Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 B 7 FRÉTTIR Loðnufrystingin farin að líkjast „gullæðinu“ LOÐNUFRYSTING stendur Mun meira fryst en "4»»rmá á sama tíma í meira hefur verið fryst en á sama tíma í fyrra, fleiri eru um hituna, frystigeta hefur víðast verið aukin og fjölmargir frystitogarar taka þátt í „gullæðinu“, eins og loðnufrystingin er kölluð. Markaðurinn fyrir frysta loðnu hefur aldrei verið meiri, og auk Japans hafa ýmis ný markaðslönd bætzt í hópinn. fyrra Austfjörðum, suður og vestur um og inn á Faxaflóa. Mum SIÐASTIKROKABATURINN? Morgunblaðið/Sig. Jóns. GARÐAR Björgvinsson bátasmiður og trillukarl og Jón Vil- hjálmsson þjá Smiðjum KÁ framan við nýja b&tinn. Frystitogarinn Heinaste, sem Sjólaskip hafa verið með á leigu, liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn og frystir loðnu. Heinaste var lengst af á erlendri skráningu en er nú skráður á Islandi, en án veiðileyf- is. Sú skráning var forsenda þess að hann fengi leyfi til löðnu- frystingar. Loðnufrysting- in er í samvinnu við Sjólastöðina í Hafnarfirði og er loðnan flokk- uð í húsakynn- um hennar við Óseyrarbraut. Fyrirtækin eru með þijú loðnu- skip í föstum viðskiptum, Súluna EA, Guðmund Ólaf ÓF og Arney KE og er afla þeirra landað á Suðurnesjum og ekið . til flokkunar Hafnarfirði. Frystigetan um borð í Heinaste er allt að 60 tonnum á klukkustund, en þar hefur verið lögð áherzla á frystingu á loðnu fyrir markað í Rússlandi og á Tæwan. Loðnan kom tll Þorlákshafnar fyrir helgi Loðnan kom til Þorlákshafnar rétt fyrir siðustu helgi og margir voru orðnir órólegir að bíða eftir henni en hún kom með tlheyrandi lífi á bryggjunni og í vinnsluhúsun- um. Á laugardag lágu þijú drekk- hlaðin loðnuskip við bryggju og önnur voru væntanleg, þijár dælur gengu stanslaust og dældu loðn- unni á bíla. Ein dælan dældi fyrir Sjólastöðina í Hafnafirði, önnur fyrir Granda og sú þriðja fyrir heimastöðvarnar í Þorlákshöfn. Vörubílstjórar vöppuðu glaðbeittir um hafnarbakkann og spjölluðu saman, tilbúnir að keyra dag og nótt. Japanskir eftirlitsmenn fylgdust með, glettust við stráka- peyja á bryggjunni og hoppuðu um borð hinir ánægðustu, einum Jap- ananum var boðið í nefið af herða- breiðum og sterklegum sjómanni en afþakkaði brosandi. Inni í vinnslustöðvunum tóku þeir prufur og fylgdust vel með. Það var loðnulykt í loftinu og strákar sem voru á fótboltamóti í Þorlákshöfn sögðu að lyktin minnti þá á Shellmótið í Vestmannaeyjum og víst var það að andrúmsloftið lyktaði af vinnu. Ungur piltur frá Selfossi var nýkominn í vinnu, dauðfeginn eftir atvinnuleysistíma og allstaðar voru vinnufúsar hend- ur á lofti. Strákarnir á Þorláks- hafnardælunni brostu út undir eyru, ánægðir með að eiga í vænd- um væna launasummu. Þeir biðu borubrattir eftir að Gullbergið VE legðist að og þeir gætu byijað næstu töm við að dæla. Gullgrafarablær í Grindavík Loðnufrysting hófst í Grindavík á laugardaginn en þá barst fryst- ingarhæf loðna þangað. Búið var að reyna frystingu en þar sem loðnan þoldi ekki flutninginn hafði það ekki gengið. Það var því mik- ill handagangur í öskjunni þegar skip streymdu inn til hafnar og vörubílar óku í löngum röðum nið- ur að höfn því loðnunni er landað á vörubílapalla þegar frystingin hefst. Bæði skip Fiskimjöls og lýs- is, Háberg og Sunnuberg, komu með fullfermi. Þá landaði Keflvík- ingur og Grindvíkingur landaði á sunndegi. Háberg og Sunnuberg komu síðan aftur á mánudag inn til löndunar þannig að útiveran er ekki löng. Mikil breyting verður í manna- haldi hjá fyrirtækjum meðan loðnufrystingin stendur yfir og út á vinnumarkaðinn streymir fólk sem að öðru jöfnu er ekki úti á vinnumarkaðnum, heimavinnandi húsmæður og skólakrakkar. Þá má segja að vinna við loðnufryst- ingu hafi margfeldisáhrif því áður eru nendir vörubifreiðastórar sem aka loðnunni um öll Suðurnes en einnig hefur verið unnið langt fram á kvöld við smíðar á brettum sem notuð eru undir frystar loðnu- pakkningar og á viktinni er ekki mikill tími til pásu. Dalborg frystir á Höfn Dalborg EA 317 tekur virkan þátt í gullæðinu í loðnufrysting- unni. Borgey hf. á Hornafirði tók skipið á leigu yfir loðnufrystingar- tímann og fékk þannig 30 tonna frystigetu á sól- arhring ásamt 900 m3 frysti- geymslu sem rúmar 600 tonn af afurðum. Helmingur starfsmanna