Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SlÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1996 BLAÐ EFNI Viðtal 3 Sigurbjörn Sigurðsson og Jóhann Viðar Jóhannsson í Reykjanesbæ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál £ Lýsingurinn er undirstaða fisk- vinnslu í Suður- Afríku SA GULIBLOÐGAÐUR • yÍÐIR J óhan nsson blóðgar v ænau þorsk um borð í netabátn- um Farsæli SH 30. Báturimt hef- urlengstaf veríðgerðurátfrá Grundarfirði, en var nýlega Morgunblaðtö/Guðlaugur Albertœon seldur til Stykkisbóims. Frétta- ritari Versins bra sér í síðasta róðurinn undir s^órn Grundfirð- inga á dögunum og kynnti sér gangmála. Hundrað þúsund tonn af fiski veiddust í janúar Afli af flestum tegundum er mun meiri en í fyrra MJÖG góð aflabrögð voru í janúarmánuði síðastliðn- um. Alls bárust rúmlega 100.000 tonn á land, en aðeins 37.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Meira veiddist af nánast öllum fisktegundum nú, en mestu munar um mikinn loðnuafia, eða nærri 40.000 tonn. í janúar í fyrra veiddust aðeins 1.262 tonn af loðnu. Þorskafli í janúar varð nú alls 17.868 tonn á móti 14.025 í fyrra. Mikil fiskigengd og góðar gæftir hafa ráðið mestu um góð aflabrögð. Þorskafli togara var minni í janúar nú en í fyrra, en bátarnir juku þor- skaflann verulega, eða úr rúmlega 7.000 tonnum í 12.200 tonn. Smábát- ar juku hlut sinn einnig og hefur lín- utvöföldunin skilað bátunum miklu. Fiskur veiddur á línu í nóvember, des- ember, janúar og febrúar reiknast aðeins að hálfu til kvóta, þar til sam- eiginlegur afli þorsks og ýsu hefur náð 34.000 tonnum. Línuafli króka- báta er ekki meðtalinn. Úthafsrækjuafli var einnig mikill í janúar eða 6.201 tonn, sem er rúm- lega tvöföldun frá sama mánuði í fyrra og af innfjarðarækju veiddust tæplega 2.200 tonn, sem er þreföldun frá árinu áður. Þá veiddust nú 19.000 tonn af síld í janúar en aðeins 1.175 tonn í fyrra. Sé litið á fiskveiðiárið, sem hefst 1. september, er heildaraflinn nú um 477.000 tonn, sem er nærfi 130.000 tonnum meira en á sama tíma á síð- asta fiskveiðiári. Þorskafli þetta tíma- bil er rúmlega 73.000 tonn, sem er 8.000 tonnum meira en í fyrra, en botnfiskaflinn er 167.500 tonn, sem er nánast alveg sama og í fyrra. Mikil aukning á rækjuafla Rækjan hefur veiðzt mun betur nú en í fyrra og eru komin 33.000 tonn af úthafsrækju á land á móti 26.300 í fyrra og af innfjarðarækju veiddust nú tæplega 5.500 tonn, en 3.900 í fyrra. Síldaraflinn er svipaður milli fiskveiðiára, en þó heldur minni nú, alls 124.000 tonn. Það er svo loðnan sem gerir gæfumuninn. Það, sem af er fiskveiðiári, hafa 130.000 tonn bor- izt á land, en veiðin þetta tímabil í fyrra brást alveg og ekki veiddust nema 14.600 tonn. Fréttir Mokafli á rækjunni • RÆKJUBÁTURINN Ar- on ÞH kom til hafnar á Húsavík á laugardag með um 18 tonn af rækju eftir daginn. Þetta er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einum da- gróðri. Aron er einn þriggja húsvískra báta sem hef ur leyf i til rækjuveiða á Skjálfandafióa. Stefán Guð- mundsson, skipstjóri, sagði i samtali við Morgunblaðið, að rækjuveiðin að undan- förnu hafi^verið ævintýri líkust og síðasti laugardag- ur væri langbesti dagurinn á vertíðinni./2 Neyðarástand í útveginum • RÁÐAMÖNNUM í Evr- ópusambandinu og sljórn- völdum í Bretlandi hefur ekki enn skilist þvílíkt neyð- arástand ríkir í sjávarút- vegsmálunum og vinna þess vegna að því í raun að eyði- leggja miðin á stórum svæð- um og þar með afkomu fólks í fiskveiðibæjunum. ¦ Einn fulltrúa breska íhalds- flokksins í lávarðadeildinni lýsti þessu yfir í síðustu viku./2 Mikill aflasamdráttur • ÁRIÐ1987 var þorskafl- inn numið alls tæplega 390 þúsund tonnum. A verðlagi ársins 1995 var aflaverð- mætið um 23,1 milljarður króna. Á síðastliðnu ári áætlar Fiskifélag íslands að þorskaflinn hafi numið 168 þúsund tonnum og verð- mæti á sama verðlagi hafi verið 11,8 miUjarðar króna. Á verðlagi ársins 1995 voru verðmæti á veitt kíló árið 1987 59,35 krónur, en árið 1995 70,08 krónur./5 Borgey vinnur mikið af síld • ALDREI hvorki fyrr né síðar hefWjafn mikið af síld verið unnið til manneld- is af síld á einni vertíð af einu og sama fyrirtækinu og hjá Borgey hf. á Höf n í Hornafirði. Fryst voru 4.848 tonn af afurðum sem er nýtt met og saltað í 39.000 tunnur, en saman- lagt gerir þetta 87.480 tunnuígildi sem er líka met./8 Markaðir Mikið saltað af síldinni • SÍLDARSÖLTUN á yfir- standandi vertíð er nú kom- in í nærri 141.000 tunnur, sem er tæplega 2.000 tunn- unrmeira en á síðasta ári. Síldveiðar liggja nú niðri meðan loðnuvertíðin stend- ur sem hæst, en veiðarnar eru leyfilegar til loka apríl. Því er hugsanlegt að enn eigi eftir að salta meira, þar sem síldarkvótinn er ekki enn veiddur að fullu. Þetta er því orðin mesta söltun síðustu fimm vertíðir og hefur framleiðsla á síld til manneldis farið vaxandi síð- ustu árin. Sfldarsöitun á Islandi síðustu 5 vertíðir 150 ÞÚS. tonn 100 ? SittamSk ¦ Öirnur sítt 139.CM 91/92 92/93 93/94 94/95 95/96 Síldarvinnslan afkastamest Síldarsöltun 1995-1996 eftir söltunarstöðum Staður Saltað magn, tonn Vopnafjörður Seyöisljörður ZI 7-956 Eskifjörður D|úpivogur Hðfn Vestm.eyjarFJi.73J Grindavík Akranes mwm 375 BSÚ He;iml<r SOdartítvegsnefnd • TVÆR hafnir skera sig úr í síldarsöltun á vertíð- inni. A Höfn í Hornafirði var saltað í tæplega 53.000 tunn- ur og rúmlega 42.000 tunn- ur í Neskaupstað. Aðrar hafnir standa þessum langt að baki og í þriðja sæti er Eskifjörður með rúmlega 19.000 tunnur. Af einstökum söltunarstöðvum er Síldar- vinnslan í Neskaupstað hæst með 42.000 tunnur og Borg- ey á Höfn næst með 39.000 tunnur. Hornfirðingar sölt- uðu mest af síldarflökum, en Norðfirðingar komu J næstir og loks Eskfirðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.