Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGL'R 20. KKBRÚAR 1006 MORGUNBLAÐID VIÐSKIPTI Lögfræðingar telja seinagang í afgreiðslu landbúnaðarráðherra á erindi Sólar hf.vegna úreldingar MB vera brot á lögum Sól kannar h vort ráðu- neytíð verði kært LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA braut tvímælalaust lög er ráðuneyti hans dró það í 7 mánuði að afgreiða erindi Sólar hf. vegna úreldingar Mjólkurbús Borgfirðinga, að mati þeirra lögfræðinga sem Morgunblað- ið ræddi við. Forsvarsmenn Sólar hf. hafa ekki gert það upp við sig hvort afgreiðsla ráðuneytisins verði kærð, en þar er nú verið að fara yfir svar ráðuneytisins með hliðsjón af mögulegum aðgerðum í framhald- inu. Samkvæmt.9. grein stjórnsýslu- laga, sem fjallar um málshraða, ber stjórnvöldum að taka ákvarðanir í málum „svo fljótt sem unnt er.“ Ennfremur segir í 3. mgr. laganna að „þegar fyrirsjáanlegt er að af- greiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar er að vænta.“ Eins og fram iiefur komið í frétt- um fékk landbúnaðarráðuneytið er- indi Sólar hf. sent 14. júlí 1995, eftir að Ríkiskaup höfðu áður fjallað um málið, en ekkert svar kom frá ráðuneytinu fyrr en um 7 mánuðum seinna og engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna dráttur varð á afgreiðslu málsins, þrátt fyr- ir ítrekanir Sólar. Niðurstaðan var sú að lögmenn ráðuneytisins hefðu ekkert við úrskurð Ríkiskaupa að athuga, en til samanburðar má geta þess að það tók Ríkiskaup þijá daga að afgreiða erindi Sólar. Þeir lögfræðingar sem Morgun- blaðið ræddi við vegna þessa máls segja þessa málsmeðferð ekki vera í samræmi við ákvæði stjórnsýslu- laga. Bent er á að ekki sé til nein þumalputtaregla um hversu langan tíma stjórnvöld hafi til þess að af- greiða mál frá sér og því verði að meta eðlilegan afgreiðslutíma í hveiju tilfelli fyrir sig. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að stöðugt sé unnið að afgreiðslu hvers máls og ef einhvetjar tafir verði á að mál sé afgreitt innan þess tíma, sem eðli- legt þykir að fari i afgreiðslu þess, beri stjórnvöldum að greina málsað- ilum frá því hveiju valdi. 7 mánaða afgreiðslutími í þessu tilviki virðist því vera nokkuð langur tími, án þess að til komi neinar haldbærar útskýr- ingar á töfinni. Þá er ennfremur bent á að í 10. grein laga um Umboðsmann Alþing- is sé umboðsmanni gert kleift að skila áliti telji hann stjórnvöld hafa brotið lög með athöfnum sínum eða brotið gegn „góðum stjórnsýslghátt- um“. Sú ákvörðun ráðuneytisins að ljúka afgreiðslu á úreldingu Mjólkur- samlags Borgfirðinga áður en erindi Sólar hf. var svarað, hafi ekki sam: rýmst góðum stjórnsýsluháttum þar sem málin hafi ekki verið tekin fyrir í réttri röð. Kvörtun Sóiar hefði átt að vera tekin fyrir áður en Iokið væri við afgreiðslu þeirra mála sem fyrirtækið var að kvarta yfir. Að sögn Páls Kr. Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Sólar, er lögmaður fyrirtækisins nú að fara yfir svar ráðuneytisins m.a. með hliðsjón af því hvort það gefi tilefni til þess að ætla að ráðuneytið hafi brotið ein- hver lög við afgreiðslu málsins. „Ef niðurstaðan verður ótvírætt sú að ráðherra hafi brotið lög þá munum við væntanlega leita réttar okkar í því máli. Eftir stendur þó að megin- atriðin í afgreiðslu þessa máls, þ.e. niðurstaða þess, virðist standast lög og því hljótum við að ieita annarra leiða til þess að knýja á um breyiing- ar á þeim lögum sem gilda um úreld- ingar sem þessa,“ segir Páll. íslenska útvarpsfélagið Kannar kaup á Plastos-húsinu ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. á nú í viðræðum við Plastos hf. um kaup á Plastos-húsinu við Krók- háls. Náist samningar ekki á næstu vikum mun fyrirtækið lík- lega þurfa að flytja starfsemi sína annað. íslenska útvarpsfélagið hefur leitað að húsnæði undir starfsemi sína um nokkurt skeið og meðal annars óskað eftir viðræðum við Ríkisútvarpið um kaup á Sjón- varpshúsinu við Laugaveg 176. Starfsemin fer nú fram í um fjög- ur