Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 4
4- 4 B FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Sjúklingar og réttur barnsins TÆKNISÆÐING með frystu gjafa- sæði hófst skipulega hér á landi í byijun árs 1980 og við árslok 1993 höfðu 217 konur gengist undir tæknisæðingu. Alls urðu 106 konur þungaðar en af þeim misstu sex konur fóstur. Þannig höfðu þá 100 konur fætt alls 103 börn. Hér á landi hefur eingöngu verið notað innflutt sæði frá Danmörku en þar ríkir nafnleynd um sæðisgjafa. Hlutfall gjafasæðis í árangrinum er ekki vitað. Viðmælandi Morgunblaðsins, sem í mörg ár hefur átt viðskipti við glasafijóvgunardeild Landspít- alans, segist fýsa mjög að vita hve stórt hlutfall þeirra sem byiji að leita sér lækninga við ófijósemi, standi að lokum gagnvart því að eina leiðin til að eignast barn sé að samþykkja gjafasæði. Það hafi verið honum mjög erf- itt, meðal annars vegna þess að gjafasæði er valið með tilliti til þess að erfitt verði að greina faðerni frá væntanlegum uppeldisföður og áherslunni á nafnleyndina. Eigin- lega sé gert ráð fyrir að foreldrar leyni barninu tilurð þess, læknar mæli að minnsta kosti með því. Viðmælanda finnst mjög skorta á að þeir sem leiti sér lækninga séu upplýstir um gang mála og í raun fái þeir aðeins upplýsingar um eitt skref í einu en aldrei um heildar- myndina. Hann telur að siðferðisvit- und sjúklinganna sé gefið langt nef og þeir leiddir hálfblindir áfram götu sem þeir vilji ef til vill ekki ganga alla. Margir myndu hætta fyrr í meðferð ef þeir vissu um lík- urnar á að sæði annars manns myndi að lokum fijóvga egg kon- urnnar. Gjafasæði tvíbent Hann segir að eftir margra ára meðferð við ófijósemi, hafi mögu- leikanum á gjafasæðismeðferð skyndilega verið varpað fram og sagt að hún færi fram eftir mánuð. Þetta hafi aldrei verið nefnt áður og sá tími sem gefinn var til umhugs- unar nægði ekki til að gera sér grein fyrir þessu og þaðan af síður að sætta sig við það. Honum finnst skorta alveg á vernd viðskiptavina glasafijóvgunardeildarinnar í frum- varpinu um tæknifijóvgun, réttur þeirra og barnsins sé aukaatriði og læknar deildarinnar muni hafa gang mála í hendi sér. Hann segir að það ætti að vera höfuðverkefni löggjafans að vernda borgarana, en ekki ríkisstofnanir fyrir réttmætum kröfum þeirra. Til dæmis séu konur látnar skrifa undir eyðublað um að þeim hafi verið gerð grein fyrir öllu, sem síðar kemur í veg fyrir bótarétt. Ef erfiðlega geng- ur getur allur ferillinn kostað á aðra milljón króna með ferðum á erlendar stofnanir. Sjálfum fmnist honum að ein- göngu eigi að vera um ófijósemis- lækningar að ræða með fáum undan- tekningum. Notkun gjafakynfruma eða fósturvísa sé ekki lækning, hins vegar kosti það verulegt álag þeirra sem hlut eiga að máli ef halda eigi leyndu fyrir barninu að gjafakyn- fruma sé orsök þess. Viðmælandi Morgunblaðsins vill að frumvarp um tæknifijóvgun tryggi vel rekna deild því um feiki- lega viðkvæma lækningu sé að ræða sem kosti mikla andlega erfiðleika. Tryggja verður -að sjúklingarnir fái upplýsingar um allt sem þeir geta átt í vændum og að siðferðisvitund þeirra verði aldrei misboðið. Einnig að hagsmunir barnsins verði settir í öndvegi, svo foreldranna og loks deildarinnar. Óháð fjölsky Iduráðg