Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 8
poröimXilnííiíi _L VæSKIFTI MVINNULÍF FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Torgið Nýttfólk hjá VSÓ •VSÓ Rekstrarráðgjöf hf. hefur aukið umsvif sín talsvert að undan- förnu. A síðasta ári tvöfaldaðist velta og umsvif fyrirtækisins og er reiknað með að aftur verði um að ræða tvö- földun á árinu 1996. Fyrirtækið hef- ur flutt í nýtt og hentugra húsnæði í Borgartúni 20 og nýverið réð fyrir- tækið þ'.já nýja rekstrarráðgjafa til starfa, þau Bjarna Guðmundsson, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Sig- ríði Stefánsdóttur. • BJARNI Guðmundsson er raf- magnstæknifræðingur frá Odense Teknikum og með MBA-próf frá Edinborgarhá- skóla. Bjarni starfaði nú síðast sem markaðs- stjóri hjá Is- lenskri getspá en starfaði áður hjá 'Miðlun ehf. sem fram- kvæmdastjóri Gulu línunnar, en sú deild Miðlunar sá einnig um útgáfu uppflettihand- bóka. s.s. Iceland Export Directory. Þá starfaði Bjarni á tæknideild Morgunblaðsins áður en hann hóf framhaldsnám. Eiginkona Bjama er María G. Sigurðardóttir rekstrar- hagfræðingur og eiga þau tvö börn. • KATRÍN Olga Jóhannesdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands og rekstrarhagfræðingur frá Odense Uni- versitet. Katrín Olga hefur verið markaðsstjóri hjá Halldóri Jóns- syni ehf. undan- farin ár. Áður hefur Katrín Olga m.a. starfað sem fram- kvæmdastjóri samstarfshóps um sölu á lambakjöti, verið markaðsstjóri Jöfurs ehf. og markaðsfulltrúi hjá Arnarflugi. Katrín Olga er gift Hávarði Finnbogasyni rafeinda- tæknifræðingi. • SIGRÍÐUR Stefánsdóttir er rekstrarhagfræðingur, MBA, frá Rockford College í Bandaríkjunum. Hún hefur und- anfarin íjögur ár starfað hjá Hag- kaupi við ýmis stjómunarstörf sem tengjast tölvuvæðingu fyrirtækisins, þjálfun starfs- manna, endur- skipulagningu, innkaupum og mark- aðsmálum ásamt ýmsum öðrum verkefnum fyrir Hagkaup. Nýjarlög- mannsstofur •ÞÓRDÍS Bjarnadóttir héraðs- dómslögmaður hefur opnað lög- mannsstofu á Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Þórdís er fædd 3. októ- ber 1959. Hún varð stúdent frá Flensborgarskóla árið 1978 og lauk embættisprófi í lögfræði árið 1984. Þórdís stundaði framhaldsnám í vá- tryggingarétti við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1984. Þórdís hefur starfað sem fulltrúi borgar- fógetans í Reylqavík og bæjarfógetans í Keflavík, og var auk þess settur héraðsdómari við.það embætti. Ennfremur hefur hún starf- að sem fulltrúi á lögmannsstofu og fulltrúi sýslumanns í Hafnarfirði. Lögmannsstofa Þórdísar veitir fyrir- tækjum og einstaklingum lögfræði- lega aðstoð. Jafnhliða rekstri stof- unnar stundar Þórdís nám í vátrygg- ingamiðlun. Sambýlismaður hennar er Dagur Jónsson, starfsmaður Vatnsveitu Hafnarfjarðar, og eiga þau tvær dætur. •ÞORSTEINN Pétursson, héraðs- dómsiögmaður, hefur opnað lög- mannsstofu á Bæjarhrauni 20, 2. hæð, Hafnar- firði. Þorsteinn er fæddur 11. ágúst 1953 og lauk embættis- prófí í lögfræði frá Háskóla Is- lands 1980. Að námi loknu gerð- ist hann fulltrúi sýslumannsins í Húnavatnssýslu, en réðst vorið 1982 til Sýslumannsins í Keflavík og starfaði þar óslitið síð- an og frá 1989 sem aðalfulltrúi. Árið 