er skipveijar en 12 menn ganga vaktir við fryst- inguna. Meðan skipið er í leigu er verið að bæta þriðju togvind- unni á trolldekk svo hægt sé að hafa tvö troll við veiðarnar, en Dalborg hefur verið gerð út á rækju á Flæm- ingjagrunni og aflað vel þegar veður hefur leyft. Áætlað er að skipið fari til Akureyrar að lokinni loðnufrystingu þar sem verður sett rækjulína á vinnsludekk. Dönsk skfp leigð til loðnuflutninga Nótaskipin ísafold og Geysir hafa verið leigð til landsins frá útgerð í Hirtshals og verða notuð til loðnuflutninga. „Þau eru ekki leigð hingað sem nótaskip heldur fraktskip,“ segir Friðrik G. Hall- dórsson, sem hafði milligöngu um kaupin. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað leigir Geysi til að flytja loðnu frá Beiti, að sögn Friðriks. Isafold er aftur á móti leigð af Sjólastöðinni í Hafnarfirði til að flytja loðnu- hrat. „Það er til að dreifa loðnunni betur,“ segir Friðrik. „Þegar bræðslurnar fyllast hér á Suðvest- urlandi þarf að koma loðnunni norður fyrir land.“ „Skipin verða leigð eins, lengi og þörf krefur, en reiknað er með að það verði þijár til fjórar vikur. I fyrra var reynt að flytja hratið með fraktskipum og prömmum með slæmum árangri. Þess vegna var sú leið reynd í ár að fá nóta- skip sem eru vel útbúin til að flytja loðnu.“ Selfossi. • „ÞETTA er síðasti króka- báturinn sem er I smíðum á íslandi þvi það eru ekki til krókaleyfi fyrir fleiri báta,“ sagði Garðar Björgvinsson bátasmiður og trillukarl frá Hveragerði sem er að smíða 5,7 tonna bát i húsnæði Smiðja KÁ á Selfossi. Garðar er nyög ósáttur við það að Þróunar- sjóður sjávarútvegsins skuli kaupa upp nýlega báta. Hann ætlar á sjó á sínum eigin bát, Rakkanesi, og róa eftir eigin hugmyndum, segist ekki þola það að það megi draga troll upp að tveimur mílum en ekki dýfa krók i sjó. „Ég ætla að róa alla daga nema sunnudaga og auðvitað verð ég tekinn fastur en þá bið ég um aðstoð Grænfriðungaþví krókaveiðar eru vistvænar,“ sagði Garðar. Hugmyndir Garðars ganga út á það að hver bátur megi veiða tiu tonn fyrir hvert stærðartonn upp að 12 tonnum en aldrei meira en 60 tonn. Engir banndagar eru í hug- myndum hans og hætt að veiða þegar toppnum er náð. Hann segir að í heildina gerði þetta 40-50 þúsund tonn á triUuflot- ann og með því að veiða teg- undir sem eru fijálsar gætu bátamir náð 100 þúsund tonn- um. „Það væri gæfuspor að reyna þetta i eitt ár. Ovissan ýtir mönnum út í úreldingu með rétt nýja báta,“ sagði Garðar. Báturinn er sunnlenskt handverk Þennan siðasta krókabát sem Garðar er með i smíðum er hann búinn að selja til ftauf- arhafnar en þetta er 7. bátur- inn sem hann hefur smiðað frá 1990. Hann byijaði á bátnum í desember og fékk þá bátsske- lina og yfirbygginguna frá Helga Val Erlingssyni á Stokkseyri og hefur verið að vinna við hann í Smiðjum KÁ, en járnsmiðirair þar taka að sér einstaka þætti smíðinnar og raflagnir i bátnum eru frá Rafseli hf. á Selfossi. „Okkar hlutverk er að smíða rekk- verk, mastur, tanka og seija í hann röralagnir. Þetta er unn- ið eftir hendinni og hentar vel hérna því húsið er stórt og hátt til lofts og ég mundi feg- inn vilja halda svona verkefni áfram. Þetta er sunnlenskt handverk,“ sagði Jón Vil- þjálmsson yfirmaður í Smiðj- um KÁ á Selfossi. I) Örugg festing fyrir net og línu Framleiösla og sala: Söluaðili á Suður- nesjum: Söluaðili á Suöur- landi: Söluaðili í Vestmanna- eyjum: DREGG. Ari Jónsson, Strandgötu 25, Akureyri. Sími 461 1025, Farsími 853 2556 ÁSGEIR HJÁLMARSSON Bakkastíg 16, Njarðvík, Sími: 421 1830 SKIPAÞJÓNUSTA SUDURLANDS Unubk 10-12, Þorlákshöfn, Sími 483 3930 Nethamar hf. Flötum 21, Vestmannaeyjum, Sími 481 3236 Vid algjöra festu gefa splittin sig og skóflan slær rr og Dreggid er laust. ^ V\7 7? WIaáJ 10 kg. 15 kg. 20 kg. 22 kg. 25 kg. 30 kg. jj Útaerðarmenn oa fiskverkendur ath ri við fiskkör og ki Kém á staðinn hver land sem er. Fljót og góð þjónusta. Upplýsingar veitir Gunnar Jónsson i síma 462 5270 BATAR — SKIP —í i— KVÉÍÉTABANKINN Til leigu þorskur, ýsa, ufsi og skarkoli. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Kvóti Kvótamiðlun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 562-2554 og símbréf 552-6726. Morgunblaðið/Albert Kemp LOÐNAN unnin hjá Hraðfrystihúsi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.