Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndahátíð Skífunnar og fyrirtækisins 20th Century Fox í Regnboganum UM helgina munu Skífan hf. og bandaríska kvikmyndafyrirtæk- ið 20th Century Fox efna til kvikmy ndahátíðar í Regnbogan- um í tilefni þess að í árslok 1995 voru 100 ár liðin frá fyrstu kvik- myndasýningum fyrir almenn- ing. „Skífan hf og 20th Century Fox bjóða nú til kvikmyndahá- tíðar sem fyrst og fremst er ætlað að heiðra hinn almenna bíógest s.l. áratuga. Boðið verð- ur upp á fimm kvikmyndir frá fyrri árum sem eiga það sam- merkt að hafa fengið afbragðs viðtökur hjá almenningi en vak- ið misjafnar tilfinningar hjá gagnrýnendum," segir í kynn- ingu. Barnastjarna og aðrar stjörnur Um myndirnar fimm segir: „Wee Willy Winkie. Ein af bestu myndum barnastjörnu allra tíma, Shirley Temple, frá árinu 1937. Ekkja kemur með unga dóttur sína í bækistöð breska hersins í Indlandi þar sem geðst- irður afi stúlkunnar ræður ríkj- um. Leikstjóri er John Ford. Ðavid and Bathsheba. Stór og mikil epík frá 1951, sem byggir á frásögn Biblíunnar með þeim Gregory Peck og Susan Hay- ward í aðalhlutverkum. Leik- stjóri Henry King. The King and I. Ein sögufrægasta söngva- og dansamynd kvikmyndasögunnar (byggð á Broadway-söngleik Rodgers og Hammerstein) frá 1956 með þeim Yul Brynner og Deborah Kerr í aðalhlutverkum, sem hlaut fern Óskarsverðlaun. á sínum tíma. Leikst jóri Walter Lang. An Affair To Remember. Létt og skcmmtileg rómantísk gam- anmynd með þeim Cary Grant og Deborah Kerr frá 1957. Leik- stjóri Leo McCarey. The Bible. Hér eru efnislega raktir fyrstu 22 kaflar Biblíunnar, meðal ann- ars frásagnirnar af Adam og Evu, Kain og Abel og Nóa og flóðinu mikla. Enda þótt fram- leiðslan (frá árinu 1966) sé að nafninu til ítölsk svífur andi Hollywood yfir vðtnum og meðal leikara eru John Huston (sem einnig var leikstjóri), Richard Harris, George C. Scott, Ava Gardner og Peter O'Toole. Þess ber að geta að myndirnar verða sýndar án íslensks texta." Miðaverð er 300 kr. MYNDOST Listasafn Islands MYNDVERK Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 25. febrúar. Aðgangur ókeypis. INNKAUP safnráðs á myndverkum íslenzkra listamanna er nokkuð sem kemur mörgum við, ekki einungis þeim sem eru í fyrirsvari eða lista- mönnunum sjálfum, meður því að það er þjóðin öll sem á safnið. Ætti því jafnan að vera nokk- ur umræða á opinberum vettvangi í hvert sinn sem ný aðföng eru gerð opinber, því sitt sýnist hverjum. Má enn vísa til og minna á, að til eru sérstakir sjóðir sem sjá um slík innkaup víðast hvar á Norðurlöndum, t.d. „Statens Kunstfond" í Danmörku og ríkir mikil spenna í hvert sinn sem innkaupin eru til sýnis almenningi. Jafn- framt einnig hvert þau fara, því þeim er dreift á milli safna og opinberra stofnana víðs vegar um landið, en slík dreifingarstarfsemi er illu heilli ekki til hér á landi. En væri ekki notalegt, ef hin ýmsu söfn í landsbyggðinni fengju á þenn- an hátt hlutdeild í árlegum innkaupum, en fæst þeirra hafa fjármagn til endurnýjunar? Einkum í ljósi þess að sveitarfélögin virðast vægast sagt hafa mjög takmarkaðan áhuga á að sinna þess- ari þörf. Það er margt sem leitar á hugann eftir endur- teknar heimsóknir