Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 B 7 ____________________GREIiNIAR Til varnar skakkörlum NÚ HAFA mönnum borist nýjustu reglur sjávarútvegsráðuneytis um hina válegu trillubátaógn og hún gefur tilefni til margskonar vanga- veltna. Reyndar þarf að taka það fram strax að vafasamt er, að ráð- herra sjálfur hafi átt mikinn þátt í reglugerð þessari því hann er sagður allgreindur maður, en þessi gerð er ekki verk allgreindra manna eða hvað? Hér er nefnilega á ferðinni enn ein staðfesting á því að þegar menn eru að tala um krókabáta þá er að- eins átt við línubáta. Handfærabátar geta með engu móti unnið eftir þessum reglum, eða var það kannske meiningin? Þessar reglur eru ávísun á mikla aflaaukn- ingu vegna þess að ýtt er undir línu- útgerð, en að sama skapi dregið úr handfæraveiðum. Miklu meira fiskast á línu heldur en handfæri og menn þurfa líka miklu meiri afla á línu heldur en handfæri til þess að vinna fyrir sér. Aflaaukning er því óumflýjanleg. Aftur á móti hefur það jafnan verið viðkvæði ráðamanna að trillur veiði alltof mikið. Af hveiju eru þeir þá að ýta undir aflaaukn- ingu? Af hveiju rýmka þeir ekki held- ur fyrir handfæraveiðum, svo að fleiri geti unnið fyrir sér og draga um leið úr aflamagni? Hafa ráðgjafar brugð- En allt ætlar vitlaust að verða, segir Eðvald Eðvaldsson, þó skak- karlar fái 20-60 tonn á handfæri. ist og ekki bent reglugerðarmönnum á þessar augljósu staðreyndir? Hvað hefur svonefnd „spjallnefnd“ sem skipuð var á aðalfundi LS í haust lagt til málanna? Kannske vaj heldur ekki við miklu að búast. Á skýringarmyndum sem menn fengu frá skrifstofu LS sést að línuafli krókabáta fer jafnt og þétt vaxandi frá 1991 og er orðinn rúmlega þriðj- ungur ’94 og ’95 samkv. Lóðs. Samt sem áður eru þessi hlutföll röng. Bæði er línuafli mikið meiri heidur en fram kemur og það sem verra er; svo til allur „svindlfiskur” er skráður á handfærabáta. Glöggir menn telja því að hand- færafískur geti verið þriðjungur af heildarafla, en ekki öfugt. Ekki er ástæða lengur að draga fjöður yfir það, að margir • „krókabátar" hafa stundað fískflutninga grimmt (aðal- lega handfærabátar) og svo línubátar vigtað yfir á handfærabáta. Þetta vita allir sem skoða málið, en ein- hverra hluta vegna er reynt að þegja þetta í hel. Fiskistofumenn tala um skort á sönnunargögnum þegar klag- að er og forastu LS þykir ekki hlýða að klaga félaga sína. Hvorutveggja er auðvitað misskilningur og viðbárur. Kunnugt um fjölda afbrota Undirrituðum er kunnugt um fjölda af afbrota af þessu tagi; sum hafa reyndar komist upp en miklu fleiri aldrei. Á hinn bóginn er undir- rituðum ekki kunnugt um nein dæmi þess að krókabátar hafí róið á bann- dögum. Undanskilið er reyndar er nokkrir bátar á Vestfjörðum rera til steinbíts á banndegi og auglýstu það rækilega sjálfír. Svo og tvö tilfelli nú í haust þegar einum fímmtudegi var skotið inn sem banndegi og menn vöraðu sig ekki á. Því s^cilur maður ekki þann skatt sem lagður er á krókabáta til að fylgjast með að ekki sé róið á bann- dögum. Eins og allir vita eru 213 dagar frá 1. febr. til 31. ágúst og af þessum 213 dögum eru 166 banndagar. Aðeins má veiða á 47 dögum. Jafnframt er þessum 47 dög- um skipt niður á þijú tímabil, þannig að í febrúar, mars, apríl má nota 21 dag, sem er auðvitað sérstaklega fyrir línubáta og þarmeð innbyggð aflaaukning. Þá era eftir 26 dagar á 4 mánuðum sem ætla má að hand- færabátar almennt geti nýtt sér, enda aðeins 6-7 dagar í mánuði. En kostnaður krókabátaeigenda við eftirlitið með sjálfum sér er vægt áætlað yfír 15 millj. á 47 dögum. Ætli menn hafi hugsað út í þetta? Kemur þetta einhveijum á -óvart? Vaxandi eftirlit sjómanna Nýlega ályktuðu valinkunnir lög- menn um véiðieftirlit á þeim „flæmska". Þar kemur fram að ekki er hægt að neyða menn til að greiða fyrir eftirlit með sjálfum sér. Á það ekki líka við um trillur? Og með tilliti til þess að krókabátar hafa aldrei róið á banndögum, með þeim undantekn- ingum er áður getur, er eftirlit óþarft fram yfír það sem fæst með tilkynn- ingaskyldu og almennu eftirliti sjó- manna sjálfra. Ennfremur era veiðieft- irlitsmenn Fiskistofu oft á ferðinni. Til marks um vaxandi eftirlit sjómanna