Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 B 5 DAGLEGT LÍF Gamlar vörur daglega - geyma minningar liðinna tíma Mávastell fyrir farareyri SIGURLAUG Gunnarsdóttir og Jónas Halldórsson í Antikbúðinni. STÖÐUGUR straumur fólks ligg- ur inn í fomverslun þeirra Sigur- laugar Gunnarsdóttur og Jónasar Halldórssonar, Antikbúðina, ýmist til að skoða sig um i töfraheimi gam- alla hluta og minninga, eða til að eiga viðskipti við þau hjónin. Sigurlaug er að ganga frá tveim- ur setjaraskúffum, en þær eiga ekki eftir að staldra lengi við í búðinni, daginn eftir eru þær báðar búnar að eignast nýja eigendur. „Setjaraskúffur era mjög vinsælar en við fáum þær sjaldan. I fyrra fengum við einungis eina skúffu og á þessum fjórum áram sem við höfum verið í þessum rekstri höfum við ekki fengið fleiri skúff- ur en svo að hægt er að telja þær á fingrum annarrar handar.“ Kynslóðabilið hverfur Allt sem er til sölu í Antikbúð- inni er keypt af Islendingum og íslenskum dánarbúum. „Við Is- lendingar erum safnarar,“ segir Jónas og búðin er svo sannarlega til vitnis um það því þar fæst allt milli himins og jarðar, frá títupijónum og netanálum til stórra rúma og skápa. Jónas hefur alltaf haft ódrepandi áhuga á öllu því sem gamalt er og segir að hver dagur sé hin mesta skemmtun. „Það kom einu sinni strákur hérna inn og sagði SETJARASKUFFUR eru sjaldséðar í verslun- inni en rjúka út sem heitar Iummur þegar þær fást. En verslunin vekur líka ómæld- an áhuga útlendinga. í desember hafði ung leirlistakona frá Norð- ur-Karólínuríki í Bandaríkjunum samband við Jónas og spurði hvort hann ætti þrjár gamlar netakúlur. Hún er gift manni af íslenskum ættum, sem átti slíkar kúlur, en þær eyðilögðust þegar húsið þeirra hjóna brann til kaldra kola. Honum var sama um allt sem brann nema kúlurnar og nú langaði leirlistakonuna að gefa bónda sínum „nýjar“ kúlur í jólagjöf. Kúlumar átti Jónas og nú eru þær komnar vestur. í fyrra keypti annar Bandaríkjamaður máva- sett frá tímabilinu 1870 til 1927. „Hann snéri sér við i dyrunum á leiðinni út og sagði: i,Thank you, you have paid my trip“ eða þakka þér fyrir, þetta var fararinnar virði,“ segir Jón- as og hlær enda gerir hann sér vel grein fyrir að verðgildi hluta er afstætt eftir því hvar þeir fást. TALIÐ er að skjöldurinn að ofan hafi verið á bifreið Gerlach, ræðismanns Þjóð- veija á Islandi fyrir og í byijun síðari heimstyijaldar. í fyll- ingu tímans fer skjöldurinn á Arbæjarsafn. Kynslóðabilið hverfur Viðskiptavinir Antikbúðar- innar eru á öllum aldri og kyn- slóðabilið hverfur í notalegu andrúmslofti sameiginlegs áhugamáls. Ungur maður, sem greinilega er ekki að koma í fyrsta sinn, kemur inn og skoðar sig um. Hann hefur greinilega mestan áhuga á gömlu viðtæki og spyr hvort það sé í lagi. „Mér tókst að stilla það í gær,“ segir Sigurlaug og Jónas kveikir á því og reynir að finna stöð. Ungi maðurinn kaupir tækið og kveð- ur, ánægður með gripinn sinn. Annar maður, fullorðinn, kemur inn og sökkvir sér niður í bauk fullan af smámynt. Finnur loks- ins tvær sem voru slegnar með- an íslendingar lutu yfirsljórn Dana, kaupir þær, spjallar svo- lítið við Jónas og hverfur á braut. ■ við mig: „Þú ert alveg eins og afi“. Ég sagði honum að þetta væri eitt besta hól sem ég hefði fengið.