Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Samkvæmisförðun og hárgreiðsla og nýjasta hártískan fyrir herrana Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrirsætur: T.v. Klara Karlsdóttir, t.h. Auður Stefánsdóttir. ÞÓRDÍS Helgadóttir, hár- greiðslumeistari, er að vonum ánægð með nýju samkvæmishár- tiskuna, sem gefur tilefni til alls kyns útfærslna, og notkunar á skrauti og hártoppum. Þórdís seg- ist jafnan miða hárgreiðsluna við aldur kvennanna og klæðaburð og Jónína Hallgrímsdóttir, förð- unarmeistari, tekur í sama streng. Þær stöll- ur báru saman bækur sínar áður en þ'ær tóku til óspilltra málanna. Yngri fyrir- sætuna, 15 ára yngismey, gerðu þær svolítið „ýkta“. Samkvæmt nýjustu Gucci línunni farðaði Jón- ína hana með tveimur bláum lita- tónum á augnlokin og kringum augun auk þess að nota svartan „eyeliner", sem Jónína segir nauð- synlegan til að gera augun áber- andi. Þórdís litaði tvær hárauðar strípur í toppinn og notaði síðan krullaðan gervihártopp ásamt hári fyrirsætunnar í tíkarspenana. Þórdís segir rómantík ráða ríkj- um í hárgreiðslu kvenna sem komnar eru af unglings- aldri. í mittissítt hár fyrirsætunnar setti hún Carmen rúllur til að fá léttleikann og mýktina. Síðan setti hún hárið upp eftir kúnstarinnar reglum og skreytti með gylltu hárskrauti sem hún bjó til sjálf. Jónína notaði brúna og gyllta tóna við augnförðúnina. Að undan- skildu glimmerinu sem hún setti á augnlokin segir Jónína förð- unina mjög hefðbundna sam- kvæmisförðun. ■ „ÝKTUR" ungl- ingur og róman- tískdama Morgunblaðið/Þorkell ÓMAR Diðriksson, hárskurðar- meistari, sagði að hárgreiðsla og klipping piltanna, sem hánn snur- fusaði, væri nýjasta sumarlínan, en gæti alveg eins gengið á árshá- tíðir og í hvers kyns samkvæmi. Hann sagði mun meiri litagleði ríkjandi í hártísku karla en áður. Oft væru strípumar hafðar mjög ljósar, rauðar og dökkar og allt þar á milli. Hár piltsins á mynd- inni til vinstri litaði Ómar í brúnum og ljósum strípum og skar hárið með hníf. Eins og sjá má er klippingin í anda bítla- tískunnar á sjöunda áratugnum, en Ómar segir slíka klippingu njóta mikilla vinsælda núna. Ómar bendir á að miklu máli skipti hvort hár er skorið með hníf eða skær- um. Hárið á piltinum á myndinni til hægri er svokölluð tjásuklipþ- ing, en til þess að fá viðúnandi áferð segir Ómar nauðsynlegt að beita tvennum skærum í einu. Hárið er mjög snöggt að aftan og í hliðunum. Aðspurður hvort ekki væri hent- ugra að nota rakvél við hárskurðinn þegar hár- ið ætti að vera svona snöggt sagði Ómar að með skærunum næðist mun fal- legri áferð Hárið á piltunum er túberað og Ómar segir greiðsluna haldast mun lengur ef hárvax er borið í hárið. ■ Snöggt hór og bítlahár í mörgum litum Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Jón Svavareson GLÆSILEGUR og oft íburðar- miklar samkvæmisgreiðslur eru nú meira í tísku en oft áður. Árshátíðir eru í algleymingi hjá skólum og fyrirtækjum og þá gefst gott tækifæri til að skarta slíkri greiðslu. Daglegt líf fékk íslandsmeistarann í hár- greiðslu, Þórdísi Helgadóttur hjá Hárgreiðslustofunni Hárnýju, til að greiða unglings- stúlku og einni rúmlega tví- tugri, eins og henni þótti best viðhæfi. Jónína Hallgrímsdótt- ir, íslandsmeistari í förðun, hjá Snyrtistofu Jónu, annaðist förð- unina og þar sem kvenþjóðin er ekki ein um að láta sér annt um útlitið, var Ómar Diðriks- son, íslandsmeistari í hár- skurði, hjá Hár-Class, fenginn til að leggja línurnar fyrir pilt- ana. Mikill handagangur var í öskjunni þegar Islandsmeistar- arnir þrír komu saman í síðustu viku og sýndu hvað þeir kunna fyrir sér. ■ Fyrirsætur: T.v.Brynjar Már Bjarnason, t.h. Haukur Sigurvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.