Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 B 3 DAGLEGT LÍF fræðandi, svo sem viðtöl við skólafé- laga eða jafnvel málsmetandi rithöf- unda. Innan skamms gefst svo nemend- um Grandaskóla tækifæri á að taka þátt í námskeiði um blaðamennsku þar sem þeir fá leiðsögn í fréttaöflun, viðtalstækni, fyrirsagnagerð, próf- arkalestri, útlitsteiknun, flölritun og prentun. Síðan er stefnt að því að gefa út blað í tilefni þess að Granda- skóli á tíu ára afmæli á árinu. Allt í plati Allt íplati er elsta blaðið en fyrsta tölublað þess kom út í lok septem- ber. Þá hét það reynar Slúður en þegar ákveðið var að gera átak í að safna áskrifendum var samkeppni um nýtt nafn hleypt af stokkunum og er nýja nafnið einmitt afrakstur hennar. Ritstjórar Alls í plati eru Guð- mundur Óskar Pálsson og Örn Arn- aldsson en einnig leggja hönd á plóg- inn Öm Alexander Amundason, Ag- úst Ingvarsson, Sigfús Sturluson og Guðmundur Karl Guðmundsson, allir í 6-G. Þeir segja að hugmyndin að blaðaútgáfunni hafi fæðst einn góð- an veðurdag þegar þeir þóttust taka Örn Alexander í gegn. Allt var þetta í góðu en það vissi ekki konan sem kom hlaupandi og hrópaði: „Hvað eruð þið að gera við drenginn? Hald- ið þið að hann sé tuskudúkka. Hann er miklu minni en þið.“ Þetta þótti strákunum svo fyndið að þeir máttu til að flytja fréttir af því og síðan hefur boltinn rúllað. Allt í plati kostar 10 krónur í lausasölu. Hægt er að kaupa þrenns konar áskrift, fjögur blöð á 30 krón- ur, sex blöð á 50 krónur og 10 blöð á sjötíu krónur. Þá er áskrifendum boðið upp á ókeypis heimsendingar- þjónustu. Blaðamenn Alls í plati skrifa auð- vitað mikið af „allt í plati“ efni en einnig eru þeir m.a. með tölvuleikja- og kvikmyndagagnrýni. Á pijónun- um er að myndskreyta blaðið og vera með skrif um „X-files“ - allt í plati þar sem hugmyndir verða sóttar í samnefnda sjónvarpsþætti. Þá er á döfinni að selja auglýsingar í blaðið til að efla útgáfuna enn frekar. Enn eitt blaðið Enn eitt blaðið er eitt af nýju blöð- unum sem gefín eru út í Granda- Myndasögublaðið Skauplð Eitt blaðið í Grandaskóla sker sig nokkuð úr þar sem það er hreinrækt- að myndasögublað. Blaðamenn þess eru Halldóra Kolka Baldursdóttir, Ása Rún Ingimarsdóttir og Ingibjörg Ragnheiður Hauksdóttir í 6-G. Þær segja að það taki töluverðan tíma að fá hugmyndir og að vinna úr þeim en þær bæði semja og teikna allar myndasögurnar sjálfar. Þær stöllur hafa hvorki ákveðið hvað blaðið þeirra á að kosta né hvort það verð- ur selt í áskrift en þess er ekki langt að bíða að næsta blað komi út og þá verða þær vísast búnar að taka ákvörðunina. RITSTJÓRAR Mix, sem áður hét „Ekki“ 6-R, eru Erna og Inga Rós. INGVAR Örn, Sölvi, Birgir og Kristinn Jóhannes gefa Skaupið út. skóla en blaðamenn og útgefendur þess; Axel Kaaber, Halldór Árnason og Hilmir Jónsson, allir í 6-R, lentu í nokkrum erfíðleikum með fyrsta tölublaðið. Nú eru þeir reynslunni ríkari og menn að meiri, enda eru þeir í þann mund að gefa út tölublað númer tvö. Þeir leggja nokkra áherslu á að hafa gott myndefni í blaðinu og á Hilmir helstan heiðurinn af myndskreytingunum. Þeir selja blaðið á 10 krónur í lausasölu en fimm blaða áskrift kostar 40 krónur. Þeim finnst gaman að blaðamennsk- unni en ánægjulegast er þó að sjá útkomuna