jöf Hann er mjög svo hlynntur ófijó- semislækningum en þær verði að gera á réttum forsendum á stofnun sem hafí hagsmuni barnsins í háveg- um, og öllum blekkingarleik sé hætt. Hins vegar styður frumvarpið blekk- ingarleikinn, að hans mati. Vald læknisins sé of mikið, sjúklingsins of lítið og barnsins enn minni. Hann telur að samhliða glasa- fijóvgunardeildinni verði að starfa óháð fjölskylduráðgjöf um rétt fólks o g til hjálpar pörum með hin andlegu vandamál sem meðferðin getur haft í för með sér. ■ Bolir, töskur og svuntur með slagorðum Á KVENNARÁÐSTEFNUNNI í Kína voru staddar þijár íslenskar konur sem létu heillast af litskrúðugum batíkfatn- aði sem konur frá þriðja heiminum klæddust. Ekki nóg með að fötin væru í öllum regnbogans litum, heldur voru þau gjarnan með slagorðum sem hent- uðu þessu tilefni, þ.e.a.s. kvennaráð- stefnunni. „Við konurnar frá Vesturlöndum vorum afskaplega litlausar við hliðina á þessum stallsystrum okkar og vorum að velta fyrir okkur hvers vegna við T æknifrjóvgun meðmæli og andmæli vegna frumvarps til laga PÖR, sem ekki geta eignast barn, hafa undanfarin ár átt þess kost að leita sér hjálpar. Ef hvorki lyf né læknisaðgerð dugar standa þau frammi fyrir tæknifijóvgun sem er getnaður sem verður í fram- haldi af tæknisæðingu eða glasa- fijóvgun. Það getur kostað margra ára þrautagöngu að leita á náðir tækn- innar og sérfræðinga til að eignast barn. Lyf, aðgerð, tæknisæðing, glasafijóvgun og loks gjafasæði — og ef til vill tekst það ekki. Einnig kostar þetta töluverða peninga. Tæknifijóvgun vekur upp marg- ar spurningar. Hveijir eiga kost á henni? Mega einhleypar konur og samkynhneigðar fá tæknifijóvgun með gjafasæði? Hvernig skal velja sæðisgjafa? Skal hann njóta nafn- leyndar eða á að veita barninu vitn- eskju um nafn hans? Hvaða hags- munir eiga að vera í fyrirrúmi, barnsins, foreldranna eða stofnun- arinnar sem framkvæmir aðgerð- ina? Vegna hinna mörgu álitamála hefur nú verið lagt fram frumvarp á Alþingi um tæknifrjóvgun, sem nefnd á vegum Alþingis hefur sam- ið, en aðalhöfundar eru Dögg Páls- dóttir lögfræðingur og Jón Hilmar Alfreðsson læknir. Hvað er ófrjósemi? Ófijósemi er skilgreind sem sjúkdómur og á um tíunda hvert- par við óftjósemisvandamál að stríða, þótt sjúklingarnir finni fyrst ekki fyrir henni á neinn hátt annan en að afkvæmin láta á sér standa. Eftir sjúk- dómsgreiningu geta and- legir erfiðleikar fylgt í kjöl- farið. Brýnt hefur verið talið að skapa lagaramma utan. um ófijósemislækningar sök- um þess að tæknin býður bókstaf- lega upp á allt, til dæmis að kona gangi með kynfrumur frá hjónum. Hún væri eins konar leigumóður. Hér verður sagt frá frumvarpinu og reynt að rekja rökin með hverri lagagrein fyrir sig og mótrökin. Elnhleypar og samkynhneigðar konur útilokaðar Nafn og 1. og 2. grein. Frum- varp til laga um tæknifijóvgun heitir það, en bent hefur verið á að betra nafn væri frumvarp til laga um ófijósemislækningar vegna þess að ekkert má gera FULLÞROSKA egg konunnar. SÆÐISFRUMUR karlmannsins. nema í þeim tilgangi að vinna á ófjóseminni undir eftirliti lækna í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp eins og segir í 2. gr. frumvarpsins. En 1. gr. er skilgreiningar á hug- tökum. 