á sýninguna, gaumgæfilega skoðun og heilabrot og helst er það formið í kringum innkaupin sem fæða af sér ýmsar vangaveltur, því það virðist hafa gengið sér til húðar. Líkast er sem kom- inn sé einhver kvóti á hlutina, málamiðlanir, þrýstingur og plott eins og gerist í fiskiðnaðinum, því öðruvísi verða innkaup- in ekki skilin. Það er eins og aðalatriðið sé að vera nokkurn veginn samstiga því sem er að gerast erlendis og má spyrja hvenær frumbýlingshættinum linnir og íslenzk viðhorf þrengja sér fram. Svona líkt og gerðist í Amer- íku og seinna í Þýskalandi, sem gerði löndin um leið leiðandi um frumlega sköpun í heimin- um. Báðar þjóðirnar hugsa fyrst og fremst um að halda utan um sitt og Ameríka beinlínis víg- girðir landhelgi sína, þótt þarlendir séu annars galopnir fyrir öllum nýjungum. Hinir nafnkennd- ustu listamenn Evrópu vita að það er líkast því að reka hausinn í vegg, að ætla sér inn á amer- ískan markað. Það er slakt til frásagnar, að hér er fagfólk að baki valsins og iðulega ágætir listamenn sem gerir valið enn torskildara og einkum ef menn bera það saman við val leikmanna áður. Hvern- ig stendur annars á því, að leikmönnum í mennta- málaráði tókst að festa safninu ýmis lykilverk á ferli okkar eldri meistara, á meðan eins konar Nýað- föng III hugsunarháttur málamiðlunar ríkir í dag? Lítum við á innkaup málverkanna eru þau flest bragðdauf undanrenna þess sem listamenn- irnir hafa best gert og eru að gera í dag og er nærtækast að vísa til mynda Kristjáns Davíðs- sonar og Eiríks Smith, en báðir áttu mun mikils- verðari verk á sýningum sínum á sl. ári. Aðeins betur hefur valið tekist á málverkum hinna yngri t.d. varðandi verk Húberts Nóa, en betur má ef duga skal. Skyldi þetta vera vegna þess, að venjan er SKULPTURVERK eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur að kaupa af listamönnum á sýningum þeirra, í stað þess að leita á vinnustofurnar og snúa þar öllu við í leit að lykilverkum, ganga jafnvel í heimahús eða fyrirtæki og bjóða í þau. Og vel á minnst, er það ekki mál málanna að lykilverk eftir sem flesta rati í lokaðar hirslur safnsins, þar sem engir eru veggirnir til að taka á móti þeim? Alltaf er þó von að börnin okkar og barna- börn verði vitrari fíklum þykjustu yfirborðs og flottheita, og geti skapað þeim verðugar umbúð- ir. Og hvað val á núlistaverkum snertir er líkast sem aðalatriðið sé að segja nýjustu fréttirnar að utan, eins og að engar fréttir verði til á ís- landi, sem er sjálfgefið svo lengi sem slíkur hugsunarháttur ríkir. Hér kemur fram, að sum- ir geta af innfjálgri mælsku skilgreint lítið inni- hald en aðrir látið fagmenn útfæra hnökralaus verk sem eru eins og sneydd lífsneista, þótt hugmyndin að baki sé góð og gild. Látum stílbrigðin koma en leitum þau ekki uppi, og hér skal vísað til þess að margir síðar heimsfrægir listamenn voru nágrannar í Þvotta- bátnum svonefnda á Montmartrehæð í byrjun aldarinnar. Dag nokkurn kallaði Picasso upp til súrrealistíska skáldsins Max Jacob: „Hvað ert þú að gera í augnablikinu?" „Reyni að finna stíl," kom frá Max. „Hann finnst ekki," svaraði þá Picasso að bragði! Þetta varð eitt frægasta tilsvar aldarinnar um eðli núlista, og var líkast