Morgunblaðið - 29.02.1996, Page 3

Morgunblaðið - 29.02.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 D 3 Reuter ANDREW Lang hjá Minnesota ver skot frá Michael Jordan. Síðasta umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik verður í kvöld. Ljóst er hvaða lið fá heimaleik í úr- slitakeppninni sem hefst á fimmtu- daginn, Njarðvík, Haukar, Grindavík og Keflavík. Hins vegar er ekki alveg Ijóst enn hveijum þessi lið mæta. Eins og staðan er fyrir leikina á Tindastóll að leika gegn Njarðvíking- um og það breytist ekki því þó Tinda- stóll nái ÍR þá hefur ÍR gert fimm stigum meira í innbyrðisviðureignum félaganna. Skallagrímur tekur á móti KR og gætu liðin skipt um sæti þannig að KR mæti Grindavík og Skallagrímur Keflavík, en þá þarf KR að vinna með 24 stiga mun. Grindavík gæti einnig tapað fyrir Val og Keflavík unnið Breiðablik. Þá skipta liðin um sæti. Valsmenn eru fallnir en baráttan, um að losna við að leika aukaleiki við næstaefsta lið 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur, stendur á milli Þórs og ÍA. Akureyringar verða að sigra IA til að sleppa við aukaleikina. Þjálfari Kaiserslautem fékk góða afmælisgjöf „ÞESSI sigur var ekki fyrir þjálfarann, heldur fyrir félagið og leik- mennina sjálfa," sagði Friedel Rausch, þjálfari Kaiserslautern, eftir að leikmenn liöfðu gefið honum góða afmælisgjöf á 56 ára afmælis- degi hans - lögðu Bayer Leverkusen að velli, 1:0, í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á þriðjudaginn. „Við lögðum allt undir og sýndum að við getum gert góða hluti,“ sagði Andreas Brehme, vamarleikmaður Kaiserslautern. Þetta er í annað skipti í sögu Kaiserslautem, sem liðið leikur bikarúrsUtaleik, liðið lék síðast til úrslita 1990 og fagnaði þá sigri. Eina mark leiks- ins skoraði Tékkinn Miloslav Kadlec á 35. mín. Leikmenn Bayer léku tiu nær allan leikinn, þar sem Brasilíumaðurinn Paolo Sergio var rekinn af leikvelli á þrettándu mín. fyrir brot á Oliver Schaefer. Síðasta umferðin í úrvalsdeildinni Þór eda ÍA sleppa við aukaleikina Leeds í bikarstuði Stórleikir í beinni á Stöð 3 /tiém FOLX ■ IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals, KR og Keflavíkur, sem hefur starf- að hjá ensku félögunum Huddersfi- eld og Sunderland, er kominn til Skotlands, þar sem hann er orðinn starfsmaður hjá 2. deildarliðinu Berwick. ■ BRANCO, landsliðsmaður í knattspymu frá Brasilíu, hefur fengið atvinnuleyfi í Englandi og getur því byijað að leika við hliðina á landa sínum, Juninho hjá Middl- esbrough. Branco, sem er 31 árs, skrifaði á dögunum undir átján mánaða samning við „Boro.“ ■ BRANCO, sem kom til Middl- esbrough frá Intemacional frá Brasilíu, hefur áður leikið með Genúa og Brescia á Ítalíu og Porto í Portúgal. ■ MAURO Silva, brasilíski lands- liðsmaðurinn sem leikur með La Coruna á Spáni, skrifaði í gær undir samning við félagið til ársins 2000. „Ég ætla að ljúka keppnis- ferli mínum á toppnum hjá La Cor- una,“ sagði Silva, sem er 28 ára. ■ SILVA, sem er bæði með vega- bréf frá Brasilíu og Spáni, hafnaði freistandi tilboði frá liði í Japan, sem bauð honum 520 millj. ísl kr. fyrir fjögurra ára samning. ■ AC Milan hefur áhuga á að fá franska miðvallarspilarann Zined- ine Zidane, 23 ára, til liðs við sig. Útsendari frá liðinu ræddi við Zid- ane eftir að hann lék deildarleik með Bordeaux á þriðjudaginn. Zid- ane er einn af lykilmönnum franska landsliðsins, sem hefur leikið nítján leiki í röð án taps. ■ BRUCE Rioch, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur haft augastað á Bixzente Lizarauza, 26 ára, leik- manni hjá Bordeaux, sem getur leikið bæði sem vinstri