“ Morgunblaðið/Kristinn BORÐSTOFUSETT. Anrettuborðið er fremst til hægri en þjónustustúlkan notaði það til að leggja frá sér desertskálar og óhreint leirtau rétt á meðan hún þjónaði húsbændum sínum til borðs. Setjaraskúffur og postulín frá aldamótum GAMLIR munir, antik og safngripir, hafa aðdráttar- afl sem margir eiga erfitt með að standast. And- rúmsloft verslana þar sem slíkir munir eru seldir er líka engu líkt, bæði seiðandi og heillandi, og maður hrífst með á vit ókunnra slóða. Vasar úr fínu, krakkeleruðu, dönsku postulíni og borðstofu- sett úr eik leiða hugann til Danmerkur síðustu alda- móta og maður næstum heyrir skijáfrið í vel strauj- aðri svuntu vinnukonunnar þegar hún þurrkar ryk- ið af. Karton af hvítu amerísku tyggjói minnir á bandarískan „offiser" sem átti leyniherbergi suður með sjó. Þar geymdi hann gullin sín sem fundust að honum látnum bak við hurð sem búið var að fela með veggfóðri. „Þú mátt eiga kartonið ef þú tyggur þijú stykki," segir kaupmaðurinn brosandi við unga konu. „Nei, þakka þér fyrir,“ segir konan. „Þú ert auðvitað hrædd um að bijóta í þér tennurnar?" „Nei, ég myndi eyðileggja kartonið," svarar hún að bragði og þeim er báðum skemmt. Antlk og gamlar vörur Nokkur áhöld eru um hvað telst vera antik en samkvæmt því sem segir í bókinni Antique Furnit ure Expert eftir Peter Philp og Gillian Walkling hefur antik verið skilgreint frá því um 1980 sem allt það sem var framleitt áður en síðari heimsstyij- öldin skall á enda hafi tímarnir fyrir stríð verið á margan hátt afar ólíkir þeim sem við lifum nú á. Samkvæmt þessari skilgreiningu starfar Fjóla Magnúsdóttir, kaupmaður í Antikhúsinu, en Dag- Enginn vill amerískt tyggjó úr leyniherbergi legt líf tók hús á henni í verslun hennar í Þverholt- inu í Reykjavík á dögunum. Hún kaupir vörurnar sínar inn frá Danmörku og allar eru þær frá því fyrir seinna stríð. Jónas Halldórsson og Sigurlaug Gunnarsdóttir í Antikbúðinni við Austurstræti, sem einnig voru sótt heim, segjast hins vegar ekki versla með antik, heldur gamlar vörur, þótt sumar þeirra séu vissulega frá því löngu fyrir síðari heimsstyij- öld. Þau versla svo til eingöngu með vörur sem þau kaupa hér heima, til dæmis af dánarbúum, en í búðinni kennir margra grasa, allt frá títupijónum til tröllvaxinna skápa, eins og Jónas orðar það. Hvað er heitt og hvað er ekki neltt Nýjasta heftið af danska tímaritinu Bo bedre er tileinkað umfjöllun um antik. Þar er meðal annars fjallað um það sem er í tísku um þessar mundir og hvað rykfellur uppi í hillum antiksalanna. Að sögn Fjólu er danski markaðurinn, en hún hefur fylgst með honum í rúm tuttugu ár, afar ólíkur þeim íslenska. Danir geri sér alla jafna betur grein fyrir verðgildi gamalla hluta og séu tilbúnari að greiða meira fyrir þá en íslendingar. Það sama gildi um Norðmenn en fyrir skömmu seldi hún norskum hjónum stórt borðstofusett úr eik, sem samanstóð af borði, tveimur armstólum, sex armlausum stól- um, línskáp, skáp fyrir leirtau og svokölluðu anrettu- borði, sem er vinnuborð þjónustustúlkunnar, og sendi með