Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13. FEBRÚAR1996 B 3 KNATTSPYRNA Þeir skoruðu gegn Möltu Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson ÓLAFUR Þórðarson, Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Grétarsson og Arnór Guðjohnsen gerðu mörkin þegar Island vann Möltu 4:1 og voru ánægðir þegar þeir fóru frá Möltu í gærmorgun. Rússar urðu í efsta sæti eftir sigur gegn Slóvenum. Ólafur Þórðarson kom íslendingum á bragðið í 4:1 sigri gegn Möltu Stórkostlegt að sjá knöttinn í netinu“ ÓLAFUR Þórðarson kom íslendingum á bragðið með glæsi- legu marki, þegar landsliðið vann Möltu stórt, 4:1, á Möltumót- inu. Ólafur, sem skoraði einnig gegn Slóvenum, skoraði eftir aðeins sjö mín. Hann fékk þá knöttinn inn ívitateig, náði að leika á fimm leikmenn Möltu sem voru i kringum hann — sendi knöttinn síðan með föstu vinstrifótarskoti efst upp í markhornið fjær. „Það var stórkostlegt að sjá knöttinn í net- inu,“ sagði Ólafur Þórðarson. „Ég náði að snúa varnarmenn Möltu af mér áður en ég skaut.“ Olafur sagði að sigurinn hafi komið á réttum tíma. „Það hefur verið ákveðin stígandi í leik okkar hér á Möltu,“ sagði Ólafur. Leik- menn íslenska liðs- ins náðu sínum besta leik og skor- uðu öllum að óvörum fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sigurður Jónsson átti stórleik á miðjunni, stjórnaði leik íslenska liðsins með nákvæm- Sigmundur Ú. Steinarsson skrifar um sendingum. Leikmennirnir léku mjög skynsamlega — héldu knettinum vel og yfirspiluðu leik- menn Möltu, sem voru í kennslu- stund. Bjarki Gunnlaugsson skoraði annað mark íslands' og var það einnig glæsllegt. Arnór Guðjo- hnsen skallaði knöttinn fyrir mark Möltu á 28 mín., þar sem Bjarki var á auðum sjó — kastaði sér til hliðar og klippti knöttinn glæsilega í netið. íslendingar gerðu síðan út um leikinn rétt fyrir leikshlé þegar þeir skoruðu tvö mörk með tveggja mín. milli- bili. Arnar Grétarsson skoraði þriðja markið á 43. mín., þegar hann fékk langa sendingu fram völlinn frá Olafi Þórðarsyni. „Sending Ólafs var glæsileg, ég náði að skjótast inn fyrir varnarl- ínu Möltumanna og senda knött- inn í netið,“ sagði Arnar. Það var svo Arnór Guðjohnsen sem skor- aði fjórða markið, eftir langt innkast frá Ólafi Þórðarsyni. „Möltumenn náðu að bjarga skoti frá Eyjólfi Sverrissyni á markl- ínu, þannig að ég fékk knöttinn óvænt fyrir opnu marki og sendi knöttinn í netið,“ sagði Árnór. Skot hans hafnaði á stönginni áður en hann fór í netamöskvana. Þar með voru íslendingar búnir að greiða Möltumönnum rothögg, sigurinn var aldrei í hættu, Möltu- menn náðu að minnka muninn í 4:1 með glæsilegt marki. Kristján Finnbogason, sem kom inná sem varamaður fyrir Birki Kristinsson í leikhléi, átti ekki möguleika á að veija skot Antoine Zahra af 27 m færi. Islenska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik fór þreyta að segja til sín. Sigurður Jónsson lék mjög vel. Þegar Þorsteinn Guðjónsson, sem lék í stöðu aftasta varnarmanns, var tekinn af leikvelli í seinni hálf- leik og Helgi Sigurðsson settur inná, fór Arnar Grétarsson aftur í stöðu miðvarðar. Rússar urðu sigurvegarar á Möltumótinu — þeir unnu Slóvena 3:1. „Gleðilegt að fagna sigri Sigurinn gegn Möltu var virki- léga sætur og kom á réttum tíma — við enduðum keppnina hér á Möltu með miklum sóma,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, eftir stórsigurinn, 4:1, á Möltu. „Eftir að við stórtöpuðum óvænt gegn Slóveníu, voru leikmenn ákveðnir að láta það slys ekki endurtaka sig. Það kom ákveðin stemmning í liðið fyrir leikinn gegn Rússum og eins gegn Möltubúum. Strákarnir voru stað- ráðnir í því leggja sig alla fram. Það er því mjög gleðilegt fyrir mig og strákana að fagna hér sigri.