandanum að bera virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og einnig að hafa í heiðri gmndvallaratriði sáttmála Samein- uðu þjóðanna. Mannréttinda- kennsla ætti vegna þess að vera á stundaskrá grunnskólans. En verð- ur hún þar? Margir hafa áhyggjur af flutn- ingi skólans frá ríki til sveitarfé- laga, einfaldlega vegna þess að skólahald er dýrt. Spurt hefur ver- ið: Munu öll börn hvar sem þau eru búsett á landinu, fá þá þjónustu sem Barnasáttmálinn kveður á um; fötl- uð börn fá aðgang að menntun með þeim hjálpartækjum sem þau þurfa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.