þegar blaðið kemur út. Grandablaðið Grandablaðið er gefið út af Sig- urði Páli Steindórssyni í 7-S og Jó- hannesi Páli Friðrikssyni í 6-G. Fyrsta tölublaðið þeirra kom út um miðjan desember og síðan hafa þeir reynt að gefa út blað hálfsmánaðar-’ lega. Þeir hafa tæplega fimmtíu áskrifendur en fímm blöð í áskrift kosta 40 krónur. Blað í lausasölu kostar 10 krónur. „Síðasta blað var fjórtán blaðsíðna langt," segja félag- arnir stoltir og bæta við að það sé alls ekki erfitt að safna efni í blaðið eða að ljósrita fimmtíu sinnum fjór- tán eða sjö hundruð blöð. Þeir hafa þvert á móti gaman af að standa í þessu og skemmtilegast finnst þeim að fylgjast með viðbrögðum lesenda. Mlx Mix er bekkjarblað gefíð út af Ernu Einarsdóttur og Ingu Rós Valgeirsdóttur í 6-R. Blaðið þeirra hét reynd- ar „Ekki“ 6-R síðast þeg- y' ar það kom út en vegna óánægju lesenda með nafnið hafa þær ákveðið að það heiti Mix framvegis en það nafn fengu þær lánað hjá sameigin- legri vinkonu. Erna og Inga dreifa blaðinu sínu ókeypis innan bekkjar- ins þannig að þær hafa ekki þurft að leggja út í fjölritunarvinnu heldur prenta þær eintökin út heima. Það gefur þeim svolitla sérstöðu því þær hafa myndirnar í blaðinu í lit. Meðal efnis í síðasta blaði var verðlauna- krossgáta og verðlaunaþraut, skrítl- ur og viðtöl við tvær bekkjarsystur. Viðtölin eru vinsæl og hafa margir sóst eftir að fá að vera viðtalsefni. Félagarnir Sölvi Davíðsson, Krist- inn Jóhannes Magnússon, Birgir Imsland og Ingar Öm Ákason í 6-R gefa út blað sem þeir nefna Skaup- ið. Blaðið er selt á 10 krónur í lausu en fímm blaða áskrift kostar 40 krón- ur og 12 blöð í áskrift kosta 90 krón- ur. Þeir lentu í nokkrum byijunarörð- ugleikum í sama dúr og blaðamenn Enn eins blaðsins en ætla að halda ótrauðir áfram reynslunni ríkari rétt eins og keppinautamir. Þeir segja að erfíðast hafi verið að koma fyrsta tölublaðinu út en nú sé þetta miklu auðveldara. Þá segjast þeir reyna að skapa sér sérstöðu meðal annars með því að vera með öðra vísi pappír í sínu biaði en er í hinum Grandaskóla- blöðunum. Lærdómsríkt áhugamðl Kristjana M. Kristjánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla, og Þóra Vilhjálmsdóttir, umsjónarkennari 6-G, era sammála um að blaðaút- gáfan í Grandaskóla sé þeim sem taka þátt í henni afar lærdómsrík. Þar nýtist nemendum sú leiðsögn sem þeir fá meðal annars í . stafsetningu og í tölvu- fræðum og þeir læri hvað er leyfilegt að gera og hvað þykir óviðeigandi. Undir þetta taka blaða- mennimir ungu og segir einn þeirra til dæmis að greinaskrifm hafí orðið til þess að nú þekki hann orðið lyklaborðið vel en áður hafí hann þurft að leita að hveijum staf. ■ mhg •G lUA'íV* ft Morgunblaðið/Ásd!s MYNDASÖGUBLAÐIÐ er gefið út af Ásu Rún, Halldóru og Ingibjörgu Ragnheiði. GÍSLI Jónsson prófessor og rafbíllinn sem hann fékk innfluttan í tilraunaskyni. komst að því að hún var lögð niður í janúar síðastliðnum með þeim orð- um að ekki hafi fundist lífsmark með henni. Þessar fréttir komu Gísla ekki á óvart og sagði að hann hefði aldr- ei verið spurður álits um rafbíla hjá þessari nefnd. Gísli hefur farið á margar ráð- stefnur um notkun rafbíla og alltaf verða kollegar hans jafn undrandi á að íslendingar skuli ekki nota raf- bíla, en Gísli