3. grein kveður á um að konan, sem gengst undir aðgerðina, hafi búið með karlmanni í samfellt þijú ár og þau hafi bæði samþykkt að- gerðina, einnig verður móðuraldur hennar að vera eðlilegur, andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður góðar og aðrar aðgerðir til að sigrast á ófrjósemi hafa brugðist. Einnig segir að læknir ákveði hvort tæknifijóvgun fari á fram. Helsta gagnrýni sem heyrst hefur um 3 gr. er að hún útiloki einhleypar konur og samkynhneigðar til að gang- ast undir meðferðina. Spurt hefur verið hvort ekki sé brotið á þessum konum og viljinn til að búa til fjölskyldu án eiginmanns sé forsmáður. Einnig að þessir hópar kvenna séu niðurlægðir sem uppalendur. Rökin með greininni eru hins vegar að hér sé um lækningar gegn ófrjósemi að ræða og ekkert segi til um hvort einhleypar konur eða samkynhneigðar séu óftjósam- ar. Líka að öll börn eigi rétt á að eiga sér félagslegan föður. Hvort vegur þyngra, nafnleynd gefanda eða réttur barnsins? 4. grein kveður á um að læknir skuli velja pörum viðeigandi sæðis- eða egg- gjafa. Einnig er nafn- leynd upplýsingar um parið bóginn fá upplýsingar um út- litseinkenni gefanda og læknir skal sjá um að gefandi sé af skyldri þjóð og að lítil blöndun kynþátta verði. Röksemdir gegn þessari grein snúast um rétt barnsins til að leita uppruna síns og geta fengið upp- lýsingar sem finna megi í sæðis- banka um hver hinn líffræðilegi faðir sé. I Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna, sem gildir á Islandi, segir að enginn megi svipta barn því sem auðkennir það sem ein- stakling og að það eigi rétt á að þekkja foreldra sína. Hins vegar stendur í greinargerð um frum- varpið: „Ekki verður talið tíma- bært að setja í lög ákvæði er tryggi börnum, sem getin eru með gjafa- kynfrumum, rétt til vitneskju um líffræðilegt faðerni eða móðerni.“ Öðrum finnst það hins vegar tíma- skekkja að tryggja börnum þetta ekki. Rök höfunda frumvarpsins fyrir ' nafnleynd eru meðal annars að vernda gefanda kynfrumu fyrir afkvæmum sínum og að erfitt verði að fá gjafasæði ,, nema með % tryggðri nafnleynd. Einnig að í öllum ná- grannaríkjum viðgangist nafn- leynd nema í Sví- þjóð. Getur ófrjór karl eignast barn með ófrjórri konu sem fæðlr? 5. grein segir frá því skilyrði að tæknisæðingu með gjafasæði megi aðeins framkvæma ef fijó- semi karlmannsins sé skert á ein- hvern hátt. Þessi grein útilokar með öðrum orðum einhleypar konur og sam- kynhneigðar eins og 3. gr. Einnig að eiginkonur taki upp á því að eignast barn með ókunnum sæðis- eiganda. 6. grein kveður á um að nota verði að minnsta kosti kynfrumur frá eiginkonu eða eiginmanni við glasa- fijóvgun, og að gjafafósturvísar sem er fijóvagð egg annarra konu og sæði annars : manns, sé / SÁÐFRUMA stingur höfðinu í eggið. Markmiðið er egg sem frjóvgast. AFLEIÐING ástarinnar. óheimil. Einnig að staðgöngumæðrun sé ekki leyfileg. Gagnrýni á þessa grein felst í því að ef gjafasæði og gjafaegg er leyfilegt til að hjálpa pörum sem geta lagt til helminginn, hvers eiga þá pör, sem geta ekki lagt til sæði eða egg, að gjalda? Ef tæknin get- ur hjálpað ófijóu pari að eignast barn eftir meðgöngu konunnar, hvers vegna ekki að gera það? Meðmælendur banns á gjafa- fósturvísa finnst það vera alger- lega á skjön við réttindi barnsins, að