Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 8
Ekkert óvænt í enska bikarnum Ajax bætti enn einni rósinni í hnappagatid Ajax náði sjaldgæfri þrennu þeg- ar liðið vann Real Zaragoza frá Spáni 4:0 í seinni leik liðanna í meistarakeppni Evrópu í knatt- spyrnu. Hollensku meistararnir eru Evrópumeistarar og heimsmeistar- ar félagsliða og bættu enn einni rós í hnappagatið í Amsterdam í gær- kvöldi en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. Winston Bogarde' braut ísinn skömmu fyrir hlé en Finidi George bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik og Danny Blind skor- aði úr tveimur vítaspyrnum á fjög- urra mínútna kafla um miðjan hálf- leikinn. Reyndar fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikhlé en Andoni Cedrun varði í horn frá Frank de Boer, sem var bókaður skömmu áður og verður því í leikbanni þegar Ajax mætir Borussia Dortmund frá Þýskalandi í meistaradeild Evrópu í næstu viku. Zaragoza, sem varð Evrópu- meistari bikarhafa sl. vor, lék án margra lykilmanna eins og Pardeza, Gustavo, Nayim, Solana og Sebastian Rambert og átti ekki svar við góðum leik heimamanna. Ekki bætti úr skák að tveir leik- menn liðsins fengu að sjá rauða spjaldið þegar vítaspyrnurnar voru dæmdar i seinni hálfleik. Jari Lit- manen og Marc Overmars léku ekki með Ajax sem náði fyrrnefndri þrennu fyrir 23 árum þegar Johan Cruyff var upp á sitt besta. Karlsruhe í úrslit Dusseldorf, sem sigraði Bayern Munchen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar, varð að sætta sig við að tapa 2:0 fýrir Karls- ruhe í undanúrslitum í gærkvöldi. Rússneski miðheijinn Sergei Kirj- akow skoraði fyrir Karlsruhe eftir stundarfjórðungs leik og eftir það var á brattann að sækja hjá Dússeldorf. Thomas Hássler innsiglaði sigurinn á 79. mínútu og liðið mætir nágrönnunum í Kaiserslautern í úrslitum 25. maí. Vlatko Glavas frá Bosníu fékk gott tækifæri til að skora fyrir Dtisseldorf en skaut í slá úr vitaspyrnu. DANNY Blind, fyrirliði Ajax, lyftir bikarnum í meistarakeppni Evrópu á loft eftlr slgurinn gegn Zaragoza í gærkvöldi. Urslit urðu samkvæmt bókinni í 5. umferð ensku bikarkeppn- innar í gærkvöldi. Robbie Fowler skoraði fyrir Liverpool eftir 12 mín- útur, 27. mark hans á tímabilinu, og Stan Collymore innsiglaði sigur- inn með marki úr vítaspyrnu, en Kim Grant minnkaði muninn undir lokin. Liverpool sækir Leeds heim í átta liða úrslitum rétt eins og 1965 þegar Liverpool varð bikar- meistari í fyrsta sinn. Matt Le Tissier var með flensu og gat ekki leikið en Matthew Oakley, sem er 18 ára, tók stöðu hans og skoraði fyrir Southampton um miðjan seinni hálfleik, fyrsta mark hans fyrir félagið. Neil Ship- perley bætti öðru marki við stundar- fjórðungi fyrir leikslok. Southampt- on leikur gegn Manchester United á Old Trafford í átta liða úrslitum en sama var upp á teningnum 1976 þegar Southampton varð bikar- meistari í fyrsta og eina sinn til þessa. Huddersfield komst yfir gegn Wimbledon þegar Andrew Booth skoraði á áttundu mínútu en Efan Ekoku, sem gerði bæði mörk Wimbledon í fyrri leik liðanna, jafn- aði mínútu síðar og síðan gerði Jon Goodman tvö mörk. Mark Hughes átti stórléik þegar Chelsea vann Grimsby 4:1. Hughes, sem var þrisvar bikarmeistari með Manchester United, átti hlut að máli í öllum mörkum heimamanna á Stamford Bridge. Ian Woan skoraði