sjálfra, skal það tekið fram að þeir tveir bátar sem undirrituðum er kunn- ugt um að rera á plat-fímmtudeginum, af vangá, vora báðir kærðir til Fiski- stofu af félögum sínum, sem sjálfsagt og eðlilegt er. Ærlegir menn hafa nógu lengi horft upp á misnotkun kerfísins þegjandi og sú þögn er nú að koma þeim í koll, einkum og sér í lagi handfærakörlum. Aldrei verður unnt með neinum gildum rökum að halda því fram að handfæraveiðar hafi hin minnstu áhrif á fískistofna á nokkurn hátt. Víða við N-Atlantshaf eru menn farnir að ýta undir handfæraveiðar sem vistvænar og sjálfsagðar. Þeir hafa náð þeim þroska að sjá að meðan nokkur fiskur er veiddur úr sjó þá er á allan hátt hagkvæmast og skynsamlegast að gera það með handfærum. Af þessum sökum og fleiri er ekki seinna vænna að að- skilja í eitt skipti fyrir öll línu og handfæri. Sá aðskilnaður gæti orðið með ýmsum hætti og hafa margir þing- menn og ráðamenn nú þegar í hönd- unum ákveðnar tillögur og hugmynd- ir. Umfram allt að heíja þessar að- gerðir strax og láta svo skakkarla nokkurnveginn í friði. Þeir geta aldr- ei orðið til vandræða og era ekki sambærilegir við aðra veiðimenn á neinn hátt. Sá í blaði í gær að frændi minn einn segist hafa aflað 2700 tonn á síðasta ári við tíunda mann. Telst mér þá til að hver maður standi fyrir 270 tonnum. Ekki hef ég heyrt neinn óskapnast yfir því. En allt ætlar vitlaust að verða þó skakkarlar fái 20-60 tonn á handfæri. Þetta hnoð á trillukörlum er engan veginn sæmandi lengur og mál að linni nú þegar. Ef ráðgjöf óskast varðandi aðskilnað línu og handfæra þá fæst hún hjá öllum alvöru skakkörlum fyrirvaralaust og er ókeypis. Höfundur er skakkarl. R AÐ AUGL YSINGAR ATVINNA ÍBOÐI Baader-maður óskast Vanan Baader-memn vantar á frystitogara af minni gerðinni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf seinni hluta þessa mánaðar. Nánari upplýsingar í símum 853-8080 og 481-1610. FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR Yfirverkstjóri Fiskiðjan Skagfirðingur hf. óskar eftir að ráða yfirverkstjóra til starfa. Við ieitum að manni með reynslu í verk- stjórn og saltfiskmati til að stjórna vinnslu og mati. Leitað er að áhugasömum einstaklingi til framtíðarstarfa hjá fyrirtækinu. Vinnslan felst í flatningu á þorski og einnig móttöku og pökkun sjósaltaðs fisks. Skreið- arvinnsla, þ.m.t. hausaþurrkun, fellur ekki undir yfirverkstjóra í saltfiski. Nánari upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hfM merktar „Fisk 071“, fyrir 20. febrúar nk. TIL SÖLU Tilsölu Eldhamar GK-13 Til sölu er Eldhamar GK-13, sem er 38 bt tog-, línu- og netabátur, smíðaður á ísafirði 1970, með 360 hestafla Mitsubishi aðalvél, árg. 1986. Báturinn selst með eftirfarandi aflahlutdeildum: Þorskur 0,0631304%, ýsa 0,1296488%, ufsi 0,0049763%, skarkoli 0,0376447% og Eldeyjarrækja 7,6923077%. Arnþór EA-16 Til sölu er Arnþór EA-16, sem er 349 bt tog-, neta- og nótaskip, byggt í A-Þýskalandi 1964, með 750 hestafla Callesen aðalvél, árg. 1975. Búnaður skipsins hefurverið end- urnýjaður verulega og er í mjög góðu ástandi. Burðargeta er u.þ.b. 520 tn af loðnu. Skipið selst með veiðileyfi en án aflahlut- deildar. LM skipamiðlun «« Friðrik J. Arngrímsson hdl., M löggiltur skipasali, w Skólavörðustíg 12, Reykjavík, Æk. sími 562 1018. Kvóti Kvótamiðlun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Flöfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 562-2554 og símbréf 552-6726. Fiskiskip Til sölu Látravík BA-66, sknr. 1213, sem er 111 tonna yfirbyggt stálskip. Skipið selst með veiðiheimild en án allra aflaheimilda. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562-2554, fax 552-6726. Ráðstefna um tækni og vinnslu í sjávarútvegi haldin á Hótel KEA, Akureyri, 17. febrúar 1996 á vegum Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags íslands. Nánari upplýsingar og dagskrá á skrifstofu VFÍ og TFI, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, sími 568 8511 og fax 568 9703. Almennt þátttökugjald er 5.000 kr. og 7.500 kr. með kvöldverði. Veittur er 1.000 kr. af- sláttur fyrir félaga í TFÍ og VFÍ. Innifalinn í þátttökugjaldi er léttur hádegisverður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.