gámi til Noregs. Settið seldi hún fyrir þriðjung af því verði sem það hefði kostað þar þrátt fyrir að Fjóla hafi flutt það inn frá Danmörku til íslands með tilheyrandi kostnaði og látið gera við það sem betur mátti fara. Flestum þeim antikkaupmönnum, sem Bo bedre ræðir við, ber saman um að húsgögn í keisarastíl og málverk af blómum hafi verið afar vinsæl í Danmörku að undanförnu. Gamalt postulín á einnig vinsældum að fagna svo sem mávastell með gyll- ingu en postulínsstyttur virðast hafa átt undir högg að sækja. Herragarðshúsgögn sem ekki er búið að gera upp hafa þótt fín en það sama er ekki hægt að segja um húsgögn í nýrókokkostíl eða í nýbar- okkstíl. Þá lítur enginn við þungum dragkistum og ekta teppum og er markaðurinn víst fullur af slíkum vörum sem sama og ekkert fæst fyrir. DAGLEGT LÍF Andblær liðinna ára í antikhúsgögnum, postulíni og silfri ANDBLÆR liðinna ára eru ein- kunnarorð verslunarinnar hennar Fjólu Magnúsdóttur, kaupmanns í Antikhúsinu, og þau lýsa vel því notalega andrúmslofti sem fyllir búðina. Fjóla hefur rekið verslun- ina í rétt að verða átta ár. Aður hafði hún fylgst vel með antikvör- um og meðal annars hefur hún verið iðin við að sækja uppboð í Danmörku í rúm tuttugu ár. Hún þekkir því antikmarkaðinn býsna vel og veit hvað hún syngur í þeim efnum. Fjóla kaupir vörur sínar að stærstum hluta frá Danmörku og þar er hún einmitt stödd um þessar mundir ásamt eiginmanni sínum þeirra erinda að skoða antik og versla inn. „Ég kaupi af heild- sölum en þeir kaupa vörurnar á uppboðum. Þeir gera tilboð í heilu dánarbúin og kaupa jafnvel grautinn í pottin- um líka,“ segir Fjóla. „Síðan flytja þeir allt úr íbúðunum og jafnvel þrífa þær í hólf og gólf líka svo þær eru hreinlega tilbúnar til sölu.“ Antik meö sál Fjóla segir að það sé mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað mark- aðurinn vill. „Stundum höldum við að eitthvað ijúki út um leið og við setjum það fram í búðina en það geng- ur ekki eftir. Aðrir hlutir, sem við sjáum jafn- vel eftir að hafa keypt, seljast um leið. Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvað verður vin- sælt.“ Húsgögnin sem Fjóla kaupir eru í afar mismunandi ásigkomulagi en hún selur þau aldrei fyrr en hún er búin að láta laga það sem gera þarf við. Ef lásar eru bilaðir lætur hún skipta um fjaðrir eða fer með lásinn til Danmerkur í næstu ferð og fær nýjan eða lætur laga þann gamla. „Við látum líka draga í allar ljósakrónur svo fólk geti farið með þær beinustu leið heim og sett á sinn stað. Það má þó ekki ganga of nærri húsgögnun- um því þau geta misst sálina. Það gerist samt mjög sjaldan enda njót- um við aðstoðar mjög færra manna," segir Fjóla og hrósar hús- gagnasmiðnum sínum. Fjóla segir að danska, fína post- ulínið sé alltaf vinsælt. Fullorðið fólk komi meðal annars til að fá inn í gömul Bing og Grondal mat- FJÓLA Magnúsdóttir í Antikhúsinu. KRAKKELERAÐ postulín varð til í kringum síð- ustu aldamót. Postulín- ið var tekið of snemma út úr bremisluofninum og þegar það kólnaði komu örfinar sprung- ur í það. Þetta þótti fallegt og varð post- ulínið mjög vin- sælt, sem það er enn þann dag í dag. LJÓSAKRÓNUR eins og