1988 stundaði hann framhaids- nám í skiptarétti við Kaupmanna- hafnarháskóla. Á lögfræðistofu Þorsteins Péturssonar er fyrirtækj- um og einstaklingum boðin almenn lögfræðiþjónusta. EIGENDUR Hópvinnukerfa ehf., Hörður Olavson tölvunarfræð- ing^ur og Kristín Björnsdóttir rekstrarhagfræðingur. Hópvinnukerfi ehf. sett á stofn NÝLEGA var sett á stofn fyrirtæk- ið Hópvinnukerfi ehf. Fyrirtæki hyggst vinna að hópvinnulausnum með sérstaka áherslu á gæðamál, starfsmannamál, skjalastýringu og markaðsmál, að því er segir í frétt. Að fyrirtækinu standa þau Hörð- ur Olavson tölvunarfræðingur og Kristín Björnsdóttir rekstrarhag- fræðingur MS. Hörður er menntað- ur tölvunarfræðingur frá Banda- ríkjunum og hefur 15 ára reynslu af hönnun og forritun tölvulausna, netmálum og stærri og minni tölvu- kerfum, PC, Unix og AS/400. Síð- ustu þijú árin hefur hann sérhæft sig í hópvinnukerfum og netkerfum, sérstaklega Lotus Notes, lausnum tengdum gæðastýringu, skjalastýr- ingu, verkefnastjórnun og sam- skiptum við viðskiptavini. Hörður var einn stofnenda og aðaleigenda Hugvits hf. og starfaði sem fram- kvæmdastjóri þar frá stofnun fyrir- tækisins þar til í nóvember sl. Kristín er viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur MS-gráðu í Markaðs- fræðum frá Colorado State Uni- versity. Hún hefur starfað sem markaðsstjóri Plastprents og fram- kvæmdastjóri íslenska bókakiúbbsr ins og síðustu árin kennt markaðs- fræði við Tækniskóla íslands og viðskiptadeild HÍ ásamt því að kenna á útflutningsnámskeiðum á vegum Útflutningsráðs og reka eig- ið innflutningsfyrirtæki. Stefna Hópvinnukerfa ehf. er að bjóða fyrsta flokks ráðgjöf og lausnir á sviði hópvinnukerfa (Groupware). Viðskiptavinir eru t.d. Kassagerð Reykjavíkur, Mjólkurs- amsalan { Reykjavík, Rarik, Úrval- Útsýn, ÍSAGA, Sjúkrahús Reykja- víkur o.fl. segir ennfremur í frétt fyrirtækisins. f m FUNDUR EÐA FRAMUNDANf í ORUCCUM HONDUM - FYRIR MIKILVÆCAR STUNDIR! 1 Ráðstefnusalir ■ Fundarsalir ■ Veislusalir ■ Alhliða veisluþjónusta ■ Veglegar veitingar, vönduð þjónusta ■ Aðgangur að sundlaug og sauna ■ Stórt svið I aðalsal ■ Útvegum nauðsynlegan búnað • Næg bílastæði X/eisluþjónusta Viöskiptalíf sins^ ^ Félagaheimilió SeitjarnarneBÍ • Sími S6d-6Q30 Sááfund semfínnur —góða aðstöðu! SCANDIC —— i 111—— LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tímu og stma 50 50 7 60 Torgið Nýtt skeið fer í hönd hjá Verðbréfaþingi ERLENDIR fjárfestar hafa hingað til ekki sýnt neina alvöru tilburði til þess að fjárfesta í íslenskum verðbréfum enda þótt möguleikar á góðri ávöxtun hafi oft verið fyrir hendi. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem markaðurinn er í senn afar lítill, vanþróaður og langt frá því að uppfylla lágmarksskilyrði erlendra t.d. um upplýsinga- streymi. Skráningu Verðbréfa- þings hefur ekki verið að finna hjá Reuter eða öðrum alþjóðlegum upplýsingaveitum sem sérhæfa sig m.a. í að miðla fjármálaupplýs- ingum um allan heim. Þetta stend- ur nú til bóta þar sem nýtt upplýs- ingakerfi er loks að komast í gagn- ið hjá Verðbréfaþingi eftir langa bið. Með tengingu þess við Reuter fá fjárfestar aðgang að upplýsing- um um viðskipti með hlutabréf Flugleiða