Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ DAGLEGT LÍF VIÐHORF til barna hafa breyst í gegnum aldirnar. Einu sinni var jafnvel talið að börn fæddust með illan anda sem hyrfi á braut við hreinsun skírnarinnar. Einnig var vinnuharkan mikil og börn send í vist átta ára gömul. Ekki var mikið pælt í viðkvæmni barna eða hvernig heili þeirra þroskaðist eða að þau væru sérlega næm á tilteknum aldri fyrir ákveðnu námi. Strákar áttu að vera sterkir og sjálfstæðir og stúlkur fomfúsar og umhyggjusamar - og skörungar. Á 18. og 19. öld var markmið uppeldis að aga börn til hlýðni, guðs- ótta og vinnusemi. En á þessari öld hafa viðhorfin breyst og rannsóknir meðal annars sýnt að nauðsynlegt er fyrir börn að mynda traust tilfinn- ingtengsl við uppalanda sinn á fyrstu 18 mánuðum lífs síns. Risið gegn heimskulegum viðhorfum til barna Fyrstu mennirnir sem höfðu víð- tæk áhrif um að gæta þyrfti að uppeldi barnsins voru heimspeking- arnir John Locke (1632-1740) og Jean-Jacques Rousseau (1712- 1778). Locke gagnrýndi líkamsrefs- ingar barna harðlega, en í Englandi og víðar voru þau lamin, limlest, borin út og þeim kynferðislega mis- boðið. Rousseau sagði barnið gott frá náttúrunnar hendi og að þjóðfé- lagið gerði manninn slæman. Síðar sagði Sigmund Freud að geðheilsa fullorðinna ylti á tilfinn- ingatengslum sem börn mynda í æsku, John Watson að umhverfið yrði að vera gott ætti barnið að verða gott, Jean Piaget að vitsmunir þroskist í þrepum, og John Bowlby að sálarheiil barns standi og falli með nánu og stöðugu sambandi við móður. En hverjar eru niðurstöður nútíma rannsókna um þroska heilans og næmiskeið til að' læra? Tilfinningaþroski barna ræðst fyrstu tvö ár ævinnar Líkamsþungi barna við fæðingu er 5% af væntanlegri þyngd á full- orðinsárum. Hins vegar hefur heili STÖÐ reiknings og röklegra vitsmuna MÁLSTÖÐVARNAR eru í vinstra heila- TÓNLISTARGÁFUNA þarf að örva vel er í framheila. hveli og ofurnæmi málfruma lýkur um 4 frá 3ja til 10 ára aldurs. ára aldur. Þroski heilans og næmiskeið barna til að læra „Gamaldags gleraugnaumgjarðir markaðssettar sem tískuvara ÞEGAR gömlu skólasysturnar Gai Gherardi og Barbara McReynolds opnuðu gleraugnaverslun sína L.A. Eyework við Melrose Avenue í Los Angeles árið 1979, lögðu þær áherslu á fjölbreytilegt úrval um- gjarða frá sjötta og sjöunda ára- tugnum auk þess að hafa á boðstól- um þáð allra nýjasta á markaðnum, þ. á m. umgjarðir þekktra hönnuða. Hvorugri hugnaðist þó ríkjandi gleraugnatíska, sem þeim þótti ein- hæf, klunnaleg og hvorki taka mið af andlitslagi né undirstrika per- sónuleika. Eftir á að hyggja segja þær að á þeim tíma hafi gleraugu þó í fyrsta sinn verið hafín til vegs og virðingar sem hluti af tísku og tíðaranda, en ekki litið á þau sem lítt eftirsóknarverð en nauðsynleg hjálpartæki við slæmri sjón. Þar sem Gherardi og McReynolds voru ekki ánægðar með úrvalið á markaðnum, lögðu þær land undir fót og kynntu sér gleraugnatískuna í Evrópu. Heim komu þær með umgjarðir Alain Miklis og fleiri þekktra hönnuða í farteskinu, en i kollinum hugmyndina um að hefja sjálfar framleiðslu gleraugna. Hug- myndin var nýstárleg að því leyti að þær ætluðu að bjóða gleraugna- umgjarðir, sem enginn hafði fram til þessa viljað kaupa. Þær fóru á stúfana og keyptu ógrynni slíkra umgjarða af hinum ýmsu framleið- endum. Sumar umgjarðirnar létu þær halda sér í sinni upprunalegu mynd en gerðu lítilsháttar breyting- ar á öðrum. Djarflegt tiltæki þeirra bar árangur, enda markaðssetning- in kænskuleg. „Gamaldags" gleraugu á ungu andliti „Við Iétum ungan og myndarleg- an karl auglýsa gleraugu eins og afi var með í eina tíð í stað þess þeirra náð 25% af endanlegri þyngd við fæðingu. Spyija má hvað skýri þennan mun. Svarið er einfalt, heil- inn er einfaldlega mikilvægastur. Við fjögurra ára aldur hefur heilinn náð 80% Iokaþyngdar og 14 ára endanlegri þyngd. Margt þroskast með baminu í beinum tengslum við ósjálfráðan þroska heilans, eins og sjónin og hreyfíleikni. Hins vegar er annar þroski háður umhverfínu eins og til- finningar, tungumál og félagsmótun. Geðtengsl eru dæmi um hið síðar- nefnda, en þau eru tilhneiging ung- barna til að leita eftir mjög nánu sambandi við tiltekinn ein- stakling og finna til ÆSKILEGT er að örva tóniistargáfuna snemma eins og þjálfun í ballett. öryggis í návist hans. Fæst ungbörn eru róleg í örmum ókunnra og þau róast iðulega aftur í fangi móður sinnar. Þau þekkja handtökin, finna lyktina og heyra röddina, þau eru í öruggu skjóli. En geðtengsl við móð- ur eða föður eru samt forsenda fyr- ir eðlilegum samskiptum við hina ókunnu síðar á ævinni. Barnið bindur öryggistengsl eða kvíðatengsl Geðtengsl verða annaðhvort merkt öryggi eða kvíða. Öryggis- tengsl verða þegar uppalandi kann að bregðast rétt við merkjum barns- ins og lætur ekki eigið sálarástand ráða viðbrögðunum. Kvíðatengsl á hinn bóginn verða ef uppalandi er ekki nógu næmur fyrir hlutverki sínu og lætur eigið skap ráða samskipt- unum við barnið. Erlend rannsókn á leikskólabörn- Morgunblaðið/Kristinn klæðileg," rifja Gherardi og McReynolds upp. Á sautján árum hefur fyrirtæki þeirra orðið heimsþekkt fyrir ný- stárlega hönnun og vandaða fram- leiðslu, sem seld er um allan heim, m.a. á íslandi. L.A. Eyework gler- augnaumgjarðir eru eftirsóttar á hönnunarsýningar og söfn og Gher- ardi og McReynolds er oft beðnar um að halda fyrirlestra á hönnunar- ráðstefnum. Auglýsingaherferðin A fa.ce is like a work of ait. It deserv- es a great frame, eða Andlit er eins Andlit er eins og listnverk, sem á stór- kostlega um- gjörð skilið GAI Gherardi og Barbara McReynolds að sýna þau á einhveijum sextíu og fimm ára karli. Við fengum ann- an fjallmyndarlegan til að sýna gleráugu eins og Henry Kissinger hafði gengið með í meira en tuttugu ár og þóttu fádæma hallærisleg. Allt í einu fannst öllum Kissinger- gleraugun vera óskaplega smart og I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.