Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Mengun ástæða áhuga þjóða á rafbílum JÓN BALDUR Þorbjörnsson, bíl- tækniráðgjafi, er sennilega sá íslendingur sem best hefur fylgst með þróun rafbíla síðustu árin. Hann fer reglulega á erlendar ráðstefnur og fær send gögn um tækniþróunina. Koltvísýringsmengun eykst Jón Baldur segist vera mjög hissa á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart rafbílum. Hann var skipaður í nefnd um aukna notkun rafbíla á Islandi, en fékk svo bréf í Iok síðasta árs um að hún hefði verði lögð niður. Jón Baldur skrifaði á síðasta ári fjórar greinar í Bílablað Morgunblaðsins um framtíðarþróun raf- bíla. Hann segir þar að bifreiðaeign jarð- arbúa nemi um 450 milljónum, og að 25% aukning á heildar- framleiðslu koldíox- íðs hafi orðið af völd- um bifreiða í Evrópu frá 1970, en efnið er talið valda „gróður- hússáhrifum". Meginráðið til að draga úr koltvísýr- ingsmengun bifreiða er að nota nýjar orkutegundir. Rafmagn er ein þeirra, en einnig hefur vetni verið nefnt til sög- unnar. „Lokatakmarkið," segir Jón Baldur „er að nota eingöngu bifreiðar sem gefa ekki frá sér neinn mengandi útblástur eða jafnvel alls engan útblástur, eins og tilfellið er með rafknúnar bif- reiðar. Hann segir að draga megi verulega úr mengun í borgum með almennri notkun rafbíla, en það er ekki eingöngu gott fyrir manneskjuna heldur líka mannvirkin. Rafbíllinn verður annar bíll heimllisins í Sviss Jón Baldur segir að einföld uppbygging, lítil mengun og góð orkunýting geri rafbíla ákjósan- lega og í nokkrum löndum eins og Sviss, er unnið að hönnun léttra rafbíla. Þar er rafbíllinn hugsaður sem annar bíll heim- ilisins og á styttri vegalengdum. Orkunotkun bílanna er aðeins 10-20% af orkunotkun bíla með brunahreyfil. Árið 1997 eiga léttir rafbílar í Sviss að vera orðnir 7500. Þetta dæmir sýnir áhuga þjóðar í verki á um- hverfisvænni bif- reiðum. Það er nefnilega knúið á um minni mengun vegna bifreiða. Efnarafalabílar eru ný kynslóð raf- bíla, að mati Jóns Baldurs. Vetni er hentugasta loftteg- undin til að nota á þá, vegna mikillar orku sem losnar þegar það hvarfast við súrefni og mynd- ar vatn. Sáralítill hiti tapast út í um- hverfið og meng- andi eða skaðleg efni eru hverf- andi. Þess mágeta að sérfræðingar hafa talið ísland ágætt til fram- Ieiðslu og útflutnings á vetni. Hér er því allt sem þarf til að reka rafbíl á innlendri orku. Hins vegar stendur á fé til þró- unar og rannsókna. Jón Baldur spáir að lokum að vegna gnægðar náttúrulegrar, aðgengilegrar og tiltölulega ódýrrar orku verði notkun raf- bíla brátt álitlegri kostur hér á landi en í flestum öðrum löndum. ■ JÓN Baldur Þorbjörnsson, bíltækniráðgjafi. RITSTJÓRAR Grandablaðsins, Jóhannes Páll (t.v.) og Sigurður Páll. ENN EITT Blaðið er gefið út af Hilmi, Halldóri (sitjandi) og Axel. Bylting í Grandaskóla elur af sér sex blöð og enn fleiri blaðamenn FJ ÖLMIÐLAB YLTIN GIN teygir anga sína víða og lætur fáa ósnortna. Grandaskóli í Reykjavík, þar sem böm á aldrinum sex til tólf ára stunda nám, leggur sannarlega sín lóð á vogaskálar byltingarinnar því þar stendur blaðaútgáfa í slíkum blóma að hvorki fleiri né