líffræðilegir foreldrar séu báðir ókunnir og hafi jafnvel aldrei horfst í aúgu nema sem sæði og egg á tilraunastofu. Staðgöngumæðrun bönnuð Staðgöngumæðrun er bönnuð samkvæmt frumvarpinu. En hún felst í því að fósturvísum með kyn- frumum parsins sem ætlar að fá barnið er komið fyrir í staðgöngu- móður, einnig getur hún lagt til sitt egg og eiginmaður hinnar sæð- ið. Rök á móti þessari grein eru að konur sem eiga við ákveðna sjúk- dóma eða fötlun að stríða og lækn- ir hefur mælt gegn með- göngu fyrir þær, eru úti- lokaðar. ' Lamaður eiginmaður getur líka átt barn með eiginkonu sinni, en ekki lömuð kona með sínum manni. Er það jafnrétti? f Þeir sem vilja ekki 'r ieyfa staðgöngu- mæðrun segja að meg- r inreglan sé að kona sem fæðir barn skuli ætíð teljast móðir þess, einnig að þetta skapi mörg siðfræðileg vandamál. LátiA fólk getur eignast barn 7., 8., 9. og 10. grein fjalla um geymslu kynfruma og fósturvísa. Kynfrumur má geyma ef til- gangurinn er að nota þær síðar, gjöf í rannsóknarskyni, gjöf til notkunar við tæknifrjóvgun. Fóst- urvísa má geyma til að koma síðar fyrir í konunni sem lagði þá til. Slíti parið hins vegar samvistir eða látist karlinn eða konan á að eyða fósturvísunum nema um gjöf hafi verið að ræða. Hér til dæmis komið í veg fyrir að kona sem misst hefur eiginmann sinn, geti fengið fósturvísi þeirra til að fæða honum barn löngu eft- ir andlát. Ekki kemur heldur til greina ef eiginkonan deyr að mað- urinn fái staðgöngumóður til að verða þungaða vegna fósturvísis þeirra hjóna og ala barn látinnar konu. Allt er þetta samt möguleiki. 11. og 12. grein kveður á um að rannsóknir, tilraunir og aðgerð- ir á fósturvísum séu óheimilar. Gagnrýnt hefur verið að listi yfir undantekningar frá þessari reglu leyfi í raun læknum að gera næstum hvað sem er nema til dæmis að framkvæma einræktun, og koma fósturvísunum fyrir í dýr- um. Lokagreinar segja að þessi lög öðlist gildi 1. júní 1996, brot á þeim varði sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum og að ráðherra setji nánari reglur um framkvæmd þeirra. ■ Gunnar Hersveinn gerðum aldrei neitt þessu líkt, bærum til dæmis ekki utan á okkur ýmis slag- orð,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir, ein þeirra þriggja sem nú hafa látið fram- leiða boli, svuntur og töskur með slag- orðinu „Staða konunnar er á stjómar- heimilinu“. Staða konunnar á heimillnu Hinar konurnar eru þær Valgerður K. Jónsdóttir og Margrét Rósa Sigurð- ardóttir. Ýmsar aðrar upplýsingar er að finna á varningnum, svo sem að einungis 10% íslenskra ráðherra séu konur og svo framvegis. „Slagorðið sem við völdum á að endurspegla að staða konunnar á heimilinu er undirliggjandi viðhorf í okkar þjóðfélagi. Jafnvel ____________ þó svo að konur hafi í aukn- um mæli farið á vinnu- markað eru gömlu viðhorf- in enn við lýði, að konan beri ábyrgð á heimili og börnum. Þetta stendur henni fyrir þrifum þegar kemur að því til dæmis að vinna að stjórnmálum. Það verður einfaldlega of erfitt að bæta þessu við það sem þær. eru með fyrir,“ segir Valgerður. „Við vildum minna á að jafnrétti væri ekki komið í höfn, ekki með árásum á karlmenn heldur með hvatningarorð- um. Tölurnar tala líka sínu máli.