sem Picasso hafí varp- að sprengju á hugtakið, því hér rataðist hinum unga meistara rétt orð á tungu og er list hans sjálfs lifandi dæmi þess. Picasso spann nefnilega aldrei myndverk sín upp úr engu, þau voru ekki hugsýnir né getspeki heldur jarð- tengd fortíðinni, hann umformaði það sem aðr- ir höfðu áður gert, jafn- vel fyrir þúsundum ára. Það er nefnilega ekki til neinn einn kórréttur stfll, heldur mörg blæbrigði stílbrigða. Og því er ekki til nein „rétt list" heldur margar útgáfur skap- andi viðleitni. Allt annað skrifast á tímalega hagsmuni blekkingarmeistara. Sýnu lakast er þó að nútímaleg verk njóta sín ekki í efri sölunum, til þess grípur speglunin gólfinu of mikið inn í sköpunarferlið og í raun tel ég mörg verkanna mun betri en fram kem- ur og því illmögulegt að gera þeim verðug skil, því hætta er á að ósjálfrátt rangmat og mismun- un eigi sér stað. Lítum einungis til þess, hve umkomulaus verk Sólveigar. Aðalsteinsdóttur eru, en hve mikill yndisþokki streymir frá verki Rúnu (Guðrúnar Þorkelsdóttur). Ráð væri að bæsa eða lúta gólfið til að gera það hlutlausara, skapa meiri nálgun, og er það vissa mín að allar tegundir myndverka fyrir utan poppuð glingurverk munu þá njóta sín stórum betur. Bragi Ásgeirsson TONUST Gerðarsafni SAMLEIKUR Á FAGOTT OG PÍ ANÓ Hafsteinn Guðmundsson og Guð- ríður St. Sigurðardóttir fluttu verk el'tir Vivaldi, Bozza, Hindemith, André Bloch, Ibert, Oubradous og Weber. Samleikarar í verki Bozza, Brjánn Ingason og Kúnar Vilbergs- son. Þriðjudagurinn 30. janúar 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á selló- sónötu í e-moll, eftir Vivaldi, og þrátt fyrir að verkið, sem er ekta sellóverk og trúlega nokkuð erfítt að leika ýmis „sellóísk" tónbrot þess á fagott, var leikur Hafsteins og Guðríðar í heild góður og lif- andi. Syngjandi línurnar í hægu Litríkur og glettinn leikur þáttunum voru sérlega fallegar, enda er fagotttónninn á efra sviðinu flosmjúkur og hljómar eins og þýð baritonrödd. I fagotttríói eftir Eug- ene Bozza komu þessir eiginleikar fagottsins mjög vel fram og var samleikur félaganna Hafsteins, Brjáns og Rúnars mjog góður. Seinna verkið eftir Bozza ber nafnið Tónles, sikileyskur dans og rondó, og er það létt og leikandi skemmti- legt verk. í tónlesinu er skalatæknin tekin fyrir en í sikileyska dansinum gat að heyra syngjandi fallegar tónl- ínur og rondóið er leikandi fjörug tónsmíð, sem Hafsteinn og Guðríður léku mjög vel. Meginverk tónleikanna var són- ata eftir Hindemith og þar var að jöfnu tekið til píanósins og fagotts- ins. Leikur Guðríðar og Hafsteins var öruggur og vel mótaður, fyrsti kaflinn syngjandi fallegur og í margskiptum seinni kaflanum var tónmálið einkar skýrlega fram sett. í þremur frönskum smálögum eftir André Block, Ibert og Oubradous nutu sín sérstaklega vel falleg blæ- brigði fagottsins og þá hvað best í verkinu eftir Ibert. Á rómantíska tímanum tíðkaðist að tónskáld semdu smálög, sem beinlínis voru ætluð til heimilisbrúks og hélst þessi venja nokkuð fram yfír aldamótin 1900. Nú er „Albumblatt" tíminn liðinn en mörg af þessum smálögum eru hreinustu perlur, hnitmiðaðar og skýrar eins og smaljóð, þar sem engu er ofaukið og var því mjög