Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLA'DII) FIMMTL'DAGL'R 29. KKHRÚAR 1096 B 3 Misstuekki afþessu! 8500 7500 Atlas TAm STGR. Á N VSK 381.526 STGR. ÁN VSK VIÐSKIPTI Vélsmiðjan Mjölnir í Bolungarvík 100 milljóna tap vegna gjaldþrota VÉLSMIÐJAN Mjölnir hf. í Bol- ungarvík hefur tapað 100 milljón- um kr. á gjaldþrotum sjávarút- vegsfyrirtækja á síðustu 20 árum, að sögn Finnboga Bernódussonar, eins af eigendum fyrirtækisins. Finnbogi segir að vélsmiðjurnar í Bolungarvík séu algerlega háðar sveiflum í sjávarútvegi því lítið sé um annan iðnað eða þungavinnu- vélar sem víða sé dijúg aukabú- grein fyrir smiðjur. Erfiðleikar í greininni hafi því komið illa við reksturinn. Kröfur hafi tapast í stórum stíl, bæði beint og eins óbeint eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafé sem síðan hefur orðið að engu. Þá hafi fyrirtækið tapað peningum sem það hefur lagt í önnur fyrirtæki. Samtals hefur Mjölnir tapað 100 milljónum kr. með þessum hætti á 20 ára tímabiii og eru upphæðirnar á verðlagi hvers ár. Tapið er mun meira ef miðað er við verðlag í dag. Batnandi rekstrarumhverfi „Já, það þarf sterk bein til að þola það að glata fimm milljónum á hveiju ári,“ segir Finnbogi. Hann segir að eigendurnir hafi orðið að taka þessar byrðar á sig. Mjölnir hefur komist í gegnum erfiðleika undanfarinna ára og er reyndar orðið eitt elsta starfandi járniðnað- arfyrirtæki á norðanverðum Vest- fjörðum, það er að segja með óbreytta kennitölu. Finnbogi telur að rekstrarum- hverfið sé að batna. Vélsmiðjurnar í Bolungarvík unnu saman að nið- ursetningu vélar í togara Ósvarar hf., Dagrúnu ÍS, og ýmsa aðra vinnu við skipið. Við það hafi skap- ast heilmikil vinna. Þá segir hann að framkvæmdirnar í Ósvör efli atvinnulífið í Bolungarvík. „Mér finnst menn borga frekar en áður og ana ekki eins mikið út í hluti sem þeir ekki ráða við,“ segir hann. Sameiginleg aðstaða Finnbogi tekur þátt í samstarfi iðnfyrirtækja við ísafjarðardjúp um undirbúning að byggingu skipaviðgerðahúss í Sundahöfn á ísafirði. Stofnað hefur verið félag um verkefnið, Skonsan hf., og eru 16-18 aðilar að fyrirtækinu, vél- smiðjur, skipasmíðastöð og önnur iðnfyrirtæki. Ætlunin er að reisa 100 metra langt hús með 80 metra þró sem skipum verður siglt inn í. Þar verður gert við skipin á floti. Finnbogi segir að ekki sé ætlun- in að sameina smiðjurnar heldur að koma upp sameiginlegri að- stöðu sem menn geti notað á víxl, eftir því sem verkefni krefjast. Fyrirtækin komi þá með áhöld og tæki í gámi á svæðið og fari svo í burtu með allt sitt hafurtask þegar verkefninu lýkur. BIND-O-MATIC innbindivélar frá 8.153 kr. Borgartúni 24 «81171! 562 1155 Buffett auðugasti maður heims New York. Reuter. AUÐÆFI Wárrens Buffetts, hins kunna íjármálamanns og aðalfor- stjóra Berkshire Hathaway Inc, hafa aukizt í 16.6 milljarða dollara og er hann því auðugasti kaupsýslu- maður heims samkvæmt USA Today. Að sögn blaðsins hefur SEC, eft- irlitsnefnd á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum, fengið þær upplýs- ingar frá fyrirtækinu að Buffett hafi átt 479.202 hlutabréf í Berks- hire Hathaway í árslok 1995. Hluta- bréf í Berkshire seldust á 34,700 dollara hvert í kauphöllinni í New York sama dag og fréttin birtist. Berkshire á hlut í tryggingarfé- lögum, innréttingar- og húsbúnað- arfyrirtækj um, útgáfufyrirtækj um o.fl og eignaraðild að nokkrum stór- fyrirtækjúm eins og American Ex- press og Salomon Inc. í júlí hermdi tímaritið Forbes að forstjóri Microsoft, Bill Gates, væri auðugasti maður heims og voru auðæfi hans sögð 12.9 milljarðar dollara, aðallega 141.2 milljónir hlutabréfa í Microsoft. Buffett hafnaði í öðru sæti með auðæfi upp á 10.7 milljarða dollara. Samkvæmt upplýsingum SEC fékk Buffett 100.000 dollara í laun 1995 og 224.100 dollara í þóknun fyrir að sitja í stjórnum fyrirtækja. Buffett stjórnar nokkrum fyrirtækj- um, sem eru að hluta til í eigu Berkshire að sögn blaðsins. Fimm hundruð starfsmenn hjá Securitas STARFSMÖNNUM Securitas hf. hefur fjölgað ört að undanförnu og hefur fyrirtækið nú náð þeim áfanga að þeir eru nú orðnir rúmlega fimm hundruð talsins. Helstu ástæður fjölgunarinnar eru þær að ræstingarfyrirtækið ISS-þjónustan sameinaðist ræst- ingardeild Securitas um áramót- in. Þá hafa stórir aðilar gengið til viðskipta við Securitas á und- anförnum mánuðum að sögn Guðrúnar Gísladóttur, starfs- mannastjóra fyrirtækisins. Starfsemi Securitas skiptist í þrennt, öryggisgæsludeild, ræst- ingardeild og tæknideild. Ræst- l-i I # . ,, m 1 «... . i: 1 4S , \ Leggðu pappírana á borðið Með ATLAS-kápum og BIND-O-MATIC innbindivélum é getur þú lagt fram ársreikninga, fundargerðir, tilboð vörulista o.m.fl. með frágangi sem lýsir fagmennsku. Staðlaðar eða sérmerktar kápur ef óskað er. Kraftmskiö tilboð! Skipbolli 21 • Sími5U 5111 Heimasíðan: bttp:llwww. apple. is Öftugar tölvur sem spara tíma svo um munar! ÍApple-umboðið Listaverð 490.400 Power Macintosh 7500/100 1 gigabœtis barddiskur 16 megabœta vinnsluminni Fjórhraða geisladrif Apple Vision 1710 (nýr 17" litaskjár með Trintron-myndlampa) Hnappaborð og mús ingardeildin er fjölmennust, en þar vinna nú um fjögur hundruð fastráðnir starfsmenn. Deildin annast alhliða ræstingar í fyrir- tækjum og segir Guðrún að aukn- ing í hreingerningum milli ár- anna 1994-95 hafi numið 45%. Á myndinni tekur Þóra Haralds- dóttir, fimm hundruðasti starfs- maður Securitas, við blómvendi frá Ara Þórðarsyni, deildarstjóra ræstingardeildar. Tilboðsverð 34-2.000 stgr. eða Listaverð 640.400 Tilboðsverð 475.000 stgr. eða Power Macintosh 8500/120 2 gigabœta harðdiskur 16 megabœta vinnsluminni Fjórhraða geisladrif AppleVision 1710 (nýr 17" litaskjár með Trintron-myndlampa) Hnappaborð og mús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.