bakvörður og miðvallarspilari. ■ GERRY Francis, knattspyrnu- stjóri Tottenham, er mjög óhress með að gult spjald, sem Jason Dozzell fékk í leik gegn Nott. For- est á dögunum, sem var hætt eftir fimmtán mín., sé látið gilda. Dozz- ell fer í tveggja leikja bann. LEIKMENN Leeds fögnuðu tveimur fræknum bikarsigr- um á aðeins 48 klukkustund- um - á sunnudaginn tryggðu þeir sér rétt tíl að leika á Wembley í fyrsta skiptí í 23 ár, þegar þeir unnu Birming- ham í undanúrslitum deildar- bikarkeppninnar. Á þriðju- dagskvöld gerðu þeir góða ferð til Port Vale, þar sem þeir náðu að knýja fram sigur og tryggja sér rétt tíl að leika i 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar. Leikmenn Port Vale, sem höfðu slegið bikarmeist- ara Everton út, byrjuðu leik- inn með miklum látum og réðu gangi hans í fyrri hálf- Ieik. Þeir náðu að skora eitt mark - Tony Naylor á 37. mín. Eins og leikurinn þróað- ist þá leit allt út fyrir að Port Vale næði að komast í 8-liða úrslit í fyrsta skiptí frá 1954. Leikmenn Leeds komu ákveðnir til leiks i seinni hálf- leik og breyttist leikur Leeds- Hðsins mikið við að sænski landsUðsmaðurinn Tomas BroUn var settur inn á - hann lagði upp jöfnunarmarkið, sem fyrirliðinn Gary McAllist- er skoraði með skalia á 64. mín. og Brolin var óheppinn að skora ekki á 71. mín. Þeg- ar tvær mín. voru til leiksloka fékk Leeds aukaspyrnu 25 m frá marki Port Vale. McAIlist- er tók spyrnuna og þrumaði knettínum efst upp í mark- homjð, óverjandi fyrir mark- vörðinn Paul Musselwhite. Á sunnudag kl. 17:00 tekur Liverpool Komdu í Kringluna 7 eöa hringdu í síma 533 5633 og við lánum þér örbylgjuloftnet þér að kostnaðarlausu. Homets bjargaði fyrirhom Leikmennn liðsins gerðu aðeins sexstig í öðrum leikhluta LEIKMENN Chicago Bulls stefna ótrauðir að því að tapa ekki fleir- um en sex leikjum af þeim 26 sem eftir eru í deildinni. Takist það hefur liðið sett met sem erfitt verður að slá því þá nær liðið að sigra í 70 leikjum, nokkuð sem engu liði hefurtekist. Charlotte Homets bjargaði sér heldur betur fyrir hom í fyrri- nótt er liðið fór til Milwaukee. Gest- irnir gerðu aðeins sex stig í öðrum leikhluta en tókst samt að sigra, 88:84, og bjarga sér þannig fyrir hom. Það er ekki á hveijum degi sem lið í NBA gera svo fá stig í einum leikhluta og Homets var 16 stigum undir í leikléi. Það hefur aðeins einu sinni gerst í sögu NBA að lið hafi gert færri stig í einum leikhluta, það var árið 1981 sem Jazz gerði aðeins fimm stig í leikhluta gegn Lakers. í þriðja leikhluta gerði Hornets 32 stig gegn tíu stigum heimamanna og þar með var björninn unninn. Michael Jordan gerði 35 stig er Bulls tók á móti Minnesota og vann 120:99. Toni Kukoc, einn besti vara- maður deildarinnar, var með 23 stig. Þetta var 26. heimasigur Chicago og árangurinn gegn Timberwolves er ekki slæmur, 14:0. Leikmenn Chicago stefna ótrauðir að því að setja glæsilegt met í deildinni. Þeir hafa nú sigrað í 50 leikjum og tapað sex og ef þeir ná að tapa aðeins sex leikjum af þeim 26 sem eftir eru, ná þeir að slá met LA Lakers frá 1971-72 en þá sigraði Lakers í 69 leikjum en tapaði 13. Hakeem Olajuwon gerði 35 stig fyrir Houston er liðið sigraði Tor- onto. Kenny Smith gerði 21 stig en lið meistaranna hefur verið væng- brotið því Mario Elie og Clyde Drexl- er hafa verið meiddir og í fyrrinótt bættist Sam Cassell á sjúkralistann. á móti Aston Villa og á mánudagskvöldið kl. 20:00 mætast Newcastle og Man. United Að sjálfsögu sýnlr Stöð 3 lelkina í belnni. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Loftnet að láni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.