“ „Það kom mér skemmtilega á óvart að við skyldum skora fjögur mörk í fyrri hálfleik og þá kom það mér einnig á óvart hvað leik- urinn var í raun og veru auðveld- ur, því að Möltumenn höfðu leikið mjög vel gegn Rússum og Slóven- um. Við vorum með það í okkar undirbúningi, að Möltumenn myndu mæta sigurvissir til leiks, vanmeta okkur — eftir stórtapið gegn Slóveníu, en Möltumenn gerðu jafntefli gegn þeim, 0:0. Við ákváðum því að taka þá í bólinu og Ólafur Þórðarson færir okkur óskabyijun. Það var ljóst þegar Möltumenn voru búnir að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálf- leik, að þeir myndu mæta ákveðn- ir til leiks í seinni hálfleik. Við vorum aftur á móti ákveðnir að missa ekki forskot okkar og ein- kenndist seinni háfleikurinn af því. Þá kom einnig þreyta fram hjá leikmönnum, sem léku þijá landsleiki á sex dögum,“ sagði Logi Ólafsson. Sigurður með stórleik SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði landsliðsins, átti stórleik gegn Möltu — stjórnaði liði sínu eins og herforingi í fyrri hálfleik, þegar Islendingar sendu knött- inn fjórum sinnum í netið hjá Möltubúum. Aðstoðarþjálfari Örebro í Svíþjóð — liðsins sem Sigurður er að ganga til liðs við, sá leikinn og var ánægður með Sigurð. íslendinga- slagur ARNÓR Guðjohnsen og Sigurð- ur Jónsson farafljótlega í æf- ingabúðir með Örebro til Möltu. Þar verður einnig norska liðið Brami, sem Birkir Kristinsson og Agúst Gylfason leika með. Liðin munu mætast í æfingaleik á Möltu. Leikið gegn Frökkum EGGERT Magnússon, formaðui' Knattspyrnusambands íslands, gekk frá þvi um helgina að ís- lendingar leika vináttuleik gegn Frökkum í París 5. júlí. Það er síðasti landsleikur Frakka áður en þeir halda til Englands til aðleikaíEM. Logi „njósn- ar“ um íra ÍRAR, sem eru mótheijar ís- lendinga í undankeppni HM, ieika vináttuleik gegn Rússum i Dublin áður en Rússar fara á EM. Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari íslands, ætlar að fara á leikinn til að „ryósna" um íra. íslendingar mæta þeim í Dublin næsta haust. Vill gerast umboðsmað- ur Arnars EFTIR leik íslands og Möltu kom umboðsmaður, sem sér um sölur á leikmönnum í Evrópu, til Amars Grétarssonar og spurði hann hvort hann mætti reyna að koma honum á samn- ing hjá erlendu liði. „Ég sagði við hann, að mér væri sama, enda kostar það ekkert að vera á lista þjá honum,“ sagði Arnar. Skemmtilegt að strákurinn skoraði einnig ARNÓR Guðjohnsen var injög ánægður þegar hann frétti að sonur hans, Eiður Smári, hefði skorað sitt fyrsta mark fyrir Eindhoven í 1. deildarkeppninni í Hollandi. „Það er skemmtilegt að strákurinn skoraði einnig um svipað leyti og ég var að skora gegn Möltubúum," sagði Amór. Möltumenn fögnuðu marki Arnórs ÞAÐ var greinilegt að stór hóp- ur þeirra 4.300 áhorfenda sem sáu leik Möltu og íslands á Ta’Q- ali-leikvellinum á Möltu, vom ekki ánægðir með sína menn. Þegar Amór Gucíjohnsen skor- aði fjórða mark íslands, stuttu eftir að Amar Grétarsson liafði skorað þriðja rnarkið, fögnuðu þeir marki Amórs innilega og síðan bauluðu þeir á slna inenn þegar þeir geugu af leikvelli í leikhléi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.