þúsund fermetra húsnæði við Lyngháls og Krókháls. Fyrirtækið á húsnæðið við Lyngháls en leigir um 1.200 fermetra samliggjandi húsnæði fyrir tæknideild af Plast- osi við Krókháls. Flutningar kostnaðarsamir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þarf Plastos nú á öllu húsinu að halda undir starfsemi sína og liggur því beinast við að útvarpsfélagið flytji. Ekki er hins vegar hlaupið að því að finna hent- ugt húsnæði undir útvarps- og sjónvarpsrekstur auk þess sem flutningur slíkrar starfsemi er mjög kostnaðarsamur. Eigendur útvarpsfélagsins vilja því freista þess að kaupa Plastoshúsið í stað þess að rýma. Náist ekki sarrining- ar um kaup á næstu vikum eru miklar líkur á að íslenska útvarps- félagið flytji alla starfsemina, eða a.m.k. tæknideild, annað. Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs ís- lenska útvarpsfélagsins, staðfesti í gær að viðræður um kaup á Plastos-húsinu hefðu átt sér stað en sagði að niðurstaða lægi ekki fyrir. Forráðamepn Plastos vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 15 stærstu hluthafar Hampiðjunnar Hluthafar Hlutafé, kr. Hlutdeild 23. febrúar 1996 Sigurður Egilsson 32.503.000 Venus hf. 30.926.000 Vogunhf. 17.713.000 Hlutabréfasjóðurinn 13.229.000 Árni Vilhjálmsson 11.464.000 lífeyrissj. Verslunarmanna 11.190.000 Hannes Pálsson 10.876.000 Auðlind 10.358.000 Bragi Hannesson 10.132.000 Þróunarfélag íslands 9.681.000 Sigurgeir Guðmannsson 8.500.000 Samein. Lrfeyrissjóðurinn 7.419.000 Birgir Frímannsson 6.500.000 jsl. Hlutabréfasjóðurinn 5.107.000 Soffía Guðmundsdóttir 4.458.000 ' Samtals 15 stærstu 190.056.000 58,5% Aðrir 421 hluthafar 134.681.000 41,5% Hlutafé samtals 324.737.000 ' ' 100,0% 10,0% 9^5%! Hlutabréíasjóðurinn Auðlind hefur bætt við sig hiutafé að nafnvirði tæpar 4 mlllf. króna. Draupnissjóðurinn hefur fallið út af hluthafalístanum vegna sameiningar við Þróunarfélagið sem kemur inn i hans stað. Þá hefur Sameinaði lífeyris- sjóðurinn minnkað hlutafjáreign sína um 2 milljónir að nafnvirði. Tveir aðilar, HlutabrélasjóOur VÍB og LíleyrissjóOur Austurlands lalla út at listanum en nýir aOilar iþeirra stað eru istenski hlulabrélasjóðurinn og Sollia Guðmundsdóttir. Viðskiptaráðuneytið Ekkert aðhafst vegna Handsals BANKAEFTIRLIT Seðiabankans og viðskiptaráðuneyti hafa ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málefnum verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. Eins og fram hefur komið gerði bankaeftirlitið skýrslu um tiltekna þætti í starfsemi þess. Var það liður í eðlilegu og reglubundnu eftirliti með fjármálastofn'unum. í skýrslunni eru gerðar athuga- semdir við einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins svo og við störf beggja framkvæmdastjóra þess, að því er segir í frétt. Fram kemur að annar framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Edda Helgason, hafi látið af störfum hjá fyrirtækinu og skila ráðuneytinu leyfi sínu til verðbréfamiðlunar 22. janúar sl. Seðlabankinn ritaði ráðuneytinu bréf þann 30. janúar í kjölfar skýrsl- unnar og kemur þar fram að hann telji ekki ástæðu til að aðhafast frek- ar í málinu umfram eðlilegt áfram- haldandi eftirlit. . Skv. ákvæðum 1. mgr. 33 gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 9/1993, er það háð tillögu bankaeftirlits Seðlabankans hvort afturkalla skuli leyfi til verðbréfamiðlunar eða starfs- leyfi verðbréfafyrirtækis. -----»-♦••♦--- Skrifstofur Fragtdeild- ar Flugleiða fluttar Eldra hús- næði heilsu- spillandi FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveðið að flytja skrifstofur fragtdeildar félags- ins úr húsakynnum Tollvörugeymsl- unnar við Héðinsgötu í leiguhúsnæði á Skútuvogi lb. Þetta var ákveðið eftir að Vinnueftirlit ríkisins úr- skurðaði að húsnæðið á Héðinsgötu væri heilsuspillandi. