Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 C 3 Einar Kristján Einarsson gítarleikari með tónleika í Seltjarnarneskirkju Stórir bitar „ÞETTA er endahnykkurinn á starfslaunatímabiii mínu en ég fékk sex mánaða styrk úr Listasjóði við síðustu úthlut- un. Það hefur verið kærkomið að njóta þess að æfa sig og fyrir vikið ákvað ég að setja saman metnaðarfulla efnis- skrá,“ segir Einar Kristján Einarsson gítarleikari sem kemur fram á tónleikum í Seltjarnarneskirkju í dag klukkan 16. Á efnisskrá eru verk eftir Fernando Sor, Jo- hann Sebastian Bach, Benj- amin Britten og Nikita Kosh- kin. Að sögn Einars einkennist efnisskráin af „stórum bit- um“. Svítu eftir Bach segir hann alltaf erfiða viðureign- ar, auk þess sem gaman sé að kljást við eitt þekktasta einleiksgítarverk þessarar aldar, Næturljóð Brittens. „Síðan spila ég skemmtilegt stykki eftir Rússann Nikita Koshkin sem er upprennandi sljarna í gítarheiminum. Hann er ekki sérlega þekktur ennþá en þar sem John Will- iams hefur uppgötvað hann fara menn örugglega að taka eftir honum í auknum mæli,“ segir Einar og hnýtir því við að Koshkin taki gítarinn svo- lítið öðrum - og hljómsveitar- legri - tökum en almennt tíðk- ist. Einar hefur verið á ferð um landið með umrædda efn- isskrá og leikið á Húsavík, Akureyri og í Borgarnesi. Lokatónleikarnir í röðinni verða í Njarðvíkurkirkju næstkomandi fimmtudag. „Það er nauðsynlegt að halda fleiri en eina tónleika þegar maður er með efnisskrá á borð við þessa. Maður þarf að komast í gang. Síðan er alltaf gaman að spila fyrir ólíka áheyrendur.“ Aðsókn með ágætum Einar kveðst ánægður með viðtökurnar á landsbyggðinni - aðsókn hafi verið með ágæt- um. „Það var sérstaklega gaman að spila í Listasafninu Morgunblaðið/Einar Falur EINAR Krislján Einarsson segir gítarinn geta brugð- ið sér í allra kvikinda líki. á Akureyri enda var ég þar á heimavelli.“ Einar nam gítarleik á Is- landi og í Englandi, auk þess sem hann sótti námskeið hjá gítarkennurum á borð við Al- irio Diaz, José Luis Gonzalez, José Tomás og Manuel Barru- eco. Hann lauk einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music 1987 og hefur kennt gítarleik við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs frá 1988. Að mati Einars er starfs- grundvöllur gítarleikara sæmilegur hér á landi. „Auð- vitað hefði maður ekkert á móti því að fólk væri stundum aðeins forvitnara um hljóð- færið enda er það að mörgu leyti mjög alþýðlegt - gítarinn getur brugðið sér í allra kvik- inda líki.“ Einar segir að sitthvað sé á döfinni hjá sér, meðal ann- ars tónleikar með Bernardel- kvartettinum í Reykjavík i vor. „Síðan reyni ég kannski að taka eitthvað upp ef ég verð ánægður með útkomuna á þessum tónleikum. Það er enginn maður með mönnum núorðið nema hann sé til á diski. Ég lofa samt engu í þeim efnum.“ Morgunblaðið/Ásdís FLYTJENDUR í Háteigskirkju eru Margrét Guðmundsdóttir leikkona og Kólbeinn Bjarnason tónlist- armaður, en leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Dagskrá þessi er öllum opin og verða aðgöngumið- ar á kr. 500 seldir við innganginn. urum í Berlínarfílharmóníunni hafi aðeins átta gengið í nasistaflokkinn. Mikið vantar upp á að bók Jef- ferssons sé tæmandi ævisaga. Söngferli Schwarzkopf eru lítil skil gerð og uppvöxtur hennar og ungl- ingsár eru afgreidd á þremur síðum. Fyrir utan uppljóstranirnar um nas- istaflokkinn er bókin lítið annað en upptalning og sögur. Reyndi að sópa fortíðinni undir teppið Schwarzkopf gerði rækilega til- raun til að sópa fortíðinni undir teppið. Eftir strið þurftu margir Þjóðvetjar að fylla út eyðublöð um fortíð sína. Schwarzkopf játti því ekki fyrr en svaraði í fjórða skipti að hún hefði gengið í flokkinn og þá var komið fram í maí 1946. Meðan fortíð hennar