Morgunblaðið - 01.03.1996, Side 5

Morgunblaðið - 01.03.1996, Side 5
4 B FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR1. MARZ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR á fjölmiðlabraut lýsa skoðunum sínum á fjölmiðlum, wfm,; \ \ t ■tiíi & ! 'Íítíf&lh ■ KHF N ■* ' nlBnBhi 11 ‘ Fjölmiðlun námsbraut í uppsveiflu og nemendur læra vinnubrögðin FJÖLMIÐLABRAUTIR hafa undanfar- in ár staðið eldri nemendum í nokkrum framhaldsskólum til -boða. Brautin er tveggja ára nám sem leggst ofan á jafn- langt grunnnám og lýkur með stúdents- prófi. Námið er bæði verklegt og bóklegt og markmiðið að nemendur öðlist ann- ars vegar nokkra fæmi í vinnubrögðun- um; skrifa blaðagreinar, vinna sjón- varpsfrétt og taka ljósmyndir. Og hins- vegar að .skilja fjölmiðla og verða með- vitaðir notendur þeirra. Nám til krufnlngar á fjölmlðlum Í stofu 18 og 19 í íjölbrautaskólanum í Breiðholti búa 14 nemendur sig undir lokaverki sitt í fjölmiðlun. Ég settist fyrir framan þau og spurði: Hvað lærið þið um íjölmiðla? „Við lærum að taka viðtöl og gera myndbönd, fjölmiðla-ensku, fjölmiðla- íslensku og siðfræði fjölmiðla." „Við lærum að gagnrýna," sagði einn, „maður getur varla horft á bíómyndir lengur án þess að bijóta tæknina til mergjar." „Við flokkum greinar og snúum til dæmis blaðagrein í útvarpsfrétt. Annars lærum við sennilega minnst um útvarp. Við lærum iíka að setja upp greinar á tölvu að klippa myndbönd niður í stutt- ar myndir." Hvernig .fínnst ykkur fréttir vera í fjölmiðlum? „Illa skrifaðar, óskiljanlegar og að- eins fyrir sérfræðinga," var svarið sem ekki stóð á. Hvernig finnst ykkur fjölmiðlar standa sig gagnvart ungu fólki? „Þeir hafa skánað. Nú eru komnar sérstakar unglingasíður og umræðan í þeim er orðin unglingavænni.“ Kjalneslngasaga endursögð á myndrænu formi Nemendurnir sögðust vonast til að geta starfað við fjölmiðla síðar meir, en voru samt ekki fullvissir um að þeir fengju tækifæri til þess. „Maður verður bara að vera nógu frekur til að komast að,“ sagði ein stúlka. Lokaverkefni þeirra eru af ýmsum toga og flokkast undir prentverkefni eða myndbandsverkefni og eru um trúarlíf, Rauða krossinn, Landhelgisgæsluna, dans og New York svo dæmi sé nefnt. Benedikt Þór Bárðarson ætlar að gera heimildarmynd um Kjalnesinga- sögu. „Hún er með yngstu. Islendinga- sögunum," segir hann. „Ég ætla að endursegja hana, segja frá söguslóðum. Hún verður að hluta til leikin með bar- dagaatriðum og skemmtilegri eftirreið á hestum. En sagan er um konu og þrjá biðla hennar." Telur þú um sanna sögu að ræða? „Ég held að sagan sé byggð á ann- álum sem búið er að krydda með ýmsum atburðum. Það verður létt yfir myndinni en reynt að hafa sama yfirbragð og var á þessum tíma. Farið verður út í Andrésey en þar var Andríður heygð. Það er mjög fallegt fugjalíf í eyjunni. Áhorfendur fá innsýn í söguna og geta svo farið á söguslóðir og skoðað,“ segir Benedikt. Fólk á framabraut og mynd um hljómleikaferðalag Stella Guðný Kristjánsdóttir býr sig undir að gera myndband sem á að heita Fólk á framabraut. „Ég ætla að fylgja nokkrum um tvítugt eftir, sem eru að fara út h'fið eftir nám,“ segir hún. Einn viðmælandi minn er stelpa sem er að kiára á myndlistarbraut. Hún seg- ir sögu sína, tii dæmis að hún taki ljós- myndir fyrir fólk. Ég hef áhuga á tæknilegu hliðinni eins og klippingum og stíl. Mig langar líka að ná einlægum viðtölum á band.