Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 B 3 VIÐTAL Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 568 6499. ÞRÖSTUR, sonur Jóhannesar, vinnur hjá fóður sinum og hefur greinilega gaman af. í GAUKNUM er allur aflinn nýttur og hér er Ásthildur Guðmundsdóttir önnum kafin við að „fésa“ þorskhausa. Jóhannes Jóhannesson í Gauk hefur verið lengi í útgerð og fiskverkun BROOK CROMPTON rafmótorar JÓHANNES Jóhannesson hefur lengi starfað við sjómennsku og fiskverkun á Suðurnesjum. Hann hóf að verka físk sjálfstætt að Vík- urbraut 6 í Keflavík árið 1974 og seldi bát sem hann átti árið 1991 vegna kvótaleysis, og segir að mein- ingin hafi verið að eyða efri árunum við fískverkun í landi. En Jói Gauk- ur, eins og hann er kallaður, segir það hafa farið á annan veg. Kvóta- kerfið hafí séð fyrir því að hann geti ekki hætt fiskverkun og það vinni gegn smærri fiskverkendum. Jóhannes rak fiskverkun Jóhann- esar Jóhannessonar en fyrirtækið varð gjaldþrota 1994 og keyptu synir hans þá fiskverkunina á upp- boði og stofnuðu Gauk hf. og starf- ar Jóhannes við það fyrirtæki í dag. Hann verkar nú saltfisk og er með 10-20 manns í vinnu þegar best lætur. Jóhannes segist hins vegar ekki geta haldið fólki í fastri vinnu því hann viti ekki frá degi til dags hvort hann verði með físk á morgun eða ekki. „Ég þarf að kaupa físk af mörkuðunum og það er tilviljunum háð hvenær kemur fiskur þangað. Ég er í skýjunum ef ég næ í 10 tonn einn daginn. Ég hef verið til sjós og veit það að það er til nægur fiskur og við höfum alltaf getað fiskað hér á Suðurnesj- unum. Ég fór bara í land og ætlaði að hafa það huggulegt í ellinni. En nú bý ég við það að fá ekki að vinna því ég fæ engan fisk,“ segir Jóhann- es. Allur f Iskur ætti að fara á markað Jóhannes segist sannfærður um núverandi kvótakerfi hafi riðlað öll- um jafnaði í fiskverði á landinu. „Að mínu viti ætti að setja allan fisk á markað. Sjáum til dæmis útgerðar- menn hér á Suðurnesjum sem eiga kvóta og setja fiskinn á markað. Þeir eru að fá allt upp í 150 krónur fyrir kílóið af þorski. En úti á lands- byggðinni fá útgerðarmenn aðeins 50 til 70 krónur þegar fiskur er seldur beint frá útgerð til físk- vinnslu sem oft er sami aðilinn. Ég myndi sleikja út um ef ég gæti feng- ið fisk á því verði. Þegar maður kaupir svona dýran fisk má ekkert koma upp á svo að allt fari ekki aftur á bak. Ef allur fiskur færi á markaðinn þá kæmi jafnaðarverð á allt landið, allir fengju sneið af kökunni og dæmið gengi upp.“ Fálr hagnast á kvótakerfinu „Ég til dæmis náði í 20 kör á markaðnum um daginn og borgaði 125 krónur fyrir kílóið. Og ég hef ekki krónu út úr því þegar ég er búinn að verka aflann. Sá sem veiddi aflann hefur ekki krónu út úr þessu heldur. En sá sem leigði honum kvótann fær 95 krónur fýr- ir kílóið. Þannig að það eru bara vissir aðilar sem hafa það gott. Svo er sagt ap það sé verið að styrkja útgerð á íslandi en í raun er aðeins verið að styrkja örfáa aðila. Og það á kostnað til dæmis smábáta. Hver lætur sér detta það í hug að smábát- ar útrými stofninum?“ „Ekkert réttlæti jafnvel missi þá niður eins og kom fyrir um daginn. Það einfaldlega hvessti á þessa báta í mokfiski og þessar skeljar þola ekki mikið. Þess- ir menn voru einungis að reyna að færa björg í bú,“ segir Jóhannes. Kunnl ekkl á kerflð „Á pabbi þlnn kvóta?“ „Niðurrifsstefnan er orðin slík að ef maður á trillu getur hann fengið 80% af henni borguð svo hann hætti sjómennsku. Mér finnst það helvíti hart þegar ungir og duglegir menn mega ekki kaupa sér bát til að róa á. Og það í landi sem gefur sig út fyrir að lifa á fiskveið- um. Hvað eiga þessir menn að kaupa? Dóp?“ Jóhannes segist verða áþreifan- lega var við atvinnuleysið á Suður- nesjum og á hveijum degi komi til hans ungt fólk í leit að vinnu. „Ég vorkenni unga fólkinu í dag. Það fer í taugarnar á mér að sjá þessi krakkagrey vafrandi hér um í al- gjöru reiðuleysi. Þetta er ekkert sniðugt. Að mínu mati er með þessu verið að búa til atvinnuleysi. Nú er höfnin í Keflavík næstum tóm. í gegnum árin hafa verið hér allt upp í áttatíu bátar. Núna eru þeir innan við tíu. Og viðkvæðið hjá lánastofn- unum í Reykjavík hefur alltaf verið það sama: „Farið upp á Völl.