Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRAGI Ásgeirsson mynd- listarmaður, gagnrýn- andi og kennari verður 5 sviðsljósinu á Sjónþingi Gerðubergs sem hefst á morgun kl. 15 sem ber yfirskriftina „Bragi aliur“. Hann fjallar um feril sinn í máli og myndum fyrir opnu húsi. Honum til halds og trausts verða Jón Proppé heimspekingur, Einar Hákonarson listmálari og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Þeir munu ræða við hann um þróun hans, tímabil, hugmyndafræði, áhrifavalda, einkalíf og einstök myndverk m.a. Sjónþing þetta er hið fyrsta í röð álíka kynninga sem taka til núlifandi íslenskra listamanna sem hafa unnið að list sinni í að minnsta kosti 15 ár og eiga fjölda einkasýn- inga að baki. Einn listamaður verð- ur tekinn til umfjöllunar á mánuði og sýnir hann jafnframt úrval verka sinna í Gerðubergi. Samhliða þessu sýna viðkomandi listamenn í nýjum sýningarsal Gerðubergs á Hverfisgötu 12 sem hlotið hefur nafnið Sjónarhóll. Hann verður rekinn til reynslu í eitt ár og nýtur stuðnings aðila úr atvinnulífinu. Það er nýmæli í rekstri sýningar- sala í eigu borgarinnar. „I Gerðu- bergi verða „stiklur“ úr ferli Braga, 50 verk frá 1950-1989. í Sjónarhóli verða svo ný og nýleg verk þar sem listamaðurinn hefur fijálsar hendur og sú sýning verð- ur opnuð í dag kl. 16,“ sagði Hann- es Sigurðsson listfræðingur og menningarfulltrúi í Gerðubergi. Yfir sumartímann er ætlunin að snúa við blaðinu og bjóða lista- mönnum af yngri kynslóðinni að sýna verk sín í Sjónarhóli. Stefnt er að því að gefa út er- indi listamannsins á Sjónþingi og að sögn Hannesar gæti skapast með þessu hvort tveggja, yfirlits- sýningunni og þinginu, mikilvæg heimild sem nýtist við að örva myndlistarumræðuna nú og er fram líða stundir. Bragi hefur um árabil verið í hópi ■ atkvæðamestu myndlistar- manna landsins. Hann hefur kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands í 40 ár og skrifað gagn- rýni fyrir Morgunblaðið í 30 ár. Hann hefur aldrei farið í launkofa með skoðanir sínar og hefur fyrir vikið verið mjög umdeildur. Hlut- verk spyrlanna í Gerðubergi á morgun verður að halda honum við efnið, og veiða upp úr honum eins miklar upplýsingar og kostur er. „Þeir styðja við hann og „pumpa“ um svör. „Ég verð eins- konar umferðarlögga og sé um að allt fari vel fram,“ sagði Hannes, en hann hefur haft veg og vanda af framkvæmdinni sem búin er að vera í undirbúningi sl. fimm mán- uði. Ég vona að fólk úr salnum dæli spurningum á Braga enda er ætlunin að fínkemba hann.“ Miðað við umræðurnar sem sköpuðust, þegar blaðamaður hitti hópinn með sínar spurningar, er full ástæða að halda vel utan um allt því hiti var í mönnum og lífleg- ar umræður sköpuðust. Ostjórnlega kvensamur Þegar blaðamaður settist niður andspænis íjórmenningunum auk tveggja hraðritara, sem sjá um að koma talmáli yfir í texta á skjá sem staðsettur er fyrir framan Braga, og Hannesar Sigurðssonar var óvíst hvernig blaðaviðtalið myndi þróast en smám saman fór að hitna í kolunum og greinilegt er að það ríkir engin lognmolla þar sem myndlist og myndlistarmaður eins og Bragi Ásgeirsson eru til umfjöllunar. „Ég á að fjalla um þetta órólega líf hans Braga, hvers konar maður er hann og hverskonar kennari þó ég hafi aldrei verið nemandi hans. Hann leiddi mig inn í listalífið í Kaupmannahöfn árið 1950 og var fyrsti maðurinn sem sýndi mér heimslistina. Hann er náttúrlega óstjórnlega kvensamur, eins og sést í verkum hans, og það fjalla ég um ásamt fleiru. Bragi er búinn að segja; þú mátt vera eins nær- göngull og dónalegur og þú vilt og ég skal aldrei móðgast við þig, Bragi „all- ur“ á Sjón- þingi og á Sjónarhól Á morgrin verður fyrsta sjónþing Gerðubergs haldið í Gerðubergi. Þóroddur Bjarnason hitti þátttakendur og úr varð einskonar „general“ prufa enda lá mönnum mikið á hjarta. Hannes Sigurðsson: „Ég er ekki sammála þér. Bragi er umdeildur meðal margra ungra listamanna." Einar: „Menn býsnast mikið útaf þessari aðstöðu Braga á Morgunblaðinu og það hafa komið óskir til ritstjóranna þar um að þagga niður í karli.