“Hún Agóöinn rennur til fræöslu kvennní þró- unnrlöndum segir að konur þriðja heimsins hafi valið aðrar leiðir í jafnréttisbaráttu sinni. „Þær hafa ekki farið út á vinnumarkaðinn heldur skapað sér viðfangsefni, þær reka til dæmis lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem börn og _________ ættingjar vinna saman. Við heilluðumst að þess- um konum á ráðstefnunni í Kína. Þær hafa börnin með sér, fara ekki að heiman eins og við á Vest- urlöndum höfum kosið að gera. Það er mjög gaman að velta fyrir sér þessum ólíku leiðum sem við og þær höfum valið okkur og verður spennandi að fylgjast með kvennahreyfingunni í þróunarlönd- unum. Þaðan kunna að koma nýjar hugmyndir og ekki vafi á að við getum lært heilmikið af þeim að sama skapi og þær af okkur.“ Nafnleynd kynfrumugjafa tryggð á kostnað hagsmuna barns VILHJÁLMUR Árnason heimspekingur hefur á undanförnum árum rannsakað álitamál við upp- haf lífs og endi. Hann hefur meðal annars ritað bók um erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjón- ustunni sem ber heitið Siðfræði lífs og dauða. Vilhjálmur hélt nýlega stutt er- indi á málþingi Siðfræðistofnun- ar Háskóla Islands um tækni- frjóvgun og kom fram í þættinum Almannarómur sem Stefán Jón Hafstein stjórnar á Stöð 2 um sama efni. Hér verða raktar nokkrar af röksemdum Vilhjálms, en hann segist vera orðinn þreyttur á að sjá frumvörp til laga, sem feli í sér mörg siðferðileg álitamál, fara í gegnum löggjafarsamkom- una án umræðu í þjóðfélaginu. Sjónarmið barnsins á að vera sett í öndvegi í Siðfræði lífs og dauða leggur Vilhjálmur barnaverndarsjón- armiðið til grundvallar, en með því á hann við að fólki beri að hafa hagsmuni barnsins í fyrir- rúmi og gera ekkert sem ætla megi að geti skaðað það. Vilhjálm- ur sagði svo á málþinginu að sér sýndist að sum grundvallaratriði í frumvarpinu miði miklu fremur að því að vernda aðra hagsmuni en barnsins sjálfs og vitnar meðal annars í 4. grein frumvarpins; „heilbrigðisstarfsfólki er skylt að tryggja gjafa nafnleynd,“ og að í greinargerðinni standi að ekki sé tímabært að tryggja börnum vitneskju um líf- fræðilegt faðerni eða móðerni. Vilhjálmur telur það einmitt vera tímabært og að rétta skýringin á áherslunni á að kynfrumu- gjafi njóti nafnleyndar sé falin í hagsmunum glasa- fijóvgunardeildar Landspitalans: „Ég tel víst að hin undirliggjandi og óorðuðu rök sem menn hafa fyrir því að skylda heilbrigðisstarfsfólk til að tryggja nafnleynd gjafa sé sú að þeir telji að væri barni heimilað að þekkja uppruna sinn myndi fólk verða mun ófúsar en nú er til að gefa kynfrumur sínar til tækni- fijóvgunar. Væri nafnleynd af- létt myndi það með öðrum orð- um nánast leggja starfsemi tæknifrjóvgunardeildar í rúst.“ VILIIJALMUR heimspekingur á Siðfræðistofnunar. Ættartré Frumvarplð gefurfæri á blekklngarleik í krlngum barnið Vilhjálmur spyr hvers vegna í frumvarpinu sé lögð svo mikil áhersla á að finna kynfrumugjafa sem sé í útliti sem líkastur for- eldrinu, og leiðir að því líkum að þetta sé liður í að telja öllum trú um að barnið sé raunverulega barn foreldra sinna, en ekki til- komið með öðrum hætti. Hann kallar það feluleik að meina barni að þekkja uppruna sinn. „Ég fæ ekki séð hvernig það getur raunverulega þjónað hags- munum fólks að halda fram ós- annindum eða ástunda einhvers konar blekkingarleik," segir hann. „Allra síst mun slíkt at- hæfi þjóna hagsmunum barnsins sem er í stöðugri áhættu að finna út hið sanna um tilurð sína.