“ Og í dag þegar ungu mennirnir hérna eru að leita sér að kærustu, þá er nýjasta aðferðin þessi: „Á pabbi þinn kvóta?“ Og ef pabbarnir eiga kvóta þá hafa stelpurnar ekki frið því eins og allir vita gengur kvóti í erfðir,“ segir Jóhannes. Það er orðið langt síðan ég sá hvert stefndi. Ég kunni því miður ekki á kvótakerfið þá. Ef ég hefði gert það þá gæti ég með góðu móti gert þessa hluti sem ég er að fást við í dag. Ef ég hefði vitað hvernig þetta hefði virkað hefði ég aldrei selt bátinn minn. Ég hefði getað tekið þátt í kvótasukkinu og arðrænt sjómenn, látið þá leigja kvóta og skammtað þeim laun eins og mér sýndist. En mér finnst það hart að geta ekki rekið fyrirtæki án þess að fara illa með fólk,“ seg- ir Jóhannes. Jóhannes segist hafa lent í ýmsu um dagana og vera þakklátur þeim sem hafi sýnt honum skilning í gegnum tíðina. „Það er sárt að eyða lokum ævinnar í baráttu við það fyrirtæki sem faðir minn stofn- aði ásamt öðrum á sínum tíma, fyrirtæki sem ég hef haldið tryggð við alla tíð, fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vera það eina rétta til að skipta við og þykist vera best og stærst á öllum sviðum," segir Jóhannes. JÓHANNES Jóhannesson á skrifstofu sinni í Keflavík. Morgunblaðið/HMÁ Menn ættu að veiða kvótann sinn sjálfir Jóhannes er á þeirri skoðun að mikið nær væri að láta ríkið eiga allan kvótan en ekki einstaka menn. „Menn í útgerð fengju þá kvótann á sanngjörnu verði, menn sem eru að fiska. En þetta kerfi sem núna er gengur ekki upp. Einn fær út- hlutað kvóta og leigir mér hann en fer síðan með sín eigin skip í Smug- una eða Reykjaneshrygg eða gerir eitthvað allt annað en að fiska kvót- ann sinn sjálfur. Þetta er ekkert réttlæti að mínu mati. Menn sem ekki fiska kvótann sjálfir eiga ekki að fá kvóta. Þetta eru eflaust allt saman duglegir strákar, en það eru duglegir menn úti um allt land sem fá ekki kvöta gefins fyrir fleiri millj- ónir á hverju ári. Kvóti er nefnilega ekkert nema beinharðir peningar sem þessir menn nota síðan í rekst- ur fyrirtækjanna. Miðað við aðstæður í dag þá kýs ég nú heldur veiðileyfagjald en svín- aríið sem nú viðgengst. Það á ekki að vera að versla með kvótann. Stærstu kvótaeigendurnir eru lög- fræðingar og aðrir sem eiga pen- inga því þetta er ein sú besta fjár- festing sem hægt er að gera í dag,“ segir Jóhannes. Búið að eyðileggja landgrunnið Jóhannes segist ekki hafa trú á því að fiskistofnar hér við land séu ofveiddir. Hins vegar þurfi að breyta sókninni því togarar breyti hefðbundnum gönguleiðum þorsks- ins. „Stærsta svínaríið var þegar landhelgin var færð út í 200 mílur og við komum með tíu sinnum stærri flota á miðin en við rákum út. Það var til þess að við erum búnir að eyðileggja landgrunnið. Það er allt orðið slétt. Togararnir eiga helst ekki að koma inn fyrir 50 mílur. Þar eiga bátarnir að vera. Á sumum stöðum þar sem var nóg- ur fiskur ár eftir ár þegar ég var til sjós, er núna allt orðið slétt og fiskurinn stoppar ekki lengur þar við. Það er nógur fiskur til í sjónum en það má ekki veiða hann. Hafró ræður því. Ég man til dæmis að á síldarárunum var sagt að þó að all- ur floti heimsins kæmi á miðin gæti hann ekki uprætt stofninn. Eftir tvö ár sást ekki padda á mið- unum. Maður gleymir þessu ekki. En þetta sýnir bara að sem betur fer ráðum við ekki við náttúruna. Það eru skin og skúrir í þessu og náttúran ræður því en ekki reikn- ingsaðferðir.“ Jóhannes segir fiskveiðistefnuna meingallaða og hreint og beint vit- lausa í marga staði. „Kerfið býður til dæmis upp á það að fiski sé hent í stórum stíl því menn vilja ekki eyða kvóta í smáan og verðlausan fisk. Og trillukarlarnir þurfa nú orðið að fá leyfi til þess að fara á sjó. En auðvitað sér skaparinn fyrir þessu öllu og þar á ég við veðrið. Menn fara ekki á sjó nema þegar þeim líst á veðrið en þeir eiga að róa ákveðna daga hvernig sem veðr- ið er. Svo verða menn hissa á að trillukarlar ofhlaði báta sína og í kvótakerfinu“ Jóhannes Jóhannesson, eða „Jói Gaukur“, hefur verið lengi í útgerð og því lifað tímana tvenna. Hann sagði Helga Mar Arnasyni að fiskveiðistefnan í dag væri meingölluð og í sumum tilvikum hreinlega vitlaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.