“ Hekla Jósepsdóttir ætlar að gera myndband um hljómleikaferð. Hún hef- ur haft samband við hljómsveitarmeð- limi um hvort hún megi fylgjast með þeim eina helgi. „Ég sjálf ætla að vera eins og fluga á vegg,“ segir hún. „Það er mjög mikil- vægt að gera nákvæmt handrit áður en maður byijar á myndinni, svo ekki fari milli mála, hvað maður ætli að gera.“ Upphaf fjölmiölakennslu á íslandl Sögu fjölmiðlakennslu á íslandi má rekja til nefndar sem menntamálaráðu- neytið skipaði í ágúst 1974 „til athugun- ar á því, hvort kennsla í fjölmiðlum skuli tekin upp við Háskóla íslands", en formaður hennar var Þorbjörn Broddason prófessor við Háskólann. Núna er fjölmiðlafræði kennd sem 30 eininga aukagrein við Háskólann og hefur Þorbjörn verið aðaikennarinn. Námið er fyrst og fremst fræðilegt en vinnubrögð blaðamannsins ekki kennd. Áherslan er á að veita skilning á eðli, gildi og áhrifum fjölmiðla og rýnt í kenn- ingar um boðskipti. Hvaða spurningum svarar góð frétt? Þjálfun í störfum blaða- og frétta- manna hjá blöðum, útvarpi og sjónvarpi er hinsvegar veitt í viðbótarnámi handa fólki með háskólagráðu eða þeim sem hafa fimm ára reynslu í fjölmiðlastarfi. Það heitir Hagnýt fjöimiðlun. Þar er meðal annars kennt að góð frétt svari sex spurningum: Hvað gerð- ist? Hvenær gerðist það? Hvar gerðist það? Hver á hlut að máli? Hvernig gerð- ist það? Og hvers vegna gerðist það, en síðustu tveimur spurningunum er oft svarað betur í fréttaskýringum. Góður fréttamaður hefur þessar spurningar í huga sér þegar hann vinnur að frétt. Þeir sem hyggja á frekara nám í fjölmiðlafræðum verða að fara til út- landa. Krökkunum á fjölmiðlabrautinni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti finnst BENEDIKT Þór Bárðarson ætlar að gera mynd um Kjalnesingasögu. HEKLA Jósepsdóttir gerir lokaverkefni um hljómleikaferð. STELLA Guðný Kristjánsdóttir gerir mynd- band um fólk í fyrirrúmi. Morgunblaðið/Kristinn SIGURJÓN Jóhannsson og Magnús Ingva- son kennarar. ólíklegt að þau fái störf við hæfi strax eftir stúdentsprófið, og hyggja því mörg á framhaldsnám. Er hægt að læra af upphafi blaðamennskunnar? Siguijón Jóhannsson, blaðamaður og kennari, hefur umsjón með ijölmiðla- kennslunni í FB. Hann hefur rýnt nokk- uð í sögu blaðamennskunnar á íslandi, sérstaklega frá árinu 1848, þegar Þjóð- óifur kom út og til 1914 eftir að bæði Morgunblaðið og Vísir komu út daglega. Hann segist hafa greint nokkra þætti sem einkennt hafí Morgunblaðið alveg frá fyrsta degi 1913. „Hin kunna teng- ing blaðsins við morgunkaffið birtist strax í öðru tölublaði: „Allt þetta gátu kaupendur Morgunblaðsins lesið heima hjá sér með morgunkaffinu“. Og í sama blaði stendur: „Morgunblað- ið var komið til allra áskrifenda klukkan 9.45 í gærmorgun. Mun það jafnan verða regla vor, að eigi verði byijað að selja blaðið á götunum fyrr en áskrifendur hafa fengið það heimborið." Hér sést að Morgunblaðið hefur í byijun ákveðið að festa sér áskrifend- ur,“ segir Siguijón „og fjölga þeim á þeirri forsendu að blaðið komi á réttum tíma og aðrir en áskrifendur ættu ekki kost á að sjá það fyrr en útburði var lokið.