úr aukaspyrnu fyrir Tottingham Forest eftir fjórar mínútur en liðlega 20 mínútum síð- ar hafði Chris Armstrong gert tvö mörk fyrir Tottenham. Forest átti seinni hálfleik og Woan jafnaði úr aukaspyrnu 18 minútum fyrir leiks- lok. ÍSHOKKÍ Kóngurinn á ísnum Reuter WAYNE Gretzky hefur slegið 61 met í NHL-deildlnni. Hann hefur gert 829 mörk og ðtt 1.758 stoðsendingar í delldinni. Hann hélt blaðamannafund til að grelna frá félagaskiptunum og sagðist m.a. koma til með að sakna Los Angeles. Gretzky fór frá Los Angeles til St. Louis WYNE Gretzky, sem ertalinn af flestum besti íshokkíleikmað- ur allra tíma, fór frá Los Ange- les Kigns til St. Louis Blues í gær. Los Angeles fékk þrjá upp- rennandi leikmenn, auk annars, fyrir Kanadamanninn, sem hóf ferilinn hjá Edmonton Oilers. Þessi skipti hafa verið til um- ræðu um nokkurn tíma þar sem vitað var að Gretzky átti að ■■■■ losna undan samn- Gunnar ingi sínum við Los Valgerisson Angeles eftir þetta skrifarfrá keppnistímabil. Bandarikjunum Hann hefur verið óánægður með þróun mála hjá fé- laginu í vetur, en nýir eigendur þess hafa kosið að fara varlega í endurnýjun liðsins. Gretzky var persónulegur vinur og viðskiptafé- lagi fyrrum eiganda liðsins, Bruce McNall. Þegar McNall varð gjald- þrota, seldi hann félagið og framtíð Gretzkys hjá því hefur verið óviss allt þetta keppnistímabil. Ekkert varð þó úr félagaskiptum þar til nú, þar sem augljóst varð að hann ætlaði ekki að gera nýjan samning við félagið. Gretzky, sem hefur slegið 61 met í deildinni, hefur ekki leikið sérlega vel í vetur, en flestir sérfræðingar hafa kennt þar um slakri liðsheild Los Angeles liðsins. I St. Lous mun Gretzky spila með mun sterkara liði. Fyrir hjá St. Louis er Brett Hull, sem er einn besti leikmaður deildarinnar, og þjálfarinn Mike Keenan, sem gerði New York Ran- gers að meisturum fyrir tveimur árum. Liðinu hefur ekki gengið eins vel og spáð hafði verið í vetur, en það skartar, að því flestir telja, besta mannskapnum í deildinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í St. Louis þegar gengið hafði verið frá skiptunum, var skýrt frá því að Gretzky myndi þegar í stað taka við fyrirliðastöðunni hjá liðinu og hann leikur að sjálfsögðu í treyju númer 99 sem fyrr. Gretzky hefur níu sinnum verið kosinn leikmaður ársins og hann varð fjórum sinnum meistari með Edmonton á fimm árum í NHL- deildinni. Koma kappans til Los Angeles á sínum tíma jók geysilega áhuga á íshokkí í Kaliforníu og þar eru nú þrjú lið, þar sem eitt var áður. Hann hefur einnig verið mjög sýnilegur í skemmtanaiðnaði borg- arinnar, kvæntist m.a. gullfallegri sjónvarpsleikkonu, og hefur verið talinn ein besta fyrirmynd fyrir deildina innan vallar sem utan. Gretzky hélt blaðamannafund í Los Angeles strax og skiptin höfðu verið samþykkt. Hann sagði m.a.: „Ég held að þetta verði báðum lið- um til góðs. St. Louis er lið sem gefur að minnsta kosti tækifæri á enn einum titli. Ég kveð Los Angel- es með söknuði, en ég er fullviss um að sú endurnýjun, sem nú er hafin hjá Kings, muni verða til góðs. Ég hef ekkert nema góðar minning- ar héðan.“ Fyrsti leikur Gretzky með St. Louis verður í nótt þegar Blues sækir Vancouver heim en Gretzky lék með Los Angeles í Vancouver sl. föstudag. VIKINGALOTTO: 6 13 14 20 45 47 + 29 31 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.