“ Sigurður A. Magnússon: „Það stendur alltaf styr um gagnrýn- endur og var líka þegar ég var gagnrýnandi. Við höfðum mikil áhrif og völd, þannig var það bara,“ og nú grípur Einar inní óg minnist á það að hann hafi verið gagnrýnandi líka og Sigurður seg- ir að ef ekki væri brugðist við gagnrýni Braga væri hann dauð- ur, „það er lífsmerki að hann er alltaf að vekja viðbrögð." Nú sjá menn hvert stefnir og velta fyrir sér hvort samræður þeirra á milli leyfíst á sunnudag. „Svona verður málþingið, það verður heitt í kolunum," segir Hannes og er sjálfum heitt í hamsi, „það er rétt, Bragi vekur viðbrögð en er hann alltaf að vekja sömu viðbrögðin, er hann staðnaður? Ef svo er er hann kannski ekkert staðnaðari en þeir ungu.“ Menn vita ekki alveg svarið við þessu og blaðamaður grípur inn í með spurningu sem strax er slegið á Morgunblaðið/Ásdís JÓN Proppé, Sigurður A. Magnússon, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Óli Atlason, Sigfús Oddsson og Hannes Sigurðsson verða í aðalhlutverki á Sjónþingi Gerðubergs á morgun. og því er ég ekki hræddur við að spyija hann nærgöngulla spurn- inga. Hann vill það,“ sagði Sigurð- ur A. Magnússon. Nú er Bragi spurður hvort farið sé að gæta taugatitrings hjá hon- um fyrir uppákomuna. „Ég verð vafalaust tauga- spenntur. Fyrir 17 árum þegar ég var með stóra sýningu á Kjarvals- stöðum talaði ég fjórum sinnum fyrir fullu húsi og sagði m.a. brandara um sjálfan mig.“ „Mitt hlutverk,“ segir Einar Hákonarson, „er að tala um mynd- listina hans og ferilinn. Við Bragi þekkjumst mjög vel. Hann var kennarinn minn í gamla daga og kenndi okkur grafíktækni sem svo varð til þess að ég og fleiri urðum nokkuð hrifnir af þeirri listgrein. Ég vil einnig koma inn á afstöðu hans til myndefnisins í myndum hans og fá fram skoðanir hans á nýlegu útvarpsviðtali þar sem ákveðinn sýningarstjóri sagði að nú væru listamennirnir orðnir nán- ast óþarfir og að sýningarstjóram- ir væru orðnir aðal listamennirn- ir,“ segir Einar Hákonarson og í framhaldi lét hann gagnrýnisorð falla um listsagnfræðinga, eins og hann kýs að kalla þá og talaði um völd þeirra og einræði og lista- mennina ungu sem verða að setja sig undir þá til að eiga einhveija möguleika. „Bragi er tvímælalaust afkasta- mesti myndlistargagnrýnandinn á landinu og sá sem hefur starfað lengst," segir Jón Proppé, „það er ekki hægt að neita því að hann hefur verið ansi umdeildur og er í viðkvæmari stöðu en margir aðr- ir gagnrýnendur því að hann er sjálfur listamaður. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að afneita ýmsu nýju sem kemur fram og að vera harður og smásmugulegur í sínu máli. Ég á von á að það verði mikið af spurningum utan úr sal um þessa hlið á honum og sjálfur hef ég ýmsar spurningar," sagði Jón og bætti við að Bragi hefði aldrei verið ragur við að svara gagnrýni á sína eigin gagnrýni og hefur mjög mótaðar hugmyndir um hlutverk sitt sem gagnrýn- anda. Aðspurður sagði hann einnig að sjá mætti margt í skrifum hans sem ætti sér samsvörun í starfí hans í myndlist. Hann talar mikið um skólun og ákveðin undir- stöðuatriði í vinnu myndlistar- manna og sér oft aðra hluti í sýn- ingum heldur en aðrir af því að hann er þjálfaður myndlistarmað- ur. Það eru sterk tengsl þarna á rnilli." „Allt sem þú vildir vita en þorð- ir aldrei að spyija um,“ segir Hannes, „þetta er Bragi „allur“.“ Verður salurinn nógu stór? Hannes: „Ég vona að hann verði ekki nógu stór. Hér er Bragi kom- inn ljóslifandi og ég vona að menn noti tækifærið og stormi hingað uppeftir hvernig sem viðrar.“ Einar Hákonarson: „Þessi gagn- rýni á hann sem gagnrýnanda er fyrst og fremst komin frá listsagn- fræðingum en ekki listamönnum. Mér sýnist þeir líta á aðstöðu Braga í Morgunblaðinu öfundaraugum." frest til að bæta við fyrri umræðu. Einar gengur lengra og varpar fram spurningunni stóru, og greinilegt er að hann er ekki frjáls- lyndur þegar að þessu kemur, en spuringin er að sjálfsögðu HVAÐ ER MYNDLIST?! Ósýnileg myndlist „Á síðustu tímum hefur mynd- listarhugtakið verið teygt svo rosa- lega að við getum sagt sem svo að þegar ekki sést neitt sem kallað er myndlist þá er komið að stóru spurningarmerki og það er það sem gagnrýni Braga byggist á, hefðbundin gildi, grundvölluð á hans menntun og þjálfun. Þetta er hans rauði þráður.