“ Siguijón nefnir í lokin að í 7. tölu- blaði 1. árgangs bregði Morgunblaðið á leik með því að snúa sér til lesenda og biðja þá við svar við spurningunni: „Hvernig á eiginmaðurinn að vera?“ Svörin hrúguðust inn á borð Vilhjálms Finsens ritstjóra, og eitt þeirra var stutt og laggott: „Góður eiginmaður á að vera eins og eiginkonan vill hafa hann.“ ■ Gunnar Hcrsveinn Fyrsta viðtalið sem birtist í dagblaði FYRSTU innlendu fréttamyndirnar birtust í Morgunblaðinu árið 1913, en þær voru skornar í dúk af dönskum sýningarmanni í kvikmynda- húsi sem hét Bang. Önnur sýnir húsið Vestur- götu 13 og hin herbergi voðaverks eða morðs á Eyjólfi Jónssyni, frömdu af systur hans Júní- önnu og vini hennar Jóni Jónssyni. Greinin sem fylgir er líka einstök. Hér á eftir verður annað dæmi birt úr sögu blaðamennskunnar, en þess má geta að Guðjón Friðriksson sagnfræðingur vinnur að bók sem spannar sögu dagblaða til okkar daga. 13. nóvember 1913 er birt viðtal undir fyrir- sögninni „Nýtísku vélbátur - viðtal við Guðm. Kristjánsson skipstj." Hugsanlega er þetta fyrsta blaðaviðtalið, en það verður að teljast vel heppnað og í raun furðu nútímalegt hvað varðar stíl og inntak. , IMýtísku vélbátur, viðtal eftlr Comes, sem er dulnefnl „Guðm. Kristjánsson, hinn góðkunni skip- stjóri, er Vestra stýrði síðustu árin, kom í fyrra- kvöld frá Svíþjóð beint til Reykjavíkur, á vél- báti. Vér hittum Guðmund í gær og spurðumst frétta. „Hvað voruð þér lengi á leiðinni frá Svíþjóð?" „Reiknið þér sjálfur. Við fórum þriðjudags- kvöldið 4. nóv. frá Gautaborg og komum hing- að í gær (þriðjudag).“ „Og hvað segið þér svo af sjálfu skipinu?" „Það er það fínasta skip, sem hér hefir kom- ið í sinni röð. Sænsk blöð kölluðu það hið mesta modern furtyg sem smíðað hefði verið í Svíþjóð af vélbátum. - Það heitir Freyja, er eign Karls Olgeirssonar á ísafirði, - 31 smá- lest brúttó, 60 fet á lengd, 15 á breidd, 7 'U á hæð með 45 hesta vél, smíðað eftir minni fyrir- sögn hjá Oluf Gulbrandsson í Göteborg. Og svo skuðuð þér heyra hið nýstárlegasta við bátinn! Hann er útbúinn með botnvörpum af nýjustu gerð, sem búið er að nota 1 ‘A ár í Noregi og Svíþjóð og gefast forláts vel. Vélin heitir Populær og er sett í gang með lofti. Báturinn er lýstur með acetylen, - fyrsti íslenski vélbátur með því ljósi. Á þilfari eru 2 spil, í káetu geta sofið 8 manns, en í lest rúm- ast 10-15 smál. af fiski.“ „Hvílíkur forIátabátur!“ skjótum vér inn í. „Hann er meira en það, hann er fínasti, lang- fínasti vélbátur, sem hér hefur sézt - og kom- ið þér að skoða liann áður en eg fer vestur, eftir 1-2 daga.“ „Hvað margir voru á skipinu hingað?“ „Eg og 2 unglingsmenn frá Isafirði." „Og voruð þið ekki hræddir á svona litlu skipi, úti á reginhafi?“ „Hræddir!“ Guðm. leit fyrirlitningaraugum á þennan landkrabba fyrir framan sig - virti hann ekki lengur svars, og fór. En Freyja vaggar á bárunum hér á höfninni og hugsar sér að færa eiganda sínum mikla fjársjóðu í framtíðinni og Guðmundi fóstra sín- um frægð og frama. ■ Comes Broðurmoró f Kéykjcwtk. Júttema Jónsdó/tir tn/ríar Ivótfl Jónsswnt. bróóur stnum, eitur. scnt vcróur tjonum aó bana. U). {r«f **n tjAINf H k*»ft>*«o<*ft. Mjníí* i |«f «1 Hi ftthmýui hí? i hífedur, ti prtuigat vuns i **< wSti f tttti ’ 1 *«>*■• Itkn I «x o<i*k t>rt -tn* tttcgiS f*st fnm i *VU»- K«v4íhB«« tó» ircJsi.fi?, prftmm * Biiácdftí, lwnft f«r S ahunnu ttfiffat. þeftfti et mf- ok i-tí Utnl vttfutt> $ wsftw úl * iMm. ÖNNUR af tveimur fyrstu innlendu fréttamyndunum. Birt í Morgunblaðinu 17. nóvember 1913. V araliturinn kemur upp um persónuleikann VARALITUR er ekki bara litur til að næra varir kvenna og fegra. Varaliturinn kemur nefnilega upp um persónulega eiginleika þeirrar konu sem á hann, að því er segir í nýlegu hefti af tískuritinu Cosmo- politan. Spurningin er þá hvort kon- ur ættu kannski að mála á sér var- irnar í einrúmi svo þær komi ekki of auðveldlega upp um sinn innri mann. aKona sem á varaliti sem eru þverir er skynsöm, gædd jafn- lyndi og góðri dómgreind og hún er örugg með sjálfa sig. bKona sem á varaliti sem eru með jafnan skáhalla eru trygg- lyndar og þær slúðra aldrei. CKona sem á varaliti sem eru með dæld í miðjunni eru for- vitnar og þær skoða hvern hlut vel og vandlega áður en þær festa kaup á honum. á dKona sem varaliti sem eru sporöskjulaga er vingjarnleg, örl- át og sáttfús. Hún hefur gaman af að daðra. eKona sem á oddmjóa vara- liti er mjög nautna- full og djörf kona. Hún safnar undirfatnaði. m Þú færð þérnýja Quelle-listann r og ávinningur þinn er Inneignarávísun sem þú getur tvöfaldað verðmætið á með einföldum hætti, þú notar hana fyrir 31. mars n.k. við pöntun úr nýja listanum og breytir 600 kr. í 1200 kr. til frádráttar á upphæð pöntunar. 100 % ávöxtun kemur sér vel. Einnig bjóðum við þér um leið og þú kaupir/pantar lista að HnMHHH notfæra þér einstök kynningartilboð! KR. 1200 sexhundt Tvölaldaðu vemiwli ávi*unartnn«rl E1 þú pantar lyrlr 31. mars nlL fyrir im.k. 200 DM þá h*kkar varðmseti ávisunar um 100%, í 1200 kr. ^ Quelle-listinn m JLp Ik er viöurkenndur M fyrir gæöi og einstaklega gott verö en ekki á kostnað gæðanna. Frá Þýskalandi færir hann fjj þér og fjölskyldunni það g nýjasta og besta í fatnaði, ÆmJM hlutum fyrir heimilið ofl. W ofl. Þú færð aðgang að W meira vöruúrvali gæða- vöru á betra verði en þú átt kost á annars ÖPB* staðar. 967 bls. Listinn kostar 600 kr. \ 5 pottar o< í verslun okkar, \ ská\ar. G; burðargjald er kr. 300. \ tvöfaidur \ uppÞvOU Auðvitað færðu góða \ pe\miV''5 gjöf með fyrstu pöntun \ gjöf fVr'r þinni úr listanum sem \ búa. Ibakklætisvott frá Quelle! íábÓrðb^fJegVuósa- 1 Krómstá\ meö a'SQttave\ og £3SftS& icssf- passahv«iu I stóru verslunarhúsi Quelle er hægt að gera góð kaup. Reglulega fáum við stórar sendingar af kvenfatnaði sem við seljum á einstaklega góðu verði og einnig getur þú gert góð kaup í búsáhöldum, smá-raftækjum ofl. Það borgar sig örugglega að líta við! Þrjár fallegar töskur sem koma sér vel, í líkams- rækt, sund, k í útileguna, £ á ströndina, eða hvar sem er. Notfærðu þér gott verð. Kr. 899. Þrjár saman. HÉR ERUM VtÐ! L I S T A VERSLUNARHÚSINU DALVEGI 2 - KÓPAVOGI kAlJP SÍMI 564 2000 Universum, þýskar myndbandsspólur frá Quelle. Frábært verð. 180 mín. 299 kr. og 240 mín 399 kr. ÞREFALDUR! 1A INNKAUPA-AVISUN Stóri listinn Sérlisti: Búsáhöld Sérlisti: Fyrir miðaldra og eldri Sérlisti: Meine Grösse - stór nr. í kvenfatnaði Sérllsti: Madeleine - tiskulistinn M li 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.