var rannsökuð átti henni að vera meinað að vinna, en vegna málamiðlunarreglu tókst henni að sniðganga bannið að mestu. Bandamenn leyfðu henni að koma fram í stað annarrar söng- konu, sem hafði veikst, með því skilyrði að nafn hennar yrði ekki auglýst í viðkomandi sýningu. Schwarzkopf hætti ekki að syngja fyrr en árið 1975 þegar hún fór í síðustu ljóðasöngstónleikaferð sína um Bandaríkin. Hún söng í öllum helstu óperuhúsum hins vest- ræna heims og kom mikið fram í Bandaríkjunum eftir stríð. Ferillinn var henni allt eins og kom fram þegar hún var gestur í þætti breska útvarpsins BBC, Plöt- ur á eyðieyju. Af átta plötum, sem hún valdi mátti heyra rödd hennar á sjö. Eina undantekningin var upp- taka Herberts von Karajans á for- leiknum að fyrsta þætti Rosenkav- alier, sem hún reyndar kom fram í. Hógværir Bretar áttu bágt með að skilja og eru víst enn gáttaðir á söngkonunni. Bent hefur verið á að þótt Jeffer- son sanni að Schwarzkopf hafi ver- ið félagi í nasistaflokknum hafi honum ekki tekist að sýna fram á að hún hafi notið forréttinda nema með fullyrðingum annarra og eigin túlkun. Honum virðist aldrei hug- kvæmast að Schwarzkopf gæti hafa náð frama vegna óvenjulegra hæfi- leika sinna, en hafi hins vegar haft þann veikleika að vera ekki hetja. Sara í Há- teigs- kirkju UNDANFARIN ár hefur Hið ís- lenska Biblíufélag boðið almenn- ingi upp á dagskrá á Biblíudegi, sem með einum eða öðrum hætti tengist Biblíunni og efni hennar. Að þessu sinni tók Biblíufélag- ið höndum saman við Listvinafé- lag Hallgrímskirkju. Frásagnar- leikurinn Sara eftir danska rit- höfundinn Knud Seibæk verður fluttur i Háteigskirkju sunnu- daginn 11. febrúar kl. 17.30. Hér er um að ræða eintal Söru eiginkonu Abrahams við sjálfa sig, þar sem hún situr öldruð kona undir tré og rifjar upp ljúft og sárt í Iífi þeirra Abrahams og sonarins ísaks. Þáttur þessi hefur verið flutt- ur í danska ríkisútvarpinu og einnig í Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn i tengslum við nýja Biblíuútgáfu Dana. Hafnarfjarðarkirkja Sönglög í safn- aðarheimilinu ÞÓRUNN Guðmundsdóttir söng- kona og Guðrún Guðmundsdóttir píanóleikari halda tó'nleika í nýja safnaðarheimilinu við Hafnarfjarð- arkirkju, sunnudaginn 11. febrúar kl. 17. Þetta eru tónleikar í tón- leikaröð sem Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar gengst fyrir þar sem fram koma kennarar skólans sem marg- ir eru vel þekktir úr tónlistarlífinu. Á efnisskránni verða sönglög eftir Harry T. Burleigh, Sigurð Þórðar- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Sigf- ús Einarsson, Francis Poulenc og George Gershwin. Tónleikarnir eru um 30 mín. langir og er aðgangur ókeypis. Þórunn Guðmundsdóttir lauk prófi í söng og flautuleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Eftir það stundaði hún framhaldsnám í söng í Tónlistarháskólanum í Blo- omington, Indiana í Bandaríkjun- um og lauk þaðan mastersprófi. Þórunn hefur haldið fjölda ein- söngstónleika frá því að hún kom heim, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti landi. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og með Kammersveit Reykjavíkur. Hún hefur sérstaklega lagt sig eft- ir flutningi á íslenskum einsöngs- lögum og nú fyrir jólin kom út geisladiskur þar sem hún, ásamt Kristni Erni Kristinssyni, flytur lög eftir Karl O. Runólfsson og Jón Leifs. Guðrún Guðmundsdóttir lauk píanókennaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði framhaldsnám i Köln árin 1984-1986. Guðrún hefur verið virk sem undirleikari með kórum, einleikurum og einsöngvurum og komið fram á fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis. ÞÓRUNN Guð- mundsdóttir söngkona og Guðrún Guð- mundsdóttir píanóleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.