“ Nú bætast fleiri desibil við raddstyrk manna við borðið, þeir takast á. „Þetta er eitthvað annað,“ segir Einar, „það vantar nýtt orð. Myndlist er eitthvað sem sést.“ Sigurður: „Getur myndlist verið eitthvað ósýnilegt?" Einar: „Þú hefur greinilega ekki fylgst með.“ Umræðan er nú farin að snúast um annað en Braga en er þó hon- um tengd. Hannes segir að „Brög- um“ þessa heims fari fækkandi. „Hann heldur uppi gildismati sem í dag er ekki „inni“. Ég er ekki að segja að hann sé síðasti geir- fuglinn en það eru ekki margir eins og hann eftir þetta harðir, auk þess hefur hann aðgang að stærsta fjölmiðli landsins og nær að halda hugtökum opnum sem eru á skjön við viðtekin gildi. Einar segir sögu af því að nú þurfi sumir listamenn ekki einu sinni að kunna að teikna. „Við vit- um hvað hefðbundin myndlist er. Þegar maður kemur hér í Gerðu- berg núna og sér myndirnar hans Braga þá rekur mann í rogastans. Það er svo langt síðan það hefur verið einhver myndlist á veggjun- um,“ og núna reka allir upp hlátur en þó vita menn að Einari er full alvara með yfirlýsingunni og ýtir á eftir skilgreiningu á þessu „hinu“ og „hugmyndalistinni". Bragi fylgist með umræðunum á tölvuskjá. Drengirnir taka vaktir við vélritunina og nudda fingurna á milli tarna. Bragi hefur lítið tek- ið þátt í umræðunni en nú spyr blaðamaður um álit hans á henni. „Það er verið að tala um fólk en hvaða fólk er verið að ræða um. Ungir menn tala eins og þeir eigi heiminn og séu málpípa fólksins," segir hann. Voru hlutirnir öðruvísi þegar þú varst ungur, er ekki sagan alltaf að endurtaka sig? „Við bárum virðingu fyrir hinum eldri og ég man til dæmis eftir því hvað við bárum mikla virðingu fyrir gagnrýnendum, þeim sem þorðu að skrifa gagnrýni í gamla daga.“ Finnst þér skorta á virðingu fyrir þér sem gagnrýnanda? „Nei, alls ekki, en þegar Hann- es er að tala um ungt fólk, hvaða unga fólk á hann þá við, er það allt ungt fólk? Margt ungt fólk er mjög ánægt með gagnrýni mína.“ Blaðamaður bætir við og spyr hvort það séu þá bara þeir sem eru á móti honum sem séu hávær- astir? „Það bylur hæst í tómri tunnu,“ svarar Bragi og brosir í kampinn. Hann ræðir um störf sín hjá Morgunblaðinu og segir skrif sín hafa breyst í gegnum árin á þann hátt að nú sé hún efnismeiri, enda leggi hann mikla vinnu í að fylgj- ast vel með öllu sem er á seyði hérlendis sem erlendis. Bragi talar um að gagnrýni þurfi að vera rök- studd, en er hans gagnrýni alltaf studd nógu góðum rökum? „Ég er með 42 ára reynslu að baki og það eru næg rök,“ svarar hann. Fórnir færðar Bragi segist hafa á síðustu árum lagt áherslu á að gera við gamiar myndir sen lágu í kjallara foreldra sinna sem voru skemmdar. „Ég gjörbreytti þeim og það hefur tek- ið mikinn tíma en nú er ég að byija að mála aftur. Ég er ekki alveg klár á hvert stefnir, ég bý aldrei til neitt fyrirfram heldur læt myndefnin koma til mín, ég verð fyrir áhrifum. Ég býst við að koma með sýningu á nýjum verkum fyrr en varir. Ég er með mörg verk í takinu.“ Hann sagði að oft hefðu komið tímabil þar sem hann hefði ekkert gert í langan tíma og til dæmis hætti hann í grafík í 20 ár. „Ég færði fórnir fyrir aðra og það eiga listamenn aldrei að gera,“ segir hann og brosir, „ég var plataður út í það að kenna alveg eins og að gagnrýna.“ Sérðu eftir því? „Ég sé eftir því að hafa ekki unnið sjálfur. Ég var ekki í að- stöðu til þess. En ég sé ekki eftir því að hafa kennt enda finnst mér gaman að vinna með ungu fólki og hef lært heilmikið af því líka.“ Heldur þú þér ungum þannig? „Ég er komungur." Áttu von á að kvenfólkið eigi eftir að fjölmenna hingað uppeftir á sunnudaginn? „Hingað eiga eftir að koma öll kvikindi," sagði Bragi að lokum og hló. Margt fleira var skeggrætt en þó var greinilega bara um toppinn af ísjakanum að ræða og þeir menn sem taka þátt eiga nóga orku eftir og þegar salurinn verður orðinn fullur af áhugasömu fólki er von á líflegri og íjörugri um- ræðu um myndlistarmanninn, gagnrýnandann og kennarann Braga Ásgeirsson og myndlist al- mennt á morgun kl. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.