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildarstjóra í upplýsingadeild Flug- leiða, var skrifstofuhæð fragtdeildar byggð ofan á eldra húsnæði Toll- vörugeymslunnar. Starfsfólk skrif- stofunnar hefur um skeið fundið fyrir óþægindum í öndunarfænim og komst Vinnueftirlitið að þeirri niðurstöðu að það mætti rekja til óheilnæmra efna í einangrun í gólfi. Húsnæðið í Skútuvogi er tekið á leigu til bráðabirgða en vörugeymslur fragtdeildar félagsins verða hins veg- ar áfram hjá Tollvörugeymslunni. Aukinn hagnaður Honda Tókýó. HAGNAÐUR Honda í heiminum jókst um 41 % á þriðja fjórðungi fjár- hagsárs fyrirtækisins, aðallega vegna aukinnar sölu í Japan og minni kostnaðar. Hagnaðurinn jókst á öllum mörk- uðum: í N-Ameríku, Evrópu, Japan og annars staðar í Asíu. Vélhjóla- sala var einkum mikil í Asíu. Sala jókst um 13% í 1,02 billjón- ir jena. Bílasala fyrirtækisins í heiminum jókst um 9% í 441.000 bíla og í Japan jókst hún um 17% í 155.000 bíla. Honda var fimmta söluhæsta fyrirtækið í Japan og nýtur góðs af vaxandi vinsaddum fjölnota bíla. Fyrirta:kið gerir ráð fyrir að hreinar tekjur á öllu fjárhagsárinu til marzloka muni aukast um 6%, í 65 milljarða jena. Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri vill að ríkið hætti að styrkja leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði Leiðbeiningarstarf til bænda LEIÐBEININGARÞJÓNUSTA í landbúnaði ætti fremur að vera í höndum bænda sjálfra en á veg- um ríkisins. Það yrði enn skilvirkara fyrir greinina og meiri sátt myndi nást við skattgreiðendur ef þessir kostnaðarþættir væru bornir af atvinnu- greininni, jafnvel þó svo ríkisvaldið legði fram fjár- muni til annarra verkefna í þágu landbúnaðar og almennings. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, á ráðu- nautafundi fyrir skömmu. Hann gerði þar grein fyrir kostnaði ríkissjóðs af leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði, en na:rri lætur að um 400-500 millj- ónum króna af opinberu fé sé varið til þessa þáttar í víðri merkingu. Magnús sagði óraunhæft að reikna með því að fjárframlög til landbúnaðarins, þ.m.t. leiðbeiningarþjónustunnar, myndu vaxa á komandi árum. „Ég tel líklegra að þau muni drag- ast saman. Eins og nú horfir held ég að það megi f'ullt eins vel reikna með því að stjórnvöld kjósi að lækka framlög til leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins, ýmist með því að beita almennum niðurskurði eins og oft hefur verið gripið til eða með því að færa tiltekna þætti starfseminnar til greinarinnar." Álitlegur gjaldstofn Hann varpaði fram hugmyndum um hvernig mætti flytja til greinarinnar einkum þá þætti leið- beiningarþjónustunnar þar sem bændur hefðu beinna hagsmuna að gæta. Þetta gæti átt við starf héraðsdýralækna, héraðsráðunauta, kynbótastarf, starfsemi Bændasamtakanna að miklu leyti og vissar hagnýtar rannsóknir, fræðslu- og eftirlits- starf skólanna og Rannsóknarstofnun landbúnað- arins. Gegn því að þessi verkefni flyttust til at- vinnugreinarinnar a:tti ríkisvaldið að leggja öðrum málum lið, málum sem tengdust landbúnaði og skipulagsbreytingum í greininni. Magnús lýsli jieirri huginynd sinni að flytja 300 milljóna krória kostnað við leiðbeiningarþjón- ustuna af fjárlögum og inn í verðmyndum búvara í áföngum, t.d. á 3-4 árum. Til að standa straum af kostnaði við leiðbeiningarþjónustuna í höndum bænda eða samtaka þeirra kæmi t.d. til greina að nýta tekjustofn Búnaðarmálasjóðs. „Fyrir verð- lagsárið 1993-1994 lætur nærri að búnaðarmála- sjóðsgjaldið hafi numið 200 milljónum króna. Mér sýnist að þetta gæti verið álitlegur gjaldstofn til þess að afla þess fjár sem þurfa þykir. Yrðu t.d. 100 milljónir króna færðar beint á reikning búsins en 200 milljónir kostaðar sameiginlega, þyrfti að tvöfalda búnaðarmálasjóðsgjaldið frá því sem nú er. Til þess að gefa vísbendingu um áhrif þessa á fjárhag bænda lætur nærri að þetta þýði um 60 þúsund króna ha“kkun á kostnaði við verðlags- grundvallarbúið ef hann va*ri allur borinn af bónd- anum. En í ljósi afkomu greinarinnar held ég að raunhad'ara sé að a‘tla að áhrifin komi að stórum hluta l'ram í vöruverðinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.