skemmtilegt að heyra frönsku smá- lögin og hversu tóngerð þeirra var skýr og engu til tjaldað nema ein- faldri tónhugmynd, sem í stuttleika sínum er algerð, eins og vel kveðin staka. Tónleikunum lauk með Andante e Rondo Ungarese, eftir Carl Maria von Weber, skemmtilegu klassísk- rómantísku verki, sem var upphaf- lega samið fyrir hljómsveit og fag- ott, enda var hljómsveitarritháttur- inn ráðandi í hlutverki píanósins, sem Guðríður skilaði af öryggi. Hafsteinn er góður fagottleikari og Ljósmyndir frá Afríku LJÓSMYNDASÝNING Páls Guðjónssonar mun verða opnuð í Ljósmyndamiðstöðinni Mynd- ás, Laugarásvegi 1, í dag, laug- ardaginn 3. febrúar kl. 14. Þar mun Páll sýna ljósmynd- ir frá Afríku en þar ferðaðist hann í 8 mánuði árið 1992 og heimsótti þar 17 þjóðlönd. Myndirnar eru svipmyndir af litríku mannlífi og villtu dýra- lífí, m.a. eru myndir frá hátíða- höldum höfðingja í Cameroon og dans The Burundi Drum- mers áður en hörmungarnar dundu yfir Burundi. Þá heim- sótti hann fjallagórillur, komst í návígi við ljón á veiðum og sigldi niður Zambezi-fljótið. Sýningin mun standa yfír í mánuð eða til 2. mars. Menningar- ferð ensku- skorar Há- * skóla Islands NEMENDUR enskudeildar HÍ hyggja nú á menningarferð til Oxford og London. Lagt verð- ur af stað 5. febrúar og komið heim 11. febrúar. Fyrst er ferðinni heitið til Oxford þar seni nemendur munu sjá og kynnast háskóla- lífi þar. Megintilgangur ferð- arinnar er að koma af stað viðræðum um samstarf milli enskudeildar HÍ og málvís- indadeildar við Christ Church College í Oxford. Nemendur hafa sér til full- tingis tvo kennara, Martin Regal skorarformann og Matt- hew Whelpton kennara í mál- vísindum. I London munu nemendur meðal annars fara í leikhús, skoða Shakespeare Globe, fara í Breska þingið í fylgd bresks lávarðar, Lord Craigavon, heimsækja Keats House o.fl. Menningar- verðlaun VÍS afhent VERÐLAUN úr Menningar- sjóði VÍS verða afhent næst- komandi mánudag, 5. febrúar, kl. 17. Forseti íslands frú Vig- dís Finnbogadóttir afhendir verðlaunin við hátfðlega at- höfn í Listasafni Islands. Menningarsjóður VÍS var stofnsettur í tilefni af 5 ára afmæli félagsins á síðasta ári og er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna og styrkja þá ís- lenska einstaklinga sem þykja skara fram úr á sviði lista og vísinda svo og að hlúa að og styðja hverskonar almenna menningarstarfsemi. Vátryggingafélag íslands hf. leggur menningarsjóðnum til 5 milljónir króna árlega. var þetta ieikandi skemmtilega verk dregið skýrum dráttum, hvað snert- ir tónhendingaskipan og músík- alska útfærslu. Það sem gerir þessa tónleika sérlega skemmtilega, er að fagottið býr yfir svo margvísleg- um lit, syngjandi fallegum og mannhlýjum tóni og leikandi glettni, sem býr með einhverjum hætti í tóngerð htjóðfærisins auk þess að vera tæknilega krefjandi. Þetta kom allt fram í fagotttríóinu eftir Bozza, sem er sérlega skemmtilega samið og ekki síst í leikandi léttum frönsku lögunum. Fagottið er einnig alvörugefið kon- serthljóðfæri og var leikur Haf- steins og Guðríðar einmitt bestur í aðalverkum tónleikanna, sónötunni eftir Hindemith og konsertþætti Webers. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.