þessi eru vinsælar enda sóma þær sér vel i borðstofu. Þessi ljósakróna frá fyrstu dögum rafmagnsljóssins. ar- eða kaffistell. ís- lenskar eiginkonur Bandaríkjamanna kaupi mikið af jólaplöttum en þeir hafa verið framleidd- _ ir frá því fyrir siðustu alda- mót. lslenskar jólaskeiðar segir hún einnig að séu orðnar nokkuð vinsælar, til dæmis til gjafá en þá kaupir fólk skeið sem gerð var á fæðingarári viðtakandans. Silfur- munir hafa hins vegar aldrei náð miklum vinsældum á íslandi, hvort sem þeir eru þriggja eða tveggja turna, og hefur fólk jafnvel farið með silfurmunina sína til Dan- merkur og fengið mun hærra verð fyrir þá þar en hægt er að fá hér- lendis. En hveijir kaupa antik? Að sögn Fjólu er fólk sem er enn að koma sér upp búslóð helstu viðskiptavin- irnir en þó eru kaupendur afar breiður hópur. Og í því að Daglegt líf sýnir á sér brottfararsnið líta inn í búðina spyijandi andlit full- orðinna hjóna og litlu síðar rekur inn nefið ungur maður. „Velkomin, komið endilega inn,“ segir Fjóla og tekur hlýlega á móti gestunum, þó að klukkan sé ekki enn orðin tólf en þá opnar hún verslunina sína hvern virkan dag. Já, svo sannarlega er andrúmsloftið ynd- islegt. ■ Uppfinningasamar vinkonur sem framleiða sjávar- og jurtasmyrsli „ÞAÐ eru mörg ár síðan við fórum að að „sulla saman“ jurtum og búa til seyði. Við sönkuðum að okkur haugum af lesefni um jurtir og virkni þeirra og svo prófuðum við bara“, segja þær Daðey Steinunn Daðadótt- ir og Sigríður Einarsdóttir. Núna, mörgum árum seinna, eru þær búnar að stofna eigið fyrirtæki og framleiða svokallað Sjávar-, og jurtasmyrsl sem þær selja bæði hér heima og erlendis. „Ég var orðin leið á að vera alltaf með sprungur á höndunum, kláðinn var stundum óbærilegur og útbrotin alveg hræðilega hvimleið," segir Daðey, sem er með viðkvæma húð og hefur ofnæmi fyrir ýmsum efnum. Sigríður á dóttur sem er með psorias- is og var oft illa haldin. „Við vorum báðar orðnar þreyttar á að nota sterakrem og það var eiginlega kveikjan að því að prófa aðrar leiðir og búa til smyrsl án aukaverkana. Núna höldum við einkennum niðri með því að bera reglulega á okkur.“ Dreymdi jurtirnar Þær Daðey og Sigríður prófuðu sig áfram þangað til þær fundu „réttu biönduna“. Tilraunirnar voru ófáar og vinnustundirnar margar. Þrátt fyrir það vilja þær líka þakka berdreymi beggja hversu vel þeim gekk að lokum að finna réttu hlut- föllin. „Það kom oft fyrir að okkur dreymdi magnið sem átti að fara í smyrslið, örlítið meira af þessari jurt og minna af þeirri næstu.“ Daðey og Sigríður kynntust fyrir rúmlega tuttugu árum þegar þær lágu saman á spítala. Vináttan hefur vaxið og dafnað og nú eiga þær báðar sumarbústaði í Reynifellslandi og það var einmitt þar sem þær fóru að skeggræða um íslenska flóru og tína jurtir. „Við tínum sjálfar allar jurtir sem fara í framleiðslu smyrslis- ins og notum síðan alveg ómengað fjallavatn úr Vatnsbotnum. Seyðið búum við alltaf til fyrir austan til að vatnið sé sem ómengaðast. Síðastliðið sumar voru þær stöllur tilbúnar með uppskrift að seyði sem þær voru ánægðar með. Þær voru hættar í sinni vinnu og ákveðnar að láta drauminn rætast, stofna eigið