“ Vilhjálmur telur frumvarps- höfunda kjósa forræðishyggjuna og telur það gróft mannhelgis- brot að útiloka fyrirfram að full- veðja einstaklingur, sem barnið óhjákvæmilega verður, geti leit- að eftir vitneskju um uppruna sinn, og að slíkt brot verði engan veginn réttlætt með óljósum at- hugasemdum um óvissu eða óþægindi sem það kann að hafa í för með sér fyrir barnið eða fjölskylduna. Ættleiðing betrl kostur en notkun gjafakynfruma Hann kemst að þeirri niðurstöðu, meðal annars vegua nafnleyndar kynfrumugjafa, að þjóðfélagið ætti ekki að heimila tæknifijóvgun með gjafakyn- frumum, og segin „Ég mæli gegn því að samfélag- ið standi fyrir því að slíta vísvitandi sundur þá líf- fræðilegu, félagslegu og siðferðilegu þætti sem sam- ofnir eru í foreldrahlutverkinu." Hins vegar mælir hann með ættleiðingu vegna þess að þar eiga í hlut nauðstödd börn sem oft eru munaðarlaus, en þessi börn eiga líka rétt á allri vitneskju um uppruna sinn sem tiltæk er, og meira að segja er kapp- kostað að virða þann rétt. Árnason málþingi 'MóflR. DORA Vilhjálmur sagði í lokin að einungis ætti að heimila í lögum tæknifijóvgun þar sem báðar kynfrumur eru komnar frá parinu sjálfu. Hann taldi að hagsmunir barnsins ættu ævinlega að vega þyngst og að það væri óveijandi staða fyrir börn að hafa ekki aðgang að upplýsingum um sig sem aðrir búa yfir. Hann taldi siðferðilega nauðsynlegt að ef lög yrðu sett um gjafakynfrum- ur, yrði það að vera með þeim formerkjum að barnið gæti komist að því hver gefandinn væri. ■ SJÖFN og Valgerður „Staða konunnar er í bolum með slagorðinu á stjórnarheimilinu". Morgunblaðið/Þorkell Alþjóðabankinn fjárfestir í menntun kvenna Sjöfn segir það hafa verið áber- andi úti í Kína hversu konur frá þró- unarlöndunum voru ófeimnar við að taka með sér alls konar dót til að selja. „Við hálf skömm- umst okkar alltaf fyrir að vera að reyna að „pranga“ einhveiju inn á fólk. ___________ Þarna var þetta eðlilegt og óþvingað. Reyndar hafa konur þriðja heimsins í auknum mæli feng- ið lítil lán til að byija með eigin rekst- ur, kaupa smádót til að selja á mark- aði í stað þess að betla og þeim þann- ig hjálpað til að verða fjárhagslega sjálfstæðar. Valgerður bendir á að Álþjóðabankinn hafi í auknum mæli veitt smá lán sem þessi til kvenna í Vildum minna ó að jaf nrétti væri ekki komiö í höfn þriðja heiminum og veitt fjármunum í að styrkja fræðslu og menntun kvenna þar. „Hagfræðingar stofnun- arinnar hafa fundið út að það er besta fjárfestingin á þessum slóðum að veita fé til fræðslu og menntunar kvenna. Valgerður, Sjöfn og Margrét Rósa ákváðu að verja öllum ágóða af sölu varningsins hérna heima til fræðslu kvenna í þróun- arlöndum. Þær hafa selt vöruna heima hjá sér og farið á ýmis mannamót með hana. Sjöfn segir að konur í þróunarlöndunum séu verst settu einstaklingarnir í (§S> konudagsl ...býður Snyrtistofan Rós, Kóp. 10% afslátt. ! Hágœða franskqr snvrtivörur þriðja heiminum í dag. „Við fengum þessa hugmynd frá stallsystrum okk- ar í þriðja heiminum og fannst því tilvalið að láta ágóðann renna til þeirra.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.