færri en sex blöð eru gefin þar út um þessar mundir. Blaðamennirnir ungu eru allir í sjötta bekk fyrir utan einn sem er í þeim sjöunda. Allir eru þeir mjög áhugasamir og þrátt fyrir að sumir þeirra hafí rekist allharkalega á veggi þegar efnistökin fóru aðeins út fyrir það sem gott þykir og sið- legt láta þeir ekki deigan síga. Miklu frekar eflast þeir og þroskast enda eru mistök til að læra af þeim. Krakkamir vinna að blaðaútgáf- unni í frítíma sínum. Þeir hafa flestir aðgang að tölvum heima hjá sér og geta fjölritað blöðin í vinnunni hjá pabba eða mömmu. Einu kröfumar sem gerðar eru af hálfu skólans, en þar fer dreifing blaðanna fyrst og fremst fram, er að útgefendumir hafí ábyrgðarmenn og að fyllsta vel- sæmis sé gætt í öllum skrifum. Metnaður bamanna er mikill og þau vilja gera vel. Samkeppnin er líka mikil um kaupendur lausasölublaða sem og áskrifendur svo það verður að vanda vel til blaðanna. Þau leggja mikið upp úr því að stafsetningin sé hnökralaus og flest reyna þau að skreyta blöðin með líflegum myndum. Elsta blað skólaársins hefur verið gefið út frá því í septemberlok í fyrra en þau nýjustu em einungis nokkurra vikna gömul. Sum blöðin eru seld bæði í lausasölu og í áskrift en önnur eru bekkjarblöð sem er dreift ókeypis í bekk útgefendanna. Blaðamennirnir skrifa um allt milli himins og jarðar og láta sér fátt óvið- komandi. Skáldskapargyðjunni er gert hátt undir höfði og ímyndunar- aflinu gefinn laus taumurinn svo greinar og fréttir eru ekki allar alveg sannleikanum samkvæmar. Mikið er lagt upp úr skopi og því sem getur kitlað hláturtaugamar en einnig er lögð nokkur áhersla á efni sem er RITSTJÓRAR og starfsfólk Alls í plati (f.v.): Guðmundur Karl, Örn Alexander, Guðmundur Óskar, Ágúst og Örn. Á myndina vantar Sigfús. Rafbílar vænir til þess,“ segir hann. Eftir að hafa sannfærst um að stjórnvöld hefðu engan áhuga á rafbílum á Islandi og þar af leiðandi á minni loft- og hljóðmengun, gafst hann upp og beindi kröftum sínum til að byggja upp tilraunastöð í ljóstækni. Áhugl á rafbílum lítill hjá ráðamönnum umhverfi en stjórnvöld áhugalaus „Almenningur hefur mikinn áhuga á rafbílum og hef ég víða verið kallað- ur til að halda fyrirlestra um bílana, og það er sama hvert ég fer, alltaf er ég inntur frétta af möguleikanum á rafbílum á íslandi. Áhuginn er alls staðar nema hjá stjórnvöldum,“ segir Gisli. En hvað gerir rafbíla óhagkvæma á íslandi? Þungaskattur sem er lagð- ur á þá og díeselbíla. Gísla tókst að vísu að fá hann helmingaðan á raf- bíla. Þá má nefna kílómetragjald, og að Rafmagnsveitan hefur lagt fast. næturgjald á afgangsorku, sem merkir að það er dýrt fyrir einstakl- inga að hlaða bíla á nóttinni. Gísli segir að í öðrum löndum reyni stjórn- völd að gera sitthvað til að fram- leiðsla rafbíla verði ódýrari og kostn- aður bíleigenda minni. Fyrir nokkrum árum, haustið 1992, í tíð Eiðs Guðnasonar ráð- herra Alþýðuflokks, setti iðnaðar- ráðuneytið nefnd á laggirnar um aukna notkun rafbíla, sagt hef- ur verið að hún hafi „fæðst andvana“. Gísli Jónsson var ekki kallaður í nefndina, þrátt fyrir að hann byggi yfir mestu þekkingunni um efnið. Hann sagði sig úr Alþýðuflokknum í kjölfarið, uppgefmn á íslenskum stjórnmálamönnum. Nefndin um rafbila lögð niður HLUTFALLSLEGA séð er þriðja mesta bílaeignin í heiminum á Is- landi og flestir skráðir í Reykjavík. Áhrifin eru öllum augljós á lognviðr- isdögum: Gul slikja liggur yfir borg- inni, og borgarbúar hálfundrandi. