Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ __________________DAGLEGT LIF Hress og heilbrigð á gamals aldri bara ef rétta erfðaefnið er í frumum líkamans MARGUR er stirðari en þessi ágæta kona þótt yngri sé að árum. UMSLAGIÐ frá Rockefeller- háskólanum í New York hefur leg- ið óopnað á borði blaðamannsins í margar vikur. Bréfið inniheldur niðurstöðu úr blóðprufu sem blaðamaðurinn, ósköp venjulegur 64 ára karlmaður, fór í vegna rannsóknar dr. Breslows, yfir- manns erfðafræðideildar skólans. Hann hikar við að opna umslagið, enda var blóðprufan engin venju- leg blóðprufa. Það var nefnilega verið að greina ákveðið prótein, sem fram- leitt er fyrir tilstuðlan erfðavísis sem kallaður er apo E. Vísinda- menn hafa lengi talið að eina gagn þessa próteins væri að aðstoða við flutning kólesteróls um líkamann. Eini sjúkdómurinn sem hefur verið tengdur próteininu er sjaldgæfur æðasjúkdómur sem lýsir sér með slagæðaþrengslum. Nú segja vís- indamenn, sem þekkja til málsins, hins vegar að apo E sé líklega einn erfðavísirinn af mörgum, sem ákvarðar hversu lengi fólk lifir, að því gefnu að það deyi ekki af óvæntum orsökum, svo sem úr bakteríu- eða veirusýkingum, í ófriði, af slysförum eða vegna lí- fernis sem ekki er heilsusamlegt. Sjúkdómar í ellinni Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér hvort lykillinn að „eðli- legri“ lifslengd fólks felist í öldrun- arsjúkdómum, sem eingöngu gera vart við sig þegar haustar í lífi fólks. Það er hins vegar ekki ein- falt að greina þessa sjúkdóma. Það hefur til dæmis aldrei verið full- komlega ljóst hvenær tilteknir hjartasjúkdómar orsakast af utan- aðkomandi áhættuþáttum eða vegna þess að líkaminn er orðinn gamall og þreyttur. Nú þegar sífellt fleiri ná átt- ræðisaldri fjölgar þeim sem fá öldrunarsjúkdóma. I fyrsta skipti í sögunni eru gamlir einstaklingar nógu margir til að hægt sé að bera saman genamengi þeirra og leita erfðafræðilegra skýringa á því hvers vegna sumir verða tíræð- ir en aðrir einungis sjötugir. „Apo E er eitt þessara gena sem við teljum að stjómi lífslengd vegna þess að það hefur áhrif á E-4 próteinid er ekki mjög hús- legt í sér og afleiðingin er su ad viðkom- andi einstakl- ingur verður viðkvæmur fyrir sjúkdóm- um elliáranna. líkurnar á því að fólk fái öldrunar- sjúkdóma,“ segir Jan Vigh, sam- eindaerfðafræðingur við Beth Israel Hospital í Boston í Banda- ríkjunum. Þijú ólík afbrigði eru til af apo E geninu, apo E-2, apo E-3 og apo E-4. Þar sem allir hafa tvö eintök af hveiju geni, eitt gen frá hvoru foreldri, geta þau parast á sex mismunandi vegu. Engu að síður hafa þrír af hveijum fjórum að minnsta kosti eitt apo E-3 gen og meira en helmingur allra hefur tvö apo E-3 gen. Það sem helst heillar vísinda- mennina er fólk sem hefur einn eða, það sem enn sjaldgæfara er, tvo apo E-4 eða apo E-2 erfða- vísa. Það eru ekki margir sem verða tíræðir en fólk sem hefur apo E-4 gen virðist síst líklegt til að ná svo háum aldri en aftur á móti eru þeir sem hafa apo E-2 gen líklegri en allir aðrir til að lifa í hundrað ár. Hlutfall apo E-4 lækkar Um helmingur allra Finna hefur apo E-4 erfðavísi. Af þeim sem ná hundrað ára aldri eru einungis 17% með apo E-4 gen og telja finnskir vísindamenn við Háskól- ann í Helsinki, sem rannsökuðu þetta, þetta vera afar merkilega uppgötvun. Færri Frakkar en Finnar hafa apo E-4 erfðavísinn en mynstrið er svipað og í Finn- landi. Um 24% Frakka hafa apo E-4, en einungis um 10% þeirra Frakka sem ná tíræðisaldri. Hvort tveggja Finnar og Frakkar, sem hafa apo E-2 erfðavísi, eru fjórum sinnum líklegri til að verða hundr- að ára en þeir sem hafa apo E-4j samkvæmt rannsókn Finnanna. I báðum löndum er hlutfall þeirra sem hafa apo E-2 um helmingi hærra meðal þeirra sem eru hundrað ára en meðal þjóðarinnar allrar. Þetta sama mynstur má sjá meðal Kanadamanna og Svía. En sú órelóa „Eins og stendur bendir margt til að apo E erfðavísirinn sé einn af mörgum „heimilishaldserfðavís- um“ líkamans," segir Allen D. Roses, taugafræðingur við Duke- háskólann í Durham í Norður- Karólínufylki í Bandaríkjunum. Genið sjái meðal annars um að frumum sé haldið snyrtilegum og að þær sinni tilætluðu hlutverki sínu. „Okkur hættir til að finnast þessi „heimilishaldsgen" lítilfjör- leg, vegna þess hvaða nafni við köllum þau,“ segir dr. Roses. Þýð- ing þeirra fyrir heilsu fólks og jafnvel lífshlaupið sjálft sé hins vegar veigamikil. Apo E genin geyma upplýsingar um smíði þriggja próteina, E-2, E-3 og E-4. Samkvæmt tilgátu