fyrirtæki. Þær ferðuðust um landið þvert og endilangt í sumar, sváfu í tjaldi og kynntu landsmönnum afurð sína. Auk íslenskra jurta og fjallavatns fara í framleiðsluna þorskalýsi og ullarfita. Lýsi hf. bauð þeim aðstöðu hjá sér og nú hafa þær opnað skrif- stofu þar á fjórðu hæð. Innrétting- arnar eru ekki sérsmíðaðar og borð- in og stólarnir ekki beint fyrir aug- að. En það er einmitt þeirra stefna að eyða ekki um efni fram. „Við erum með gömul húsgögn frá ætt- ingjum og vinum og ekkert hefur DAÐEY og Sigríður. verið keypt nema vél til að hræra í og annað smávegis sem er nauðsyn- legt. Við fengum styrk frá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborg- ar sem við nýttum til þessara kaupa.“ Enn sem komið er geta þær ekki borgað sér nein laun en auðvitað vona þær að í það styttist. Fyrstu pantanirnar erlendis frá eru komnar og framleiðslan er seld í sextíu versl- unum hérlendis. Þær segja að mark- aðssetningin sé mikil vinna en þær sjá sjálfar um allt ferlið, tína jurtir, búa til seyði, og smyrslið sjálft, setja það í umbúðir og koma því áleiðis til neytandans bæði hér heima og í útlöndum. Hárnærlng og varasalvi á næstunni Núna, þegar þær eru búnar að koma smyrslinu í umferð, þá er ýmislegt annað sem bíður. Þær eru uppfullar af hugmyndum og þegar farnar að prófa sig áfram með græð- andi varasalva og hárnæringu fyrir þá sem eru með þurran hársvörð eða exem. „Svo erum við búnar að þróa ÞÆR hræra allt saman S um klukkustund og þá er bara eft- ir að setja smyrslið á krukkur. smyrslið í fljótandi formi fyrir þá sem þurfa að bera á allan líkamann eftir ljós eða bað. í framtíðinni ætlum við að hafa þetta heildstæða línu, sjávar og jurtasmyrsl, einnig í fljótandi formi, og varasalva og hárnæringu. Við erum einmitt að panta umbúðir núna. Þessar sem við höfum verið með fram til þessa þykja ekki nógu fallegar. Allt þetta skiptir máli í markaðssetningunni," segja þær sannfærandi. Innan skamms verður fáanlegt frá þeim smyrsl fyrir hesta sem hefur verið prófað við múkki, nokkurskonar exemi sem hestar fá við hófskegg og einnig á sár þeirra. Þær segja það hafa gefist vel. „Okkur finnst stór hluti af ánægj- unni við starfið vera öll bréfin sem við fáum frá viðskiptavinum og sím- tölin. Það er gefandi að sjá og heyra um að fólk geti haldið húðsjúkdómi í skefjum með smyrslinu. Þetta er ekki lyf en virðist geta haldið ein- kennum niðri hjá mörgum.“ - Er eitthvað fleira á döfinni? Þær verða frekar leyndardóms- fullar og hrista höfuðið til skiptis. „Við skulum ekkert vera að tala um það,“ kemur nokkrum sinnum en þó verða þær í lokin sammála um‘ að segja frá tvennu. „Við þróuðum stand fyrir fjarstýringar og þessa dagana er verið að srníða sýnishorn. Auk þessa hönnuðum við lítil hólf fyrir hjólin sem eru undir amerísk- um hjónarúmum og valda því að þau eru á ferð og flugi. Með þessum „stoppurum“, sem hjólin eru sett ofan í, er rúmið stöðugt.“ Ekki skortir hugmyndaflugið og kannski eigum við innan skamms eftir að heyra um allt hitt sem þær stöllur geyma enn sem komið er fyrir sig. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu góifin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.