segir að tæknilega séð mætti nota mikið af rafgeymum sem til eru í landinu með því að breyta þeim. Hann segir liggja ljóst fyrir að rafbílar verði framtíðin og margar þjóðir og fyrirtæki hafí áttað sig á því. Póstur og sími í Noregi hafí til að mynda nýlega keypt hlut í rafbíla- þjónustu. í Bandaríkjunum hafa lög verið sett um að 2% bíla eigi að vera mengunarlaus farartæki, og prósent- utalan hækki með ákveðnu árabili. Auðvelt að skapa góð skilyrði fyrir rafbíla í landinu „Besta ráðið hér á landi væri að fella niður öll gjöld á rafbílum í 10 ár. Það væri sanngjarn aðlögunar- tími. Kostirnir við fjölda rafbíla yrðu fljótt ljósir, til dæmis þyrfti ekki að eyða eins miklum gjaldeyri í innflutt bensín, og landsmönnum liði senni- lega betur að vera ekki með mengun- armestu bilaþjóðum heims. „Það er ekki spurning hvort raf- bíllinn verði almennur, heldur hve- nær, sérstaklega miðað við þróun- ina,“ segir Gísli, „En þess ber að geta að bensínbíllinn verður ekki úreltur, hann er bara ofnotaður núna.“ Sá rafgeymir sem miklar vonir era bundnar við núna er ál-loft- geymir- inn, en mælingar sýna að aka megi allt að 3000 km á einni hleðslu. Geymirinn er ekki hlaðinn heldur er skipt um álplötur, en kíló af áli veit- ir meiri orku en kíló af batteríi. Alc- an, stærsti álframleiðandinn í heim- inum, hefur lagt mikla peninga í rannsóknir og þróun á þessum geymi. Aðeins þarf að setja vatn á geyminn en álplöturnar breytast í súrál sem er endurnýtanleg. ísland er í raun mjög vel sett ef þessi geymir verður fullkomnaður. Raforka álvers fæst með vatnsafli og álplötumar á geyminn sem knýr bílanna fara aftur í álverið sem súr- ál. Mengunin er nær engin og ekki þörf á að flytja inn orku. Þennan geymi má einnig nota í skip. Gísli Jónsson nefnir að hagkvæmt væri að nota rafbíla í svo mörgu, til að mynda gæti lítill rafstrætisvagn keyrt hringinn Hlemmur-Lækjart- org-Hlemmur. Hann er undrandi á svefni stjórnvalda hér, en til að mýnda í Ástralíu er verið að kanna hvort hagkvæmt sé að koma fyrir raftenglum í stöðumælum. Bíleig- endur gætu lagt bílnum í stæði, stungið honum í samband, borgað 50 kall og látið hann hlaðast á með- an þeir skytust í búð. I niðurstöðum nokkurra skoðana- kannana hér á landi hefur komið í Ijós að umhverfismál brenna á þjóð- inni. Viðleitni til að draga úr mengun er víða að finna og sannast best í áhuga á sóma í sorphirðumálum og endurvinnslu. Áhugamenn um raf- bíla spyija þess vegna: „Hvers vegna berast aðeins svefnstunur frá ráðu- neytunum þegar spurt er um rafbíla? ■ Gunnar Hcrsveinn PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 Herrar Er meltingin í standi? Margt getur truflað jB8E nauðsynlegum gerlagróðri eðlilega starfsemi mrnmM meltingarferanna. meltingarferanna, I ÁCTOO 1 Til að koma starftemi þeirra 3 t.d. langvarandi óheppilegt ||,|<IUiS I aftur í eðlilcgt horf eru notaðir \ mataræði. Einnig er algengt aE|||JÍ Acidophilus gerlar. Acidophilus að neysla fókkalyfja setji hylki eru þægileg f inntöku og meltinguna úr jafhvægi vegna þess koma jafnvægi á meltinguna. að lyfin eyða því miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnframt Kringlunni dr Skólavörðustíg CSlhd eilsuhúsið GULI MIÐINN TRYGGIR GÆDIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.