dr. Roses er munurinn á útgáfum E próteinanna sá að þær eru mis- munandi „húslegar" í sér. E-2 gerðin er þeirra snyrtilegust en E-3 hins vegar í meðallagi þrifin. E-4 próteinið er skussinn. Rétt eins og á heimilum fólks gerir það ekki gæfumuninn í fyrstu hvernig menn standa sig en þegar rykið og óþrifnaðurinn fer að safnast fyrir með árunum fer leti E-4 að segja til sín með þeim afleiðingum að viðkomandi einstaklingur verð- ur sífellt viðkvæmari fyrir sjúk- dómum. Tengsl vlð Alzheimer En dr. Roses hefur aðra ástæðu fyrir áhuga sínum á apo E. Fyrir tveimur árum uppgötvaði hann að E próteingerðirnar, sem þá voru ekki þekktar af öðru en hlutverki sínu í flutningi á kólesteróli, koma við sögu í Alzheimer-sjúkdómnum. Langflestir þeirra Qögurra millj- óna Bandaríkjamanna sem þjást af Alzheimer fengu ekki einkenni hans fyrr en þeir voru komnir vel yfir sextugt og margir ekki fyrr en þeir voru komnir á níræðisald- ur. Þetta afbrigði sjúkdómsins er greinilega tengt aldri, en sú gerð Þeir sem hafa apo E-2 erfða- vísi eru líklegri en allir aðrirtil að verða hundr- aðára gamlir öldungar við bestu heilsu. hans sem gerir vart við sig frá þrítugu til sextugs er hins vegar vegna ýmiskonar sjaldgæfra stökkbreytinga. Árið 1991 einangruðu vísinda- menn við Duke-háskólann, undir forystu dr. Roses og Warrens Strittmatters, gen sem þá grunaði að ætti þátt í Alzheimer sem aldr- að fólk fær. Síðar kom í ljós að þetta gen var apo E. Vísindamenn- irnir fundu einnig út að þeir sem höfðu tvo E-4 erfðavísa fengu ein- kenni Alzheimers um tuttugu árum fyrr en þeir sem höfðu E-2 erfðavísi. Engln loforð Það er þó síður en svo öruggt að maður fái ekki Alzheimer þótt maður hafi annaðhvort apo E-2 eða apo E-3 afbrigðið af geninu. Þvert á móti telur dr. Roses að það séu örlög allra að fá sjúkdóm- inn að lokum, það er að segja ef þeir lifa nógu lengi. Fólk sem hef- ur þessi tvö afbrigði er hins vegar líklegt til að fá sjúkdóminn seinna en þeir sem hafa apo E-4 gerðina. En hvað er hægt að gera við þessa vitneskju? Ein leið til hag- nýtingar gæti verið á næsta leyti en það er við sjúkdómsgreiningu á Alzheimer. Einungis tveir af hveijum þremur gömlum einstakl- ingum sem eru farnir að hrörna andlega hafa Alzheimer. Það er hins vegar afar erfitt að átta sig á hver þeirra er haldinn sjúkdómn- um og hver ekki. Ef sjúklingur hefur aftur á móti tvo apo E-4 erfðavísa aukast líkurnar á við- komandi einstaklingur hafi Alzhei- mer úr 66% í 94%, að því er vís- indamennirnir við Duke-háskólann segja. Ef viðkomandi hefur apo E-2 og E-3 falla líkurnar hins vegar úr 66% í 33%. En öllu má ofgera. Þegar dr. Breslow og félagi hans, Vassilis I. Zannis við Rockefeller-háskólann, uppgötvuðu fyrir 17 árum að af- brigði apo E gensins væru þijú sáu þeir einnig að flestir þeirra sem fá afar sjaldgæfa gerð æðaþrengsla hafa tvo E-2 erfðavísa. En ð hann að opna umslaglA? Hvernig er það, á blaðamaður- inn þá að opna umslagið frá Rockefeller háskólanum, þar sem fram kemur hvaða afbrigði af apo E erfðavísinum hann er með. „Slepptu því,“ segir dr. Roses við Duke-háskólann við blaðamann- inn. „Þú hefur um ýmislegt þarf- ara að hugsa en hvort þú færð Alzheimer. Jafnvel þótt þú hafir eitt E-4 gen og verðir hundrað ára er ekkert víst að þú fái Alzhei- mer.“ Og Duke hugsar sig um í svolitla stund og spyr síðan: „Hve gamlir urðu foreldrar þínir?“ „Móðir mín fékk heilablóðfall 76 ára og dó. Faðir minn dó úr lungnaþembu vegna reykinga þeg- ar hann var 88 ára,“ svarar blaða- maðurinn um hæl. „Þegar þú færð Alzheimer verðum við búin að finna lyf sem kemur í veg fyrir það,“ lofar dr. Roses, enda vinnur hann hörðum höndum að því, í samstarfi við stórt lyfjafyrirtæki, að hanna lyf sem gerir það sama og E-2 próteinið gerir. Umslagið liggur því óopnað ofan í skúffu. ■ MHG Þýtt og stytt úr The Wall Street Journal Europe. » Q stendur fyrir Síberíu Ginseng, notað um aldur til að viðhalda þreki og auka fjör. P stendur fyrir Pollen, blómafrjókorn hlaðin orku og kjarngóðum nseringarefnum. E stendur fyrir E-vítamín, mikilvsegt fyrir frumuöndun, efnaskipti kolvetna og fitu, myndun bandvefs og vöðva og heilbrigða starfsemi heiladinguls og kynfæra. Royal Jelly Vegna einstakra náttúrulegra eiginleika þessa verðmæta efnis. Það er eftirsótt til að efla þreyttu holdi kraft. Fæst i heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éhc idlsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustlg GULI MIÐINN TRVGGIR GÆDINI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.