og Eimskips svo dæmi séu tekin jafnharðan líkt og þekkist á þróuðum mörkuðum. Þetta verð- ur frumforsenda þess að hægt verði að bjóða íslensk verðbréf á markaði erlendis. í þessu sambandi má minna á hvatningarorð Harðar Sigurgests- sonar, forstjóra Eimskips, á árs- fundi þingsiris fyrir ári. Þar lýsti hann hann því yfir að Verðbréfa- þing þyrfti að sinna betur upplýs- ingamiðlun um það sem er að gerast erlendis á þessu sviði og á sama hátt taka þátt í miðlun til erlendra aðila á upplýsingum um verðbréfamarkað hér á landi. Ekki væri ólíklegt að til þess kæmi að erlendir aðilar vildu í einhverjum mæli fjárfesta hér á hlutabréfa- markaði. Hinu nýja viðskiptakerfi er ætlað að gera viðskiptin og þingið sjálft mun sýnilegra en áður, ekki síst þar sem utanþingsviðskipti verða skráð í gagnagrunninn. Auk kerfis- breytinganna eru að verða breyt- ingar á lögum um þingið sjálft og stefnt er að flutningi starfseminnar úr Seðlabankanum í sumar. Skráð félög með greiðari aðgang að fjármagni Á þinginu eru nú skráðir 279 flokkar verðbréfa að markaðsverð- mæti 256 milljarðar króna. Hluta- bréfaviðskipti með bréf 27 skráðra félaga, sem vekja jafnan lang- mesta athygli, tvöföldúðust á ár- inu. Námu þau hátt í 2,9 milljörðum króna eða um 6% af heildarmark- aðsverðmæti félaganna, að því er fram kom á ársfundi Verðbréfa- þings á þriðjudag. Eiríkur Guðna- son, formaður stjórnar þingsins, lýsti þar þeirri skoðun sinni að undarlegt væri að það skyldi ekki hafa gerst fyrr á yfirstandandi ára- tug að komið yrði á skipulegum markaði fyrir viðskipti með hluta- bréf. „Einnig vildi ég vekja athygli á því að hlutafélög sem skráð hafa hlutabréf sín á Verðbréfaþingi ís- lands munu að líkindum eiga greið- ari aðgang að markaðnum en þau sem ekki eru skráð. Munurinn á skráðum og óskráðum félögum er einkum sá að hin fyrrnefndu hafa skuldbundið sig til að birta árs- reikning sinn, árshlutareikning og fleiri upplýsingar innan tiltekins frests fá lokum uppgjörstímabils. Mörg óskráð félög birta reyndar einnig ágætar upplýsingar um eig- in hag, en þau eru ekki skuldbund- in til þess og gætu t.d. dregið birt- ingu á langinn ef upplýsingarnar eru félaginu óhagstæðar." Þá greindi hann frá því að reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga hefðu verið hertar. Þingið hefði ákveðið að það skyldi ekki upplýst um það hvort einstök tilvik eða málefni nafngreindra einstaklinga eða lögaðila væru í athugun hjá því. Leiddi slík athugun til niður- stöðu sem talin væri skipta máli fyrir markaðinn skyldi hún hins vegar að sjálfsögðu birt. Forráðamenn þingsins virðast hafa nokkrar áhyggjur af hlutverki fjölmiðla í þessu sambandi. Þannig beindi Eiríkur þeim tilmælum til fjölmiðlamanna á ársfundinum að þeir birtu ekki upplýsingarfrá verð- bréfamarkaði fremur en öðrum sviðum, nema byggt sé á áreiðan- legum og vel fengnum upplýsing- um. Þetta var hins vegar ekki rök- stutt nánar og er óneitanlega erf- itt að ráða í hvað er hér átt við. Á heildina litið blasir við að við- burðaríkir tímar eru framundan hjá Verðbréfaþingi og að upplýsinga- gjöf um verðbréfamarkaðinn mun taka miklum framförum á þessu ári. KB 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.