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að treysta á að vindurinn feyki henni burt úr augunum og huganum. Hvað ef það yrði iogn í mánaðartíma? Hvað er til ráða? „Rafbíll,“ segi Gísli Jónsson pró- fessor sem átti 40 ára starfsafmæli 15. febrúar síðastliðinn en hann hóf störf hjá Raforkumálaskrifstofunni 1956, sem síðar hlaut heitið Orku- stofnun. Og nú eru 20 ár liðin frá því hann varð prófessor í raforku- fræði við Háskóla íslands. En þekkt- astur er hann fyrir rannsóknir sínar og áhuga á rafbílum á íslandi. Hins- vegar hefur ekki gengið þrautaiaust að sannfæra stjórnvöld um að skapa beri skilyrði til að hagkvæmt sé að eiga bifreið knúða rafmagni. Rafbfll er umhverfismál, en þau hafa legið ofarlega í hugum Islend- inga síðustu ár og heilt ráðuneyti verið stofnað um þau. Rafbíll er ef til vill eitthvað sem vert væri að styðja. Frumkvöðull rafbílanotkunar á íslandi Gísli hóf rannsóknir sínar á því að nýta raforku til flutninga á íslandi eftir hvatningu frá Gunnari Thor- oddsen þá iðnaðarmálaráðherra. Hann sótti ráðstefnur erlendis og komst fljótlega að því að landið hent- aði í raun sérlega vel fyrir rafbíla meðal annars vegna þess að vatnsafl- ið er óþrjótandi til nýtingar til raf- orkuframleiðslu. „Ég hef samt rekið mig á að stjómvöld hafa ekki haft raunveru- legan áhuga á rafbílum, þrátt fyrir að sýnt hafí verið fram á hagkvæmi þeirra fyrir neytendur, fyrirtæki og þjóðfélagið að nota innlenda raforku í stað innfluttrar olíu,“ segir Gísli. Rafbíll úr borg og sveit Hann valdi sér rafbíl í Bandaríkj- unum og vildi flytja hann til landsins og nota hann til að reikna út tækni- lega og fjárhagslega möguleika hans. Hann reyndi að fá aðflutningsgjöld felld niður, en því var neitað, hann gekk fyrir fjárveitingarnefnd Alþingis, en það bar ekki árangur heldur. Hinsveg- ar var honum að óvörum samþykkt í ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar að fella niður þungaskattinn. Háskóli íslands veitti svo peninga í bílinn. Gísli prófaði bílinn í 4 ár og komst að þeirri niðurstöðu að raf- bíllinn gæti leyst umtalsverðan hluta smábíla, sem notaðir eru til bæjaraksturs, af hólmi. Aftur á móti gerði skattlagningin rafbíla dýrari í rekstri en bensínbíla. Þeir eru með- höndlaðir eins og díselbílar í kerfinu. Rafbíllinn var seldur frá Háskól- anum og notaður um tímá sem þjón- ustubíll hjá Álverinu. Núna er hann í Mývatnssveit í eigu bónda sem notaði hann um tíma til að keyra milli útihúsa. Gísli vildi nýta' reynslu sína af rafbílnum og vildi láta breyta bens- ínbíl í rafbfl, „en það var ekki nokkur leið að fá peninga RAFBÍLL sem notaður er í Húsdýragarðinum í Reykjavík. FV. UMHVERFISRAÐHERRA Eiður Guðnason prófar rafbíl sem heild- verslunin FRÓ hf flutti inn. Morgunblaðið leitaði frétta af nefnd- inni um aukna notkun rafbíla og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.